Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 2
2 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
|>;ik lieimsins
Himalayafjöllin bera
höfuð og herðar yfír
____________________ aðra fjallgarða verald-
arinnar og hafa því
réttilega stundum verið nefnd þak heimsins.
Á jörðinni eru 14 fjöll sem tjúfa 8.000 m
múrinn og eru þau öll hluti Himalaya. En
Himalayafjöllin eru ekki aðeins há heldur ná
þau yfír gríðarlegt landsvæði, allt frá Burma
í austri til Afganistan í vestri, þvert yfír norð-
anverðan Indlandsskagann. Til samanburðar
má nefna að það jafngildir vegalengdinni frá
íslandi til Lúxemborgar. Himalaya eru fell-
ingaijöll sem myndast við það að jörðin
krumpast upp á mótum tveggja jarðskorpu-
fleka sem rekast saman. Á móti rembast rof-
öflin, jöklar, vatn og vindur við að skrapa
þau niður og bera mylsnuna til hafs, en hafa
ekki undan og eru fjöllin því enn að hækka.
í Nepal, og aðliggjandi svæðum í suðaustur
hluta Himalaya, einkennist landið af skógi-
vöxnum dölum sem ganga upp frá fijósömum
sléttum og undirlendi Bangladesh og skera
sig upp á móti svæviþöktum risavöxnum fjöll-
um. Eftir því sem fjær dregur sjó til vesturs,
í átt til Pakistan og Pamir-fjallanna, verða
ógróið land og eyðimerkur Miðausturlanda
meira áberandi, enda gætir áhrifa hinna ár-
vissu monsúnrigninga sífellt minna. Að norð-
an er eyðileg háslétta Tíbet og Kína svo langt
sem augað eygir, en að sunnan undirlendi
Indlands.
Nopnl
^Everest, 8.848 m að
hæð, er nyrst í Him-
alaya á landamærum
Nepal og Tíbet, Everest er eitt af átta 8.000
m fjöllum sem eru innan landamæra Nepal,
og er landið í þeim skilningi hálendasta ríki
heims. Nepal er fátækt og lítið land, aðeins
um 147 ferkílómetrar að stærð. Landið bygg-
ir glaðlynt fólk með fjölbreyttann uppruna.
Alls byggja Nepal um 35 þjóðflokkar og eru
gurkha og sherpar þar líklega þekktastir, þó
fámennir séu. Af landsmönnum, sem eru um
20 milljónir, eru flestir Hindúatrúar eða tæp
90%, en um 6% flokkast sem Búddistar.
Hvergi í heiminum má sjá eins gott samlyndi
fólks með mismunandi trúarbrögð, sérstak-
lega með tilliti til þess að líklega eiga mörg
stríðin einmitt rætur að rekja til trúarágrein-
ings. Það þekkist jafnvel að Hindúar taki þátt
í trúarathöfnum Búddista og öfugt og haldn-
ar eru sameiginlegar hátíðir.
Á undanfömum áratugum hefur skógar-
högg í hinum skógivöxnu fjöllum Nepal og
víðar í austurhluta Himalaya valdið því að
rætur tijánna binda ekki lengur jarðveginn
og það vatn sem monsúnrigningarnar skila
til jarðar er ekki lengur sogað upp af öflugu
rótarkerfi tijánna, heldur safnast það saman
i jarðveginum eða rennur beint í næstu á.
Hefur þessi ásókn í timbur og eldivið þannig
valdið því að tíðni skriðufalla hefur aukist
mikið og mannskaðaflóð í Ganges-ánni og á
strandsvæðum Bangladesh við Bengalflóa
verða æ tíðari.
Það var ekki fyrr en
langt var liðið á nítj-
■unijtíilSmiiyq andu öld að Everest
varð fyrst þekkt í hin-
um vestræna heimi. Á þeim tíma hafði vart
nokkrum manni hugkvæmst að klífa „risana“
í Himalaya, enda voru Evrópumenn, með
Breta í broddi fylkingar, að stíga sín fyrstu
skref í fjallamennsku. A 19. öld réð breska
heimsveldið ríkjum á Indlandi og réðust Bret-
ar þá í viðamiklar landmælingar á öllum Ind-
landsskaga. Árið 1849 hófst þríhymingamæl-
ingin mikla undir stjóm landfræðingsins Sir
Georges Everest. Var Indlandsskaginn þá
kortlagður á nokkrum ámm og telst sú fram-
kvæmd með mestu merkisviðburðum í sögu
landmælinganna. Nepal var á þessum tíma
lokað ríki og engum hleypt þar inn. Með gríð-
arlega öflugum hornamælum tókst landmæl-
ingamönnum Breta þó að mæla hæð allra
hæstu fjalla Nepal, allt norður að landamær-
um Tíbet, úr mikilli Qarlægð frá nyrstu hæð-
um Indlands. Meðal þeirra fjalla var Everest
sem þá var nefnt tindur XV. Sagan segir að
einn góðan veðurdag árið 1852 hafi reikni-
meistarinn Rathamata Shirdar, sem reiknaði
út úr mælingunum, stokkið upp frá reikni-
stokki sínum og hrópað: „Ég hef fundið hæsta
fjall heims.“ Hæðin var reiknuð 29.002 fet,
eða 8.840 m. Allt fram á þennan dag hafa
efasemdarmenn komið fram með fullyrðingar
um annað, en gervihnattamælingar nútímans
hafa fyrir löngu staðfest að Everest ber með
réttu kórónuna í fjallaríki jarðarinnar. Mæling
bresku landmælingamannanna hefur staðist
tímans tönn ótrúlega vel og enn þann dag í
dag taka menn ofan fyrir nákvæmni þeirra
við erfíðar aðstæður, þvi viðurkennd hæð
Everest f dag er aðeins 8 m hærri, eða 8.848
m.
HTJCTTffiSEBH Líkt og um svo mörg
önnur fjöll voru ekki
ad>r á eitt sáttir um
hvaða nafn skyldi gefa
hinu nýuppgötvaða hæsta fjalii heims. Það
FRÁ leiðangrínum 1922. ísveggurinn klifinn í stóru jökulgjánni í norðanverðu fjallinu.
ÍSLENSKUR LEIÐANGUR Á HÆSTA FJALL HEIMS 8.848m
er regla hjá landmælingamönnum allra þjóða,
ekki síst Breta, að örnefni frumbyggjanna
skuli standa. Þar sem Nepal var alveg lokað
land, var erfítt ef ekki ómögulegt að grafa
upp rétta nafn tinds XV. Fljótt kom hins
vegar fram sú tillaga að nefna fjallið Ever-
est, til heiðurs Sir George Everest. Eftir mik-
ið fjaðrafok og mótmæli samþykkti breska
landfræðifélagið nafnið árið 1865. En deil-
urnar lægði ekki og héldu áfram í áratugi.
Ýmsar kenningar voru settar fram um hið
upprunalega nafn, en engin þeirra reyndist
á rökum reist. Afleiðingin varð sú að Ever-
est-nafnið festist í sessi. Löngu síðar fékkst
staðfest að innfæddir, bæði norðan og sunn-
an fjallsins, notuðu hið hijómmikla nafn
„Chomolungma“, sem þýðir „Gyðjan - móð-
ir heimsins" og er óneitanlega ekki síður
viðeigandi nafn. Fyrir allnokkrum árum tók
Nepalstjórn upp nafnið Sagarmatha, en eng-
in söguleg rök eru fyrir því nafni. Hvort sem
mönnum líkar betur eða verr er komin hefð
fyrir nafninu Everest á hæsta fjalli jarðar,
þrátt fyrir að sumir fjallamenn kjósi að nota
Chomolungma í virðingarskyni fyrir fornum
gildum.
Ekki leið á löngu
þar til fjallamenn fóru
að velta fyrir sér þeirri
spurningu hvort unnt væri að klífa hæsta fjall
jarðar. En hægara var um að tala en í að
komast. Bæði Nepal og Tíbet, löndin sem
umlykja Everest, voru svo gott að kalla lokuð
lönd. Einn og einn ferðalangur gat komist
þar inn, en ómögulegt var að skipuleggja
þangað stóran fjallgönguleiðangur. Árið 1903
komust foringjar í hersveit Breta, sem fór í
herleiðangur inn í Tíbet, í 40-50 km fjarlægð
frá norðurhlið fjallsins og mátu þeir íjallið
kleift. Yfirmaður hersveitarinnar, Sir Francis
Younghusband og varakonungurinn á Ind-
landi, Lord Curzon, gerðu sitt ítrasta til þess
að fá leyfi tíbeskra yfirvalda til að klífa fjall-
ið, en án árangurs. Áhugi manna heima fyrir
var nú vakinn og fóru næstu ár í að fmna
leiðir til þess að nálgast fjallið. Fyrri heims-
styijöldin skall fljótlega á og tafði málið, en
að henni lokinni var strax hafinn undirbúning-
ur að leiðangri. Pólitískt andrúmsloft hafði
breyst og Tíbetar voru nú fúsir til þess að
gefa fulltrúum breska heimsveldisins tæki-
færi til þess að komast að fjallinu og freista
þess að klífa það. Heima fyrir voru ekki allir
sáttir við þessa fyrirætlan. Mörgum fannst
að tign og virðuleiki Everest setti niður ef
hann væri vanhelgaður með fótatraðki og
broddskóm. En þjóðarmetnaður var nú kom-
inn í spilið. Það var í stíl hins breska íþrótta-
anda að kljást við jafn erfítt verkefni og klif-
ur á hæsta fjall heims, til að auka dýrð heims-
veldisins og auka mannsandann. Breska dag-
blaðið The Times fann hvemig þjóðarhjartað
sló og tryggði sér einkarétt á fréttum af leið-
angrinum og styrkti hann myndarlega. Þar
má segja að áhugi fjölmiðla hafi nú fyrst
kviknað fyrir alvöru, áhugi sem ekki er minni
í dag. Everest hefur líka skilað fjölmiðlunum