Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Hans Mann Jak-
obsson fæddist
18. september 1913
í Bratislava, sem þá
var í Austurrísk-
ungverska keisara-
dæminu, en er nú í
Slóvakíu. Hann lést
á Vífilsstaðaspítala
hinn 15. desember
síðastliðinn. Hann
ólst upp í höfuðborg
Þýskalands, Berlín.
Foreldrar hans voru
hjónin Helena Lea
Mann og Selig Mann
klæðskeri. Hans átti
eina systur, Olgu Rottberger,
sem er látin. Hann hóf sambúð
með Olgu Helenu Ásgeirsdóttur
árið 1952, og bjuggu þau lengst
af á Karlagötu 3 í Reykjavík.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Hans Jakobssonar eða
Manna eins og hann var alltaf kall-
aður í fjölskyldunni.
Hans Jakobsson átti viðburða-
ríka ævi þar sem oft reyndi á þol-
gæði hans og útsjónarsemi. Hann
^ólst upp í höfuðborg Þýskalands
þar sem faðir hans var vel metinn
iðnaðarmaður. Þegar illmenni náðu
völdum í föðurlandi Manna varð
hann ásamt fjölskyldu sinni að fara
burtu og örlögin höguðu því þannig
að leiðin lá hingað norður til ís-
lands. Móttökur þær sem hann fékk
hér fyrstu árin hefðu gjarnan mátt
vera betri, en hann var samt þakk-
látur íslandi og íslendingum fyrir
að fá hér hæli.
Um það leyti er kona mín, Stein-
iinn, fæddist hóf Manni sambúð
með ömmu hennar, Olgu Helenu.
Reyndist hann konu minni alla tíð
eins og besti afi og var alltaf sér-
staklega kært á milli þeirra. Manni
var óþreytandi að rifja upp minn-
ingar frá æsku hennar. Hann var
einstaklega barngóður og hafði
gaman af að leika við börn og bar
hag þeirra fyrir brjósti.
Vegna þeirra aðstæðna sem
Manna voru búnar í æsku hlaut
hann ekki mikla menntun í skóla
en ekki þurfti að kynnast honum
lengi til að komast að því að hann
var mjög vel gefinn og fróður.
Hann talaði íslensku mjög vel og
^ einnig þýsku og ensku, þá var hann
"einnig vel að sér í hebresku. Hann
fylgdist vel með öllum fréttum,
bæði innlendum og erlendum, og
var stálminnugur. Manni var mað-
ur hreinskiptinn og óhræddur við
að láta skoðanir sínar í ljós. Það
sem einkenndi Manna öðru fremur
var einstakt æðruleysi sem fylgdi
honum allt til dauðadags.
Eftir lát konu hans, Olgu, bjó
hann einn á Karlagötunni. Hann
var mjög þakklátur öllum, sem
gerðu honum kleift að búa heima
og halda sjálfstæði sínu.
Þessi jól sem nú eru senn á enda
voru allt öðruvísi hjá okkur en áð-
ur. Það vantaði Manna. Öll árin sem
- -'við Steinunn höfum haldið heimili
hér í Reykjavík kom hann til okkar
Olga lést 3.1. 1991.
Þau áttu engin
börn. Dóttir Olgu
frá fyrra hjóna-
bandi er Helga
Krisljánsdóttir, f.
25.2. 1932. Eigin-
maður hennar var
Kristinn Ásmunds-
son, f. 8.6. 1928, d.
22.5. 1980. Dætur
þeirra eru Steinunn
Guðbjörg og Olga
Helena, báðar bú-
settar í Reykjavík.
Hans kom til Is-
lands árið 1936 með
móður sinni, en hún lést árið
1945.
Útför Hans fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna hinn 18.
desember.
á aðfangadagskvöld. Alltaf fylgdi
honum andi umhyggju og kærleika.
Við Steinunn, Helga og Kristinn
þökkum honum samfylgdina og í
hugum okkar munu ávallt sitja
eftir ljúfar minningar um góðan
vin.
Árni Jónsson.
Því er þannig farið um þjóðsögur
að þær eiga sér kveikju, þótt sitt-
hvað sé fært í stílinn, og sagan um
manninn sem stóð í myrkrinu og
hríðinni á nýársnótt og beið eftir
því að geta liðsinnt konu í barns-
nauð í nóttinni, því sjúkrabílarnir,
þeir komust ekki leiðar sinnar, hún
er eflaust ein af þeim.
Og þessi þjóðsaga skiptir máli,
hún segir margt.
Manninn með skófluna þekktu
fáir af þeim mörgu, sem gengu um
gleðinnar dyr þessa nótt, því hann
var ekki í þeirra hópi, úlpuklædd-
ur, með húfupottlok á höfðinu:
hans hlutverk var annað, hans hlut-
verk var það að bjarga konu í
barnsnauð, ef hún strandaði í
skafli. Hann beið lengi lengi i
myrkrinu með skófluna eftir því
að geta hjálpað konu í barnsnauð,
en enginn veit hvort nokkur þeirra
varð á vegi hans þessa nýársnótt;
hins vegar liðsinnti hann ófáum
þungdrukknum mönnum og háhæl-
uðum konum og ballþyrstum sem
festust í sköflum á leið sinni um
gleðinnar dyr og hann mokaði þau
laus úr snjónum og burstaði á þeim
skartklæðin og sendi þau inn um
næstu dyr gleðinnar.
Hans Mann Jakobsson átti sér
náungakærleik, þótt líf hans hefði
ekki markast af náungakærleik
annarra. Hann gekk í gegnum
mesta vítiseld þessarar aldar: gyð •
ingaofsóknir nasista. Trú hans á
náungann var merkileg og falleg
og ótrúleg í ljósi þess. Lífsreynsla
hans var þess eðlis að við hin ætt-
um öll sömun að kasta okkur á
jörðina í fordæmingu, - en geyma
hana svo eftir það sem varnarsjóð
fyrir alla, alla komandi tíma.
Hans Mann Jakobsson varð
landskunnur þegar heimildarmynd-
in Gyðingar á íslandi var frumsýnd
í september 1989. Beinskeytt frá-
sögn hans og systur hans af mann-
hatri Þriðja ríkisins, hún flutti þá
sögu í fyrsta sinn heim í stofur
íslendinga. Og það sem mestu
máli skipti: þessi saga var persónu-
saga, þetta var saga um fólk, sem
hafði komið til íslands í leit að at-
hvarfi; þessi frásögn færði íslend-
inga í miklu meira návígi við of-
sóknir nasista en þeir höfðu komist
í áður. Áreynslulaus frásögn Hans
Mann og systur hans Olgu
Rottberger átti sinn þátt í því; lífs-
reynsla þeirra. Allt það sem þau
höfðu séð og heyrt og reynt í líf-
inu, það varð að minnisstæðu
ákalli, sem virkaði svo sterkt í hóf-
stillingu sinni, því að fólkið hleypti
sér aldrei upp - það sagði frá of-
sóknum á hendur sjálfu sér í þeim
tóni, sem undirstrikar það best
hvað ofsóknir eru: tóni rósemdar-
innar, raddblæ hins yfirvegaða
manns.
Hans Mann Jakobsson hafði
kynnst endalausu óréttlæti í Þýska-
landi. Hans Mann Jakobsson hélt
áfram að kynnast óréttlæti á ís-
landi. í marslok 1940 átti að senda
hann úr landi, viðja hann í fjötra
og draga nauðugan að skipshlið í
siglingu til eyðingarstofnana nas-
ismans með sínum djöflum í manns-
mynd og amboðum þeirra og nýjum
uppfinningum: gasklefunum.
Hans Mann og móðir hans Hel-
ene björguðust af því að Island var
hernumið, af því að Bretar komu
og stóðu í vegi flutningsins.
Hans Mann Jakobsson varð fyrir
alvarlegum veikindum, sem settu
mark sitt á útlit hans: hornhimnu-
bólga, sem hann fékk við landbún-
aðarstörf, olli því að hann var blind-
ur á öðru auga. Hann var persóna
sem tekið var eftir í Reykjavík, í
borg, þar sem útlendingar eru fáir
- og auðvitað vakti hann athygli,
sakir útlitsgallans á auganu og
vegna þess að hann styggðist mik-
ið ef hann var hvekktur og minnst
var á útlit hans og uppruna og það
gerðist oft. Fram undir 1970 þurfti
Hans Mann Jakobsson að fá end-
urnýjað dvalarleyfi á þiggja mán-
aða fresti á íslandi, hann þurfti
alls tæplega hundrað og fimmtíu
sinnum að spyija Útlendingaeftir-
litið: má ég vera hérna áfram?
En lokst varð hann íslenskur rík-
isborgari, maðurinn sem varð
föðurlandslaus upp úr tvítugu og
leitaði sér því að samastað í tilver-
unni og fann hann á Karlagötunni
og þar gladdist hann yfir því að
lifa, en saknaði um leið ættingja
sinna sem höfðu fallið í helförinni.
Hans Mann Jakobsson sagði mér
sögu sem ég þekkti ekki, sögu sem
ég taldi skyldu mína að segja öðru
fólki líka. Hans Mann sagði mér
meira en flestir menn, og orð hans
höfðu vigt, og einmitt sérstaklega
þegar minningarnar snertu taug-
arnar og strekktu á röddinni og
mjókkuðu hana - þá var vigtin
mest í frásögn Hans Mann Jakobs-
sonar.
Hans Mann Jakobsson hefur
verið jarðaður í kyrrþey að eigin
ósk í hógværð sinni, en hann er
þjóðsagnapersóna, einn af bestu
sonum Reykjavíkur og íslands,
landsins, sem Guð valdi honum,
eins og hann orðaði það sjálfur.
Einar Heimisson.
HANS MANN
JAKOBSSON
: •
UTSALAN ER HAFIN
30-70% ofslóttur
Opiö á laugardögum frá 10-16
marion
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði ■ Sími 565 1147
BJARNEYGUÐRUN
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Bjarney Guðrún
Sigurjónsdóttir
fæddist á Akureyri
hinn 3. júní 1955.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 27. desem-
ber síðastiiðinn.
Foreldrar hennar
eru: Anna Valdi-
marsdóttir, f. 16.1.
1922, og Sigurjón
Stefánsson, f. 18.8.
1919, d. 13.6. 1959.
Bræður hennar eru
Þröstur, f. 15.3.
1943, ívar, f. 4.12.
1946, og Stefán, f.
19.11. 1950.
Hinn 26.12. 1976 giftist Bjarn-
ey Birgi Arasyni, f. 12.9. 1951,
frá Þórshöfn. Börn þeirra eru:
Siguijón Geir, f. 11.6. 1973,
maki Arney Ingólfsdóttir, f.
11.8. 1973; Nanna Bára, f. 13.3.
1975; og Dagný, f. 17.12. 1980.
Útför Bjarneyjar fer fram frá
Akureyrarkirkju á morgun,
mánudaginn 6. janúar, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Síðastliðið sumar þegar við ókum
heim úr velheppnaðri kaffihúsa- og
fjöruferð frá Hjalteyri og dóluðum á
eftir hópi af ijúpnaungum, sem
gengu á undan bílnum, trúði Didda
okkur fyrir því að hún yrði bráðlega
amma. Hún varð svo yndislega stolt
og glöð þar sem hún yrði fyrsta
amman í hópnum okkar. En þá gleði
fékk hún ekki að upplifa því nokkrum
vikum síðar greindist hún með
krabbamein á háu stigi.
Þegar líða tók að jólum óx spenn-
an hjá okkur. Kemur Didda heim frá
Mexíkó fyrir jól? Þar hafði hún dval-
ið um sex vikna skeið til að leita sér
lækninga. Og heim kom hún á Þor-
láksmessukvöld, þá orðin fársjúk og
fór strax á sjúkrahús, þar sem hún
lést aðfaranótt 27. desember.
Allar ætluðum við að verða gamlar
vinkonur sem byijuðum að hittast
reglulega í saumaklúbbi haustið 1974,
þá á aldrinum 17-22 ára. Flestar
höfðum við þekkst frá barnæsku.
Mikið óskaplega var oft gaman hjá
okkur. Við vorum iðnar við handa-
vinnu á þessum árum og margar flík-
ur pijónaðar, en með vaxandi þroska
og eldri bömum varð handavinnan
meira aukatriði. En eitt brást þó aldr-
ei: Fyrir hver jól mætti Didda með
„grænu drusluna" sem títtnefnd var.
Þetta var úttalin jólamynd sem hún
var að sauma í rólegheitum. Við höfð-
um það í flimtingum að hún myndi
bara klára hana á elliheimlinu þar sem
við ætluðum allar að eyða ævikvöldinu
saman. Nógur var tíminn.
Minningarnar streyma fram.
Ógleymanleg Ólafsfjarðarferð þar
sem við fórum uppábúnar og Didda,
sem var svo lofthrædd og kvíðin að
fara fyrir Múlann, en gerði þetta
samt fyrir okkur að koma með og
eyddi miklum tíma í að setja upp á
sér hárið áður en lagt var af stað.
Ein helgi í sumarbústað þar sem við
vorum bara við sjálfar vinkonumar.
Oft var sagt: „Minnti einhver Diddu
á saumaklúbb?" Og ef það var ekki,
og Didda ókomin, var hringt í hana.
Didda kom þjótandi og sagði stund-
um: „Æ, ég var búin að steingleyma
saumaklúbbnum og var bara að
bijóta saman þvott.“
Næstum alla sína starfsævi helgaði
Didda sig þroskaheftum. Það var starf
sem gaf henni mjög mikið. Sama
hvort hún nefndi starfsfélaga sína eða
skjólstæðinga þá var það alltaf með
sannri virðingu og tillitssemi. í henn-
ar augum voru allir jafnir. Þegar við
hugsum til baka finnst okkur hún
alltaf hafa talað vel um alla. Nú hefði
hún skammað okkur fyrir væmni.
Jæja þá, hún var stundum óskaplega
þijósk og því sem hún ákvað varð
yfirleitt ekki haggað. Hún hristi höf-
uðið og var ekkert að þrefa.
í Bakkahlíð 3 þar sem stórfjöl-
skyldan bjó, var ætíð nóg að gera.
Á efri hæðinni bjuggu Didda og Biggi
með börnin sín þijú og á neðri hæð-
inni Anna, móðir hennar, ásamt
ívari, syni sínum, og börnin hans
flögur áttu öll og eiga
heimili sitt í Bakkahlíð
3 um lengri eða
skemmri tíma. Didda
gerði sitt til að hlúa að
þessum bróðurbörnum
sínum og leysti af-
bragðsvel úr þeim mál-
um sem upp á komu í
gegnum tíðina þar sem
væntumþykja var ofar
öllu.
Á Meyjarhóli á Sval-
barðsströnd eyddi Didda
öllum sumrum bernsk-
unnar hjá móðurforeld-
rum sínum og móður-
bróður. Þar leið náttúru-
barninu Diddu vel, og þar var fjöl-
skyldan öll að byggja stóran og veg-
legan sumarbústað þar sem pláss
yrði fyrir alla. Hjá Diddu og Bigga
var alltaf nóg pláss. Hvort sem var
að nóttu eða degi, var hægt að banka
upp á hjá þeim. Það var aldrei neitt
mál. Plássið verður áfram. Þó svo
allt hafi breyst, eigum við öll minn-
inguna eftir um Diddu.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir.
Þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Elsku Biggi, hafðu þökk fyrir
hversu góður eiginmaður þú varst
vinkonu okkar. Þú stóðst sem klettur
við hlið hennar og annaðist hana
allan tímann í veikindum hennar.
Við sendum þér og börnum ykkar,
tengdadóttur og móður hennar,
bræðrum og bræðrabörnum, og öll-
um öðrum sem elskuðu hana eins
og við, okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að geyma
hana.
Ásta, Bryndís, Lísa,
Lísbet og Þórey.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
Stuttri en snarpri baráttu er lokið.
Sjúkdómurinn illvígi, krabbameinið,
hafði betur. Barátta Diddu fyrir lífi
sínu stóð aðeins í tæpa fjóra mán-
uði. Sjúkdómurinn greindist í sept-
ember síðastliðnum, í lok desember
hafði hann dregið hana til dauða.
Þetta hefur verið erfiður tími fyrir
alla fjölskylduna, en Birgir stóð við
hlið hennar eins og klettur í veikind-
unum. Engan óraði fyrir því að
tíminn yrði svo naumur. Sjálf vonaði
hún heitt og innilega að fá að lifa
það að eignast sitt fyrsta barnabarn,
sem von er á í marsmánuði. Sú ósk
rættist ekki og minnir okkur óþægi-
lega á að enginn má sköpum renna.
Ég kynntist Diddu fyrir rúmum
tveimur áratugum þegar við hófum
að vinna saman á vistheimilinu Sól-
borg. Deildin, Miklahlíð, bar nafn
með rentu, hún var stór og erfið og
reyndi á starfsfólkið. Þá var gott að
vera á vakt með góðu fólki og Didda
var svo sannarlega ein þeirra sem
gott var að starfa með. Röskleikinn
í fyrirrúmi og öll störf vann hún af
samviskusemi. Fyrir um áratug var
deildinni breytt, hún varð minni og
óneitanlega dálítið notalegri. Didda
naut þess trausts að verða yfirmaður
deildarinnar og stóð sig í alla staði
með sóma. Hún var vinsæl og vel
látin jafnt af starfsfólki sem vist-
mönnum. Okkar kynni urðu nánari
eftir þessar breytingar og reyndist
Didda mér í alla staði vel, sérstak-
lega var hún næm á það þegar á
bjátaði. Fyrir það verð ég ævinlega
þakklát.
Ég þakka fyrir þau ár sem við
áttum saman, minningin um góða
konu lifír og hefur gert okkur sem
eftir Iifum ríkari.
Birgi, börnum þeirra, Siguijóni,
Nönnu Báru og Dagnýju, Önnu móð-
ur hennar og öðrum aðstandendum
sendi ég innilegustu samúðarkveðjur
og bið þeim Guðs blessunar á erfiðum
stundum.
Eydís (Dísa).