Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Mótmælin gegn stjórn Slobodans Milosevic Serbíuforseta eru ekki til marks um djúpstæða lýðræðisást fólksins í landinu. Ásgeir Sverrisson telur að sundrungin í röðum stjórnarandstöðunnar og vægðarlaus vetrarkuldinn muni vinna með forsetanum þótt umbætur séu óhjákvæmilegar þegar til lengri tíma er litið. M ÓTMÆLIN gegn stjórn Slobodans Milosevic, forseta Serbíu, eru að sönnu al- varlegasta ógnunin við tæplega tíu ára veru hans á valdastóli en þau eru á hinn bóginn ekki líkleg til að kalla fram grundvallarbreytingar á sviði þjóð- mála þar í landi. Sá mikli mann- fjöldi sem mótmælt hefur á götum höfuðborgarinnar, Belgrad, og víð- ar í landinu undanfarinn mánuð hefur ekki komið saman í nafni ákveðinnar hugmyndafræði og því fer fjarri að krafa fjöldans sé sú að vestrænt lýðræði og markaðs- hagkerfí verði innleitt í Serbíu. Ólíkar f orsendur Andstaðan við Milosevic og hina gjörspilltu stjórn hans sameinar vissulega þau hundruð þúsunda manna sem mótmælt hafa stjórnar- háttum forsetans frá því hann lét ógilda sigur stjórnarandstöðunnar í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- um í landinu 17. fyrra mánaðar. Forsendurnar fyrir mótmælunum eru hins vegar margvíslegar enda er af nógu að taka vilji menn láta í ljósi óánægju með lífið í Serbíu nú um stundir. Vafasamt er að mótmælin skili raunverulegum breytingum á meðan stjórnarand- staðan er sameinuð aðeins í hatri sínu á Milosevic og virðist ófær um að blása til samstarfs um annað. I göngunum hefur mest borið á námsmönnum og ungu fólki sem er í þokkalegu sambandi við um- heiminn og nýtt hefur sér þjónustu erlendra útvarpsstöðva á borð við BBC og Voice ofAmerica til að fá fréttir af því sem er að gerast í heimalandinu þar sem fjölmiðlar flestir lúta ritskoðun af hálfu und- irsáta forsetans. Þetta unga fólk telur upp til hópa að það geti eng- ar vonir gert sér um framtíðina á meðan Milosevic er við völd og Serbía er nánast í hópi útlagaríkja vegna einræðislegra stjórnarhátta hans. Að þessu leyti minna mót- mæli þessara upplýstu borgarbúa á ástandið í ríkjum á borð við Rúmeníu og Búlgaríu er kommún- isminn féll þar fyrir réttum sjö árum. Lífskjörin á Afríku-stigi Auk réttnefndra lýðræðissinna, sem vilja að vestrænir stjórnar- hættir verði innleiddir í landinu með tilheyrandi markaðsfrelsi og frjálslyndi, arka serbneskir þjóð- ernissinnar um götur borganna og fordæma „svik" þau sem þeir telja að forsetinn hafi gerst sekur um er hann varpaði frá sér draumnum um Stór-Serbíu og samþykkti Day- ton-friðarsamkomulagið svonefnda sem m.a. fól í sér skiptingu Bos- níu. Aðrir - og þetta er ef til vill stærsti hópurinn - hafa kosið að mótmæla ömurlegum og síversn- andi lífskjörum á götum úti - margir telja það raunar heppileg- ustu leiðina til að halda á sér hita í vetrarkuldunum. Frá því Mil- osevic komst til valda innan Sósíali- staflokksins árið 1987 hefur honum tekist að færa lífskjörin í landinu niður á ámóta stig og í Afríkuríkinu Ghana. At- vinnuleysið er vi'ða nán- ast ólýsanlegt og meðal mánaðarlaunin um 2.500 _ krónur. Millistéttin sem í eina tíð lifði þokkalegu lífi í stærri borgum Serbíu hefur því sem næst verið þurrkuð út. Margir hafa neyðst til að selja eigur sínar, sem reynast duga skammt í óðaverðbólgu og fylla nú flokk réttnefndra fátækl- inga. Á sama tíma blómstrar spill- ingin sem aldrei fyrr enda ráða fulltrúar Sósíalistaflokksins einir Reuter LEIÐTOGAR stjórnarandstöðunnar, skáldmennið Vuk Draskovic, lengst til vinstri og Zoran Djindjic, til hægri, í mótmælagöngu í Belgrad. Sundurleit hjörð gegn Milosevic Draskovíc höföartilhins liðna krókinn með smygli og leynilegum viðskiptum. Hatrið á hinni ráðandi stétt hef- ur ekki einvörðungu farið vaxandi í röðum þeirra sem mótmæla al- ræði forsetans og valdaklíkunnar sem hann hefur safnað um sig. Mótmæli verkafólks hafa gerst meira áberandi á undanförnum dögum enda fer örvænt- ingin innan þessa hóps dagvaxandi. Margir hafa ekki fengið greidd laun _____ svo mánuðum skiptir, hermenn sem háðu land- vinningastríð fyrir Milosevic í Kró- atíu og áttu afturkvæmt úr þeirri mislukkuðu herför fá ekki eftir- launagreiðslur frá ríkinu vegna þess að opinberlega háði Júgóslav- neski herinn aldrei þá bardaga. Og það var þetta fólk sem batt vonir sínar við Milosevic og studdi hann er hann komst til valda 1987. Nú hefur stærsta verkalýðssamband ríkisfyrirtækjunum og maka óspart Serbíu lýst yfir því að það styðji mótmælin gegn forsetanum. Andóf stjórnarandstöðunnar eftír kosn- ingarnar hefur þannig snúist upp í allsherjarfordæmingu á stjórn Milosevic. En þótt svo sé er ekki þar með sagt að verkalýðurinn sé reiðubúinn að styðja einhvers konar byltingu í landinu með tilheyrandi óvissu um framtíðina og afkomuna. Hið sama á almennt við á lands- byggðinni. Valdalaust stjórnsýslustig Mótmælin í Serbíu hófust eftir að sigur stjórnarandstöðunnar í 15 af 19 helstu borgum landsins í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- um í nóvember var lýstur ógildur. í raun kemur á óvart að Milosevic skyldi leggja svo þunga áherslu á að fá niðurstöðuna ógilta þar eð þetta svið stjórnsýslunnar skiptir harla litlu máli í landinu. Serbía er í flestu tilliti öldungis miðstýrt ríki og sveitarstjórnir hafa almennt það hlutverk eitt að halda uppi sam- göngum en skipta litlu sem engu máli hvað stjórnmálaþróunina varðar. Þessi ákvörðun forsetans er ef til vill einkennilegri fyrir þær sakir að flokkur hans hafði unnið yfirburðasigur á fulltrúum stjórn- arandstöðunnar í kosningum til júgóslavneska sambandsþingsins aðeins hálfum mánuði áður. Óttinn kann því að hafa verið ástæðulaus en hræðslan við að missa völdin virðist hafa leitt _______ forsetann út á hálan Is nema ef vera skyldi að eiginkona hans, Mira Markovic, helsti leiðtogi serbneskra kommúnista og trúlega eina mannveran í landinu sem á sér fleiri hatursmenn en eiginmað- urinn, hafi staðið að baki þessari ákvörðun. Alltjent vaknar sú spurn- ing hvort slægari stjórnmálamaður hefði ekki gefíð þessi takmörkuðu völd eftir til að leiða I ljós getu- leysi og sundurlyndi stjórnarand- Fá ekki dulið valda- græðgina stöðunnar í stað þess að kalla yfír sig útskúfun og fordæmingu. Samvinna stjórnarandstödu Fyrr á þessu ári ákváðu leiðtog- ar tveggja af fimm helstu stjórnar- andstöðuflokkunum I landinu að ganga til samstarfs undir nafninu „Zajedno" („Saman/Samstaða"). Það er þessi hreyfing sem mest hefur borið á í mótmælunum í Serb- íu og leiðtogar hennar hafa komist í kastljós erlendra fjölmiðla. Þeir eru fjarska ólíkir menn og endur- spegla mjög ólík viðhorf. Stjórnar- andstaðan í Serbíu hefur löngum glímt við sundurlyndisfjandann og síðustu sex árin höfðu leiðtogar þessara tveggja flokka deilt um flest það sem deila má. Samstarf þeirra nú virðist lítt ígrundað hvað málefnin varðar enda eru þeir full- trúar fyrir ólíka hagsmuni. Serbnesk hughyggja og alþjóðleg hentistefna Vuk Draskovic varð áberandi í stjórnmálum Serbíu á árunum 1991-1992 þegar hann leiddi mót- mæli gegn stjórn Milosevic er mik- ill fjöldi fólks andmælti stríðinu í Bosníu og Króatíu. Hann var hand- tekinn í júní 1993 og honum mis- þyrmt í fangelsi líkt og eiginkonu hans. Draskovic stofnaði flokk sinn „Serbnesku endurnýjunarhreyfing- una" árið 1990 og einkenndi þjóð- ernisstefna þá málflutning hans. Frá því þetta gerðist hefur Draskovic heldur mildast í mál- flutningi sínum en hann er trúlega helsti málsvari smábænda og lands- byggðarfólks sem lifir í allt öðrum heimi en borg- arbúar og menntamenn. Draskovic, sem jafnan er nefnd- ur Vuk enda þýðir nafn hans „Úlf- ur" á serbó-króatísku, er þekkt skáld og hugsjónamaður. Hann er mælskur mjög og flytur mál sitt af vægðarlausum tilfínningahita. Draskovic höfðar til hins liðna, vitnar gjarnan í miðaldaljóð serb- nesk og verður tíðrætt um hugtök svo sem „siðgæði", „heiður" og „hefð". Stjórnmálahugmyndir hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.