Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tíu ára afmælissýning Gallerís AllraHanda Þrjátíu og níu lista- menn taka þátt ÞRJÁTÍU og níu listamenn sýna verk sín á afmælissýningu Gallerís AllraHanda sem nú stendur yfír í sal gallerísins að Gleráreyrum, svo- nefndu Hekluhúsi. Yfir 60 málverk eru á sýningunni, einnig vefnaður, og um 100 listmunir, m.a. leirlist. Gallerí AllraHanda hóf starfsemi í byrjun desember fyrir 10 árum og má rekja til félagsins Nytjalistar sem stofnað var af nytjalistar- og handverksfólki árið 1985. Frá upp- hafi hefur verið lögð áhersla á að kynna íslenska listmuni í galleríinu og fljótt var einnig efnt til kynninga á grafík, leirlist og myndvefnaði og síðar bættist hið hefðbundna mál- verk í hóp þeirra listgreina sem áttu sér samastað í húsakynnum gallerísins. Fyrst í stað var það rekið að Brekkugötu 5 en undanfar- in 5 ár hefur það verið til húsa í Grófargili þar em eitt sinn var mjólkurbúð Mjólkursamlags KEA. Alls hafa verið haldnar 24 einka- sýningar í Gallerí AllraHanda í Grófargili. Á síðasta áratug hafa verk um 80 listamanna, víðs vegar að af landinu auk nokkurra út- lendra verið kynnt í galleríinu. Þórey Eyþórsdóttir og Kristján Baldursson eigendur Gallerís Allra- Handa hafa einnig staðið fyrir h'st- sýningum í húsnæði sínu að Glerár- eyrum og þá reka þau að sumarlagi kaffihúsið Hótel Hjalteyri. „Þetta er mjög fjölbreytt sýning, listaverkin eru af ýmsu tagi, leir- list, málverk, vefnaður, útsaumur og myndvefnaður um rekalög. Listamennirnir sem þátt taka í sýn- ingunni eru margir, bæði ungir og eldri, margir Akureyringar og Norðlendingar eru í þeim hópi en aðrir koma lengra að," segir Þórey. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð, enda margt afar glæsi- legra verka á sýningunni. Það hefur verið ótrúlega mikil vinna við að setja þessa sýningu upp og í raun- inni munu viðbrögðin við henni verða prófsteinn á hvort við höldum áfram með galleríið, en nú eru 10 ár frá því ég sagði starfi mínu á fræðsluskrifstofunni lausri til að sinna þessu áhugamáli mínu." Morgunblaðið/Kristjá ÞÓREY Eyþórsdóttir við eitt verka Kristins G. Jóhannssonar á sýningunni í Heklusal Gallerís AllraHanda. Tímarit • TANNHEILSA 1. tbl. 1. ár- gangs er komið út. Meðal efnis í þessu fyrsta blaði er Leikhúsgervi þar sem birtast myndir af þekktum leikurum sem haf a fengið tanngervi hjá Finnboga Helgasynitannsmið; Sitthvað sem gagnlegt er að vita um gervitennur; Lausar gervitenn- ur og Innlegg úr plasti. í ávarpi segir ritstjórinn íris Bryndís Guðnadóttir: „Þegar Tannsmiða- félag íslands var stofnað 19. apríl 1941 voru starfandi tannsmiðir á landinu þrettán. í dag er fjöldi tann- smiða rúmlega hundrað {tveimur félögum, Tannsmiðafélagi íslands og Sambandi verkstæðiseig- enda." Blaðið erfagtímarit tannsmiða oggefið útaf Tannsmiðafélagi ís- lands. josbrigdi Safn Ásgríms Jónssonar Gjöftilfagurkera Gullfalleg iLttaverkabók umgjöf Áágrínu Jón.hamar iLttmálara t'dúflen^ka ríkLfinJ. Bókina prýða unt 200 myndir af verkum Ájgrínu og erufle<ttar þeirra í lit. LISTASAFN ÍSLANDS- SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Fríkirkjuvegi 7 sími 562 1000 Bókinfcut einniff í öllum beUtu bókavmlunum Reykjavíkur BÓKIN afhent forseta íslands. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Helgi Hall- varðsson og Guðjón Arngrímsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýjar bækur Svipmyndir úr sögu Landhelgis- gæshinnar LANDHELGISGÆSLA íslands 1926-1996. Svipmyndir úr 70 ára sögu nefnist nýútkomin bók. Höf- undur texta er Guðjón Arngrímsson. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ritar inngang og skrifar m. a. „Hlutverk Landhelg- isgæslunnar er löggæsla á hafínu umhverfis ísland, að veita hjálp við björgun úr sjávarháska eða á landi, annast aðkallandi sjúkraflutninga og veita afskekktum stöðum eða byggðarlögum nauðsynlega hjálp þegar eðlilegar samgöngur bregðast af ófyrirsjáanlegum orsökum vegna náttúruhamfara". í bókinni er einnig ávarp Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra. Bókin sem er 109 síður í stóru broti og ríkulega myndskreytt skipt- ist í eftirfarandi kafla: Ýtt úr vör, Veiðar útlendinga við ísland fyrr á öldum, Fyrstu ár Landhelgisgæsl- unnar, Skip og flugvélar og þyrlur Landhelgisgæslunnar 1926-1996, Mótunarár, Fyrsta þorskastríðið, Stund milli stríða, Annað þorska- stríðið, Þriðja þorskastríðið, Starf- semi Landhelgisgæslunnar, Merk ártöl í sögu Landhelgisgæslunnar og Árnaðaróskir. Útgefandi er Landhelgisgæsla ís- lands. Ritnefnd: Helgi Hallvarðsson, Stefán Melsted og María Sólbergs- dóttir. Umsjón: Athygli ehf. Hönn- un: Hrönn Magnúsdóttir og Valgerð- ur Gunnarsdóttir. Sagnfræðileg ráð- gjöf: Sigurgeir Guðjónsson. Oddi prentaði. Ljóð og djass á Ommuí Réttarholti Á ÞOR- LÁKS- MESSU- KVÖLD kl. 21 mun djasstríó Arna Heið- ars spila á kaffihúsinu Andri Snær Ömmu í Réttarholti. Auk þess mun metsölu- skáldið Andri Snær Magna- son lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum, Engar smá sögur og Bónusljóð. Aðgangur er ókeypis. Málverkasýn- ing á Pizza 67 GUNNÝ heldur þessa dagana sína fjórðu málverkasýningu á Pizza 67 Reykjavíkurvegi 60 Hafnarfirði. BÆKUR Lækn ingar LÆKNINGAMÁTTUR LÍKAMANS eftír Andrew Well. Þýðandi Þor- steinn Njálsson dr.med. Prentun, umbrot, fiImuviim;i og bókband Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi Setberg 1996. ÞEGAR hafizt var handa um að kynna „Lækningamátt líkamans" var blásið rækilega í lúðra, svo að ekki færi fram hjá neinum tilvist bókarinnar. Haldið var málþing um óhefðbundnar lækningar í Þjóðleik- húskjallaranum og fengnir til þess valinkunnir sæmdarmenn. Ég sótti reyndar ekki málþingið og get því ekki metið hvað þar fór fram, en hef hins vegar kynnt mér bókina rækilega. Rétt er að vekja athygli á þeim orðum höfundar sem fram koma á bls. 100 að „sumt af því áhugaleysi gagnvart líkama/hugar samspili, sem ég er að kvarta um er raunverulega sérstakt fyrir Bandaríkin", orðum sem segja að margt af því sem fjallað er um álíti dr. Weil vera dæmigert fyrir banda- rískt þjóðfélag. Á bls. 73 segir: „Verra er, að þessi líffræðilega fyr- irmynd vestrænna lækninga dregur úr eða afskrifar algjörlega mikil- vægi hugans, og leitar þess í stað að hreinum líkamlegum ástæðum fyrir breytingu á heilsu og sjúkdóm- um." Á öðrum stað segir „að nú- tímalæknar séu of uppteknir af sjálfum sér og getu sinni til að lækna, en gleymi eisntaklingnum og hæfíleikum líkama, hugar og sálar til að ná bata." Mér finnst þarna stórt upp í sig tekið og höf- undur dragi ályktanir sem lítill rök- stuðningur er að baki. Hvað sem dr. Weil finnst um bandaríska lækna held ég að flestir læknar sem menntast hafa og nú starfa í þess- um heimshluta, þar á meðal hér á landi, hafi áhuga á því að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu go telji að það geti haft áhrif á bata í mörgum tilfellum. Dr. Weil nefnir fyrsta hluta bók- arinnar „Batakerfið", og lýsir þar hvernig hann sér hæfileika líkama og sálar til að batna sem skipulagt kerfi, sem í bókinni kallast bata- kerfi. í nokkrum köflum í fyrsta hlutanum rekur hann sjúkrasögur, í þeim flestum er um alvarleg veik- indi að ræða og læknar eru sagðir hafa álitið að ekki gæti orðið um bata að ræða en sjúklingarnir þó náð heilsu að nokkru eða öllu leyti. Auðvitað vita flestir læknar um til- vik þar sem sjúklingar komast yfir alvarleg veikindi, en til þess að skilja það þarf ekki kenningar um „batakerfi", heldur getur manni nægt að dást að furðum náttúrunn- ar og átta sig á þeim takmarkaða skilningi sem við höfum í raun á líkama og sál. Dæmið í kafla sex er um Mari Jean sem var með stresstengda blóðþrýstingshækkun en undrun á að sæta hjá lækni hennar að þrýst- ingurinn lækki þegar hún hættir að láta spennuna ráða lífi sínu. Ég hélt að það væri öllum ljóst, bæði lærðum og leikum, að spenna og streita hafa mikil áhrif á líkamleg einkenni fólks og líðan og að blóð- þrýstingur sé meðal þess sem getur breyzt. I auglýsingum er látið að því liggja að bókin „Lækningamáttur líkamans" geti breytt lífi lesandans. Víst er að margir þyrftu á slíkri breytingu að halda í okkar stress- þjóðfélagi, en ég sé ekki að þessi bók muni valda straumhvörfum. I henni eru þó forvitnilegir kaflar inni á milli og má meðal annars nefna átta vikna áætlun til að bæta heilsuna, sem er til þess ætluð að aðstoða lesandann við að breyta lífsstíl sínum. Þýðing mætti vera liprari þótt þar séu góðir sprettir. En í minni orðabók og málvitund er heilbrigði kvenkynsorð. Þess vegna ætti bókin fremur að miða að því að efla and- lega og líkamlega heilbrigði (sjá undirtitil bókarinnar: Að efla and- legt og líkamlegt heilbrigði). Katrín Fjeldsted \ i Veldur ekki straumhvörfum ! i •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.