Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.12.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Borðstofu- borð Stakir stólar Öðruvísi jólagjafír Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 Fallegar og vandaðar gjafavörur á frábæru verði Listhúsinu (gengt Hótel Esju), sími 568 3750. Tónleikar í íslensku óperunni 30. des. 1996 kl. 20.00. Magnús Baldvinsson bassasöngvari og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari flytja lög eftir ýmsa höfunda. Miðar seldir í Eymundson/Pennanum, Austurstræti. V_______________________ Vorum að taka upp fullt afSPES drögtum ogpeysum. Aðeins ein af hverri gerð. EINNIG: SPES SAMFELLUR, TÖSKUR OG SKART. MIKIÐ L'RVAL AF GLÆSILEGUM SAMKVÆMISTÖSKUM. MUNIÐ JÓLAGLAÐNINGINN Á ÞORLÁKSMESSU. Háaleitisbraut 58-60. NilfisH Silver Jubilee 1906-1996 JUBILEE afmælisverð AFMÆLIS- MÓDEL I LÚXUS- ÚTFÆRSLU, FRAMLEIDD í AFMÆLIS NILFISK Afmælisútgáfa í takmörkuðu upplagi, aðeins 100 stk. í boði 5 #000,- króna afmælisafsláttur Nilfisk Silver /FQnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Nilfisk Silver I DAG BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson ÞRÁTT fyrir opnun austurs á sterku grandi, komast NS í gott geim - fimm tígla. Vestur spilar út spaðaás og meiri spaða: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ G5 ♦ 1062 ♦ DI04 ♦ Á10853 Vestur Austur ♦ Á97632 ... ♦ KD108 V854 VK73 ♦ 5 ♦ KG6 ♦ 974 + DG6 Suður ♦ 4 V ÁDG9 ♦ Á98732 ♦ K2 Vestur Norður Austur Suður 1 grar.d* 2 tíglar 2 spaðar 3 tíglar 3 spaðar 4 hjörtu Pass 5 tíglar Allir pass * 15-17 pimktar. Hvernig á að spila? Eitt er víst: Opnarinn á hvert einasta málspil, sem úti er. Vandinn er að ná trompunum af austri ef hann á KG þriðja og svína fyrir hjartakóng. Innkomur blinds eru af skornum skammti, svo ekki dugir að fara inn í borð á laufás og spila út tíguldrottningu. Austur leggur kónginn á og getur síðan tryggt að tían verði ekki innkoma. Sagnhafi verður að búa til aukainnkomu. Hann ger- ir það með því að spila tíg- ulníu að heiman: G5 1062 D104 Á10853 Austur verður að drepa með gosa og spila lauf- drottningu. Sagnhafi tekur slaginn í borði og spilar tíg- uldrottningu. Leggi austur á er innkoma á tromptíu til að svína í hjartanu. Og ef austur dúkkar, notar sagn- hafí tækifærið og spilar hjartatíu næst. Með morgunkaffinu 10-23 heilsusamlegt matarœöi. TM Reg U.S. Pat. Oft — an rights reserved (c) 1996 Los Angeies Times Syndicate ÉG er að bíða eftir vini mínum. Reyndar ert þú agalega vinalegur. SKÁK Umsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp á Guð- mundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði sem lauk í gær. Björgvin Víglundsson (2.280) hafði hvítt og átti leik, en Krislján Eðvarðs- son (2.200) var með svart. og var að leika afar óheppi- legum leik, 29. - Rb5-d6?? Betra var 29. - Rc7 og hvítur stendur ívið betur. 30. Bh3! og svartur gafst upp. Eftir 30. - Dxh3 31. Dxd5+ tapar hann ekki bara hróknum á a8, heldur verður hann mát í leiðinni. Jólapakkamót Heliis fer fram í dag kl. 14 i nýju hús- næði Hellis, Þönglabakka 1, efstu hæð í Mjóddinni í Breiðholti. Sami inngangur er þar og hjá Bridgesam- bandinu og Keilu í Mjódd. Mótið er fyrir árganga 1981 og yngri og er keppt í íjórum aldursflokkum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Dansað við dauðann MIG langar til að benda foreldrum á bókina Dans- að við dauðann, sem Ragnhildur Sverrisdóttir hefur skrifað til unglinga og foreldra um eiturlyfja- vandann. Mér finnst þessi bók hreint út sagt frábær en líka skelfileg. Unglingarnir mínir gleyptu hana í sig og ég líka. Við ræddum þessi mál á eftir og ég er viss um að bókin hjálpaði okk- ur mikið til að ræða hreinskilnislega út um þessi mál. Ég vildi bara óska að þessi bók væri til á hverju heimili og að hún drukknaði ekki í bókaflóðinu fyrir þessi jól. Ragnhildur, hafðu kæra þökk fyrir þitt frá- bæra framtak. Faðir í Breiðholti. Barnabætur í desember HAFLIÐI Helgason hriiagdi til að koma á framfæri tillögu um að bamabætur verði fram- vegis borgaðar í desem- ber fremur en í nóvem- ber. „Það er sorglegt að sjá hversu mikið álag er á t.d. mæðrastyrksnefnd í desembermánuði. Róður- inn er þungur hjá mörg- um og ekki síst barnafjöl- skyldum og það hlýtur að vera erfitt fyrir fólk að þurfa að þiggja að- stoð. Því tel ég að það myndi létta róðurinn ef barnabæturnar væru greiddar í desember fremur en í nóvember." Þakklæti til Heiðrúnar KNÚTUR Ármann sagð- ist hafa lagt bíl sínum á bílastæði meðan hann brá sér inn í verslun ný- lega. Er hann kom út stóð við bílinn hans kona er heitir Heiðrún Jens- dóttir. Hún var að skrifa á miða til að setja undir þurrkublaðið á bíl hans til að vekja athygli hans á því að hún hefði rekið bíl sinn utan í hans bíl farþegamegin, en laun- hált var á þessu bíla- stæði. Knútur þurfti að fá nýja framhurð og vill þakka Heiðrúnu fyrir heiðarleika hennar. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust KVENGLERAUGU töpuðust laugardaginn 14. desember sl. Líklegir staðir eða nágrenni þeirra eru Hans Petersen í Bankastræti, Bónus í Súðarvogi eða við Dun- haga 11. Sá sem kannast við þetta er beðinn að hafa samband í síma 551-9093. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... NÚ ERU vetrarsólstöður, sól- hvörf að vetri, sá tími árs þegar sólargangur er stytztur og myrkrið er mest. Þá lyftist heldur betur brúnin á okkur Islendingum, yzt í veraldarútsæ. Frá þessum tíma liggja nefnilega allar leiðir til vorsins og gróandans! Við eigum að vísu vetrarbrekku eftir, sem reynt getur á þolrifm. En handan þorra og góu bíður okkar nýtt vor, nýtt krafta- verk, þegar gróðurríkið í umhverfi okkar rís upp til nýs lífs af vetrar- svefni. Allt frá því að land byggðist hafa íslendingar fagnað þessum áfanga á hringferð ársins, sólhvörfum á vetri, af heilum huga. Heiðnir forfeð- ur okkar stóðu fyrir veglegum jóla- eða miðsvetrarblótum um vetrarsól- stöður. Ástæðan var ærin. Vissan um um komandi vor og sumar, bjargræðistíma til lands og sjávar, hélt í þeim lífinu dimma, kalda og Ianga vetur. Án sumarkomunnar, birtu og betri tíðar með blóm í haga, var landið óbyggilegt. Og er trúlega enn, þrátt fyrir allar tækniframfarir. XXX KRISTIN jól eiga sér einnig langa sögu í landinu. Papar, írskir einsetumenn, sem hingað lögðu leið sína fyrir tíð norrænna landnámsmanna, voru kristnir. Nokkrir landnámsmenn, sem við þekkjum úr elztu heimildum okkar, voru og kristnir og reistu kirkjur á bæjum sínum. Nefna má Ásólf al- skikk, Auði djúpúðgu, Ketil í Kirkjubæ og Örlyg gamla á Esju- bergi, rétt utan núverandi höfuð- borgarmarka. Norrænir landnáms- menn höfðu og gjarnan viðdvöl á Bretlandseyjum og tóku með sér út hingað fólk þaðan, sem var kristið. Fyrsta kristniboðsferðin til íslands, sem vitað er um, var farin um eða upp úr 980. Þar voru á ferð Þorvald- ur víðförli Konráðsson frá Stóru-Gilja í Þingi og Friðrik trúboðsbiskup af Saxlandi. Fleiri fylgdu í kjölfarið. íslendingar tóku síðan kristinn sið sem þjóð á Alþingi við Öxará árið 1000. Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp þá þjóðarsátt á Lögbergi, sem landsmenn hafa haldið í heiðri síðan - langleiðina í þúsund ár: „Að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka.“ Farsælla spor hefur ekki ver- ið stigið á löggjafarsamkomu okkar. XXX HEILÖG JÓL, hátíð ljóssins fer í hönd, mitt í myrkri skamm- degis. Það fer vel á því að birta ljóss- ins setji mark sitt á byggðir landsins þegar við við fögnum komu hans, sem sagði: Ég er ljós heimsins. Hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Jafn- vel í myrkri dauðans skín okkur lífs- ljósið, samkvæmt kristnum boðskap. En hver er munurinn á miðsvetr- arblótum heiðinna forfeðra okkar og jólum samtímans? Hann er að sjálfsögðu mikill. En sitt hvað skar- ast. Samsvörun má sjá. Heiðnir forfeður okkar fögnuðu hækkandi sól, vaxandi birtu, komandi vori og bjargræðistíð til lands og sjávar. Það gerum við enn í dag. Og hugum að því hvað lesa má út úr táknmáli þessa árvissa kraftaverks í náttúr- unnar ríki, þegar gróðurríkið rís upp af klakans helsvefni til nýs lífs, lita og angans. Getum við ekki lesið út úr þessu táknmáli fagnaðarboð- skapinn um sigur lífsins yfir dauð- anum? Sól kristindómsins skín hið innra með okkur. Hún sezt aldrei í hugum þeirra sem trúarvissan er gefin. Og sunna bláhimins okkar, sem vísar okkur veginn til vorsins og forfeður okkar mærðu á miðsvetrarblótum, er í raun og sannleika hluti af tákn- máli sköpunarverksins; veruleika, sem vitnar um almættið að baki alls sem er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.