Morgunblaðið - 05.01.1997, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Gaudi
ARKITEKTINN HUGVITSSAMI
STRAX ð aðalgöngugötunni Römblunni flnnur maöur
fyrir áhrifum Gaudís, því götuhellurnar eru lagðar í
ávölum sveigum og mlldum bylgjum.
BARCELONA er
mikil menningar-
borg, bæði frá
gamalli tíð og síð-
ustu öldina hafa
Spánveijar verið
æði stórtækir við
að veita henni
andlitslyftingu að gefnum tilefnum,
svo sem fyrir heimssýningamar
1888 og 1929 ogfyrir Ólypíuleikana
1992, þegar reistar hafa verið list-
rænar stórbyggingar og opnuð
merk söfn í sérhönnuðum bygging-
um, svo sem Mírosafnið, Pícasso-
safnið og Tapiesstofnunin.
íslendingar þeir sem streymt
hafa í tveimur flugvélaförnum viku-
lega á þessu hausti til Barcelona
hafa þar komist í gósenland þeirra
sem áhuga hafa á byggingarlist,
enda sýnishorn af verkum margra
heimsfrægra seinni tíma arkitekta,
svo sem hið nýja umdeilda Nútíma-
safn eftir Bandaríkjamanninn Ric-
hard Mayer, bygging eftir arkitekt-
inn fræga af Bauhaus-kynslóðinni,
Mies van der Rohe, frá 1927, sem
rifin var og endurreist, svo og Kata-
loníusafnið frá sama tíma og nýlega
endurnýjað af ítalska innanhúsarki-
tektinum Gae Aulenti, er endur-
gerði Orlysafnið, byggingar eftir
spánska arkitektinn Bofil á Olmpíu-
hæðinni og nýlega súlulausa risa-
íþróttahúsið þar sem nú var verið
að hefja stórsýningu á óperunni
Aidu, safnbygging yfir verk málar-
ans Antonis Tapies, sem Lluis Dom-
énech i Montaner teiknaði sem
prentverk 1884, svo drepið sé á
nokkrar. En sá síðastnefndi er nán-
ast samtímamaður Antonis Gaudí
og má sjá hin sérkennilegu hús
þeirra hlið við á einni aðalgötunni
Passage de Gracia.
Nú 70 árum eftir dauða arki-
tektsins mikla Antonis Gaudí vekja
verk hans kannski mesta athygli
þeirra sem til Barcelona koma.
Ekki hefur maður lengi rölt á
Römblunni, göngugötunni þar sem
allir spóka sig, þegar maður finnur
fyrir áhrifum hans í götuhellunum,
sem lagðar eru í sveigum og ávölum
bylgjum eins og gengið sé á gáruð-
um haffleti. Og í gamla hliðartorg-
inu Reial Placa má innan um pálma-
tré sjá fyrstu götuljósin sem borgin
fékk Antoni Gaudí til að hanna á
því í herrans ári 1878. Þetta er þó
aðeins forsmekkur stórverka hans,
enda fer enginn svo í kynnisferð um
borgina að ekki séu aðalviðkomu-
staðirnir hinn mikli Guelgarður Gau-
dis og kirkjubyggingin Sagrada
Familia sem hann byijaði á 1882,
og er enn í byggingu. Reiknað með
að taki a.m.k. 100 ár í viðbót, ef
henni verður nokkurn tíma lokið.
„Hugvitsamastur allra arki-
tekta“ var á sínum tíma sagt
um spánska arkitektinn Antoni
Gaudí. Elín Pálmadóttir gat
fallist á það á ferð í Barcelona
að þetta væri nærri lagi. Þar í
borg gefur að líta flestar af hin-
um frægu byggingum hans, sem
enn draga að íslenska sem er-
lenda ferðamenn.
SAGRADA Famllla heitir
þessl makalausa kirkja
sem enn er í bygglngu eft-
ir hella öld, enda turnarnir
12 og hver hlnna þriggja
hliða þakln llstaverkum.
FRAMHLIDIN ð Casa Battlo hefur græna sllkju og er
elns og löður, en svallrnar eru líkt og mótaðar úr leir,
elns og sést á myndlnni af efrl hluta hússlns. Öðrum
megin vlð sambýllshúslð er hús eftlr samtímamann
Gaudís, Montaner, og má á minnl myndinnl sjá glugga-
gerð á neðri hlutum beggja húsanna.
AUÐUR Gná Ingvarsdóttir fyrlr framan klrkjuna Sagrada Famllla
Hún er í arkltektanðml f Barcelona og sýnlr íslenskum ferðmönn-
um borglna. Kirkjan er enn í byggingu og þaklaus.
Eins og ölduhreyfing
En það af verkum hans sem mest
heillaði þennan skrifara voru þó
sambýlishúsin á Gracia götunni,
Casa Battlo frá 1904-1906 og eink-
um stóra bylgjandi hornhúsið Casa
Mila frá 1906-1910. í þessum tveim-
ur íbúðasamstæðum skapaði Gaudí
algera nýjung í byggingarstíi. Fram-
hlið þess fyrrnefnda er með grænni
slikju, sem í bogalínunum verður
eins og öldur með svolítilli froðukór-
ónu. Gluggasyllurnar og svalirnar
eru eins og þær hafi verið mótaðar
úr leir. Þótt framhliðin rísi á milli
tveggja sambýlishúsa, er eins og hún
sé á hreyfingu, rísi og hnígi. Þetta
er íbúðarhús en með því að smeygja
mér inn í ganginn sá ég hvernig
birtan sem kemur niður um mjóan
húsagarð í miðju húsi leikur um all-
ar bogalínurnar í lofti og veggjum
og stiganum upp og hvernig glerflís-
arnar á veggjunum lifna. Maður stóð
andaktugur.
Hornhúsið bylgjaða
Casa Mila ofar við götuna er gríð-
armikið hornhús, sem teygir sig inn
í göturnar beggja vegna og engin
lína bein eða endurtekning. Þótt
þarna sé ekki litur virðist hliðin öll
samt ganga í bylgjum. Rúnnuðu
útskotsgluggarnir standa út úr hús-
inu eins og býflugnabú með járnvíra-
virki. Þessar fljótandi bylgjur halda
áfram inn í húsið, sem opið er gest-
um. Enginn beinn veggur, allt eins
og það hafi mótast af sjálfu sér.
Upp í gegn um blokkina ganga tveir
húsagarðar, sem gefa tækifæri til
að veita fínni birtu inn hér og þar.
Uppi getur maður áttað sig á hvern-
ig Gaudi fór að því að byggja svona
hús án burðarsúlna inni. Einhvers
staðar sá ég haft eftir honum um
þessa byggingu og ekki síður kirkju-
bygginguna miklu hvert hann sækti
fyrirmyndina:„Þetta er eins og tré
sem ber greinar, þær aftur teinunga
og þeir svo lauf, sem allt teygir sig
upp á við.“
Þarna uppi skildi ég loksins hvern-
ig hann teiknaði ekki burðinn á bog-
um og súlum heldur prófaði sig
áfram með hann hveiju sinni. Hann
bjó til líkan úr strengjum, sem minnir
á óróa og hengdi í þá litla sand-
poka, til að þreifa fyrir sér um burð-
arþol viðkomandi boga eða súlu.
Þessu líkani var svo snúið á hvolf
til að mynda hvelfíngarnar. Þó það
væri útskýrt skildi ég ekki þessi vís-
indi fyrr en ég sá líkanið hangandi
og spegil undir, svo þetta iíktist
stundaglasi. Nú er þessi aðferð ekki
óþekkt, en þá byggði Gaudí stór-
byggingar eftir hendinni. Gerði til-
raunir á staðnum, breytti og lag-
færði af tilfinningu fyrir rýminu, svo
verkamennirnir vissu aldrei hvaðan
á sig stóð veðrið. Ekkert í þessu
húsi er hefðbundið, línurnar á hverri
hæð eru öðruvísi en á þeirri næstu,
lofthæðir eru mismunandi og veggir
sveigðir. Öll form eru teygð og mót-
uð. Birtan kemur líka einhvers stað-
ar frá og lífgar hér og þar. Upp af
þakinu rísa furðuturnar. Þar sem
engin miðstöðvarhitun var þá, en
hvert herbergi hitað upp með eigin
arni, þurfti ótal strompa. Og það
tækifæri notaði Gaudi sér til að gera
uppi á húsþökunum hina furðuleg-
ustu skúlptúrturna. í þessu húsi
rekst maður við hvert fótmál á
óvænta sýn. Ofan af þakinu er líka
gott útsýni yfir borgina. En undir
húsinu mun vera fyrsta neðaryarð-
arbílastæði borgarinnar, þá gert fyr-
ir hestvagna.
Sérkennllegur snllllngur
Líf Gaudis var fullt af andstæðum.
Hann var fátækur drengur sem kom