Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 B 9
um tíma í Reykjavík. Mig vantar
griðastað úti á landi. Ég á hann
reyndar vísan í Ólafsvík, hjá góðu
fóíki. Draumurinn er að eignast
land að sjó með litlu koti og öllu
tilheyrandi.
Ég var kallaður sveitó fyrst þeg-
ar ég kom í Val og kunni því mjög
ágætlega.“
Lærði að sigra
ogtapa
Þorgrímur hafði æft fótbolta
heima í Ólafsvík og þegar hann
kom í Menntaskólann í Reykjavík,
leitaði hann á aðrar æskustöðvar,
Kópavog, og æfði með Breiðabliki
og um tíma með Fram. „Að ætla
sér að komast í liðið hjá Val á
þessum tíma var eins og að ætla
að klífa Mount Everest berfættur,"
segir Þorgrímur, „en mér hefur
alltaf þótt gaman að gera eitthvað
sem enginn hefur trú á mér í; reyna
að sigrast á sjálfum mér.
Valur hafði verið mitt félag frá
því ég var strákur og á síðasta ári
í menntaskólanum byijaði ég að
æfa með liðinu.
Ég hafði ekki þá náttúrulegu
hæfileika til að verða góður knatt-
spyrnumaður. Ekki þá tækni sem
til þarf til að slá í gegn. Ég varð
að leggja mjög mikla vinnu í að
ná árangri - og sú vinna hefur
skilað sér í öllu sem ég hef tekið
mér fyrir hendur. Mótlætið sem ég
varð fyrir í knattspyrnunni, hefur
styrkt mig. Það varð til þetta: Ég
skal.
Maður varð að læra að sigra og
tapa. Þess vegna á ég líka mjög
auðvelt með að halda mínu striki
í dag og taka því sem að höndum
ber - hvort sem það er mikil vel-
gengni eða vond gagnrýni. Ég er
búinn að ganga í gegnum það allt
saman áður. Það er fátt sem kem-
ur mér úr jafnvægi“
Þorgrímur lék með Val í tólf ár,
frá '79-90 og með Stjörnunni í
Garðabæ árið '92. Hann langaði
að breyta til. Á meðan hann var í
fótboltanum vann hann á hinum
ýmsu stöðum: Vöruflutningamið-
stöðinni, Prentsmiðju Flugleiða,
bjó til hellur í J.L. húsinu, var bíl-
stjóri hjá Fijálsu Framtaki, vann
sem handlangari _ og var mikið í
fiski, ekki síst í Ólafsvík.
Ég þoli illa að kunna
eitthvað til hálfs
„Árið '83 fékk ég óskaplegan
leiða á öllu og þurfti tilbreytingu,"
segir Þorgrímur. „Ég seldi bílinn
minn og var í heiian vetur í Sor-
bonne, þar sem ég þóttist vera að
læra frönsku . . .“
Og lærðirðu frönsku?
„Ég get bjargað mér á frönsku.
Hins vegar þoli ég illa að kunna
eitthvað til hálfs. Ég á örugglega
eftir að læra hana betur.
Tíminn í París var . . .
Að ganga um og upplifa eitthvað
annað en Island er ómetanlegt. Þar
byijaði ég að drekka kaffi af hag-
kvæmnisástæðum. Það var ódýr-
ara en vatn. Þegar ég kem til París-
ar núna finnst mér ég kominn
heim. Hins vegar myndi ég ekki
vilja flytja þangað og ala upp börn-
in mín þar.
En tengsl mín við París eru svo
djúp og einkennileg. Eftir að ég las
Maríukirkjuna eftir Hugo, um
kroppinbak og sígaunastúlkuna,
fannst mér ég hafa verið þarna;
hafa jafnvel verið Quasimodo. Ég
hugsa að ég eigi eftir að dvelja í
París seinna meir. Það kæmi mér
hreint ekki á óvart.“
Maður kemst ekkert
undan lífinu
Áður en Þorgrímur hélt til París-
ar hafði hann starfað sem bílstjóri
hjá Fijálsu framtaki, sem heitir
nú Fróði. Hann fór aftur að starfa
þar þegar hann kom heim. „Mig
langaði ekki til að halda áfram að
starfa sem bílstjóri og spurði Stein-
ar J. Lúðvíksson hvort ég gæti
fengið starf sem blaðamaður.
I rauninni hafði ég engar for-
sendur til þess. Ég hafði sloppið
við að læra vélritun í menntaskóla,
en mig grunaði samt að ég fengi
starfið. Ég fór því heim og lærði
fingrasetninguna á ritvél. 8. janúar
1985 fékk ég svo starf sem al-
mennur blaðamaður hjá Frjálsu
framtaki - og vélritaði ekki með
tveimur puttum, eins og margir
þessir gömlu, sem sluppu við að
læra vélritun í skóla.“
Ári síðar var Þorgrími boðin
staða ritstjóra íþróttablaðsins.
Hann hafði vasast í mörgu, meðal
annars verið útvarpsmaður á
Bylgjunni og var kominn með ár-
ans víðtæka reynslu.
„Ég hafna sjaldan tækifærum
þar sem mér býðst að takast á við
sjálfan mig. Það er svo auðvelt að
segja nei, hopa, flýja það sem er
erfitt. Maður þroskast við mótlæti
og kynnist sjálfum sér.“
En varstu ekkert skjálfandi yfir
ábyrgðinni sem beið þín?
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég
hef eitt mottó í lífinu: Hafðu ekki
áhyggjur, lífið sér um sína.
Það hefur verið gott mottó. Ef
maður lærir að hlusta á þögnina
og treystir því sem koma skal, sér
lífið um mann. Mér finnst ofboðs-
lega gott að eldast og finna árin,
þroskann og reynsluna færast
yfir.“
Þú virðist hafa mjög gaman af
því að takast á við lífið.
„Maður kemst ekkert undan líf-
inu. Maður stendur augliti til aug-
litis við sjálfan sig þegar maður
deyr og ætlar þá kannski að gráta
tækifærin sem maður þorði ekki
að lifa; tækifæri sem hefðu getað
fleytt manni fram í þroska. Ég
ætla ekki að gera það, heldur nýta
öll tækifærin."
Árið 1987 kynntist Þorgrímur
eiginkonu sinni, Ragnhildi Eiríks-
dóttur, og þau gengu í hjónaband
árið 1990. Þau eiga tvö börn,
Kristófer, fjögurra ára og Kol-
finnu, þriggja mánaða og það er
ljóst að hann er mikill fjölskyldu-
maður.
„Ég nýt þeirra forréttinda að
geta ráðið vinnutímanum mínum
og það hentar mér ekkert síður að
vinna á kvöldin. Þess vegna hef
ég getað verið meira með börnin
mín en almennt er um feður. Ég
gæti vel hugsað mér að vera
heimavinnandi. Það eru forréttindi
að geta verið heima hjá börnunum
sínum og unnið með við skriftir."
Leiðist þér að þurfa að standa
í brauðstritinu?
„Mér hefur aldrei leiðst í vinnu.
Þess vegna hef ég varla veikst í
þijá áratugi."
Hvert finnst þér vera hlutverk
þitt sem faðir?
„Að vera alltaf til staðar fyrir
börnin mín. Ég er jafningi þeirra
og kem þannig fram við þau. Ég
vil vera þannig foreldri, að ef eitt-
hvað kemur upp á hjá þeim, geti
þau alltaf leitað til mín. Ég held
að tjáskiptaörðugleikar milli for-
eldra og barna séu vísasta leiðin
til að missa unglingana út í óreglu.
Það sem er að ríða þessu þjóðfé-
lagi að fullu er ekki síst skortur á
sjálfsaga. En börn vilja aga, númer
eitt, tvö og þijú. Þegar maður kem-
ur í borgir úti í heimi, sér maður
ekki unglinga úti eftir klukkan níu
á kvöldin.
Ásgeir Sigurvinsson, knatt-
spyrnukappi, sagði einu sinni, þeg-
ar hann kom heim og var þjálfari
hér í rúmt ár: Þvílíkt agaleysi!
Hann hafði lög að mæla.
Og íslendingar reiddust. Við
höfum aldrei þolað að heyra sann-
leikann. Agaleysið hér er mikið,
svo það er ekki von að unglingarn-
ir okkar kunni fótum sínum forráð.
En við verðum að gæta betur
að æskunni. Þegar upp er staðið,
er fjölskyldan og börnin það eina
sem máli skiptir. Það er mikilvægt
að ná árangri í því sem maður er
að gera, en sá árangur verður þá
líka að koma ijölskyldunni til
góða.“
Við erum enn ekki farin að ræða
bækurnar þínar, Þorgrímur. Þú
hefur fengið afburða góðar viðtökur
frá krökkunum, en oft slæma gagn-
rýni frá þeim sem um þær íjalla.
Finnst þér þú hafa náð árangri?
„Það er fátt sem gefur mér eins
mikið og þegar foreldrar koma til
mín og þakka mér fyrir að hafa
komið börnunum sínum á sporið,
með því að vekja áhuga þeirra á
að lesa bækur. Það finnst mér að
ná árangri."
Sértilboð
til Kanarí
kr. 49.930
kr. ^y.yc
4. og 11. febrúar
2, 3 eða 4 vikur
£85**
Nú bjóðum við viðbótargistingu í febrúar á Kanaríeyjurn á
einstöku tilboðsverði. Ótrúlegt tilboð þann 4., 11. og 25. og
þú getur valið um 2, 3 eða 4 vikur í sólinni. Ein vinsælustu
smáhýsi Heimsferða, Green Sea gististaðurinn, frábær
gistivalkostur með toppþjónustu. Allar íbúðir/hús með eldhúsi,
baði og svölum. Veitingastaðir, íþróttaaðstaða, tennisvellir,
tvær sundlaugar. Beint flug til Kanarí með Boeing 757.
Verð kr. 49.932
Hjón með 2 börn, 2-14 ára,
Green Sea, ll.febrúar í2 vikur
Verð kr. 59.960
2 í stúdíó/húsi, Green Sea,
11. febrúar, 2 vikur.
HEIMSFERÐIR
:j£ *
*m5T
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600
J azzleikskóli
barnanna
Skemmtilegur
dans, þjálfun
í líkamsburði,
jafnvægi, teygjur
og leikur.
Jazz
ballett
-[-15 áf9
Góðar og styrkjandi
æfingar fyrir
líkamann -
góðar teygjur
og dansar.
14 vikna námskeið hefjast 11. janúar
Kennt er í World Class - Innritun í síma 551 0786
milli 13.00-18.00.