Morgunblaðið - 05.01.1997, Page 31

Morgunblaðið - 05.01.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 B 31 MIMIMIWGAR BJÖRN SIG URÐSSON + Björn Sigurðs- son fæddist á Skagaströnd hinn 5. mars 1944 og ólst þar upp. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 30. desember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Sigur- bjargar Björnsdótt- ur, f. 10. nóvember 1906, d. 6. janúar 1959, og Sigurðar Magnússonar, f. 18. október 1920, bú- settur í Reylqavík. Björn var elstur þriggja barna þeirra hjóna. Hin tvö eru Arni, f. 17. október 1945, og Þórunn, f. 28. febrúar 1949, bæði búsett í Reykjavík. Auk þeirra átti hann sjö hálfsystkini, samfeðra. Árið 1980 kvæntist Björn Valgerði Eygló Kristófersdótt- ur, f. 12. desember 1934, og á hún eina dóttur, Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, f. 25. des- ember 1963. Útför Björns fer fram frá Neskirkju á morgun, mánudag- inn 6. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæri Bjössi afi. Þó ég sé ekki nema tæplega þriggja ára, hef ég öðlast þá reynslu að missa ástvin sem ég hafði sér- staklega hlýjar taugar til. Við vor- um vinir. Það voru engin takmörk fyrir því hvað þú vildir fyrir mig gera og gefa mér. Ég mun alltaf muna eftir fína vörubílnum, stóra tvíhjólinu og rauðu snjóþotunni frá ykkur ömmu. Þetta voru stórar gjafir fyrir lítinn polla. En allar hinar minni gjafimar eru óteljandi. En það sem er allra dýrmætast em þær samverustundir sem við höfum átt. Já, þú varst nú svolítið stríð- inn, afi, mér þótti svo gaman þegar þú kitlaðir mig. Það var mjög nota- legt að kúra hjá þér uppi í sófa þegar við vomm þreyttir. Og hvað þú varst stoltur að sýna mér sumar- bústaðinn í Laugardalnum. Mér lík- aði bara ekki við flugurnar sem vom þarna í sveitinni. Ég var svolít- ið smeykur við að fara upp á spít- ala til þín í heimsókn, en þegar ég loksins lét af því verða, fannst mér skemmtilegt að athuga hvor okkar væri sterkari að toga sig upp í gálgann yfir rúminu þínu. Ég held að ég hafi verið sterkari. Elsku afi minn, þú ert dáinn og ég get ekki talað við þig lengur, en ég á myndir af þér og mamma, pabbi og amma hjálpa mér að minn- ast þín um alla framtíð. Ég passa ömmu og Guð passar þig. Þinn Einar Sindri Ásgeirsson. Við viljum minnast í fáum orðum vinar okkar Björns Sigurðssonar sem er látinn langt um aldur fram. Kynni okkar Bjössa tókust fyrir rúmum tíu árum þegar við vorum nágrannar á Grenimelnum. Hann var hjálpfús og bóngóður þegar til hans var leitað og eigum við honum margt að þakka. Það er erfitt að trúa því að við sjáum ekki framar Bjössa vin okkar með bros á vör, eða heyrum dillandi hlátur hans. Hann undi sér vel við smíðar og að dytta að hlutum, og fyrir fimm árum smíðaði hann sér sumarhús í landi Efstadals. Bæinn nefndi hann Sólvelli eftir átthögunum á Skagaströnd. Þar eyddi hann öllum sín- um frítíma á sumrin. Hann unni sveitinni og hvergi skein sólin jafn mikið, og þrátt fyrir rigningu í Laugardalnum var bara smáskúr við bústaðinn hans. Eftirlifandi eiginkona Bjössa er Eygló. Hún átti Guðbjörgu fyrir hjónaband, sem hann gekk í föður- stað. Fyrir tæpum þremur árum fæddist afastrákur, Einar Sindri, og var hann sólargeisli í lífi hans. Við sendum fjölskyldu hans og tengdafólki innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Kristín (Didda) og Ólafur Gunnar. Elsku Bjössi. Ekki áttum við von á að sjá þig ekki oftar þegar við kvöddum þig síðast, en sem betur fer veit enginn sína ævi fyrr en öll er. Þú hefur reynst okkur vel og þá sérstaklega f þau ár sem við höfum verið búsett í Reykjavík. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa og aðstoða ef þörf var á. Við áttum margar góðar stundir saman og má þar nefna hinar margrómuðu grillveislur sem þú stóðst fyrir. Sumarbústaðurinn var þinn helgasti staður og þar eyddir þú oft bróður- parti sumarsins. Hefðu þær mátt vera fleiri stundimar sem við áttum með þér þar. Við kveðjum þig með þessum fátæklegu orðum og biðjum Guð að blessa þig og veita Eygló og fjölskyldu þinni styrk í sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stn'ð. (V. Briem.) Sigríður, Pálmi og Bergrós. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur Hefjast 11. og 13. janúar að Álfabakka 14a. Reykjavík 10 tíma gömludansanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna hefjast mánudaginn 13. janúar. Verð á námskeiðin er kr. 5.000.- 12 tíma barna og unglinganámskeið hefjast laugardaginn 11. janúar. Verðin eru þau sömu og hafa verið þ.e.a.s. kr. 3.000.- fyrir börn 3-5 ára, kr. 4.500.- fyrir börn 6-8 ára og kr. 5.500,- fyrir 9 ára og eldri. Ath. Systkinaafsláttur 25% Gömludansarnir eru annað hvert miðvikudagskvöld frá kl. 20:30 til 23:00 og hefjast miðvikudaginn 8. janúar. Allt dansáhugafólk velkomið. Er þetta ekki tækifærið til að lífga upp á danskunnáttuna? c^vag , Ath. Hópar geta fengið sér tíma til rifja upp og (/) yUNt læra meiri dans fyrir þorrablótin og árshátíðirnar. Upplýsingar og innritun í síma 587-1616 ^ % />'y7'OFNN’j’.. * IUnI Verzlunarskóli íslands Starfsnám viðskiptalífsins Bókhalds- og tölvunám Kennslugreinar: Almenn tölvunotkun - stýrikerfið WINDOWS 95 Töflureiknirinn EXCEL Gagnagrunnurinn ACCESS Ritvinnslukerfið WORD for Windows 7.0 Bókfeersla Tölvubókhald (Opus-Alt) 208 kennslustundir. Verð kr. 51.800. Kennsla hefst 15. janúar og náminu lýkur með prófum í maí. VR og mörg önnur stéttarfélög og starfsmenntasjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna. Innritað verður á skrifstofu Verzlunarskóla íslands, Ofanleiti 1, 8.-13. janúar 1997 kl. 08.30 -18.00. Utsalan hefst I fyrramálið kl. 10. Gallery Sara v/Faxafen, s. 588-4545. 10-70% afsláttur. Gallery Sara, Trönuhrauni 6, s. 565 1765.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.