Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ,+ MINIMINGAR SANDRA SIF JÓHANNSDÓTTIR + Sandra Sif Jó- hannsdóttir var fædd í Reykjavík 28. júlí 1994. Hún lést á heimili sínu 17. desember síð- astliðinn. Foreldrar Söndru eru Jóhann Bragi Helgason og Halldóra Péturs- dóttir. Sandra Sif á tyo bræður, Davíð Örn Jóhannsson og Elvar Þór Jóhanns- son. Útför Söndru Sifjar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 23. desember og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er litli engillinn okkar farinn, litla ljósið í lífinu okkar. Á rúmum tveimur árum kenndir þú okkur það sem öðrum endist ekki öll ævin til og það erum við þakklát fyrir. Elsku engillinn okkar, þú gafst okkur svo mikið og það geymum við í hjarta okkar um ókomna framtíð. Megi ljós þitt skína og guð blessi þig, ' ástin okkar litla. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lézt þú eftir litla rúmið auða. Gráttu, móðir, gjöfina Drottins fríðu, gráttu þá með djúpri hjartans blíðu. Sérðu' ei sigurbjarma? Sérðu' ei líknarvarma breiða sig um barnsins engilhvarma? " Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur. „Hvar er vorið?'1 spyrja börn um vetur. Dagur njólu dylur, daginn nóttin hylur, lífið oss frá eilífðinni skilur. Þn' til hans, sem börnin ungu blessar. Biðjum hann að lesa rúnir þessar. heyrum hvað hann kenndi: Hér þótt lífið endi, ris það upp í Drottins dýrðarhendi. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu' að striða. Upp tii sælu saia saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Mamma, pabbi, Davíð og Elvar. Nú kveð ég ástkæra frænku mína, Söndru Sif Jóhannsdóttur. Stúlku sem gaf svo mikið þótt dvöl- in hennar meðal okkar væri stutt. Margs er að minnst og margs er að sakna og verða minningarnar enn dýrmætari þegar sárasta sorgin dvínar. Ég var svo heppin að fá að gæta þín öðru hverju þó ég óski þess nú að tækifærin hefðu verið fleiri. Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar þú settist í fang mér síð- asta skiptið sem ég fékk að passa þig. Þú vildir endilega fá að opna pakkann sem mamma og pabbi voru að fara með í heimsókn sína. Því miður gat ég ekki orðið við ósk þinni. Nú færðu tækifæri til að kynnast afa á Tungó, afa sem blés í nef þitt. Þið eigið eftir að eiga margar ánægjustundir saman. Ég veit hann mun elska þig og gæta þín. Sandra mín, ég þakka þér fyrir þá stund sem þú varst hjá okkur. Ég mun aldrei gleyma þér. Elsku Dóra, Jói, Davíð og Elvar. Takk fyrir öll tækifærin sem þið gáfuð mér til að vera með stúlk- unni ykkar. Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Sorgin er eitthvað sem við þurfum að læra að lifa með, ekki að yfirvinna. Sandra mun ætíð lifa í hjarta okkar. Oddný frænka. Fæðing barns er ávallt stór „stund. Svo var einnig fyrir tveimur árum þegar Sandra Sif fæddist, ekki síst fyrir bræðurna tvo, sem nú eignuðust systur. Allt lýstist upp og gleði og ánægja sícein af hverju andliti, framtíðin var björt. Fljótlega kom þó í ljós að ekki var allt sem skyldi. Kvilli í hjarta gerði vart við sig. Eng- inn trúði samt að sá kvilli myndi ekki lagast eða að við honum væri ekki hægt að bregðast. Allir voru vongóðir. Veður skipast skjótt á lofti. Þrátt fyrir allar væntingar reyndust veik- indin alvarlegri en í upphafi virtist og skemmdu úr frá sér. Það eru takmörk fyrir því hversu mikið álag lítill líkami þolir og að lokum gaf hann eftir. Söknuðurinn er mikill og mestur foreldra og bræðra. Eftir stendur einungis minningin um elskulega, glaðværa litla stúlku sem alltaf var brosmild og kát. Það sefar sárasta söknuðinn. Við sendum Dóru, Jóa og bræðr- unum tveimur okkar dýpstu samúð- arkveðjur á þessari raunastundu. Nú er skemmstur dagur og daginn tekur brátt að lengja. Sólin mun líka koma aftur upp í lífi þeirra. Megi Sandra Sif hvíla í friði. Elsa og Guðmundur. Fyrir rúmum tveimur árum bætt- ist lítill sólargeisli í fjölskylduna, lítil glaðlynd hnáta, óskasteinn for- eldra sinna og bræðra. Sandra Sif færði okkur hinum birtu og yl með brosi sínu og ljúfri lund þrátt fyrir erfið veikindi. En fyrr á þessu ári dró skyndi- lega ský fyrir sólu þegar Sandra Sif veiktist alvarlega og ekki varð útséð um hvernig færi. En hún braggaðist og stóð sig svo ótrúlega vel að vonin tók að glæðast á ný. Síðastliðið þriðjudagskvöld dimmdi svo skyndilega á ný og Sandra Sif kvaddi þennan heim og hélt upp í ferðina löngu. Alla setti hljóða og yfir okkur færðust mikil þyngsli sorgarinnar. Það er alltaf illskiljan- legt þegar svo ungar sálir eru kvaddar héðan en vissan um að vel er tekið á móti henni hinum megin þar sem elsku afi á Tungó umvefur hana nú í faðmi sínum og að hún eigi betra og bjartara líf framundan er okkur huggun þungum harmi gegn. Elsku Sandra Sif, það er sárt að sjá á bak þér en við munum ætíð minnast ljúfu stundanna sem við nutum með þér. Fyrir þær þökkum við því þú varst okkur öllum svo mikils virði. Hvíl í friði. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga' og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Haligr. Pét.) Elsku Dóra, Jói, Davíð og Elvar. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Minningin um yndislega stúlku lifir í hjörtum okkar allra. Hulda og Guðmundur, Birgítta, Gunnar og Aníta Rut. Elsku litla frænka, við sendum þér nokkrar línur til að kveðja þig. Þú varst yndislegur sólargeisli, sem lýstir inn í hjörtu okkar allra, það ljós mun ævinlega lýsa jafn bjart er við hugsum til þín, en vegir Guðs eru órannsakanlegir, eitthvað annað ætlar hann með þig á öðrum stað og þar munt þú lýsa þínum kærleika, gleði og elsku. Ég hlýt að kveðja, mamma mín, svo mælir litla dóttir þín, því ég er kvödd á konungsfund, um kalda myrka aftanstund. Þú færð ei lengur, faðir minn, að faðma litla ungann þinn, ég var ei nema vonablóm, þú varðir mig sem helgidóm. Ég veit þú syrgir, mamma mín, en mundu þó, að sóiin skín, svo blítt á litla leiðið mitt og ljóma vefur barnið þitt. Þvi ævi minnar bernskublóm er borið inn í helgidóm og gróðursett á góðum stað, þar grær og vex og dafnar það. Og þegar biðin þrotin er og þið eruð kvödd á eftir mér, þá verð ég orðin væn og há, og veit þið fáið mig að sjá. (Hulda) Elsku Dóra, Jói, Davíð, Elvar og aðrir ástvinir. Við biðjum góðan guð um að styrkja ykkur í ykkar þungbæru sorg, í vissu um að Pétur afi tekur vel á móti henni. Ykkar vinir, Haraldur, Jóhanna, Sigurður og Sirrý. Mig skortir orð til að lýsa þeirri tilfinningu sem fór um mig þegar ég fékk að vita að þú værir dáin, elsku litli sólargeislinn minn, og langar í fáum orðum til að kveðja þig, elsku frænka mín, og þakka þér fyrir samfylgdina þó stutt væri. Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hafa þig hjá okk- ur, elsku litla vina, og sjá þig ekki lengur heima í Hverafoldinni klappa saman lófunum og segja: Vei, Sigga frænka komin með pakka. En við eigum svo ljúfar og yndislegar minningar um þig til að ylja okkur við þegar sorgin reynist okkur erfið og vissuna um að nú líði þér vel og sért í pössun hjá elsku afa þang- að til að við hittumst aftur þegar sá tími kemur. Elsku Sandra mín, ég veit að nú hittist þið Hekla litla aftur og verð- ið vinkonur og leikið ykkur saman. Ég bið góðan guð um að blessa ykkur báðar og styrkja. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elsku Dóra, Jói, Davíð Örn og Elvar Þór, megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig, elsku vina. Kveðja, Sigríður frænka og fjölskylda. Að horfa á barn upplifa eitthvað nýtt og framandi í fyrsta sinn er verðmætt veganesti þeirra sem njóta og geymist í minningunni. Það var sólríkt og heitt síðdegi í júlí að bankað var á herbergisdyr Heklu, dóttur okkar, á gjörgæslu- deild Landspítalans. Dagurinn hafði verið mollulegur og þá var fátt eins svalandi og notalegt bað. Hekla var nýbúin að koma sér þægilega fyrir í balanum sínum þegar hluti fjöl- skyldunnar i Hverafold 130 stakk inn kollinum. Þarna voru komin þau Sandra litla og stoltir foreldrar hennar, þau Dóra og Jói. Það var Heklu svo sem ekkert nýtt að fá óvæntar heimsóknir, enda alltaf gestkvæmt hjá þeirri stuttu, en það sem kveikti svo eftir- minnilegan undrunasvip var litla manneskjan sem nú stóð við bal- ann, jafn hissa og undrandi og Hekla. Þetta var fyrir tæplega tveggja ára stúlku, sem áður minnt- ist þess varla að sjá annað barn, stórfurðuleg upplifun. Ekki aðeins varð Hekla undrandi á stærð mann- eskjunnar, heldur einnig því sem þær litlu stúlkurnar áttu sameigin- legt en það voru hinir eftirsóttu „Súrar". „Súri" var gælunafn á súrefnis- kútum sem gerðu þeim báðum kleift að njóta lífsins á við önnur heilbrigð börn. Hekla var á þessu tímabili ákaflega tengd og hrifin af „Súra" og var augljós hrifning hennar af Söndru og hennar „Súra". Það var öllum ljóst sem þetta augnablik upplifðu að stúlkurnar tengdust sérstökum tilfinninga- böndum og skynjuðu að þær áttu ýmislegt sameiginlegt sem aðrir áttu ekki. Þetta er okkur kær minning núna þegar Sandra hefur kvatt þennan heim. Kær minning þegar erfitt er að finna eitthvað til að kæta hug- ann. Jafnvel þótt kynnin hafi verið stutt þá eru þau á lífsmælikvarða litlu stúlknanna tveggja langur og góður tími. Eftir sumardaginn fagra fékk Hekla að njóta heim- sókna Söndru vinkonu sinnar í nokkur verðmæt skipti og með hverri heimsókninni fannst okkur við eiga æ meira í duglegu stúlk- unni Söndru. Þegar sorgin kvaddi dyra nú í september og Hekla okkar lést var okkur mikil huggun að návist Söndru. Vinaband litlu stúlknanna tveggja náði út fyrir líf og dauða. Þær áttu svo líkt líf, þessar elskur, og okkur fannst við nær Heklu þegar við hittum Söndru og for- eldra hennar. Þess vegna er tóm- leikinn tvöfaldur núna þegar þessi sorglega staðreynd blasir við. Síðustu vikurnar virtust hinar björtustu hvað heilsufar Söndru varðaði. Hún hafði von um bjartari tíma og virtist líða betur. Hún hlakkaði til jólanna og var óskap- lega hrifin af jólaljósunum og jóla- sveininum. Sorg foreldra hennar og bræðra er þungbær og sár. Það er erfitt að skilja að fallegt og sak- laust ljós slokkni, en maður verður að sýna staðreyndunum æðruleysi og trúa því að Guð gefi kjark til að horfa fram á veginn. Við huggum okkur við það að enn á ný hafa þær hist á betri stað, án veikinda. eða hafta, og án „Súra". Þeirra verður ætíð saknað af innstu hjartans þrá, en ljós þeirra lifir og minningarnar munu ylja á erfíðum stundum. Elsku Dóra og Jói. Við hugsum til ykkar af mikilli samúð því miss- ir ykkar er mikill og erfitt að sjá gleðina og ljósið þegar tími fjöl- skyldunnar fer í hönd og einn vant- ar í hópinn. En reynið að sjá hugg- un í því að nú er Sandra íitla laus við þjáningar og orðin lítill engill við hásæti Guðs. Megi hann styrkja ykkur og fjölskyldu ykkar á þessum erfiðu tímum. Kristín Kristjánsdóttir, Hákon Hákonarson. Það er allt of sjaldan sem við hugsum út í tilgang lífsins, gleði- stundirnar tökum við sem gefnar og daglegt andstreymi líður inn í grámóðu áranna sem safnast að baki okkar. Það eru einna helst stór- afmælin og áramótin sem fá okkur til að staldra við eitt andartak og hugsa út í gærdaginn, um leið og við lofum sjálfum okkur því að gera meira úr morgundeginum. Við vit- um öll hvað verður um flest ára- mótaheitin, þau sömu vitja okkar enn að ári liðnu. Til eru þeir sem hvorki lifa mörg áramót, hvað þá að þeir eigi stóraf- mæli að baki. Hún Sandra Sif okk- ar er ein af þeim. Þó árin hafi ekki verið meira en rúm tvö, þá hefur Sandra gefið meira á þeim stutta tíma en margur gerir á langri ævi. Sandra bókstaflega smitaði frá sér gleðinni og það þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm. Hún gaf þannig þeim for- dæmi sem eru niðurdregnir af minna tilefni, en ættu jafnframt að hafa reynslu áranna til að mæta erfiðleikunum. Við nutum þeirra forréttinda að vera í nábýli við Söndru, oft var bankað létt á úti- dyrnar og þar stóð lítil prinsessa með brosandi andlit og jafnvel koll- urinn var glaðlegur, þar sem glampa sló á hunangslitaðar krull- urnar. Sandra var þannig gerð, að hún vann ávallt hug allra. Sandra fann sér gleðiefni í einföldum hlut- um, jafnvel hversdagslegustu fyrir- bæri, sem snjórinn, veittu henni gleði, þar sem hún sat inni og horfði á bræður sína að leik í garðinum. Hún lét sér það fyllilega nægja að horfa stóreyg á þetta hvíta undur og hló að leik bræðra sinna án allr- ar óánægju yfir því að geta ekki verið þátttakandi. Við höfum öll öðlast meiri þroska og lærdóm af kynnum okkar við Söndru Sif. Það er varla hægt að lýsa þeim tilfinningum sem kvikna yfír þeirri ósanngirni, að svo lítið barn skuli vera hrifið á brott frá fjölskyldu sinni og lífínu. Sérstaklega ættu þeir sem kunna að lifa lífinu að eiga rétt til þess. En Sandra er vafalaust að njóta lífsins núna sem meiri þátttakandi, nýr kafli hefur tekið við í lífí hennar. Við sem kynntumst Söndru munum aldrei gleyma henni. Elsku Dóra, Jói, Davíð og Elvar, megi Guð gefa ykkur og fjölskyld- unni allri styrk í sorginni. Jessý, Einar og börn. „Er Sandra farin upp til himna, til guðs og allra englanna?" spurði sex ára sonur minn mig, með ein- lægu dreymandi augnaráði er and- látsfregnin barst okkur. „Af hverju?" spurði hann síðan hugs- andi. Svar mitt við þessari spurn- ingu var á þá leið að hún hefði verið veik^og guð viljað hafa hana hjá sér. „Á jólunum! það hlýtur að vera mikið fjör og gaman uppi á himninum, sérstaklega á jólunum," sagði hann með einlægri sannfær- ingu og trú um að hvergi annars staðar væri betra að vera. Ég hlust- aði af athygli og hugsaði með mér að trú okkar fullorðnu og sannfær- ing mætti stundum vera sterkari, einfaldari og einlægari því hvað er erfíðara undir kringumstæðum sem þessum, en að efast. Börn eru einlæg í trú sinni og takast á við lífíð eins og það kemur fyrir frá einum degi til annars, láta hverjum degi nægja sína þjáningu, og hafa ótrúlega aðlögunarhæfni sem kemur þá sérstaklega fram þegar þau þurfa að lifa með þján- ingunni. Hún Sandra Sif var engin venjuleg stúlka, hún var „hetju- manneskja" og háði erfiðari baráttu um líf sitt á sinni stuttu ævi heldur en margur fullorðinn þarf að gera á heilli mannsævi. Litla „hetjumanneskjan" mín. Það eru ekki nema nokkrir dagar liðnir síðan þú komst í heimsókn, stóðst uppi á stól vopnuð einum fjór- um snuddum; tvær í einni hendi, ein í hinni og ein uppi í þér og harðneitaðir að setjast, vildir „bara danda" og neitaðir síðan að fara heim nema með því skilyrði að þú færir beint í aðra heimsókn til henn- ar Vippu frænku þinnar. Þetta minningarbrot hef ég nú þegar sett á sérstakan stað í hjarta mér og þar varðveiti ég það, því það er svo mikið þú. ég efast ekki um að guð og allir englarnir umvefja þig af sömu alúð og ást líkt og foreldrar þínir og ástvinir gerðu. Guð er ávallt með þér. Elín Viðarsdóttir. Hinn 18. des. barst okkur sú fregn að hún Sandra Sif hefði látist kvöldið áður. Alltaf verður maður jafn hissa og jafnvel reiður og þá hugsar maður um tilganginn, af hverju fæðast þessi litlu börn í þennan heim ef þau hafa ekki heilsu til að lifa í honum? Þessari spurningu verður ekki svarað en sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska mest. Við kynntumst Dóru, Jóa og Söndru Sif á Barnaspítala Hrings- ins þar sem Sandra Sif og Þórunn Björk, dóttir okkar, lágu saman. Dóra og Jói leiðbeindu okkur með ýmsa hluti því þau voru búin að i i i Í Í i i i 1 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.