Morgunblaðið - 05.01.1997, Side 17

Morgunblaðið - 05.01.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 B 200 m hæð. Klukku- turnarnir eiga að vera 12, ímynd postulanna sem urðu biskupar, fjórir á hverri af þrem- ur hliðum kirkjunnar, sem helgaðar eru: jarð- vist Krists, píslargöngu hans og þjáningu. Hver hlið að sýna dýrð hans með höggmyndum úr viðkomandi viðfangs- efni. Aðeins austurhliðin var tilbúin með öllum sínum biblíumyndum þegar Gaudi féll frá. Fyrir myndlistina á píningarhliðina þurfti því að fá annan mynd- höggvara, Josep M. Subirachs, og eru myndir hans lausar frá veggnum. Enn er verið að vinna að byggingu sem er í bekkjum, tröppum eða bogagöngum og jafnvel húsum. Gaudí hafði kynnst iðjuhöldinum Eusebi Guell á heimssýningunni í Paris 1878, sem leiddi til ævilangr- ar vináttu þeirra. Sá hafði heillast ef ensku görðunum og vildi fá al- menningsgarð. En Gaudi byrjaði á að byggja fyrir Guell hús sem varð að höll og er í þessum garði sem við hann er kenndur. Það mun hafa verið í bókasafni þessa múrsteins- og postulínsframleiðanda að Gaudí komst í snertingu við hugmyndir Williams Morris um Art Nouveau. En víða má sjá þess merki að hann ungur var handgenginn mára- og arabalist og hafði á æskuárum kynnst neogotík Viollets-le-Ducs. Smám saman þróaði hann sinn eig- in stíl og allar líkingar við annað hurfu. Haft var eftir honum að byggingarlist fyrri tíma gæti orðið innbiástur en aldrei eftirlíking. Þessum 50 ekra garði var aldrei ÍSLENDINGUR hvílir slg á snákabekknum sem liðast, skreytt- ur mosaik, utan um gríðarmikíð útitorg í þessum garði Gau- dís. Þar geta þús- undir manna setlð saman eða í smá- hópum í sveigunum. CASA Mila er gríðarmiklð horn- hús, sem virðist ganga í bylgjum og Járnvíravirkið á svölunum verður eins og toppurinn á öldunum. Engin lína, hvorki innl né úti, er bein. Á þakinu eru strompar sem Gaudí helur gert að stór- um skúlptúrum. til Barcelona úr þorpinu sínu til að læra byggingarlist og teiknaði sér til lífsviðurværis. Sem ungur maður sótti hann samkvæmislífið í tísku- klæðum spjátrunga, en seinni hluta ævinnar lifði hann og klæddist eins og umrenningur. Hann gekk snemma til liðs við sjálfstæðisbar- áttu Katalóníumanna og sagt er að í list sinni hafi hann verið katalónsk- astur alla. Þá gagnrýndi hann kirkj- una óspart en fórnaði síðustu ára- tugum ævi sinnar nær eingöngu í byggingu einnar kirkju helgs Jóseps og hans heilögu fjölskyldu, Maríu og Jesú, Sagrada Familia. Síðustu 12 árin var Gaudí fluttur á bygging- arstað og gekk svo ræfilslega til fara að þegar eitt kvöldið var ekið á hann vildi enginn leiguvagn taka upp þennan róna og flytja á spítala. Þar fannst hann fimm dögum seinna. Er hann dó hafði hann lengi verið dáð þjóðhetja. Og hálf Barcelona fylgdi honum frá spítalanum að hálf- byggðri kirkjunni hans, þar sem hann hvílir í grafhvelfingunni. Sagrada Famllia Annar arkitekt var byrjaður á grafhvelfingunni á þessari miklu kirkju í vaxandi almúgahverfi í út- jaðri Barcelona þegar ungi arkitekt- inn Antoni Gaudí tók við verkinu 1883. Þessi kirkja átti að vera and- svar við vaxandi iðnverum og til varnar gömlum gildum og því var hún helguð verndardýrlingi borgar- innar, Jósep, og síðan allri hinni heilögu fjölskyldu. Kennd við hana, Sagrada Familia. Gaudí varð heltek- inn af þessu verkefni, sem hann helgaði síðustu 42 ár ævi sinnar, var á vinnustað og mótaði og teiknaði jafnóðum. Ekki er hægt að gefa neina viðhlítandi lýsingu á þessari kirkju þar sem miðturninn gnæfir í ÞETTA hús sem aktitektinn Montaner byggði um 1880 hýs- ir nú safn llstmáiarans Taples, sem hefur sett sitt merki á þakið með llstaverki úr vírum. þriðju kirkjuhliðarinnar. Inni í kirkj- unni horfir maður upp í heiðan him- in, því þakið vantar enn. En rýmið er súlulaust. Gaudí efaðist aldrei um að þessu gígantíska verki yrði lokið, en það gengur hægt, ekki síst af því að kirkjuna á eingöngu að byggja fyrir söfnunarfé frá al- menningi. Og ekki hjálpar að Gaudí skildi ekki eftir sig vinnuteikningar heldur skissur sem hann hefði sjálf- ur haldið áfram að breyta. En sjá má af vinnukrönum að verkið er í fullum gangi og hvernig það er unnið. Garðurinn með snákabekknum Annað af þeim verkum Gaudís, sem gestir sækja mest, er stór úti- vistargarður, þar sem sjá má og þekkja sveigjur og mósaikverk í lit- ríkum gaudístíl um allan garð, hvort lokið eins og upphaflega var áform- að. En þarna er býsna margt sér- kennilegt. Líklega stöðvast flestir helst við „snákabekkinn". Til að hindra fólk í að falla niður af stóru samkomutorgi í miðjum garði var það umkringt vegg sem vindur sig í formi langs bekkjar allt í kring um torgið svo þar geta setið þús- undir manna. Þennan bekk hefur Gaudí skreytt mosaikmyndum úr postulínsbrotum, sem hann nýtti úr verksmiðju vinar síns, og sem hrinda frá bleytu, auk þess sem vatn er leitt úr sætunum og út fyr- ir torgið. Mosaikin er lífleg og síný og langi bekkurinn, sem líkist gríð- arlegum höggormi, sýnir að Gaudi var í senn málari og myndhöggv- ari. Þannig getur fjöldi manns feng- ið sæti saman eða setið í smáhópum í innskotunum, vegna þess hvernig hann liðast út og inn. Húsið, sem Gaudi bjó sjálfur í með öldruðum föður og frænku áður en hann flutti alfarið á byggingarstaðinn í Sagrada Familia, er þarna líka til sýnis. Hér verður ekki reynt að lýsa fleiri af verkum þessa einstæða húsameistara. Sérkennileg eru þau og hefur verið lýst á ýmsan hátt, svo sem „sefandi vin í eyðimörk hefðbundinna bygginga" eða „dýr- gripir í einhæfri grámósku húsarað- anna“ og sjálfur hefur Gaudí verið nefndur „Dante byggingarlistarinn- ar“. Raunar er öll borgin mjög for- vitnileg. Þrátt fyrir gífurlega um- ferð hefur við skipulag hennar ver- ið sniðið af öllum götuhornum - á sínum tíma til að herir ættu þar greiða leið - svo torgin sem þau mynda verða víð og rúmgóð, auk þess sem gert er ráð fyrir rými fyr- ir gangandi fólk á breiðgötum. jðMinám- tikKii TÖLVUGRUNNUR WINDOWS WINDOWS FRAMHALD W95 WORD1 WORD2 EXCEL1 EXCEL2 GAGNAGRUNNUR ACCESS 1 GAGNAGRUNNUR ACCESS 2 POWER POINT INTERNET - GRUNNUR INTERNET-FRAMHALD ÚTGÁFA OG UMBROT - MS PUBLISHER SAMSTEYPA - WORD / EXCEL Hvert námskeiö er 20 kennslustundir og henta þau þeim sem er í atvinnuleit og/eða þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum og vilja öðlast hagnýta tölvuþekkingu. Boðið er upp á morgun-, miðdegis- og kvöldtíma, einnig er boðið upp á helgarnámskeið. Morguntímar: kl. 08:30 -12.00. Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur. Miðdegistímar: kl. 13:00 -16:30. Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur. Kvöldtímar: kl. 17:30 - 21:00. Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur. Helgarnámskeið : kl. 8:30 -16:30 Föstudagur og laugardagur. Verð pr. námskeið kr. 12000,- Námsgögn innifalin Félagsmenn stéttarfélaga fá afslátt af heildarverði. RAFIÐIMAÐARSKÓLINN Skeifunni 11 b -108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.