Morgunblaðið - 05.01.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 05.01.1997, Síða 28
28 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Afmæli ARNI KRISTJÁNSSON Ámi Kristjánsson píanóleikari varð níræður 17. desember sl. Á þeim tímamótum er mér ljúft að senda honum örlitla afmæliskveðju. Þegar skrifað er um mann sem Árna Kristjánsson er erfitt að gera því efni viðhlítandi skil í stuttu máli, því slíkt er umfang, stærð og áhrif þessa manns á tónlistar- og menningarlíf okkar íslendinga á þessari öld. Við vorum svo heppin að eiga slíkan mann á tímum, sem þurftu ekki ein- ungis á góðum listamönnum að halda heldur líka á mönnum sem vörðuðu veginn í menningarlegu til- liti. Störf Árna Kristjánssonar í ís- lensku þjóðlífi eru geysilega marg- þætt og mikil að vöxtum. Til marks um það er rétt að nefna störf hans sem píanó- leikara og kennara, en hann kenndi í 50 ár við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þegar Páll ísólfsson tónskáld og organleikari lét af störfum sem skólastjóri Tónlistarskólans tók Ámi við því starfi og gegndi því þar til hann tók við starfi tónlistar- stjóra Ríkisútvarpsins. Á þeim tíma var starf tólnistarstjóra Ríkisút- varpsins ekki einungis bundið við Útvarpið, heldur var rekstur og sér- staklega listræn stjórn- un _ Sinfóníuhljómsveit- ar íslands stór þáttur í starfi jians. Enda þótt starf Árna hjá Ríkisút- varpinu væri mjög tímafrekt, hafði hann samt tíma aflögu til að halda tónleika, kenna, skrifa geinar og halda erindi. Það er með ólík- indum hvernig hann fór að því að komast yfir þetta allt. Ég minnist með gleði og þakklæti ógleymanlegra tónleika sem Arni hélt með Erling Blöndal Bengtsson, þegar þeir léku t.d. öll verk Beethovens fyrir selló og píanó, eða stórkostlegra tónleika í Austur- bæjarbíói þegar hann lék með ítalska fiðlusnillingnum Pinu Carmirelli. Sjálfur var ég svo heppinn að fá að leika með honum kammermúsík við nokkur tækifæri og var það mér ógleymanleg lífsreynsla. Árni er auk þess að vera listamaður af Guðs náð mikill gæfumaður í einkalífi, því í eiginkonu sinni, Önnu Steingríms- dóttur, eignaðist hann einstakan lífs- förunaut. Við hjónin sendum þeim báðum okkar innilegustu hamingjuóskir og biðjum þau vel að lifa. Gunnar Kvaran sellóleikari. WtAEÞAUGL YSINGAR WTJÓNASKODUNARSTÖÐ Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogur Sími 567 0700 - Símsvari 587 3400 - Telefax 567 0477 Tilboð óskast í bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Bifreiðarnar verða til sýnis á Smiðjuvegi 2, Kópavogi, mánudaginn 6. janúar 1997, kl. 8-17. Tilboðum sé skilað samdægurs. Vátryggingafélag Islands hf. - Tjónaskoðunarstöð - B 0 0 »> Eftirfarandi útboð eru til sýnis og sölu á skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík: ★ Nýtt í auglýsingu 10701 Ræsarör fyrir Vegagerðina. Opnun 14. janúar 1997 kl. 11.00. 10709 Nærföt fyrir þvottahús Rík- isspítala. Opnun 14. janúar 1997 kl. 14.00. 10698 Viðloðunarefni fyrir malbik (Amin)fyrir Vegagerðina. Opn- un 15. janúar 1997 kl. 11.00. 10721 Sjúkrarúm og fylgihlutir fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Opnun 27. janúar 1997 kl. 11.00. 10711 Myndavélar, ijósmyndavörur, Ijósmyndaþjónusta og mynd- bandsspólur - Rammasamn- ingur. Opnun 30. janúar 1997 kl. 11.00. ★ 10717 Rykbindiefni (Calsium chloride og Magnesium chloride) fyrir Vegagerðina. Opnun 20. febrúar 1997 kl. 14.00. ★ 10716 Skrifstofuhúsgögn - Ramma- samningur. Opnun 20. febrúar 1997 kl. 11.00. UMSÓKN 10681 Ríkiskaup, f.h. samgöngu- ráðuneytisins, óska eftir um- sóknum aðiia um uppsetn- ingu og rekstur GSM-far- símakerfis, sem verður eitt af tveimur starfræktum GSM- farsímakerfum á íslandi. Umsóknargögn til sölu á kr. 20.000. Umsækjendur skulu með umsókn greiða kr. 180.000 sem þóknun fyrir yfirferð umsóknar. Gögn seld á kr. 1.000,- m/vsk. nema annað sé tekið fram. W RÍKISKAUP 0 t b o b s k i I a árangril BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, B ré fa s í m i 562-6739-Nelfong: rikiskoup@rikiskaup.is Trygging hf. óskar eftir tilboðum í neðanskráðar bifreiðar sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. Bif- reiðarnar verða seldar í því ástandi sem þær eru í og kaupendur skulu kynna sér á staðnum: Toyota Hilux Double Cap 1996 Renault Clio 1995 Fiat Fiorino 1992 Toyota Corolla 1992 MMCColt 1990 Toyota Landcruiser 1988 Mazda 626 LX 1988 Dodge Aries 1988 Volvo 744 1987 Nissan Pathfinder 1987 Ford Sierra 1986 Honda Civic 1986 Saab 900 1985 Bifreiðarnar verða til sýnis mánudaginn 6. janúar 1997 í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16 sama dag til Tryggingar hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 540 6000. S 0 L U <« Húseignir Héraðsskólans Reykjanesi við ísafjarðardjúp og jörðin Svínhóll í Dalabyggð, Dalasýslu Tilboð óskast í eftirtaldar eignir: 10715 Kaup- eða leigutilboð óskast í húseign Héraðsskólans Reykjanesi við ísafjarðardjúp sem samanstendur m.a. af 6 íbúðum, heimavistarhúsnæði, kennslustofum, mötuneyti, sundlaug o.fl. Eignin er til sýnis í samráði við Kristján Pétursson, Reykjanesi, s: 456 4844 (vs) og 456 4835 (hs). 10714 Kauptilboð óskast í jörðina Svín- hól f Dalabyggð, Dalasýslu (án greiðslu- marks) sem samanstendur m.a. af íbúð- arhúsi sem er 195 m2 (538 m3), fjósi með áburðarkjallara, fjárhúsi með áburð- arkjallara, hlöðu og votheysturni. Ræktun er talin 33 ha. Eignin er til sýnis í sam- ráði við Ríkiskaup. Nánari upplýsingar um ofangreindar eignir eru gefnar hjá Ríkiskaupum, Borg- artúni 7, Reykjavík, og hjá ofangreindum aðila. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sömu stöðum. Tilboð skulu berast Ríkis- kaupum fyrir kl. 14.00 þann 16. janúar 1997, þar sem þau verða opnuð í viður- vist bjóðenda er þess óska. \|§/ RÍKISKAUP ^SSSW Ú I b o 8 * k i I a á r a n g r i I BORGARTÚNI /, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, B r é f a s i m i 562-6739-Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is Útboð Krossanes hf. óskar eftir tilboðum í að mála að utan stálgeyma og fleira á lóð verk- smiðjunnar í Krossanesi. Undirbúningur fyrir málun er sandblástur eða háþrýstiþvottur. Helstu magntölur: Yfirborðgeyma 3.830 m2 Dælupípur 100m2 Reykháfur 21 Om2 Verklok eru 15. júlí 1997. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, Akureyri, frá 3. janúar 1997. Tilboð verða opnuð þar mánudaginn 13. janú- ar 1997 kl. 15.00 að viðstöddum þeim bjóð- endum, sem þess óska. ATVINNUHÚSNÆÐI Húsnæði - Laugavegur - útsölur Gott húsnæði til leigu tímabundið fyrir útsöl- ur á góðum stað við Laugaveg. 30 fm + lager. Upplýsingar í símum 568-3546 og 552-4910. Verslunarhúsnæði Ca 40-70 fm óskast til leigu í Hafnarfirði. Tilboð merkt: „V - 1412“ leggist inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 15. janúar. Skrifstofuaðstaða til leigu Glæsileg skrifstofuaðstaða er til leigu. Um er að ræða eitt vinnuherbergi, aðgang að sameiginlegu fundarherbergi, afgreiðslu, kaffistofu, síma og tölvukerfi. Þetta húsnæði hentar mjög vel fyrir endurskoðanda, lög- fræðing eða rekstrarráðgjafa. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 568 0077 mánudaginn 6. janúar nk. Félagasamtök - einstaklingar Til sölu er nýtt sumarhús í Vatnsfirði á Barða- strönd, einni af perlum Vestfjarða, skammt frá Flókalundi. Frábært útsýni. Selst á mjög góðum greiðslukjörum. Upplýsingar í síma 426 7330. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar Til sölu sumarbústaðasvæði í nágrenni Reykjavíkur með 7 tilbúnum stórum bústöð- um. Raf- og vatnsveita. Selst í einu lagi eða minni hlutum. Lysthafendur skili nafni og síma inn á af- greiðslu Mbl., merkt: „X - 15268“. Hafnarfjörður hæð/einbýli Ung og reglusöm hjón óska eftir sérhæð eða einbýli, helst með bílskúr. Leigutími a.m.k. 1 ár. Upplýsingar/tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Abyrgð", fyrir 15. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.