Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 17 LISTIR Mozart, flautan og klarinettan TONLIST Hljómdiskar CAMERARCTICA LEIKUR MOZART Armann Helgason klarinettuleikari, Hallfriður Olafsdótíir flautuleikarí, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik- ari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari, Guðmundur Kristmundsson víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari. W.A. Mozart: kvartettar fyrir flautu og strengi Kv 285 og 285B. Kvintett fyrir klarinettu og strengi kv 581. Upptökur fóru fram í Digrancskirkju í Kópavogi haustið 1995. Stíórn Upptöku: Halldór Vík- ingsson. Islenskh-tónlistarmenn SKREF007. EINHVER þjóðsaga er til um það að Mozart hafi verið í nðp við flaut- una, en því verður nú vart trúað þegar maður hlustar á þessa flautu- kvartetta - jafnvel þó að hann hafi skrifað föður sínum að hann hafi fengið pöntun frá manni um verk fyrir flautu, sem honum sé mjög á móti skapi. Kannski geðjaðist hinum rúmlega tvítuga snillingi ekki að manninum, sem var líka læknir og vísindamaður. En hvað um það, þetta eru unaðsleg verk - einsog öll kam- mertónlist Mozarts, meira eða minna. Það er einsog maður hafi heyrt hljóma eða stefbrot úr „adagio-inu" í fyrri kvartettinum einhversstaðar annarsstaðar, en það er jafnfallegt fyrir því. Seinna verkið er í tveimur þáttum, sá seinni er þema með til- brigðum. Hallfríður Ólafsdóttir leikur mjög fallega á flautuna, og leikur strengjanna skínandi góður. Ekki „versnar í því" þegar kemur að síðasta verkinu, sem raunar er ein af perlum tónskáldsins - hinn undurfagri A-dúr Kvintett fyrir klarinettu og strengi Kv. 581. Kvint- ettinn er, ásamt Klarinettukonsert- inum - sem er í sömu tóntegund, meðal seinni verka tónskáldsins. Hér er klarinettan ekki eingöngu í ein- leikshlutverki, hún blandast strengj- unum fagurlega og tónlistin ein- kennistaf ytra sem innra jafnvægi. Leikur Ármanns Helgasonar á klari- nettu er mjúkur og hljómfagur. Strengirnir eru fínir, hver og einn kemur stundum fallega út úr hljóm- vefnum, td. fiðlan, eins og til að minna á að þeir hafi líka „sitthvað fallegt að segja". Camerarctica er hópur ungs fólks sem hefur lagt sig fram um að kynna minna þekkt verk og tónskáld jafn- framt hinum þekktari. Hópurinn hefur frumflutt mörg verk hér á landi, en þeir hafa einnig vakið at- hygli fyrir flutning sinn á verkum Mozarts. Og skyldi engan undra! Hljóðritun mjög góð, en innihaldið best. Oddur Björnsson FONIX AUGLYSIR OPIÐ SUNNUDAG 22. DES. KL. 13-17 Velkomin í Fönix, sérverslun með vönduð raftæki og fyrsta flokks þjónustu. /ponrx Hátúni 6a, sítni 552-4420 Margar gerðir og mikið úrval áklæða. Gpé 1 áag $wmm<hg ki 13.CMML7.M húsgagnaverslun Síðumúla 20, sími 568 8799. >»;:bj|~i Jól '96 Öðruvísi j ólaskreytingar Full búð af nýjum gjafavörum, m.a. Gammeístad lamparnir. Sjón er sögu ríkari Ath. Opið aðfangaaag til kl. 15. Næg bílastæði (bílastæðishúsið Bergstaðir) Ekkert stöðumælagjald um helgar Ocíruvhi bíónifib iíc'í blómaverkstæði INNA^ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12, BERGSTADASTRÆTISMEGIN, SÍMI 551 9090 ;Si:.5Ev : .,:,,:::::::::::::.::: ::...:,': : : :s,. : ¦ blabib -kjarnimálsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.