Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 9 FRÉTTIR Flugmálastjóri um frestun fram- kvæmda á Rey kj avíkurflugvelli Frestunin viss vonbrigði Morgunblaðið/Júlíus Diljá í jólaklippingu HÚN Diljá sat alveg grafkyrr stofunni Sandró klippti hana þegar Fausto á hárgreiðslu- fyrir jólin. ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir það vera viss vonbrigði að fresta þurfí framkvæmdum við end- urbyggingu Reykjavíkurflugvallar, en undirbúningur hafði miðast við að framkvæmdirnar gætu hafist um mitt næsta ár. „Það má segja að það skipti kannski ekki sköpum hvort hafist verður handa á miðju ári 1997 eða vorið 1998,“ sagði Þorgeir. „Við treystum því að það verði ekki haf- ist handa seinna en vorið 1998 að fara í þetta verkefni því það er ljóst að það er full ástæða til.“ 90 milljóna kr. lækkun til Reykjavíkurflugvallar Alþingi samþykkti í gær breyt- ingar vegna ársins 1997 frá áður samþykktri þingsályktun um flug- málaáætlun fyrir árin 1996-1997 og samkvæmt þeim verða markaðar tekjur ásamt öðrum framlögum samtals 1.608 milljónir króna. Áætl- aðar tekjur fyrir árið 1997 hækka um 46 milljónir króna sem er byggt á áætluðum rauntekjum fyrir árið 1996 ásamt 3,5% hækkun milli ára. Umframtekjur ársins 1996 eru 42 milljónir og koma þær til ráðstöfun- ar í áætluninni. Gert er ráð fyrir að 190 milljónum króna verði ráðstafað til reksturs flugvalla í stað 100 milljóna í fyrri þingsályktun um flugmálaáætlun og gert er ráð fyrir 60 milljónum króna til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Mismunur á milli aukinna tekna og brejrttrar ráðstöfunar útgjalda frá fyrri þingsályktun felur í sér lækkun útgjalda til Reykjavíkur- flugvallar sem nemur 90 milljónum króna en jafnframt 18 milljóna króna hækkun útgjalda til leiðrétt- inga og brýnna verkefna. Ferðamálaráð Norðurlandanna í viðræðum við ABC-sjónvarpsstöðina < Good Morning America sendur beint frá Islandi? Stefnt að sameiningu Framsóknar og Dags- brúnar eftir ár Konur fái kvóta í sljóm VERKAKVENNAFÉLAGIÐ Framsókn og Verkamannafélagið Dagsbrún stefna að sameiningu um áramótin 1997-98. Ragna Bergmann, formaður Framsókn- ar, segir að til að tryggja að sam- einingin verði á jafnréttisgrund- velli muni félagið krefjast þess að fjöldi kvenna í stjórn og vara- stjórn fari aldrei undir ákveðið lágmark. „Auðvitað eru margar konur hræddar við það að karlmennirnir taki yfir félagið. Við sættum okk- ur ekki við að fyrsta árið verði ein eða tvær konur í stjórn og næsta árið engin.“ Ragna segir sameiningarvið- ræðurnar ganga vel. „Við höfum stofnað nefndir til að endurskoða lög félaganna, úthlutun orlofs- húsa, greiðslur úr sjúkrasjóði og atvinnuleysisbætur. Atvinnuleys- isbæturnar verða sennilega borg- aðar út sameiginlega frá næstu áramótum. Félagsblöðin hafa þeg- ar verið sameinuð og fyrsta sam- eiginlega blaðið var sent út í nóv- ember.“ Kynskipt félög tímaskekkja Ragna segir það Ijóst að starf- semi Framsóknar muni flytjast í húsnæði Dagsbrúnar, en félögin eru bæði með skrifstofur í Skip- holti og skammt er á milli þeirra. „Nú orðið er það tímaskekkja að vera með konur og karla sér í félagi. Konur eru komnar alls staðar inn á vinnumarkaðinn og karlar eru farnir að sækja í kvennastörfin. Best væri ef öll félög með ófaglærð starfsfólk myndu sameinast í eitt. Við send- um Iðju, Sókn og Félagi starfs- fólks í veitingahúsum bréf í vor og viðruðum hugmyndir um þetta. Samningsstaðan er mun betri þegar eitt stórt félag semur," seg- ir Ragna. Skemmtanir um jól og áramót ALMENNAR skemmtanir á skemmtistöðum um jólin og áramót eru háðar ákveðnum takmörkunum. í Reykjavík er leyfilegt að hafa opið sem hér segir: Á Þorláksmessu, mánu- daginn 23. desernber, má vera opið til kl. 1. Á aðfanga- dag er allt skemmtanahald bannað eftirkl. 18. Ájóladag er skemmtanahald bannað. Annan í jólum mega skemmtistaðir vera opnir til kl. 3. Á gamlársdag mega skemmtistaðir vera opnir til kl. 4 að nóttu og á nýársdag til kl. 3. Verslanir Á jóladag eiga allar verslanir að vera lokaðar all- an daginn. Á aðfangadag og gamlársdag á að loka öllum sölustöðum eigi síðar en kl. 16. Aðfangadag jóla og jóla- dag er eingöngu heimilt að veita borðvín með mat á reglulegum matsmálstíma, kl. 12-13.30 og kl. 19-21. ÁFORMAÐ er að senda út sjón- varpsþáttinn Good Morning America beint frá íslandi og hinum Norð- uriöndunum næsta sumar. Endanleg ákvörðun af hálfu sjónvarpsstöðvar- innar ABC liggur þó ekki fyrir en gert er ráð fyrir að forráðamenn stöðvarinnar taki ákvörðun í næsta mánuði um hvort af útsendingum verður. Forstöðumenn Ferðamálaráða Norðurlandanna í Bandaríkjunum hafa unnið að því síðastliðna sex mánuði að fá sjónvarpsstöðina ABC til þess að sýna frá Norðurlöndunum fimm daga í röð í morgunþættinum Good Morning America. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamála- stjóra hafa fulltrúar ABC komið hingað til lands þrisvar á undanförn- um vikum og skoðað aðstæður. „Eitt af þeim skilyrðum sem sett voru af þeirra hálfu var að þeim væri tryggður sá tækjabúnaður sem til þarf vegna útsendingarinnar. Hér er um að ræða meiri búnað heldur en til er í landinu þannig að hann þarf að leigja og flytja inn frá öðrum löndum. Samgöngumálaráðherra kynnti hugmyndina fyrir ríkisstjórn- inni og meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt til að ríkið greiði allt að 10 milljónum króna vegna verkefnisins. Ef samþykki fæst fyrir fjárframlagi ríkisins hafa öll löndin staðfest þátttöku í verkefninu fyrir utan Noreg," sagði Magnús. Þar sem ekki liggur fyrir endanleg ákvörðun um hvort af útsendingun- um verður hefur ekki verið ákveðið hvað verði sýnt í þættinum en Magn- ús segir að ýmsar hugmyndir séu uppi um hvernig sé hægt að kynna land og þjóð á sem bestan hátt. „Stjórnendur þáttarins eru mjög kröfuharðir um að allt gangi upp fjárhagslega og tæknilega. Því höf- um við þurft að svara ótal spurning- um og fyrirspurnum um landið og alla aðstöðu hér enda er búist við að á milli 50-70 manns komi hingað til lands frá sjónvarpsstöðinni vegna útsendingarinnar ef af henni verð- ur.“ Skyldusparnaðarreikn- ingar hjá Byggingar- sjóði ríkisins Vextir 5,6% á næsta ári SEÐLABANKINN hefur lagt til að vextir á skyldusparnaðarreikningi Byggingarsjóðs ríkisins 1997 skuli verða 5,6%. Vextir voru ákvarðaðir 5,5% fyrir þetta ár en voru 4,8% árið 1995, samkvæmt upplýsingum Inga Vals Jóhannssonar deildar- stjóra í félagsmálaráðuneyti. Tillaga Seðlabanka var kynnt rikisstjórn á föstudag og segir Ingi Valur að miðað sé við meðaltal vaxta á almennum verðtryggðum innlánsreikningum banka og spari- sjóða með lengsta binditíma. LISTHUS ' LAUGARDAL 17 Sími: 568 0430 Oplð sunnudog kl. 13-22 • Þotlúksmessu kl. 13-23. gallery litmH UUiLfi - wW Tilkynning frá Heilsugæslunni Lágmúla Ég undirritaður mun hætta störfum sem heimilislæknir f.o.m. 1. janúar 1997. Feir samlagsmenn mínir, sem þess óska, geta leitað til iækna Heilsugæslunnar Lágmúla, a.m.k. fyrst um sinn. Gert er ráð fyrir, að ráðinn verði nýr læknir við stöðina, ef samningar takast við ríkisvaldið um áframhaldandi rekstur. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 568-8550. Ég þakka skjólstæðingum mínum samstarf á liðnum árum og óska þeim árs og friðar. Sigurður Örn Hektorsson, læknir, Heilsugæslunni Lágmúla. Þab skiptir máli að velja rétt í mjúku pakkana Úrvalið er hjá okkur Ps. 3.000 kr. jólaafsláttur af vönd- uðum og hlýjum skíðagöllum. Tilvaldir í jólapakkann. EN&LABÖRNÍN Bankastræti 10, s. 552 2201 i£ sem smaa paKKa EGGERT feldskeri Sími 5511121

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.