Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1997, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 4 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N MMAUGL YSINGA R Sölumenn Lítið útgáfufyrirtæki, sem sérhæfir sig í hand- bókum, óskar nú þegar eftir sölumönnum til sölu á auglýsingum og skráningum. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum: „Sölumenn - 4169“. Atvinnuráðgjafi Vestfjarða Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. auglýsir laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa Vest- fjarða. Atvinnuráðgjafi starfar sem ráðgjafi við atvinnurekstur í fjórðungnum, við nýsköp- un og öflun atvinnutækifæra og er tengiliður milli tækni-, ráðgjafa- og þjónustustofnana atvinnulífsins á Vestfjörðum. Hlutverk atvinn- uráðgjafa er að auki yfirumsjón með starf- semi Atvinnuþróunarfélagsins og öðrum starfsmönnum þess og ber atvinnuráðgjafi ábyrgð á þessum þáttum gagnvart stjórn félagsins. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða reynslu á sviði atvinnuráðgjafar eða sambærilegum störfum. Nánari upplýsingar veita Halldór Halldórs- son, sími 456 3170 og Aðalsteinn Óskars- son, sími 456 4633. Starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. er að hefjast undir merkjum þess. Til þessa hefur starfsemi atvinnuráðgjafar verið hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Auk atvinnuráðgjafa mun ferða- málafulltrúi starfa hjá Atvinnuþróunarfélaginu. Atvinnuþróunarfélagið er nýtt framsækið og metnaðarfullt félag sem er ætlað að stuðla að auknum fjölbreytileika atvinnulífsins á Vestfjörð- um. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu áhugasamir, hafi ríkt frum- kvæði og veiti atvinnulífinu trausta þjónustu. Eftirlitsskrifstofa skattstjórans í Reykjavík auglýsir lausar til um- sóknar eftirtaldar stöður: Deildarstjóri eftirlitsdeildar Eftirlitsdeild sinnir öllu skatteftirliti í umdæmi skattstjórans í Reykjavík. Umsækjandi þarf að hafa lokið prófi í viðskiptafræði af endur- skoðunarsviði. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af vinnu við skattskil. Deildarstjóri lögfræðideildar í lögfræðideild eru uppkveðnir úrskurðir, leið- beiningar varðandi lögfræðileg atriði og framkvæmd á skýrslutökum. Umsækjandi skal hafa lokið prófi í lögfræði. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af vinnu við skattskil. Lögfræðing ílögfræðideild Lögfræðingur mun annast uppkvaðningu úrskurða ásamt framkvæmd á skýrslutökum auk annarra verkefna sem honum verða fal- in. Umsækjandi skal hafa lokið prófi í lög- fræði. Ráðning miðast við 1. febrúar 1997. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi vill taka fram, þurfa að berast embættinu fyrir 20. janúar 1996. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Kristján Gunnar Valdimarsson, skrifstofu- stjóri eftirlitsstofu, og Sveinbjörn Strand- berg, starfsmannastjóri, veita nánari uplýs- ingar um framangreind störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Reykjavík, 3.janúar 1997. Skattstjórinn íReykjavík, Tryggvagötu 19, 150 Reykjavík, sími 560 3600. Nordisk Industrifond Norræni iðnsjóðurinn er stofnun er heyrir undir Norrænu ráðherranefndina. Verkefni sjóösins er að örva tækniþróun og iðnaðarlega endurnýjun í atvinnulífinu. Sjóðurinn styrkir peningalega verk- efnasamstarf og samvinnu milli fyrirtækja og rannsóknar- og þróunarstofnana. Skrifstofa sjóðsins er í Osló og starfa þar tólf norrænir starfsmenn með mikla reynslu. íslenskur ráðgjafi vegna norrænnar rannsóknar- og þróunarstarfsemi Við leitum að íslenskum ráðgjafa er í sam- vinnu við norræna starfsbræður á skrifstofu sjóðsins getur aðstoðað við að ná þeim markmiðum sem er að finna í hinni nýju stefnu sjóðsins með starfsemi er ýtir undir frumkvæði og uppbyggjandi málsmeðferð og framkvæmd verkefna. Hið landfræðilega svæði er starfssviðið spannar er Norðurlöndin en sjóðurinn vinnur einnig að verkefnum er beinast að Eystra- saltsríkjunum og norðvesturhluta Rússlands. Einnig á sér stað ákveðin samvinna við ESB. Við leggjum áherslu á að hinn nýi starfsmaður okkar sé opinn, taki frumkvæði og eigi auð- velt með að starfa með öðrum. Krafa er gerð um menntun á háskólastigi, helst á sviði upp- lýsingatækni. Þekking á nýsköpun í iðnaði og opinberri rannsóknar- og þróunarstarfsemi á Norðurlöndum er jafnframt kostur. Umsækjendur verða að hafa góða tungu- málakunnáttu, jafnt munnlega sem skriflega, og hafa vald á einu af vinnumálum sjóðsins (norsku, dönsku eða sænsku) auk ensku. Ráðið er tímabundið í stöðuna, í fjögur ár í fyrstu með möguleika á framlengingu í fjögur ár til viðbótar. Vinnustaðurinn er Osló og greidd er staðaruppbót og flutningsstyrkur ef umsækjandi flytur frá öðru landi innan Norðurlandanna. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að snúa sér til framkvæmdastjóra sjóðsins, Leif Rasmussen, eða Sven Östevik, ráðgjafa, í síma 00 47 22 82 86 00. Sjóðnum verða að berast umsóknir í síðasta lagi 24. janúar og þær ber að senda til: Nordisk Industrifond, Nedre Vollgate 8, N-0158 Oslo, NORGE. ÁÆTLANAGERÐ Öflugt og traust fyrirtæki óskar að ráða sérfræðing í fjölbreytt starf. Starfssvið • Gerð flárhagsáætiana. • Fjárhagslegt mat á hagkvæmni fjárfestinga og annarra rekstrarþátta. • Kostnaðareftirlit o.fl. Menntunar- og hæfniskröfur • Viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun. • Góð tölvukunnátta. • Haldgóð enskukunnátta. • 2-3 ára starfsreynsla að námi loknu æskileg. • Áhersla lögð á lipurð og samstarfshæfni. • Metnaður til að ná árangri í starfi. í boði er gott og faglega áhugavert starf. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon frákl. 9-12 í síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar:”Áætlanagerð” fýrir 11. janúar nk. RÁÐGARÐURhf STJ(!«NUNAROGREI<SIRARRÁE)GJÖF Fumgtril 5 108 R*]fk|a«(k Siml S33 1100 F»i B33 1808 Nutfang: rgmldlunatrnknnt.il HnlmnnlBm http://nraw.trnknnt.ln/rndunrdur Þroskaþjálfar - stuðningsfulltrúar Þroskaþjálfa vantar til starfa á starfsþjálfunar- deild Bjarkaráss í fullt starf. Um er að ræða almenn þroskaþjálfastörf og er staðan þegar laus. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Árni Már Björnsson, í síma 568 5330. Bjarkarás er hæfingarstöð, sem hefur það að markmiði að þjálfa fólk til starfa á vernduðum vinnustöðum og/eða á almennum vinnu- markaði. Þroskaþjálfi/stuðningsfulltrúi óskast f 70% starf í frekari liðveislu. Upplýsingar um starfið veitir Kristín Sigur- jónsdóttir, forstöðumaður, í síma 551 5941. Starfsmannastjóri félagsins veitir einnig upp- lýsingar um störfin í síma 551 5941. Styrktarfélag vangefinna. Sölumaður Ósku.m. eftir að ráða söfu.mann í fullt starf. Um er að ræða Heildsölu á dömu-, herra- og barnafatnaði. Reynsla af sölumennsku og þekking- á fatnaði nauðsynleg-. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf Sendist fyrir lO. janúar. run:: ■ ■ ■ i ■ K U IN i ■ ■ ■ ■ HEILDVERSLUN ■ Vatnagörðum 1 4 • Reykjavík Sölumaður nýrra bíla Toyota, P. Samúelsson ehf. óskar eftir að ráða sölumann í deild nýrra bila til starfa strax. Við leitum að drífandi og framsæknum sölumanni sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi og spennandi starf. -p^VA Viðkomandi þarf að hafa góða fram- I \J T 1komu, söluhæfileika, áhuga og þekkingu á bílum. Reýnsla af sölumennsku er æskileg. í boði er spennandi framtíðarstarf hjá framsæknu fyrirtæki sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðriingarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Toyota 630" fyrir 10. janúarnk. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfs/mi: 568 8618 Netfang: hagvang@tir5kyrr.is Heimasíöa: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR ftáMttfWJtMÖWSflt Rétt þokking á róttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.