Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 B 7 MANNLÍFSSTRAUMAfl Þessi taugakjarni er einnig næm- ur fyrir áhrifum nokkurra horm- óna, þ.á m. melatóníns sem mynd- ast í heilakönglinum og virðist tengjast stjórnun dægursveiflna. Aukinn skilningur á sveiflum í starfsemi líkamans getur bætt möguleika okkar að skilja, greina og meðhöndla ýmsa sjúkdóma og verður hér á eftir sagt frá nokkr- um dæmum. Ofnæmiskvef hijáir marga, einkum á sumrin, og komið hefur í ljós að óþægindin eru venjulega mest á morgnana en fara síðan minnkandi eftir því sem líður á daginn. Líkurnar á því að fá astm- akast eru heldur ekki jafnar yfir sólarhringinn, þær eru um 100 sinnum meiri á nóttunni en að deginum og eru í hámarki um klukkan 4. Margir sjúklingar með kransæðasjúkdóm hafa tekið eftir því að þeir fá hjartaöng (verk fyrir bijósti) við minni áreynslu fyrir hádegi en eftir hádegi. Sama gildir um alvarleg hjartaáföll, og skyndidauða vegna slíkra áfalla, að þau verða frekar fyrir hádegi og er hættan mest á bilinu frá klukkan 7 til 11. Blóðþrýstingur- inn sveiflast líka yfir sólarhring- inn, hjá flestum er hann lægstur á kvöldin og fram eftir nóttu, fer að hækka þegar nálgast morgun, nær hámarki nálægt hádegi og fer síðan að lækka aftur síðdegis. Þessar blóðþrýstingssveiflur skýrast a.m.k. að hluta til með sveiflum sem verða samtímis í styrk nokkurra hormóna og ann- arra efna í blóði. Flestar eðlilegar fæðingar fara í gang á tímabilinu frá miðnætti til klukkan 5 en á þeim tíma er rafvirkni legvöðvans í hámarki og einnig næmi fyrir hormónum sem valda samdrætti í legvöðvanum. Rannsóknir hafa sýnt að fæðingar sem fara í gang á þessum tíma ganga betur og taka að meðaltali styttri tíma en fæðingar sem fara í gang að deg- inum. Þegar legvatn fer fyrir fæðingu, er algengast að það gerist á tímabilinu frá klukkan 2 til 4. Tímasetning lyfjagjafa eða skurðaðgerða getur stundum skipt miklu máli. Tvær nýlegar rannsóknir sýna þetta mjög glöggt: 1) Tvö lyf við krabba- meini í eggjastokkum voru gefin tveimur hópum sjúklinga og fékk annar hópurinn lyf A kl. 6:00 en lyf B kl. 18:00, í hinum hópnum var þessu snúið við; fimm árum síðar voru 50% kvenna í öðrum hópnum lifandi en aðeins 10% í hinum hópnum. 2) Þegar krabba- mein í bijósti er fjarlægt skiptir máli hvenær í tíðahring konunnar það er gert; langtímaárangur slíkra aðgerða er bestur ef þær eru framkvæmdar mitt á milli blæðinga, þegar mest er í blóðinu af östrógen-kvenhormóni. í mörg- um tilvikum virðist skipta máli hvenær dags lyf eru tekin og má þar nefna lyf við astma, floga- veiki, illkynja sjúkdómum, hjarta- og blóðrásarsjúkdómum, ofnæmi, meltingarsári, liðagigt, slitgigt og hárri blóðfitu. Hér getur bæði verið um að ræða betri árangur lyfjameðferðarinnar og minni aukaverkanir. Því betur sem við skiljum sveiflur líkamans og hvernig þeim er stjórnað, því meiri eru mögu- leikar okkar að notfæra okkur þessa þekkingu til góðs. En til að svo megi verða þarf rannsókn- ir, bæði grunnrannsóknir á eðli þessara sveiflna og hagnýtar, klíniskar rannsóknir. SERTILBOÐ: KANARÍ Brottför 29. janúar /1 vika Verð pr. mann frá kr.: Flug og gistingpr. mann. Flugv.skattar innif. Verðiö miðást við gistingu i í viku á Aguacates 29. jan. 2fullorðnir og 2 börn2 -11 ára. Flug og gisting pr. mann. Flugv.skattar innif. Verðið miðast við gistingu í viku á Aguacates 29. jan. 2 fullorðnir saman í íbúð Verð pr. mannfrá kr.: 52.690,- 29. jan. LAUS SÆTI 5. feb. UPPSELT 12. feb. 6 SÆTILAUS 19. feb. UPPSELT 5. mars 8 SÆTILAUS I 12. mars 8 SÆTI LAUS Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl: 10-14 Faxafeni 5 108 Reykjavfk. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 20-50%afciátiur Opið sunnudag kl. 13-18 Allt á að seljast - verslunin hættir! NÁMSKEIÐ Á VORÖNN 1997 TUNGUMÁL Kennt er í byrjenda-, fram- halds- og talæfingaflokkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA KATALÓNSKA 11 vikna námskeið 22 kennslustundir ÍSLENSKA - fyrir útlendinga 11 vikna námskeið 22 kennslustundir ÍSLENSKT MÁL I 5 vikna námskeið 20 kennslustundir ÍSLENSKT MÁLII 5 vikna námskeið 20 kennslustundir BÓKBAND 10 vikna námskeið 40 kennslustundir Tölvunámskeið: WORD fyrir byrjendur og kynning á EXCEL 4 vikna námskeið 20 kennslustundir WORD - Framhaldsnámskeið 4 vikna námskeið 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 4 vikna námskeið 20 kennslustundir HÖNNUN Á ELDHÚSIOG BAÐI 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LITAVAL - INNANHÚSS 1 viku námskeið 6 kennslustundir BRAUÐBAKSTUR 2 vikna námskeið 10 kennslustundir GÓMSÆTIR bauna-, pasta- og grænmetisréttir 3 vikna námskeið 12 kennslustundir TRJÁKLIPPINGAR 1 viku námskeið 6 kennslustundir SKRAUTRITUN II 4 vikna námskeið 8 kennslustundir LJÓSMYNDUN I 3 vikna námskeið 9 kennslustundir LJÓSMYNDUN II 7 vikna námskeið 24 kennslustundir SIFLURSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÉSMÍÐI 9 vikna námskeið 36 kennslustundir TRÖLLADEIG 4 vikna námskeið 16 kennslustundir ÚTSKURÐUR 9 vikna námskeið 36 kennslustundir ANDLITSTEIKNUN (PORTRETT) 8 vikna námskeið 32 kennslustundir VATNSLITAMÁLUN 8 vikna námskeið 32 kennslustundir KÖRFUGERÐI 1 viku námskeið 12 kennslustundir KÖRFUGERÐ II - Eplakarfa 1 viku námskeið 12 kennslustundir LEÐURVINNA 5 vikna námkskeið 20 kennslustundir LEIRMÓTUN 6 vikna námskeið 25 kennslustundir SKRAUTRITUN I 8 vikna námskeið 16 kennslustundir AUSTURLENSKIR RÉTTIR 3 vikna námskeið 12 kennslustundir EIGIN ATVINNUREKSTUR 2 vikna námskeið 20 kennslustundir GÖNGUFERÐIR í ÓBYGGÐUM Undirstöðuatriði fyrir göngufólk tekin fyrir *Kennt á áttavita 1 viku námskeið 4 kennslustundir HEIMILISGARÐURINN 3 vikna námskeið 9 kennslustundir FJÖLGUN OG UPPELDI PLANTNA 1 viku námskeið 6 kennslustundir HÖNNUN OG SKIPULAG GARÐA 2 vikna námskeið 16 kennslustundir VIDEOTAKA á eigin vélar I 1 viku námskeið 14 kennslustundir ÖSKJUGERÐ Helgamámskeið 20 kennslustundir FATASAUMUR 6 vikna námskeið 24 kennslustundir BÚTASAUMUR I 6 vikna námskeið 24 kennslustudnir BÚTASAUMUR II 4 vikna námskeið 16 kennslustundir BÓKHALD smærri fyrirtækja 4 vikna námskeið 24 kennslustundir VÉLRITUN 5 vikna námskeið 20 kennslustundir Starfsmenntunarsjóðir ýmissa stéttarfélaga styrkja félagsmenn sína til náms í Kvöldskóla Kópavogs, t.d. BSRB, BHMR, FRAMSÓKN, SÓKN, VR, og Starfsmannafélag Kópavogs. Kennsla hefst 22. janúar. Innritun og upplýsingar um námskeiðin 8.-18. janúar kl. 17-21 í símum: 564 1507, 564 1527 og 554 4391 og á skrirfstofu Kvöldskólans í Snælandskóla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.