Morgunblaðið - 05.01.1997, Side 6

Morgunblaðið - 05.01.1997, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kvattá þrettánda heilagn Maríu með frumburð sinn og íslenskri móð- ur með sitt nýfædda barn, sem skaut því feimnislega fram án þess að á væri hlustað að henn- ar barn væri nú eiginlega stúlka, kom í hugann ljóðið hans Kristj- áns J. Gunnarssonar Jólablót: Norður við heimskautið nærsýn sólin nývöknuð strýkur svefninn af bránum og miðsvetrarhátíðin heiðna, jólin, er haldin með skammtímalánum. Einhveijir græða og óska að væru oftar jól og stærri fengur. Aðrir tapa, ( sjá tilganginn hrapa og trúna með einsog gengur. j Þessi Maria mey' var það hún sem í fjárhúsi frumburð sinn ól á jólum? Fáir minnast þess lengur aðrir en þeir sem af hæversku hafa fyrir að spyija: Hvort var bamið þitt, Maria, stúlka eða drengur?" Yfir í annað. Ríkið það er ég, er fræg setning, höfð eftir hrokafullum löngu liðnum út- lendum kóngi. Annað „Ríki“ og viðhorf þess til undirsátanna riíjaði upp þessi orð í jólaösinni. Ég hafði skotist hérna út í Kringlu til að kaupa rauðvínið með jólasteikinni og gjafir til að þakka greiða. Einhvern orð- róm hafði maður heyrt um að sú áfengisverslun ÁTVR, sem hér áður fyrr neyddi alla til að greiða í reiðufé, hefði eitthvað skánað. Væri jafnvel farin að taka upp nútíma verslunar hætti. En þegar kom að því að borga kom í ljós að sú vísa versl- un tekur ekki Vísakort, sem nánast alls staðar gengur. Bara debetkort! sagði stúlkan. Látum vera, Áfengisverslunin hafnar öllum lánaviðskiptum, vill bara staðgreiðslu sem fæst með de- betkorti. Þá væntanlega stað- greiðsluformið með rétt dag- settri ávísun, eða hvað? Jú, jú, ávísun en bara með því að fram- vísa fyrst hinu eina rétta Debet- inni. Eg var bæði með vegabréf og Vísakort með mynd og eiginhandarsýnishorni. Nei, ekki þarna! Eina sönnunin hjá okkur er Debetkort. Eftir að hafa borgað í reiðufé fór ég beint út í banka og tók út með ávísun og sannaði hver ég er með Vísakortinu með myndinni. Hvað annað? Þegar • debetkortin komu og banki sá sem sem hefur haft í geymslu fyrir nær ekkert alla mín peninga í 45 ár reyndi að þvinga mig til að taka debetkort sín með því að hækka svo ávís- anablöðin að okkur langreyndu ávísafólki yrði ekki vært með þau, skoðaði ég málið og komst að þeirri niðurstöðu að með því að safna gluggapósti til 10. hvers mánaðar og taka um leið út nægt lausafé á sömu ávísun mætti vel við una. En nú er komið á daginn að hægt er að neyða fólk til að borga debet- kort - og ekkert annað - til þess eins að sanna hver maður er ætli maður að nota ávísana- reikning sinn. Borga semsagt fyrir að sanna hver maður er. Maður getur víst ekki orðið ofan á þegar ríkisfyrirtæki eru ann- ars vegar. Með því að skoða hvernig ég persónulega nota greiðslukort, sá ég að mér dygði Vísakortið, sem hefur þann kost að það gengur nær alls staðar, jafnt erlendis sem innanlands. Sem er undir hælinn lagt hvort de- betkortið gerir. Nánast alls staðar er tekið Vísakort - eða American Express - nema á ófriðarsvæðum eins og í Bosníu eða Kamerún, þar sem ég lenti í uppreisn. Alls staðar getur maður sannað hver maður er með vegabréfinu sínu, þar sem bera má saman á staðnum við myndina af vegabréfinu (eða kortinu) og undirskriftirnar saman við kvittun á staðnum. Alls staðar erþað sönnun nema hjá ÁTVR á Islandi. Þar blása menn á svoleiðis sannanir - enda ekkert borgað fyrir þær. Þeir vita sem er að sé maður með eitthvert múður og versli ekki við þá, má þeim vera alveg sama. Það er ekki hægt að fara neitt annað. Maður verður þá bara af rauðvíninu með jólas- teikinni. Hvers vegna þarna er ekki hægt að hafa venjulega verslunarhætti sem annars staðar tíðkast er mér ráðgáta. Varðar ekkert um það. ÁTVR, það er ég! Öðru hveiju kemur eitthvað upp á sem gerir mann hallan undir þá skoðun að líklega sé það rétt að ríkisstofnanir með einokun geti ekki orðið annað en hrokafullar. ÞEGAR ég sá í jólaorðaflaum- inum fyrir jólin tekna líkingu af Gárur eftir Elínu Pálmadóttur korti. Dugir ekki að geta sannað hver maður er, eins og hvarvetna í veröld- MANNLÍFSSTRAUMAR Læknisfrædi/Hvab gera líffrœbilegar klukkurf Svdflur í starfsemi líkamans FRÁ ÞVÍ að lífið hófst á jörð- inni hefur það verið undir áhrif- um snúnings jarðar um möndul sinn, snúnings tunglsins um jörðina og snúnings jarðar um- hverfis sólu. Við þekkjum vel ýmsar sveiflur í lífi okkar sem fylgja þessum náttúru- fyrirbærum í tíma; dæmi um dægursveifl- ur eru svefn og vaka, tíðahringur flestra kvenna fylgir gangi tunglsins og vel þekktar árstíða- sveiflur eru skamm- ■ degisþung- V lyndi og aukin svefnþörf í skammdeginu og vetrardvali sumra dýra. Langt er síðan menn fóru að taka eftir sveiflum hjá lifandi verum og á fjórðu öld var því t.d. lýst hvern- ig sumar plöntur opnuðu lauf sín á daginn en lokuðu þeim á nótt- unni. Árið 1729 gerði franski stjörnufræðingurinn deMairan tilraun með slíka plöntu og upp- götvaði að þó hún væri höfð í algeru myrkri hélt hún áfram að opna blöð sín að morgni og loka þeim að kvöldi. Segja má að þetta sé fyrsta lýsingin á líf- fræðilegri klukku. Siðan gerðist lítið sem vitað er um fyrr en komið var fram á þessa öld. Komið hefur í ljós að við höfum innbyggða klukku sem er býsna nákvæm. Rannsóknir á fólki sem er lokað inni í myrkvuðu her- bergi og fær engar vísbendingar um hvað tímanum líður hafa leitt | eftir Magnús er iítið eitt lengri Jóhonnsson en 24 klst. Ymis- legt í umhverfi okkar sér til þess að stilla þessa sólarhringssveiflu í nákvæmlega 24 tíma og þar virðist vega mjög þungt birta og myrkur. Margt er vitað um stjórnun þessarar líkams- klukku þó að enn fleira sé þar á huldu. Böndin berast einkum að litlum taugakjarna í miðtauga- kerfinu sem er staðsettur framant- il í þeim hluta heilans er nefnist undirstúka og kjarninn heitir á fræðimáli „nucleus suprachias- maticus". Frá sjónhimnu augans berast boð til þessa kjarna eftir taugabrautum sem eru greinilega aðskildar frá sjóntauginni og gæti það skýrt hvers vegna blindir fylgja yfirleitt nákvæmlega sömu dægursveiflum og þeir sjáandi. TÆKNI/Rœtast draumar vísindaskáldsögunnar um ofurorku og kjamorkuknúin geimfórf Fmmeimlir úr andefiii eru staðreynd NÝLEGA hefur í kjarnorkurann- sóknastöðinni í Cem í Sviss tekist að búa til níu vetnisfrumeindir úr andefni. Kannski væri andvetnis- frumeindir réttara nafn. í stað þess að vetni sé gert úr kjarna úr já- kvætt hlaðinni róteind og neikvætt hlaðinni rafeind á ferð utan um kjarnann, er andfrumeindin úr nei- kvæðri andróteind með jákvætt hlaðna andrafeind utan um. (Sjá mynd.) Andefnisfyrirbrigðið hefur verið þekkt frá um 1930, er eðlis- fræðingurinn P. Dirac komst að nauðsyn tilveru þess út úr eðlis- fræðijöfnum sínum. Hingað til hafa menn einungis framkallað einstakar öreindir. Enn koma fræði A. Ein- steins til skjalanna, og enn hin fræga formúla E=MC2. í kjarn- orkusprengjunni sjáum við vinstri hlið jöfnunnar verða að hægri hlið, þ.e. efni að orku. í smáum stíl hef- ur fyrir löngu tekist að láta um- myndunina verða á öfugan veg, að ljósorka verði að öreindum, t.d. raf- eind og andrafeind. Það hefur hingað til ekki tekist að búa til efniseindir úr orku nema jafnmikið verði til af „venju- legum“ efniseindum og andeindum þeirra. Fyrir hveija rafeind verður mmmmmmmmma til ein andrafeind, og samsvarandi á við um róteindir. Sama skilyrði kom út úr jöfnum Diracs. Þetta hef- ur fengið menn til að trúa að jafn- mikið sé af efni og andefni í alheimin- um. En hvar er andefnið? Það get- ur ekki fyrirhitt venjlegt efni nema eftir Egil Egilsson VETNISFRUMEIND og spegilmynd henn- ar úr andefni. I stað róteindar og rafeind- ar eru komnar andróteind og andrafeind með viðsnúnum rafhleðslum. úr verði sprenging, efni verði að orku. Ég veit ekki betur en svo að heilar vetrarbrautir úr andefni væru með okkar mæliaðferðum óaðgreinanlegar frá vetrarbraut- um venjulegs efnis. Þær haga sér að öllu leyti eins, hvorum flokknum sem vetrarbrautin heyrði til. Þann- ig vitum við ekki nema alheiminum sé deilt í stórar deildir venjulegs efnis annarsvegar og andefnis hinsvegar. Eitthvað af ofurgeislun- arorku úti í alheiminum gæti myndast við árekstur „venjulegra" vetrarbrauta við vetrarbrautir úr andefni. En af hverju erum við að slægjast eftir að búa til andefni, úr því að vitum að það er til, og er í þokkabót ekki orðið sérstaklega dulafullt fyrirbrigði? Það djarfar stundum fyrir þeirri skoðun í fjöi- miðlum að andefni sé lausn á orku- vandamálinu. Svo er ekki, nema þá að við fyndum „eyju“ andefnis innan seilingar okkar í alheminum, sem er nánast útilokað. Við þurfum að búa til það andefni sjálf sem við ætlum að nota fyrir orkugjafa, og það kostar okkur vafalítið all- miklu meira en orkan sem það gefur af sér. En það er eftirsóknar- vert af því að það er ofursamþjappað form orku. Þar sem við breytum minna en prómilli eldsneytis í orku með núverandi aðferðum kjarnork- unnar, breytum við andefninu öllu í orku. Það kostar brot úr grammi að koma gervi- tungli á braut um jörðu, og smámola af því að koma eldflaug á milli sólkerfa á hraða sam- bærilegum við ljóshraðann. Til að ná hálfum ljóshraða og vera átta ár á leið til næstu fastastjarna þarf massi eldsneytisins að vera rúmlega sjötti hluti af massa geimfarsins. Aðferðin við að búa andfrum- eindirnar til felst í að hraða venju- legum róteindum í hraðli. Við árekstur þeirra við kyrrstætt efni myndast alls konar eindir, og þá eins og áður er sagt jafnmargar andeinir og eindir venjulegrar gerð- ar. Auðvelt er að stýra eindum á hreyfingu með hjálp rafsegulsviðs, og nota til þess massa þeirra, segul- eiginleika og rafhleðslu. Þannig má sía andróteindir frá öðrum eindum, geyma þær í segulsviði, því að vita- skuld er ekki gerlegt að nota geymi úr venjulegu efni. Lendi þessar eindir í árekstri við frumeindir ein- hverrar gerðar myndast aftur ýmis- konar eindir, andeindir sem og venjulegar, og þ.á m. jáeindin, sem er hið eina sem andróteindina vant- ar til að mynda andvetnisfrumeind. Myndun hennar sést aftur á því að andrafeindin og andróteindin mynda óhlaðna heild, og fer allt aðra braut í rafsegulsviði en eind- irnar tvær hefðu hvor um sig farið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.