Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Iþróttamenn geta ekki skrifað,
það er líffræðilega ómögulegt,
sagði einn vinur minn í spaugi
fyrir nokkrum árum, þegar
ég var að furða mig á því að bók-
menntafólk vildi ekkert af Þorgrími
Þráinssyni vita. Á sama tíma ósk-
uðu börn og unglingar landsins eft-
ir bókunum hans í jólagjöf og þeir
eru líklega fáir höfundarnir sem
hafa átt eins margar metsölubækur
- sem hafa verið lesnar.
Verandi stöðugt að ala upp börn,
komst ég ekki hjá því að lesa bæk-
ur Þorgríms frá upphafi og verð
að segja eins og er, að mér hefur
alltaf fundist hann kunna að segja
sögur, byggja upp spennu og halda
athygli lesandans. Hann hefur
smám saman fundið sinn persónu-
lega stíl og meitlað hann, og þegar
síðasta unglingabók Þorgríms, Sex
augnablik, kom út haustið 1995,
varð ég svo hrifin að ég las allar
bækurnar hans aftur. Ég skildi
betur hvers vegna krakkarnir hafa
alltaf verið svona hrifnir af bókum
Þorgríms. Þær eru einstaklega
sannar, fyrir utan að bera vott um
óvenjulega fijótt ímyndunarafl.
Sannleikur þeirra felst í því hvað
Þorgrímur þekkir vel og er trúr
því tilfinningaróti, leit að gildis-
mati og leiðum til sjálfstæðis, sem
hrærast með þeim les-
endum sem hann
Lífið sér
um sína
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson var
nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Tóbaks-
vamanefndar. Hann hefur þó síður en svo
lagt pennann á hilluna og vinnur núna að
stórri skáldsögu. Súsanna Svavarsdóttir
ræðir við Þorgrím um æskuna, íþróttimar
og þá reynslu í lífí og starfí sem hann nýtir
í sogunum smum.
ar, er það Staðarstaður og allt sem
honum viðkom, dýrin og náttúran;
hins vegar, er það Ólafsvík með
öllu'því skemmtilega og góðajfólki
sem þar bjó. Þetta var æðislegur
tími.“
Faðir Þorgríms, Þráinn Þor-
valdsson, sem er múrari og ný-
byggingaeftirlitsmaður mennta-
málaráðuneytisins, og móðir hans,
Soffía M. Þorgrímsdóttir, sem er
kennari, bjuggu í Ólafsvík í tíu ár.
En þegar Þorgrímur fór í Mennta-
skólann í Reykjavík, voru afi hans
og amma flutt í höfuðstaðinn og
hjá þeim bjó hann á veturna og fór
til Ólafsvíkur á sumrin.
Mikið verður nú fínt þegar
þú ert orðinn prestur,
eins og afi þinn
„Afi var einn af þessum síðustu
kennimönnum sem tóku nemendur
heim til sín vetrarlangt til að hjálpa
þeim í gegnum gagnfræðaprófið.
Hann var með nokkra nemendur í
senn og ég hef hitt marga sem
þakka honum fyrir að hafa komið
sér til manns. Mér þykir afskapelga
vænt um það, þegar fólk og segir:
Já, þú ert dóttursonur hans séra
Þorgríms á Staðarstað.
Það má segja að afi og amma
hafi nánast alið mig upp tii jafns
dór Laxness renndi oft í hlað á
hvíta jagúarnum, en þá þekkti ég
engin deili á þeim stórkostlega rit-
höfundi. Mér finnst fátt skemmti-
legra en að tala við gamalt- féJk__
Það er kynslóð hér í landinu sem
er að deyja út með þekkingu sem
mig þyrstir í að fá. Ég gæti vel
hugsað mér að eyða sumri í að
hjóla um landið, banka upp á á
sveitabæjum, dvelja þar í dag eða
tvo og rabba við gamalt fólk.
Ég geri þetta stundum þegar ég
dvel úti á landi. Ég fer heim á
sveitabæi, banka upp á og þigg
kaffi. Þar kvikna oft hugmyndir,
því þetta fólk býr yfir svo miklum
fróðleik. Að þessu leyti er sveita-
maðurinn í mér mun sterkari en
borgarbarnið.“
En verður fólk ekki klumsa, þeg-
ar þú bara bankar upp á?
„Ekki ennþá. Mér hefur alltaf
verið vel tekið. Eitt sinn bankaði
ég uppá á Vestfjörðum og fullorð-
inn maður kom til dyra. Síðan birt-
ist ung kona. Ég spurði hvort þau
byggju ein saman feðginin. „Við
erum nú hjón,“ sagði sá gamli og
brosti. Kleinurnar voru góðar!
Sveitafólk lifir í veröld sem mér
finnst eftirsóknarverð. Ég skynja
hvað tíminn hjá því líður hægt.
Augnablikin eru svo eilíf, miðað
skrifar fyrir. Hann
viðurkennir heim
þeirra og ómótaða
lífssýn og segir þeim
að það sé allt í lagi.
Hann elur lesendur
sína ekki upp, en
varpar fram spurning-
um sem þeir verða
fyrr eða síðar að
svara.
Eftir því sem ég las
verk Þorgríms betur,
varð ég stöðugt for-
vitnari um það hver
hann væri. Jú, æski-
leg fyrirmynd fyrir
börnin okkar sem lesa
bækurnar hans, fót-
boltastjarna, ritstjóri
íþróttablaðsins, eigin-
maður og faðir, sem
hvergi berst á. En
hvaðan kemur hann
og hvert stefnir hann?
Mér til hrellingar
kom engin bók út eftir
Þorgrím núna um jól-
in. Ég hélt að hann
væri kannski búinn að
fá nóg af þvi að láta
bókmenntastofnunina
gefa frat í sig og fór
að forvitnast um hann
af alvöru. Komst að
því að það kom út bók
eftir hann á árinu.
Hún ber heitið „Meist-
ari Jón“, og er skrifuð
fyrir Vídalínskirkju í
Garðabæ. Þar bregður
Þorgrímur upp svip-
myndum af starfi Jóns
Vídalín og samtíma-
umhverfi hans. Garða-
bær var fæðingarbyggð Jóns og
verður bókin gefin öllum börnum
í þeirri byggð við útskrift úr grunn-
skóla.
Þar að auki er Þorgrímur að
vinna að stórri skáldsögu, sem er
skrifuð fyrir fullorðna, en gefur
ekkert upp um efni hennar. Og
nýlega var hann ráðinn í stöðu
framkvæmdastjóra Tóbaksvarna-
nefndar. Hann er því með mörg
járn í eldinum og þau eru eru langt
frá því eins.
Ég reiknaði með því að hitta
taugatrekktan, ungan mann á upp-
leið, sem væri alltaf að líta á klukk-
una, vegna þess að hann þyrfti að
vera hér og þar á fundum, en það
var öðru nær. Það er ótrúlega bjart
yfir honum og hann býr yfir sál-
arró og lífsspeki, sem er sjaldgæft
að hitta fyrir hérna í miðborg
Reykjavíkur.
Én byrjum á framkvæmdastjóra
Tóbaksvarnanefndar, stöðu sem
Þorgrímur hefur verið ráðinn í til
sex mánaða.
„Ég hef varla hafið störf þar og
því ekki alveg gert mér grein fyrir
því hvernig þetta mótast," segir
Þorgrímur. „En ég held að áróður-
inn þurfi að vera sýnilegri á eins
mörgum stöðum og kostur er. Ég
veit að þetta verður krefjandi og
spennandi verkefni og svo verður
bara tíminn að leiða í ljós hvernig
mér tekst til þessa sex mánuði.
Það hefur margt áunnist í for-
varnarstarfinu síðustu árin en
vissulega er það áhyggjuefni að
reykingar hafa aukist að nýju með-
al ungs fólks. Ég held að veik
sjálfsmynd, dómgreindarleysi og
skortur á sjálfstrausti sé helsta
ástæða þess að fólk hefur valið sér
þetta hæga og kvalafulla andlát
sem reykingar eru yfirleitt.
En hvert fínnst þér vera for-
gangsverkefnið?
„Eg tel brýnast að beina áróðrin-
um að ungu fólki og hafa hann á
því máli sem það skilur. Síðan þarf
að beina honum á annan hátt að
öðrum aldurshópum. Ég geri mér
fulla grein fyrir því að það er erf-
itt að kenna gömlum hundi að
sitja.“
Þorgrímur hefur verið ritstjóri
íþróttablaðsins í ellefu ár. Hann
mun halda því starfi áfram, en
með breyttum áherslum; fá fleiri
til liðs við sig til að skrifa efni
blaðsins. En hvaðan kemur hann?
„Ég er og verð alltaf Olsari. Og
ég er stoltur af því.“
Ha?
„Ég ólst að mestu leyti upp í
Ólafsvík. En ég fæddist í Reykja-
vík og bjó þar til sjö ára aldurs,
við Hólavallagötuna. Landakots-
túnið varð því fyrsti fótboltavöllur-
inn. Ég gekk í Landakotsskóla til
að byija með en í dag er Landa-
kotskirkja mér afar kær. Hún er
einn af fáum griðastöðum fyrir
mig. Þar er hægt að ganga inn,
setjast niður, kveikja á kerti og
vera í kyrrþey með sjálfum sér.“
Þegar Þorgrímur var sjö ára
flutti fjölskyldan í Kópavog, þar
sem hann bjó til tíu ára aldurs og
þá var flutt til Ólafsvíkur. Þorgrím-
ur var þá kominn í næsta nágrenni
við afa sinn og ömmu, séra Þor-
grím Vídalín Sigurðsson á Staðar-
stað og Áslaugu Guðmundsdóttur.
Þorgrímur er níundi ættliður frá
Páli Vídalín, en hann og meistari
Jón Vídalín voru bræður.
„Ég var alltaf hjá afa og ömmu
á sumrin," segir Þorgrímur, „og
þegar ég hugsa til baka, kemur
tvennt upp í hugann: Annars veg-
við foreldra mína og það hefur
verið gott að fá veganesti frá
tveimur kynslóðum.“
Og gastu nýtt þér leiðsögn hans
í námi?
„Afi var þessi þögli, sterki mað-
ur, en ég var takmarkaður ungling-
ur í menntaskóla. Þótt ég ætti í
erfiðleikum með námið datt mér
ekki í hug að biðja hann um hjálp,
þótt hann væri með mér næstum
allan sólarhringinn; hann sem
kunni öll tungumál og hafði hjálpað
mörgum. En hún er nú svona, þver-
móðskan í ættinni. Ég hef oft séð
eftir þessu síðar.
En það hafði mikil áhrif á mig
að alast að hluta til upp á heimili
afa. Ég man eftir því þegar kon-
urnar í sveitinni voru að klappa
mér á kollinn og segja: Mikið verð-
ur nú fínt, þegar þú ert orðinn
prestur eins og afi þinn. Og ég get
alveg viðurkennt að ég hugsa
stundum um það í dag, að ég hefði
alveg eins getað farið í guðfræði
og sest að á Staðarstað."
Sveitadrengur
Á Staðarstað kom margt fólk
að heimsækja afa og ömmu. Hall-
við hraðann í Reykjavík. Mér finnst
sveitin alveg guðdómleg, ekki síst
á Snæfellsnesi. Og ég elska kýr.“
Ha?
„Þær eru svo yndislegar. Að
sækja kýrnar út í haga, vera einn
með þeim og sjálfum sér, sjá kálfa
fæðast, hlusta á náttúruna, þá
vakna tilfinningar sem eru einstak-
ar. Þegar ég fer út í sveit, verð
ég að komast í fjós. Fá lyktina í
fötin, til að hafa hana með mér í
bæinn.“
Maðurinn er með stjörnur í aug-
unum.
Fyrir ólæknandi borgarbarn
hljómar þetta mjög einkennilega.
Eftir smávegis vandræðalega
þögn, get ég ekki að því gert að
spyija Þorgrím hvers vegna í
ósköpunum hann flytji þá ekki út
í sveit.
„Óskastaðan væri að búa í sveit
í þijá mánuði á ári. Ég vildi geta
valið um þijá kosti; sveitina,
Reykjavík og útlönd. Til skiptis.
Ég vil síður einangrast."
En finnst þér ekki einmitt dálít-
ið auðvelt að einangrast í Reykja-
vík?
„Mér finnst ég hafa varið mikl-