Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 B 29
MINNINGAR
+ Björn Krist-
■ jánsson var
fæddur á Klepp-
járnsstöðum í Hró-
arstungu 17. októ-
ber 1903. Hann
andaðist í Sjúkra-
húsinu á Egilsstöð-
um mánudaginn 30.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Kristján
Gíslason, bóndi á
Hnitbjörgum í Jök-
ulsárhlíð, f. 25. ág-
úst 1875, og Petra
Friðrikka Björns-
dóttir, f. 10. september 1880.
Petra lést annan í jólum 1912
en seinni kona Kristjáns var
Sigríður Bjarnadóttir, f. 7. júlí
1898. Björn var elstur tveggja
bræðra og fjögurra hálfsystra.
Þau eru: Aðalsteinn, sem er
látinn, Rakel, Fjóla, Ingibjörg
og Jakobína.
Hinn 28. maí 1928 kvæntist
Björn Magnhildi Guðlaugu
Stefánsdóttur frá Sleðbrjóti í
Jökulsárhlíð, d. 1. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hennar voru
Stefán Sigurðsson, hreppstjóri
og bóndi á Sleðbijót, og Björg
Sigmundsdóttir. Björn og
Magnhildur voru bændur í
Grófarseli í Jökulsárhlíð í
meira en hálfa öld. Þau brugðu
búi 1982 og fluttust þá í Fjólu-
Því þannig varst þú.
Jólahátíðin er nýgengin í garð
en samt er sorg í hjarta ungs
drengs. Mamma hans var að falla
frá. Hann ber þó harm sinn með
reisn enda á drengurinn góða að.
Þannig átti hann líka eftir að fara
hvamm 11 í Fellabæ.
Magnhildur og Björn
eignuðsut átta börn.
Þau eru: 1) Stúlka
(óskírð), f. 15. októ-
ber 1929, d. 16. októ-
ber 1929. 2) Stefanía
Björg, iðnverkakona,
f. 2. maí 1931. Börn
hennar og Svavars
Jakobs Stefánssonar:
Agnes, sjúkraliði, f.
1955, Björn Kristján
verkstjóri, f. 1957,
Stefán Ómar, f. 1962,
d. 5. desember 1978,
og Magnús Björgvin
sjómaður, f. 1964. 3) Petra Frið-
rikka húsmóðir, f. 12. janúar
1933, maki: Björn Þór Pálsson.
Börn þeirra: Björn Magni verka-
maður, f. 1956, Jóna Pála kenn-
ari, f. 1964, og Björg fréttamað-
ur, f. 1969. 4) Elfa, bóndi, f. 20.
september 1935, maki: Björn
Hólm Björnsson. Börn þeirra:
Skúli verkstjóri, f. 1956, Magn-
hildur Björg bóndi, f. 1957,
Björn verkstjóri, f. 1959, Birna
Soffía póstmaður, f. 1961, og
Grímlaugur verkamaður, f.
1968. 5) Jónína Alda bóndi, f.
14. apríl 1937, d. 26. nóvember
1992, eftirlifandi eiginmaður
hennar er Sæbjörg Hallgrímur
Jónsson. Börn þeirra: Guðlaug-
ur, sveitarstjóri í Fellabæ, f.
1960, Erna skrifstofumaður, f.
í gegnum lífið; með reisn.
I fyllingu tímans gengur ungur
og myndarlegur maður að eiga
föngulegan kvenkost. Þau hefja
fljótlega búskap í Grófarseli og
dvelja þar næstu hartnær fimmtíu
árin. Þeim verður margra barna,
1962, og Þór vélstjóri, f. 1966.
6) Kristján Hrímnir landpóst-
ur, f. 9. febrúar 1941, maki:
Þórhildur Vigfúsdóttir. Börn
þeirra: Elín Helga húsmóðir,
f. 1962, Björn vélstjóri, f. 1963,
Vigíds Hulda skrifstofumaður,
f. 1964, Aðalsteinn Kristján
nemi, f. 1967, og Guðlaugur
Vigfús verkamaður, f. 1973.
7) Aðalsteinunn Bára, starfs-
stúlka á Sjúkrahúsinu á Seyð-
isfirði, f. 28. júní 1942, maki:
Reynir T. Júlíusson. Börn
þeirra: Soffía sjúkraliði, f.
1966, Jón Ágúst landfræðing-
ur, f. 1968, og Björn Hildir
nemi, f. 1976. 8) Sigurður Gylfi
bóndi, f. 5. nóvember 1945,
maki: Sigurveig Björnsdóttir.
Börn þeirra: Drífa hár-
greiðslumeistari, f. 1966,
Björn Guðjón pípulagninga-
maður, f. 1970, og Sigurrós
húsmóðir, f. 1976.
Björn var nemandi við Eiða-
skóla árin 1920-1922. Hann
starfaði síðar sem barnakenn-
ari. Björn var virkur í félags-
starfi í Jökulsárhlíð; hann var
lengi deildarstjóri Kaupfélags-
deildar sveitarinanr og var síð-
ar gerður að heiðursfélaga
KHB, hann var um árabil org-
anisti í Sleðbrjótskirkju. Björn
sá um byggingu sláturhúss
KHB á Fossvöllum í Jökulsár-
hlíð og starfaði þar frá 1942-
1979 sem vélstjóri. Einnig kom
hann að byggingu fleiri húsa á
Héraði og víðar.
Björn verðurjarðsunginn frá
Egilsstaðakirkju á morgun,
mánudaginn 6. janúar, og hefst
athöfnin klukkan 14.
og barnabarna, auðið og á sumrin
fyllist bærinn af skríkjandi barna-
röddum. Hann er jafn hrifinn af
þeim og þau af honum, því afi lof-
ar þeim alltaf að hjálpa til. Þau
fá að keyra traktor, þau sækja
kýrnar og raka dreifar, þau rétta
honum verkfæri þegar gert er við,
fylgjast með honum smíða og læra
að binda bækur. Þegar laus er
stund sest afi með krökkunum sín-
um og spilar við þau kasínu, eða
bára spjallar. Hann hefur nefnilega
gaman af því. Iðulega enda þær
viðræður þannig að afi horfir,
sposkur á svip, á barnabörnin sem
vita ekki lengur hveiju þau eiga
að trúa. Eins og þegar honum tókst
að telja þau á að leggjast í jötu
kúnna til að geta betur fylgst með
þeim jórtra, en ekki síst til að koma
auga á tyggigúmmíið sem þær
voru víst allar með...
Afi notaði ýmsar aðferðir til að
kenna barnabörnunum að þekkja
kennileiti og staðhætti. Þau vita
sjálfsagt langflest að lækurinn,
neðan við Skóghlíð, heitir Ærlæk-
ur, en ekki Hrútalækur, Lamba-
lækur eða Rollulækur eða hvað það
nú var sem afi reyndi að halda
fram til að kanna kunnáttu þeirra.
En afi kenndi börnunum sínum,
og þannig bamabömunum sínum,
ýmislegt fleira. Nýtni og útsjónar-
semi voru honum í blóð borin og
framsýni eitt af hans sterkari ein-
kennum. Afa áskotnaðist fljótt bif-
reið og hann var meðal fyrstu
manna í Jökulsárhlíð að nýta sér
dráttarvélina. I Grófarseli var einn-
ig ljósavél komið upp snemma en
slíkar vélar voru ekki á hverjum
bæ á þeim tímum.
Afi var víðlesinn og gat á löng-
um kvöldum frætt barnabörnin um
hitt og þetta. Allt frá unglingsárum
til hinsta dags hélt hann dagbækur
sem í dag eru ómetanleg heimild
um líf og tilveru fólks á fyrri hluta
aldarinnar svo ekki sé minnst á
gildi þeirra fyrir fjölskyldu hans.
Þegar árin færðust yfír fýlgdist
hann vel með afkomendum sínum
og kallaði það „sitt fólk“. Honum
var í mun að það væri heiðarlegt
og áreiðanlegt, „framsóknarmenn
og góðir íslendingar“. Undir þeim
formerkjum lifði hann og hláut í
því dyggan stuðning ömmu sem
alltaf var hans stoð og stytta. Afa
féll ekki allt í geð sem nútímanum
fylgdi og meðal annars var hann
lítið fyrir það að konur væru horað-
ar. Hann vildi miklu fremur að þær
væru í góðum holdum. Ef afi sagði -
að „stelpur hans litu vel út“ var
næsta víst að aðhalds var þörf.
Hvar sem afi kom var hann
hrókur alls fagnaðar enda annálað-
ur söngmaður og kímnigáfa hans
mikil. Fáir menn hafa laðað jafn
mikið að sér börn og afi. Honum
fannst skemmtilegt að ræða við
þau og gantast enda þolinmæði
hans fá takmörk sett þegar barna-
börnin og þeirra börn voru annars
vegar.
Eftir að afi og amma brugðu
búi og fluttust í Fjóluhvamm í
Fellabæ, breyttist tilvera þeirra
óneitanlega. Afi var hreint ekki á
þeim buxunum að leggja árar í
bát, hann fór að binda bækur fyr-
ir fólk héðan og þaðan af landinu
og vílaði það ekki fyrir sér að
smíða bílkerrur fyrir mann og ann-
an í bílskúr sínum. Allt fram á síð-
ustu ár ók hann keikur bifreið sinni
og líklega gleyma gestir á ættar-
móti Gunnhildargerðisættar því
seint þegar sá gamli vatt sér út
af veginum þar sem allir sátu fastir
og ók yfir forarvilpuna sem farar-
tálmi var, með glæsibrag. Það skal
þó ósagt látið hversu ánægð amma
var með tiltækið.
Síðasta æviárið sitt dvaldi afi á
Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Jafn-
vel þar féll honum ekki verk úr
hendi, því hann sinnti eftir kostum
ýmissi handavinnu og las bækur
sínar. Starfsfólki sjúkrahússins
kunnum við bestu þakkir fyrir góða
aðhlynningu.
Þrítugasta desember, rúmum
áttatíu og fjórum árum eftir andlát
móður sinnar, dró afi síðustu
andartökin. Hann gerði það með
rósemi og reisn. ^
Því þannig varst þú, elsku afi.
Björn Magni, Jóna Pála
og Björg.
BJORN
KRISTJÁNSSON
FÉIAGSÚF
□ Mímir 5997010619 I 1 Frl.
□ Helgafell 5997010619 IV/V
□ Gimli 5997010619 III
Slökkviliðskórinn 5 ára
í tilefni þess verða tónleikar
haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur 7.
janúar kl. 16.30.
Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir. Aðgangur ókeypis.
Kristið samfélag
Gleðilegt ár!
Sunnudagur 5. jan. kl. 16.30:
Samkoma í Bæjarhrauni 2,
Hafnarfirði.
Predikun: Jón Þór Eyjólfsson.
Mikil lofgjörð og tilbeiðsla.
Barnastarf meðan á samkomu
stendur.
Mánudagur: Bænastund kl.
20.00.
Miðvikudagur: Biblíulestur
kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Brauðsbrotning í dag kl. 11.
Ræðumaður Svanur Magnús-
son. Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir
söng. Barnagæsla fyrir börn
undir grunnskólaaldri. Láttu sjá
þig, þú ert innilega velkominn.
Dagskrá vikunnar framundan:
Bænavika safnaðarins er frá
þriðjudegi 7. janúar fram á
laugardag, 11. janúar, og byrjar
kl. 20 hvert kvöld.
FEBÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 568-2533
Esja - nýársganga!
Sunnudaginn 5. janúar kl. 11.00:
Gönguferð á Kerhólakamb (856
m). Fyrsta gönguferð ársins
1997. Gengið frá Esjubergi. Fólk
á eigin bílum velkomið að taka
þátt. Verð kr. 800.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni og Mörkinni 6.
Komið með Ferðafélaginu í
fyrstu gönguferðina á 70 ára
afmaelisári félagsins! Spennandi
ferðaár framundan!
Allir velkomnir, félagar og aðrir.
Fararstjóri: Gestur Kristjánsson.
Ferðafélag íslands.
Dagsferð 5. janúar
kl. 10.30: Nýárs- og kirkjuferð.
Gengið verður eftir gamalli
kirkjuleið að Hraungeröiskirkju i
Flóa. Par verður notið helgi-
stundar og fræðst um sögu kirkj-
unnar. Hægt er að koma inn i
feröina við Fossnesti á Selfossi
kl. 11.30. Verð 1.600/1.800.
Myndakvöld 9. janúar
Sýndar verða myndir úr tveimur
ferðum um þemasvæði Útivist-
ar. Gunnar Hólm sýnir myndir
úr kynningarferð Útivistar i
Lakagíga. Árni Jóhannsson sýnir
myndir frá ferðinni Sveinstindur
- Skælingar - Eldgjá. Sýningin
hefst kl. 20.30 f Fóstbræðra-
heimilinu við Langholtsveg. Inni-
falið í aðgangseyri er hið vin-
sæla hlaðborð kaffinefndar.
Netslóð:
http://www.centrum.is/utivist
SIKQ auglýsingar
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Somhjólp
Við fögnum nýju ári með al-
mennri samkomu í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Fjöl-
breyttur söngur. Samhjálparkór-
inn tekur lagið. Vitnisburðir.
Barnagæsla. Ræðumaður Óli
Águstsson. Kaffi aö lokinni sam-
komu. Allir velkomnir.
Samhjálp.
Morgunsamkoma i Aðalstræti
4B kl. 11. f.h. Fræðsla fyrir börn
og fullorðna. Almenn samkoma
i Breiðholtskirkju kl. 20.00.
Friðrik Schram talar um: Hvað
er framundan? Einsöngur, mikil
lofgjörð og fyrirbænir.
Allir velkomnir.
KROSSINN
Sunnudagur:
Almenn samkoma í dag
kl. 16.30.
Barnagæsla er meðan á
samkomunni stendur.
Mánudagur 13. dagur jóia:
Fjölskylduhátíð kl. 20.00
i Hlíðasmáranum.
Þriðjudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Laugardagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Við óskum landsmönnum gleði-
legs árs og hvetjum menn til að
ganga á Guðs vegum á nýju ári
- ári sóknar og sigra í guðsríkinu.
Aðalstöðvar
KFUM og KFUK,
Holtavegi 28
Fjölskyldusamkoma í dag
kl. 17.00.
Hugleiðingu hefur Ragnhildur
Ásgeirsdóttir.
Komum og fögnum nýju ári sam-
an frammi fyrir Drottni.
*Hjálpræðis-
herinn
■v? K'rkiuslræt'2
i dag kl. 14.00: Jólafagnaður
fyrir börn í umsjá Miriam Ósk-
arsdóttur.
Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma.
Sr. Örn Bárður Jónsson talar.
Mánudagur kl. 20.00: Jólafagn-
aður fyrir Heimilasamband og
Hálparflokk. Turid Gamst talar.
Yoga-námskeið
Acarya Ashiishananda Avad-
huta sérþjálfaöur yogakennari
heldur reglulega 6 vikna yoga-
námskeið. Hópkennsla og einka-
tímar.
Lærðu að hugleiða á árangurs-
ríkan hátt með persónulegri leið-
sögn.
Lærðu yoga-likamsæfingar, ein-
staklingsbundna kennslu, sem
tekur mið af líkamlegu ástandi
hvers og eins.
Næsta námskeið byrjar þriðju-
dagskvöld 14. jan. kl. 17-19.
Uppl. og skráning i sima
551 2970 kl. 9-12 og eftir kl.
21 á kvöldin. Verð kr. 5.000,
afsláttur fyrir skólafólk.
Ananda Marga
Yogahreyfing
á íslandi,
Lindargötu 14, Rvik.
Rauðarárstíg 26, Reykjavík,
símar 561 6400,897 4608.
Guðsþjónusta sunnudag kl. 20
og fimmtudag kl. 20. Altaris-
ganga öll sunnudagskvöld.
Prestur: Sr. Guðmundur Örn
Ragnarsson.
Hverf isgötu 105,1. hæð,
sími 562 8866
Sun. 5. janúar.
Samkoma í kvöld kl. 20.
„Lóðlínan 97.“ Hilmar Kristins-
son predikar.
Mánud. 6. jan. og þriðjud. 7. jan.
kemur Richard Perinchief frá
Flórída með orð inn i árið '97.
Allir velkomnir.
Nýbýlavegi 30, Kópavogi,
gengið inn Dalbrekkumegin.
Fyrsta hugleiðsiukvöld
ársins í kvöld kl. 20.30.
I kvöld hugleiðum við á nýársork-
una. Það er spennandi að vita
hvað hún hefur að segja okkur.
Kristín Þorsteinsdóttir leiðir og
miðlar. Allir velkomnir.
Miðlar
Valgarður Einarsson, miðill,
veröur með einkafundi frá 8. jan.
Inga Magnúsdóttir verður með
Tarotlestur og miðlun.
Helgi Ólafsson, heilun.
Tímapantanir í síma 588 8530.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Samkoma og sunnudagaskóli
kl. 11.00.
Örn Leó Guðmundsson prédikar.
Allir hjartanlega velkomnir!
I/EGURINN
g V Kristið samféiag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Morgunsamkoma kl. 11
Brotning brauðsins. Hlaðborð,
allir koma með mat að heiman
og borða saman eftir sam-
komuna.
Kvöldsamkoma kl. 20.00
Samúel Ingimarsson predikar
hugsjón fyrir árið 1997.
Bæn fyrir nýju ári
Vakna þú, vakna þú, íklæð þig
styrk þínum, Síon! (Jes. 52.1).
KENNSLA
Nuddskóli
Nuddstofu Reykjavíkur
Svæðameðferð
(Kennslutími kvöld og helgar).
Vorönn 1996.
Nám hefst á eftirtöldum
kennslustöðum:
Reykjavík 19. febrúar
Akureyri 15. janúar
Egilsstöðum 22. janúar
Hringdu í síma 557 9736 eða
462 4517 og við sendum þér
upplýsingabækling.