Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALKAMPURINN er rétt neðan við jðkulskriðuna.
kostað, fleiri hundruð manna leiðangrar örk-
uðu í austurveg með það eitt að markmiði að
vera a undan hinum að komast á toppinn.
vígið fellur
Um vorið 1950 settu
Frakkar nafn sitt á
spjöld sögunnar þegar
Maurice Herzog leið-
angursstjóri og Louis Lachenal urðu fyrstir
til að stíga fæti á 8.000 m hátt fjall, þegar
þeim tókst að komast á topp Annapurna,
8.091 m að hæð. Það sem gerði afrek þeirra
enn merkilegra var að upprunalega hafði
ætlun þeirra verið að klífa Dhaulagiri, en
þegar á hólminn var komið mátu þeir fjallið
ókleift. Frekar en að gefast upp ákváð Herzog
að klífa annað fjall sem hann vissi af í ná-
grenninu en enginn hafði komið áður að þeim
megin sem þeir voru og var leiðin að fjallinu
því óþekkt. Það eina sem Herzog hafði til
viðmiðunar var afar ófullkominn uppdráttur
og hófst nú mikil leit. Eftir tveggja vikna
leit um dali og fjallaskörð fannst fjallið að
lokum hulið sjónum bak við háa framverði
sem byrgðu að því sýn. í fyrstu
virtist Herzog fjallið afar óárenni-
legt, en eftir nánari skoðun taldi
hann sig sjá færa leið. Fór það svo
að Herzog og Lachenal tókst að
klífa fjallið, en hætt er við að mörg-
um þætti það dýru verði keypt.
Mannraunirnar sem lagðar voru á
þá félaga voru miklar og of langt
mál yrði að rekja þær hér, enda
nánast ólýsanlegar. Eftir að hafa
lent í snjóflóðum, blindast af brenn-
andi jöklasólinni, hrapað í jökul-
sprungur, sofið úti án tjalds eða
svefnpoka og kalið illa, tókst félög-
um þeirra að komast upp til þeirra
og bjarga þeim niður. Vel á annan
mánuð tók að koma leiðangurs-
mönnum alla leið til byggða í Ind-
landi og var Herzog borinn alla
leiðina vegna þess að fætur hans
og hendur voru illa kalin. Þó
Maurice Herzog fórnaði ekki lífinu
líkt og Mallory og Irvine höfðu
gert á Everest tæpum 30 árum
áður, fórnaði hann þó í bókstaf-
legri merkingu hluta af sjálfum
sér. Engin deyfilyf voru með í för
og með reglulegu millibili nístu
sáraukavein fjallakyrrðina þegar
leiðangurslæknirinn tók af fíngur
hans og tær eitt af öðru. Þegar
Hérzog loks komst heim til Frakk-
lands hafði hann misst allar tær
og fingur.
En kapphlaupið hélt
áfram. Könnunarleið-
angur Breta undir
stjórn hins kunna
Shiptons árið 1951 komst alla leið að rótum
Everest. Erfiðleikarnir reyndust byija mun
neðar í fjallinu en norðan megin, því upp
mjög brattan Kumbu-skriðjökulinn var að fara
áður en hægt var að leggja á sjálft fjallið.
Leiðangrinum tókst þó að bijótast upp jökul-
inn, opna þar með leiðina og sanna að fjallið
væri kleift að sunnan. Með í þessum leiðangri
var slánalegur Nýsjálendingur að nafni Ed-
mund Hillary, sem síðar átti eftir að tengja
nafn sitt Everest enn nánari böndum en Mall-
ory. En nú vöknuðu breskir flallamenn upp
við vondan draum. Stórveldistíminn var á enda
og þar með einokunin sem Bretar höfðu haft
á Everest fram að þessu. Nepalstjórn veitti
Svisslendingum leyfi til að reyna við fjallið
árið 1952, Bretar fengu 1953, Frakkar máttu
reyna 1954 og Svisslendingar aftur árið 1955.
Svisslendingar gerðu tvær hetjulegar tilraunir
árið 1952 til að sigrast á hæsta fjalli heims.
Þeir leystu öll vandamál tengd klifri á fjallinu
og komust hærra en nokkur hafði komist
áður, það var bara gamla varnarlínan sem
hélt, þunna loftið, kuldinn og vindurinn. Hæst
komst Svisslendingurinn Lambert með marg-
reyndum Sherpa, þeim fyrsta sem steig upp
úr hlutverki aðstoðarmanns og tók þátt í klifr-
inu á jafnréttisgrundvelli, Tenzing Norgay.
Sá átti eftir að skjóta öllum evrópskum fjall-
göngumönnum ref fyrir rass á Everest.
Ilillary og
Tt'iizing -
síðasta
von Breta
Nú var síðasti
möguleiki Breta til að
sigra Everest, fjallið
sem þeir höfðu barist
svo hetjulega við og
____________________ fórnað svo miklu á.
Það var ólíklegt að
þær þjóðir sem fengu möguleika á eftir þeim
létu sér þetta tækifæri renna úr greipum.
Sigurinn var innan seilingar. Varnirnar voru
að bresta. Leiðangursstjóri var valinn reynd-
ur fjallamaður og foringi í hernum, John
Hunt. Allur búnaður og mannskapur var það
besta sem breska heimsveldið gat boðið upp
á. Einnig var úrval sherpa og fór þar fremst-
ur í flokki Tenzing. Búðirnar voru byggðar
upp og brotist upp fjallið með hernaðarlegri
nákvæmni. Efstu búðir, eitt tjald á hallandi
klettasyllu sem var minni en tjaldið, voru
reistar 28. maí í um 8.500 m hæð. Aðstoðar-
mennirnir stauluðust niður í næstu búðir en
tveir menn urðu eftir til að freista þess dag-
inn eftir að ljúka verkefni sem tekið hafði
nær 100 ár. Þeir voru bestu og sterkustu
menn leiðangursins, Tenzing Norgay og Ed-
mund Hillary. Það er kaldhæðni örlaganna
að þeir voru sherpi og Nýsjálendingur, en
ekki Bretar eftir allt saman.
Nokkur
þreyt uleg
skref
HINN 28. maí var komið að Hillary og Tenzing að freista uppgöngu á tindinn. Hér eru þeir mynd-
aðir hátt í fjallinum meðan á tilrauninni stóð. Hillary var þá 33 ára og Tenzing
39 ára, og í sinni sjöundu ferð á fjallið.
Klifrið daginn eftir
gekk að óskum. Hægt
en örugglega mjökuð-
ust þeir hærra. Aðeins
á einum stað lentu
þeir í verulegum erfið-
leikum. Rétt undir tindinum var mjög erfiður
kafli en Hillary tókst að sigrast á torfær-
unni, þeirri hæstu í heimi. Hún er
síðan kölluð eftir honum, „Hillary
step“. Þeir félagar höfðu áhyggjur
af því að efsti tindurinn væri ef til
vili ókleif hengja, en ofan torfærunn-
ar blasti aðeins við brattur snævi
þakinn hryggurinn. „Nokkur þreytu-
leg högg með ísöxinni, nokkur
þreytuleg skref“ og kl 11.30 hinn
29. maí 1953 stigu þeir Hillary og
Tenzing, fyrstir manna á hátind
Everest. Það dró ekki úr sigurgleði
Breta að fréttirnar bárust til Eng-
lands á krýningardegi Elísabetar II
Englandsdrottningar. The Times
fékk eitt af „skúbbum11 aldarinnar,
fréttirnar af sigri Breta á Everest
þöktu forsíðuna, en krýning drottn-
ingar baksíðuna. Leiðangursstjórinn
Hunt ritaði í dagbók sína daginn eft-
ir uppgönguna: „Þannig endar sagan
um Everest". Meiri öfugmæli hefur
hann væntanlega aldrei látið frá sér
fara. Fjallið hefur verið sigrað frá
öllum hliðum og upp nær allar leiðir,
en heldur engu að síður tign sinni og
virðuleik. Áhuginn á Everest hefur
ef eitthvað er farið vaxandi og það
hefur verið metnaður bæði einstakl-
inga og þjóða að komast á-tind tind-
anna. En það er ein þjóð norður við
nyrsta haf sem hefur enn ekki átt
mann á Everest, þaki heimsins, þjóð
sem_ samt vill aldrei vera síðri en hin-
ar. í vor verður reynt að bæta úr því.