Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 33 vera lengur á spítalanum með dótt- ur sína en við. Sandra Sif og Þórunn Björk lágu stundum saman í rúminu hennar Söndru og var hún þá að passa Þórunni Björk, „litla bannið“, eins og hún sagði sjálf. Sandra Sif vildi sjaldnast sitja aðgerðalaus. Ef hún var þreytt og gat ekki leikið sér sjálf sat hún í kerrunni sinni og foreldrar hennar keyrðu hana fram og til baka á ganginum og ef þau stoppuðu of lengi sagði Sandra Sif: „Labbi, labbi“ eða „pabbi labbi", ef faðir hennar var með hana. Það var að- dáunarvert að sjá hversu natin þau voru við litlu fallegu stelpuna sína. Sandra Sif var svo dugleg og skynsöm. Hún vissi nákvæmlega sín takmörk. Ef hún var þreytt varð hún að hlaða batteríin smástund til að geta byijað aftur að leika sér. Elsku Dóra, Jói og synir. Við fjöl- skyldan erum svo þakklát fyrir að hafa kynnst ykkur, þó að kynni okkar af Söndru Sif hafi verið stutt þá skilur hún eftir sig svo góðar og fallegar minningar. Sárin sem eftir sitja gróa aldrei, en maður verður að læra að lifa með þeim og vera þakklátur fyrir þennan tíma sem hún var hér á meðal okkar. Við vitum að henni líður vel núna og hugur hennar verður alltaf hjá ykkur, ef þið eruð glöð er hún líka glöð. Kæra fjölskylda, við biðjum Guð að gefa ykkur styrk til að ganga í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu. Elsku Sandra Sif, hvíldu í ró og friði. Elsa, Bjarni og Þórunn Björk. Á svona stundu megna fátækleg I orð sín lítils. Á örlagastundu geng- ur lífið oft hratt fyrir sig, oft of I hratt fyrir mannlega vitund að átta sig á. Hin venjulega kvöldstund breyttist í harmleik, hún Sandra Sif er dáin. Okkur í fjölskyldunni langar að minnast hennar, þessa litla sólar- geisla, sem gaf okkur svo margt þótt jarðvistin væri stutt. Eftirtekt- arvert var hið mikla æðruleysi sem I þetta litla barn bjó yfir og sú mikla j gleði sem geislaði frá henni. En nú ■ er hún flutt í stjörnuheim og skilur ' eftir sig visku og kærleik okkur til handa og vonandi fáum við höndlað þær dýrmætu gjafir. Þessar ljóðlínur koma upp í huga okkar er við minnumst Söndru: Hafið og himinninn hrópa á mig þama, dýpstu sorgum ég deili með þeim. Allt sem ég bið um er bátur og stjama, bara svo að ég rati heim. (John Masefield.) Foreldrum og bræðrum Söndru litlu, svo og öðrum ástvinum hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum himneskan föður að veita þeim styrk nú þegar jólahá- tíð gengur í garð og um ókomna framtíð. Friðrik, Sóley og fjölskylda. Elsku litla músin mín. Nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Mann set- I ur hljóðan þegar þú ert ekki með okkur, því þú ert búin að vera svo dugleg í veikindum þínum. Nú ert þú komin til hans afa þíns, sem þú sagðir að væri að blása í nefið á þér. Þetta sagðir þú, þó hann afi þinn hafi verið farinn áður en þú fæddist. Það er alveg öruggt að ykkar | vinkvennanna hefur beðið stórt verkefni um jólin fyrst þú fórst svona fljótt á eftir henni Heklu vin- I konu þinni. En við fáum ekki að vita hvað það er sem þið þurfið að gera saman. Þó er alveg öruggt að þú gafst okkur öllum svo mikið með þínum dugnaði að eitthvað lærir maður af því. Elsku litla ástin mín, minning þín mun lifa með okkur. Guð styrki mömmu þína og pabba, Davíð, Elv- | ar og alla í fjölskyldunni sem eiga L um sárt að binda. y Guð veri með ykkur öllum, elsk- I urnar mínar. Þórunn og Steinn. MINNINGAR HALLDÓRA G UÐJÓNSDÓTTIR + Halldóra Guð- jónsdóttir fædd- ist í Réttarholti, Garði, 6. nóvember 1909. Hún Iést 17. desember síðastlið- inn á Hrafnistu í Hafnarfirði. For- eldrar Halldóru voru hjónin Guðjón Björnsson, renni- smiður, fæddur 3. desember 1876 á Imastöðum í Vöðla- vík, og Guðrún Guð- mundsdóttir, fædd 6. september 1878 í Réttarholti, Garði. Systkini Halldóru voru Þóranna Lilja, húsmóðir í Reykjavík, f. 4. júní 1904,_d. 17. mars 1970, Svanhildur Ólafía, verkakona, f. 6. febrúar 1907, d. 15. júní 1993, Guðmundur, bifreiðasljóri I Réttarholti, Garði, f. 9. maí 1913, d. 20. október 1981, Björn Guðni, bifreiðastjóri og útgerð- armaður, f. 26. ágúst 1916, d. 23. júní 1995. Hinn 17. desember Elsku amma. Mig langar til að minnast þín með fáeinum orðum. Þú varst aldrei þessi gamla amma eins og þær eru í sögu- bókum, heldur varst þú alla tíð eins og ung kona, bæði í lund og fasi. Þú varst alltaf svo fín og vel snyrt og hafðir gaman af því að punta þig með skartgripum og slæðum sem þú áttir ógrynni af. Maður var svo stolt- ur af því að eiga þig fyrir ömmu, og margir höfðu orð á því við mig að fyrra bragði hvað þú værir alltaf fín. Þitt heimili var eins og þú, alltaf angandi af hreinlæti og góðri lykt. Þú varst mjög lagin í höndunum og listræn og þess bera vitni allir þeir ótal hlutir sem þú bjóst til, svo sem keramik munir, málaðir dúkar, saumaðar myndir og jafnvel heilu málverkin. Nú þegar jólin eru að ganga í garð verður manni hugsað til jóla- boðanna þinna með söknuði en það var hefð að þú bauðst öllum til þín í hangikjöt á hádegi á jóladag, eins lengi og þú hafðir heilsu til. Þetta var alltaf mikil gleðistund og ekki gleymdir þú okkur börnunum heldur varst þú búin að útbúa jólapoka með 1933 giftist Halldóra Jóhanni Vilhjálms- syni vörubílstjóra, f. 14. júlí 1907, d. 31. mars 1980. Byggðu þau sér hús á Norður- braut 24, Hafnarfirði, og bjuggu þar allan sinn búskap, en eftir að Jóhann lést 1980, flutti Halldóra að Suðurvangi 2, Hafn- arfirði, en hefur dval- ið á Hrafnistu í Hafn- arfirði síðan 1. febr- úar síðastliðinn. Börn þeirra eru: 1) Guðný Li(ja, f. 1. ágúst 1935, gift Hauki Jónssyni, f. 3. júlí 1931, þeirra börn eru Jóhann, f. 18. október 1953, kvæntur Ingibjörgu Harðardóttur og eiga þau fjögur börn: Vilhjálm, Hrafnkel, Ólaf og Guðnýju. Halldóra f. 14. ágúst 1957 sambýlismaður hennar er Ófeigur Ófeigsson og eiga þau tvo syni: Hjalta og Geir. Steinunn f. 30. nóvember 1960, gift Sigurði E. Sigurðssyni og eiga þau tvo nammi handa hverju barni og síðan hafðir þú alltaf bingó fyrir okkur börnin eftir matinn og það voru al- vöru vinningar í boði. Þú varst alltaf mjög lífsglöð full af dugnaði svo maður dáðist að og ekki varst þú að hafa áhyggjur af því sem miður fór heldur horfðir bara á það hvernig hægt væri að bæta úr hlutunum og gera gott úr öllu. Þessu til skýringar Iangar mig að segja frá því þegar við systumar vorum enn í föðurhúsum og amma var í heimsókn. Þá vorum við stelp- urnar að kvarta yfir tánum á okkur því okkur þóttu þær ekki vera nógu fallegar, þá sagði amma: „hva, af hveiju lakkið þið þær bara ekki með fallegum lit“. Við vorum alveg hissa á þessu svari því þetta var nú amma okkar, en svona var hún, reyndi bara að gera gott úr öllu. Hún amma var alltaf mjög jarð- bundin í hugsun og raunsæ og ekki er maður í vafa um að hún var stór- vel gefin. Hún var fljót að sjá réttu og oftast einu lausnina á mörgum málum hvort sem það átti við hið daglega líf eða þegar afi var að gera við einhveija hluti úr vörubílnum sín- Þorsteinn Baldursson, Jón Baldursson, Vigdis Baldursdóttir, Sævar Baldursson, Helgi Baldursson, Ágústa Baldursdóttir, Katrín Magnúsdóttir, Hermina Benjamínsdóttir, Axel Bender, Guðbjörg Marteinsdóttir, Kristinn Gíslason. t Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengdadóttir og amma, SARA BRYNDÍS ÓLAFSDÓTTIR Kvistalandi 13, Reykjavík lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 20. desember sl. Gúetaf Þór Ágústsson, Sverrir Þór Gústafsson, Guðrún Olga Gústafsdóttir, Ágúst Óskar Gústafsson, Gudný Karlsdóttir, Aron Már Ólafsson. syni: Hauk og Val. Sigrún, f. 2. maí 1964, gift Gunnari Erling Vagnssyni og eiga þau þrjár dætur: Sonju, Karen, og Ellen. 2) Björgvin Þór, f. 5. maí 1940, fyrri kona hans var Bodil Plesn- er Jóhannsson, f. 28. maí 1945, d. 5. október 1978, og eignuðust þau tvo syni: Steinar, f. 12. apríl 1968, og Asgeir, f. 20. apríl 1973, sambýliskona hans er Þórhildur Þórhallsdóttir, seinni kona Björgvins er Katrin Bjarnadótt- ir, f. 15. júlí 1943, og eiga þau eina dóttur, Bryndísi, f. 24. mars 1982, en Katrin átti þrjú börn fyrir, Kristján, Kolbrúnu og Fríðu. 3) Guðrún Þóra, f. 2. maí 1943, gift Magnúsi Einars- syni, f. 9. mars 1936 og eiga þau þijá syni' Einar Þór, f. 24. sept- ember 1964, kvæntur Hönnu Símonardóttur og eiga þau fjög- ur börn: Magnús Má, Agnesi Eir, Anton Ara, og Patrik Elí. Elvar Örn, f. 17. mars 1968, sambýliskona hans er Anna María Snorradóttir og eiga þau eina dóttur, Alexöndru. Agnar Már f. 30. ágúst 1974, unnusta hans er Berglind Helga Sigur- þórsdóttir. Útför Halldóru fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23. desember og hefst athöfnin klukkan 13.30. um og lenti síðan í basli með að koma öllu saman aftur, þá þurfti hann oft að kalla í hana Höllu sína. Þannig var hún elsku amma og svona vil ég muna eftir henni eins og ungri konu. Guð geymi þig. Sigrún Hauksdóttir. Henni ömmu minni, sem nú er farin yfír móðuna miklu, á ég mikið að þakka. Eftir að ég missti móður mína á bamsaldri var hún mér ómet- anleg stoð, nokkuð sem ég kem aldr- ei til með að geta þakkað nógsam- lega fyrir. Þær voru ófáar næturnar sem ég gisti heima hjá henni, ekki síst eftir að afí dó. Það er svolítið skondið að hugsa til þess núna, en áður en unglingsárunum var náð var kvöldskemmtun mín um helgar að fara heim til ömmu, ræða við hana, horfa þar á sjónvarpið og njóta góðra veitinga. Eftir þessu beið ég alltaf eftir alla virka daga. Amma var einkar jákvæð, hress og skemmtilega kona. Hún var mik- il félagsvera og okkur kom mjög vel saman. Við spjölluðum alltaf mikið og hláturinn var aldrei langt undan. Alltaf var amma tilbúin að hlusta á það sem ég hafði að segja og hjá henni fann ég mikið öryggi. Eðlilega breyttist samband okkar þegar ég varð eldri en það breyttist ekki hversu sérlega gott var að eiga ömmu að. Oft kom ég við hjá henni þegar ég var við sumarvinnu og þá bar hún á borð fyrir mig allar þær kræsingar sem hún hafði yfir að ráða hveiju sinni. Þetta gat verið býsna skemmtileg athöfn því hún virtist hafa töluverðar áhyggjur af því að ég fengi of lítið að borða í vinunni eða af því að ég væri al- mennt að horast niður. Fyrir mér voru jólin og amma mjög nátengd því jólin komu alltaf fyrst hjá ömmu enda gerði hún jól- unum hátt undir höfði. íbúðin henn- ar var þá skreytt í bak og fyrir jóla- skrauti og fyrir mér var heimilið hennar sannkallað ,jólaland“. Þá voru fjölskylduboð hennar á jóladag ómissandi hluti jólanna og maturinn sem við fengum þá fannst mér besta máltíð ársins. Bingó var eitt aðaláhugamál ömmu og það var fróðlegt að hlusta á lýsingar hennar af tilteknum bingó- kvöldum og hversu nálægt hún hefði verið þeim stóra. Seinustu árin kom ég oft með skafmiða til hennar og það var mikið stuð á okkur þegar hún skóf og alltaf var hún jafn spennt. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma mín, þakka þér kærlega fyrir allar samverustundirnar, vonandi verða þær fleiri einhvern tímann seinna. Ég veit að afi tekur vel á móti þér. Guð blessi þig og minningu þína. Ásgeir Björgvinsson. t Flytjum öllum ættingjum og vinum bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts KARLS JÓNSSONAR, Skaftahlíð 25. Guðfinna Guðjónsdóttir, Jón Róbert Karlsson, Hlíf Hjálmarsdóttir, Gunnlaugur Karlsson, Svava Engilbertsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega alla aðstoð og auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ALBERTS INGIBJARTSSONAR, Hlíf 1, Isafirði. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Albertsson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Friða K. Albertsdóttir, Hörður Kristjánsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við fráfall elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SÆMUNDAR SIGURÐSSONAR málarameistara, Ferjuvogi 15. Guð gefi ykkur öllum góð og friðsæl jól. Sigríður Þórðardóttir, Inga Rúna Sæmundsdóttir, Hafsteinn Pétursson, Kolbrún Sæmundsdóttir, Björn Árdal, Auður Stefanía Sæmundsdóttir, Sigurður Rúnar Sæmundsson, Anna Maria Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.