Morgunblaðið - 05.01.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 05.01.1997, Síða 22
22 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNIMAUGLYSINGAR Lagerstarf Óskum að ráða starfskraft til útkeyrslu og lagerstarfa sem fyrst. Viðkomandi þarf að vera röskur, heiðarlegur og vel skipulagður. Um er að ræða framtíðarstarf fyrir réttan aðila. Æskilegur aldur 20-40 ára. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir 8. janúar, merktar: „Lager - 4431“. Laust embætti Embætti forstöðumanns Listasafns íslands er laust til umsóknar. Samkvæmt 4.gr. laga nr. 58/1988, um Lista- safn íslands, eru gerðar þær hæfniskröfur til forstöðumanns að hann hafi sérfræðilega menntun og staðgóða þekkingu á myndlist og rekstri listasafna. Skipað verður í embættið til fimm ára frá 1. mars 1997 að telja. Um laun og starfskjör fer eftir ákvörðun kjara- nefndar, sbr. lög 120/1992 um Kjaradóm og kjaranefnd, með síðari breytingum. Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um menntun og störf, skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1997. Menntamálaráðuneytið, 30. desember 1996. Starfsmaður íþrótta- og æsku- lýðsmála Laust er til umsóknar starf þjálfara yngri flokka í knattspyrnu ásamt umsjón og skipu- lagningu æskulýðsmála í Gerðahreppi. Um er að ræða 100% starf sem innifelur m.a. þjálfun og skipulag starfs yngri flokka knattspyrnufélagsins Víðis, ásamt umsjón, eftirliti og tengslum æskulýðs- og íþrótta- mála barna og unglinga. Krafist er reynslu á sviði þjálfunar og sam- skipta við börn og unglinga og/eða menntunar á þjálfunar- eða íþróttasviði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu hreppsins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar nk. Sveitarstjóri. Heilsugœslustöðin Ólafsvík Heilsugæslustöð Ólafsvíkurlæknishéraðs Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvíkurlæknishéraði er laus til umsóknar. Sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum áskilin. Umsóknum skal skilað til stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar, Engihlíð 28, 355 Ólafsvík fyrir 20. janúar 1997. Staðan veitist frá 1. febrúar 1997 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir, Lárus Þór Jónsson, í síma 436 1000 vs. og 436 1455 hs., eða rekstrarstjóri, Kolbrún Bjarnadóttir, í síma 436 1002. Stjórn Heilsugæslustöðvar Olafsvíkurlæknishéraðs. Forstjóri Löggildingarstofu Starf forstjóra Löggildingarstofu er laust til umsóknar. Löggildingarstofa er ný ríkisstofn- un sem tekur við hlutverki því er Löggilding- arstofan og Rafmagnseftirlit ríkisins hafa áður gegnt. Forstjóri skal hafa lokið háskólaprófi á sviði er tengist starfsemi stofnunarinnar. Hann mun stýra faglegu starfi stofnunarinnar og hafa umsjón með rekstri hennar. Um laun og starfskjör fer eftir ákvörðun kjara- nefndar. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist viðskiptaráðu- neytinu fyrir 31. janúar 1997. Lögð er áhersla á að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. mars 1997. Skipað verður í stöðuna til fimm ára. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Þorgríms- son, deildarstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytinu, í síma 560 9070. Viðskiptaráðuneytið, 31. desember 1996. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Stjórnunarstaða - hjúkrunardeildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra speglunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða 80% stöðu. Spegl- unardeildin þjónar Norðurlandi og Austfjörð- um að hluta ásamt fjarsvæði. Upptökusvæði með um það bil 40.000 íbúum. Hjúkrunardeildarstjóri ber fag-, stjórnunar- og rekstrarlega ábyrgð á hjúkrun á deildinni. Næsti yfirmaður er hjúkrunarforstjóri. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendartil ÓlínuTorfadótt- ur, hjúkrunarforstjóra, nánari upplýsingar gefur Þóra Ákadóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar, í síma 463 0273. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - reyklaus vinnustaður- LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... Hjúkrunarfræðingar óskast á bráðamóttöku Landspítalans. Um er að ræða 50-100% störf á næturvökt- um. Laun samkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- ráðuneytisins. Nánari upplýsingar veitir Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri á bráða- móttöku í síma 560 1015. Röntgentæknir óskast á röntgen- og myndgreiningadeild Landspítalans. Um er að ræða 100% störf. Laun samkv. kjarasamningi RTÍ og fjármála- ráðuneytisins. Upplýsingar veitir Nanna Friðgeirsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri á röntgendeild í síma 560 1077. Umsóknarfrestur er til 17. janúar 1997. Umsóknir gilda í þrjá mánuði. Öllum umsóknum verður svarað. tllHERIII B5IEIIEBBj iEEIHillj !|II11II!II lilIEEEH lEEEEIEil Háskóla Islands Aðstoðarmaður á sviði örverufræði óskast til starfa. Um er að ræða hlutastarf (a.m.k. 60%). Meginverkefni eru glasaþvott- ur, dauðhreinsun og sótthreinsun, ætagerð og ýmis önnur aðstoðarvinna. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana og fjármálaráðherra. Óskað er eftir því að starfsmaðurinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1997 og skulu umsóknir sendar til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðni Á. Alfreðsson, prófessor, í síma 568 8447 eða 525 4955. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöðu sérfræðings Laus er staða sérfræðings á þróunarsviði Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Starfið felst í: • Undirþúningsvinnu vegna gagnaþanka um skólastarf í Reykjavík. • Upplýsingaöflun. • Tölfræðiúrvinnslu. • Skýrslugerð. Kröfur til umsækjenda: • Háskólapróf, t.d. á sviði félagsvísinda. • Áhugi á skólamálum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Næsti yfirmaður: Forstöðumaður þróunarsviðs. Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs, í síma 535 5000 eða í tölvupósti gudbj@rvk.is. Umsóknir berist Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1997. Heilsugæslulæknar Læknir óskast til starfa sem fyrst á Heilsu- gæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri. Stöðin er H-1 stöð þar sem auk læknis er annað starfsfólk í 2,5 stöðugildum. Heilsugæslu- læknir sinnir einnig hjúkrunar- og dvalar- heimili þar sem eru 20 vistmenn. Kirkjubæjarklaustur er í 270 km fjarlægð frá Reykjavik. Þar er öll al- menn þjónusta, svo sem leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, verslanir, bankar, pósthús o.s.frv. Mjög góður læknisbústaður stendur til boða þar sem er m.a. arinn, gufubað og auk þess fallegur garður. Kirkjubæj- arklaustur er rómaður staður fyrir náttúrufegurð og veöursæld. Umsókum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem fást hjá Landlæknisembættinu og umsóknum skilað til formanns stjórnar, Hönnu Hjartardóttur, Kirkjubæjarklaustri, sem veitir einnig nánari upplýsingar í síma 487 4635 eða 487 4633. Lyfjafræðingar - lyfsöluleyfishafar Stjórn Heilsugæslustöðvar á Kirkjubækjar- klaustri óskar eftir lyfjafræðingi til þess að reka apótek stöðvarinnar. Umsóknarfrestur er til 12. janúar nk. og umsóknum skal skilað skriflega til Hönnu Hjartardóttur, formanns stjórnar, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 487 4635 eða 487 4633.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.