Morgunblaðið - 05.01.1997, Síða 12
12 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYIMDIR
EIN af þeim bestu; liðið í „Trainspotting".
■Þá hefur söngleikurinn
Evíta með Madonnu í tit-
ilhlutverkinu verið frum-
sýndur erlendis. Hann er
væntanlegur hingað í
Laugarásbíó um pásk-
ana, en saga myndarinnar
er orðin býsna löng og
ströng. Eva Perón lést
úr krabbameini 33 ára
gömul árið 1952. Árið
1976 höfðu Andrew LIo-
yd Webber og Tim Rice
gert um hana sinn ódauð-
lega söngleik og árið eftir
var lagið „Don’t Cry for
Me Argentina" komið í
efsta sæti vinsældalistans
í Bretlandi. Þremur árum
seinna heyrði Madonna
fyrst af Evu Perón í sögu-
tíma í menntaskóla. Aldr-
ei sá hún söngleikinn á
Broadway en hann
hreppti átta Tony-verð-
laun (Óskarinn á Broad-
way) árið 1980. Margir
kvikmyndaleikstjórar litu
hýru auga til Evítu frá
upphafi: Michael Cimino,
Ken Russell, Francis-
Ford Coppola, Franco
Zeffirelli og Oliver
Stone svo nokkrir sé
nefndir. Leikkonurnar
sem orðaðar voru við titil-
hlutverkið voru næstum
jafn margar: Charo,
Raquel Welch, Ann-
Margret og Meryl Stre-
ep. Söngleikir hafa ekki
verið í tísku síðan „Gre-
ase“ var gerð árið 1978
og setti aðsóknarmet. Og
það þarf ekki að spyrja
að því að þau sem heppi-
legust þóttu í hlutverk
Evu og byltingarmanns-
ins Che í upphafi níunda
áratugarins voru Olivia-
Newton John og John
Travolta.
Um
15.000
Jóla-
hasar
ALLS hafa í kring-
um 15.000 manns séð
Jólahasar, í Regnbog-
anum og víðar, með
Arnold Schwarzenegg-
er í aðalhlutverki.
Þá hafa tæp 2000 séð
Einstirni, um 9000
Hetjudáð og tæp 3000
Svanaprinsessuna.
Næstu myndir Regn-
bogans eru m.a.
spennutryllirinn „Ex-
treme Measures" með
Hugh Grant,„One Fine
Day“ með George Clo-
oney og Michelle
Pfeiffer, „She’s The
One“ eftir hðfunda
McMullenbræðra, „The
Spitfire Grill“ og
Óþelló.
Einnig eru væntan-
legar í Regnbogann
myndir eins og „The
English Patient", „The
Crucible“ eða í deigl-
unni, „Volcano“ og
Rómeó og Júlía.
Þá mun Regnboginn
sýna Stjörnustríðsbálk-
inn í vor þegar hann
fer í endurdreifingu.
SÝND á næstunni;
Pfeiffer í „One
Fine Day“.
Eftirminnilegt bíóár
Óhætt er að fullyrða að úrval-
ið í kvikmyndahúsunum á síð-
asta ári hafi sjaldan eða aldr-
ei verið betra. Augljós ástæða
fyrir því er Kvikmyndahátíð
Reykjavíkur, sem sýndi meira
en 50 myndir á tíu dögum,
og flestar af þeim bitastæðar,
sumar hreinustu listaverk. En
kvikmyndahúsin höfðu líka
uppá að bjóða óvenju góðar
myndir. Innan um skelfing
ómerkilegt drasl ieyndust
gimsteinar sem enn glitra í
minningunni.
Bíóárið skiptist í þtjá hefð-
bundna hluta. Fyrri
part vetrar eru tíndar saman
þær myndir sem útnefndar
eru til Óskarsverðlaunanna
og hafa ekki þegar verið
sýndar, sumarið og fyrri part-
ur haustsins er tími amerísku
sumarmyndanna og seinni
hluti vetrar og jól og áramót
eru valdar myndir sem henta
um hátíðamar en íslenskar
talsetning-
jPSjT I ar á bama-
f skyldu-
meira áber-
eftir Arnold andi í þeim
Indriðason pakka.
Tvær
góðar myndir standa uppúr
frá Óskarstímanum þar sem
dauðinn var eitt megininn-
takið. Dauðamaður nálgast
byggði að einhverju leyti á
sönr.um atburðum og var
sérstaklega vel leikin og
sterk úttekt á dauðarefsing-
um en Á förum frá Vegas
fjaliaði hins vegar um hæg-
fara sjálfsmorð drykkju-
manns sem hittir hjartagóða
mellu í spilaborginni Las
Vegas. Allir voru leikararnir
útnefndir til Óskarsins og
Susan Sarandon í Dauða-
manni og Nicholas Cage í Á
förum hrepptu styttuna en
þau voru ekkert betri auðvit-
að en Elisabeth Shue og Sean
Penn. Um þetta leyti var
spennumyndin „Seven“
frumsýnd, spennandi en
hroðalega ljót fjöldamorð-
ingjasaga. Þá var fyrsta
Austen-myndin af mörgum
sýnd á þessu tímabili en árið
sem var að líða má sem best
kenna við Austen, slíkan
fjölda mynda eftir bókum
hennar sá maður á árinu;
best allra var Hroki og
hleypidómar í sjónvarpinu.
Bandarísku sumarmynd-
irnar voru fremur slappar í
ár vegna þess að Hollywood
leggur meira uppúr tölvub-
rellum en handritum þessi
misserin. Eru nú áhrif tölvu-
byltingarinnar í kvikmyndum
farin að segja til sín. Það
skiptir engu um hvað myndin
er ef þú getur gert hana í
tölvu. Leikfangasaga var
undantekningin frá reglunni
sem einstaklega velheppnuð
saga með góðri persónusköp-
un og öll teiknuð í tölvu. Þjóð-
hátiðardagur var metsölu-
mynd heimsins nema á Is-
landi þar sem Djöflaeyjan
hefur skákað henni í miðasöl-
unni. Hún var skemmtileg á
meðan á henni stóð en þoldi
illa nærskoðun. Nóg var af
B-hasarmyndum sem sömu-
leiðis skemmtu án ábyrgðar,
Kletturinn og Sérsveitin
þeirra merkastar. Skýstróka-
tryllirinn Stormur bauð
kannski uppá bestu brellum-
ar en innihaldið var vondur
og hallærislegur hrærigraut-
ur úr smiðju Michael Crict-
ons.
Besta gamanmynd ársins
var Fargó eftir þá Coen-
bræður Ethan og Joel og
besta sakamálamyndin var
Góðkunningjar lögreglunnar
gerð eftir óvenju frumlegu
handriti sem gerði allt til að
fela sannleikann en samt var
maður búinn að negla Keyser
Soze um miðja mynd. Ken
Loach klikkaði ekki með
Landi og frelsi um væringar
innan kommúnistahreyfinga í
spænska borgarastríðinu og
Trufluð tilvera með Ewan
McGregor var víraðasta mynd
ársins og ein sú besta.
Lars von Trier átti þó í
manni hjartað eftir allt. Ef
Jesús Kristur hefði verði kona
hefði hann heitið Bessí og
Brimbrot verið saga hans.
Svo voru líka ofboðslega
lélegar myndir sýndar á árinu
og hér er að endingu listi yfir
tíu þær verstu.
1. The Quest
2. Showgirls
3. The Scarlett Letter
4. Striptease
5. The Specialist
6. Ed
7. Kristín Lavransdóttir
8. Barb Wire
9. Black Sheep
10. Up Close and Personal
Skinnhandrit
Greenaways
EINHVER mesti og marg-
ræðnasti stílisti breskrar
kvikmyndagerðar, Peter Gre-
enaway, hefur sent frá sér
nýja bíómynd sem heitir„„The
Pillow Book“. Hún er með
Ewan McGregor úr „Train-
spotting" í einu aðalhlutverk-
anna en drengurinn sá er orð-
inn ákaflega eftirsóttur í
kvikmyndir beggja vegna Atl-
antshafsins og leikur í hverri
myndinni á fætur annarri.
Með önnur hlutverk fara
Vivian Wu og Yoshi Oida.
Myndin er rúmir tveir tímar
að lengd og framleidd af
breskum, frönskum og hol-
lenskum aðilum en gerist í
Japan. Greenaway hefur búið
til hveija gátuna á fætur ann-
arri með myndum sínum allt
frá „The Draughtsman’s
Contract" til „The Baby of
Macon“ og „The Pillow Book“
mun ekki vera neitt auðlesn-
ari en fyrri myndir hans. Sag-
an er athyglisverð: Ung kona
tekur að skrá hjá sér hugsan-
ir sínar á líkama elskhuga
sinna og sendir þá í hefndar-
skyni til útgefanda föður síns
en á meðal „skinnhandrit-
anna“ eru japanskur su-
moglímukappi og breskur
túlkur, sem McGregor leikur.
Hoffman í
leikriti H/lamets
LEIKRITIÐ
„American Buff-
alo“ eftir David
Mamet var frum-
sýnt á Broadway
í New York árið
1975 og gerði
stjörnu úr hinum unga leik-
ritahöfundi David Mamet.
Núna rúmum tuttugu árum
síðar hefur Michael Corrente
gert bíómynd uppúr stykkinu
með Dustin Hoffman í aðal-
hlutverki ásamt Denis Franz
og Sean Nelson.
Franz leikur skranbúðar-
eigandann Danny Dubrow
sem heldur hann hafi selt
buffalóhöfuð alltof lágu verði
og ákveður að
ræna því aftur frá
kaupandanum
með ungum að-
stoðarmanni sín-
um (Nelson). En
pókerfélagi hans,
Teach (Hoffman), kemur að-
stoðarmanninum útúr mynd-
inni og fær Danny til að ræna
kaupandann aleigunni.
Mamet skrifaði sjálfur
kvikmyndahandritið og er
ekki óvanur þeirri vinnu (Hin-
ir vammlausu) en myndin er
einmitt lofuð fyrir að takast
að færa leikrit yfir á hvíta
tjaldið og gera að raunveru-
legri kvikmynd.
mr ** mr
I BIO
ALLS bárust Kvik-
myndasjóði íslands 161
umsókn um styrki til
kvikmyndagerðar í lok
síðasta árs og er það met
í fjölda umsókna en árið
á undan bárust 107 um-
sóknir og þar áður 88.
Sjóðurinn hefur úr 60
milljónum úr að spila til
styrkveitinga svo ljóst er
að einungis mjög lítið
brot umsækjanda fær
jákvætt svar nú þegar
úthlutanir verða kynntar
í þessum mánuði. Helm-
ingur umsóknanna var
um handritsstyrki en
stjórn Kvikmyndasjóðs
ákvað sl. haust að fjölga
handritsstyrkjum.
Allur þessi fjöldi um-
sókna sýnir að áhugi á
hverskyns kvikmynda-
gerð er gríðarlegur hér á
landi en jafnframt að það
gerist æ erfiðara fyrir
kvikmyndagerðarmenn
að fá þann stuðning frá
Kvikmyndasjóðnum sem
honum er ætlað að veita.