Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 17 _______LISTIR_____ Mozart, flautan og klarinettan TÓNLIST Illjómdiskar CAMERARCTICA LEIKUR MOZART Armaiin Helgason klarinettuleikari, Hallfríöur Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleik- ari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu- leikarí, Guðmundur Kristmundsson víóluleikarí, Sigurður Halldórsson sellóleikari. W.A. Mozart: kvartettar fyrir flautu og strengi Kv 285 og 285B. Kvintett fyrir klarinettu og strengi kv 581. Upptökur fóru fram í Digraneskirkju í Kópavogi haustið 1995. Stjórn Upptöku: Halldór Vik- ingsson. íslenskir tónlistarmenn SKREP007. EINHVER þjóðsaga er til um það að Mozart hafi verið í nöp við flaut- una, en því verður nú vart trúað þegar maður hlustar á þessa flautu- kvartetta - jafnvel þó að hann hafi skrifað föður sínum að hann hafi fengið pöntun frá manni um verk fyrir flautu, sem honum sé mjög á móti skapi. Kannski geðjaðist hinum rúmlega tvítuga snillingi ekki að manninum, sem var líka læknir og vísindamaður. En hvað um það, þetta eru unaðsleg verk - einsog öll kam- mertónlist Mozarts, meira eða minna. Það er einsog maður hafi heyrt hljóma eða stefbrot úr „adagio-inu“ í fyrri kvartettinum einhversstaðar annarsstaðar, en það er jafnfallegt fyrir því. Seinna verkið er í tveimur þáttum, sá seinni er þema með til- brigðum. Hallfríður Ólafsdóttir leikur mjög fallega á flautuna, og leikur strengjanna skínandi góður. Ekki „versnar í því“ þegar kemur að síðasta verkinu, sem raunar er ein af perlum tónskáldsins - hinn undurfagri A-dúr Kvintett fyrir klarinettu og strengi Kv. 581. Kvint- ettinn er, ásamt Klarinettukonsert- inum - sem er í sömu tóntegund, meðal seinni verka tónskáldsins. Hér er klarinettan ekki eingöngu í ein- leikshlutverki, hún blandast strengj- unum fagurlega og tónlistin ein- kennist af ytra sem innra jafnvægi. Leikur Ármanns Helgasonar á klari- nettu er mjúkur og hljómfagur. Strengirnir eru fínir, hver og einn kemur stundum fallega út úr hljóm- vefnum, td. fiðlan, eins og til að minna á að þeir hafi líka „sitthvað fallegt að segja“. Camerarctica er hópur ungs fólks sem hefur lagt sig fram um að kynna minna þekkt verk og tónskáld jafn- framt hinum þekktari. Hópurinn hefur frumflutt mörg verk hér á landi, en þeir hafa einnig vakið at- hygli fyrir flutning sinn á verkum Mozarts. Og skyldi engan undra! Hljóðritun mjög góð, en innihaldið best. Oddur Björnsson FONIX AUGLYSIR OPIÐ SUNNUDAG 22. DES. KL. 13-17 Velkomin í Fönix, sérverslun með vönduð raftæki og fyrsta flokks þjónustu. jFOnix Hátúni 6a, sími 552-4420 Jól 96 Öðruvísi j ólaskreytingar Full búð af nýjum gjafavörum, m.a. Gammeístad lamparnir. Sjón er sögu ríkari Ath. Opið aðfangaðag til kl. 15. Næg bílastæði (bílastæðishúsið Bergstaðir) Ekkert stöðumælagjald um helgar u 'firiwki bíóm/ibúf) blómaverkstæði INNA^ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 12, BERGSTAÐASTRÆTISMEGIN, SÍMI 551 9090 $£*■*•-*■* 1 sTpTNÁI) i»» »ntimináia i» ...blabib - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.