Morgunblaðið - 05.01.1997, Qupperneq 10
10 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ástralski leikarinn Mel Gibson hefur átt
býsna gott ár að sögn Amaldar
Indriðasonar. Það hófst með því að mynd
hans „Braveheart“ vann til fímm
Óskarsverðlauna og því lýkur með hinum
vinsæla spennutrylli „Ransom“. Það kæmi
ekki á óvart þótt hann yrði kjörinn maður
ársins í kvikmyndaheiminum vestra
BLÓMASKEIÐ áströlsku
nýbylgunnar í kvik-
myndagerð var á áttunda
áratugnum og í byrjun
hins níunda. Þá komu fram leik-
stjórar og leikarar sem settu mark
sitt á kvikmyndagerð í heiminum
og á tímabili gerðu fáir betri mynd-
ir en Ástralir. Mel Gibson naut
mjög góðs af nýbylgjunni. Hann
er einn af fáum leikurum sem kom
fram á sjónarsviðið á þessum tíma
sem hefur haldið sínu striki og
gott betur; varla eru til frægari
Astralir en hann nema ef vera
skyldu kengúrurnar. Þótt það gerð-
ist seint og um síðir og hann væri
heimurinn vestra ákveður að kjósa
mann ársins er Mel Gibson mjög
álitlegur kandídat.
Hann er einatt kenndur við
Ástralíu en er fæddur í Bandaríkj-
unum fyrir réttum 40 árum og
flutti niður eftir 12 ára gamall
með foreldrum sínum og 11 systk-
inum. Amma hans var áströlsk
óperusöngkona sem flutt hafði til
Bandaríkjanna. Faðirinn flutti aft-
ur til Ástralíu og Gibson sótti leik-
listarnám. Fyrsta myndin sem
vakti á honum athygli var „Tim“
frá árinu 1979 en í henni lék hann
vangefmn strák og hreppti ástr-
alska Óskarinn fyrir. Það sama
löngu fluttur til Hollywood naut
hann góðs af áströlsku nýbylgjunni
sem kvikmyndaleikstjóri þegar
hann gerði „Braveheart“ á síðasta
ári um skosku frelsishetjuna Will-
iam Wallace. Hún var eins og fjar-
lægt bergmál frá horfnum dýrðar-
dögum áströlsku góðmyndanna.
Móttökurnar sem hún fékk bæði
hjá almenningi og gagnrýnendum
endurspeglaðist í stórsigri hennar
á síðustu óskarsverðlaunahátíð þar
sem hún hreppti fímm stærstu
verðlaunin.
Gibson fylgdi sigrinum eftir með
spennutrylli sem nýlega var frum-
sýndur vestra og heitir Lausnar-
gjald eða „Ransom“ og mun ekki
draga úr vinsældum leikarans
nema síður sé. Hagnaður af henni
nam 34 milljónum dollara fyrstu
sýningarhelgina. Leikstjóri mynd-
arinnar er Ron Howard er síðast
gerði „Apollo 13“, sem var skæð-
asti keppinautur „Braveheart“ um
Óskarinn. Lausnargjald greinir frá
milljónamæringi er eltir uppi mann-
ræningja sem hafa son hans í haldi
og var myndin frumsýnd í Sambíó-
unum um hátíðamar. Ef kvikmynda-
ár lék hann í fyrstu Mad Max-
myndinni og endurtók leikinn
tveimur árum seinna. Nýbylgju-
leikstjórinn Peter Weir fann hon-
um raunveruleg hlutverk við hæfi
í myndunum „Gallipoli" og „The
Year of Living Dangerously". Gib-
son hafði vakið athygli mógúlanna
í Hollywood, reyndar eins og allir
helstu forkólfar ástralska kvik-
myndavorsins, og Gibson fluttist
aftur ofar á hnöttinn. Fyrstu
bandarísku myndirnar voru ekki
merkilegar og Gibson, sem verið
hafði mjög þokkalegur leikari,
varð enn ein Hollywoodstjarnan.
Handritin buðu ekki uppá mikil
tilþrif; „Lethal Weapon“, „Bird on
a Wire“, „Air America“. Því vakti
það talsverða athygli þegar hann
stóð sig einkar vel í hlutverki
Hamlets í mynd Franco Zefferell-
is. Hann vildi sýna að það byggi
meira í honum en hasarmyndirnar
gáfu til kynna.
Af því sprettur einnig áhugi hans
á kvikmyndaleikstjórn. Frumraunin,
EL GIBSON
ÓLÍKINDATÓL; Mel Gibson leikstýrir einni af mörgum
bardagasenunum í „Braveheart".
A Man Without
a Face“, var melódrama um afskræmdan einbúa, sem
Gibson lék sjálfur, og loks stýrði hann sjálfum sér í
„Braveheart" sagnalegri stórmynd sem var einskonar
lausnargjald leikarans. William
Wallace frelsaði hann á vissan hátt
undan stjörnuskruminu og því við-
horfí að hann væri bara enn einn
kroppurinn í kvikmyndaborginni.
Gibson sannaði sig sem mjög góður
kvikmyndagerðarmaður á svipaðan
hátt og Kevin Costner hafði gert
nokkrum árum fyrr með myndinni
Dansar við úlfa. Nema „Bravehe-
art“ var miklum mun betri mynd.
Gibson hafði í mörg ár hugsað sér
að gera mynd um hinn bardaga-
glaða Wallace og frelsisbaráttu
hans í Skotlandi á miðöldum.
„Hann beitti ekki pólitík í anda
Machiavellis heldur þijóskaðist
hann við þangað til fólk varð sam-
sinna honum. Hann var verulega
ákveðinn náungi,“ sagði Gibson um
söguhetju síria. Wallace átti líka
sínar dekkri hliðar þótt þær komi
ekki fram í myndinni. „Eftir útslita-
orustuna við Stirling-brúna fláði
hann hershöfðingja andtæðing-
anna. Hann fláði hann og gerði úr
honum belti.“
Gibson fórst það vel úr hendi
að fjalla um frelsisþrá og þjóðern-
iskennd og þjóðareinkenni og sögu
en það voru líka efnisþættir sem
forkólfar áströlsku nýbylgjunnar
höfðu lagt áherslu á þegar þeir
voru uppá sitt besta. Hann hafði
auga fyrir bíói með víðáttumiklum
bardagasenum í bland við blóðugt
raunsæi. Myndin
var þrir tímar að
lengd og gekk að
mörgu öðru leyti í
berhögg við dæmi-
gerðar Hollywood-
framleiðslur en líkt
og Wallace er Gib-
son ólíkindatól.
í spennutryllin-
um „Ransom“ eftir
Ron Howard leikur hann líka mann
sem svarar fyrir sig og fer ótroðn-
ar slóðir. í stað þess að borga tvær
milljónir dollara í lausnargjald fyr-
ir son sinn tvöfaldar hann upphæð-
ina og heitir fénu hveijum þeim
sem finnur ræningja sonar síns
dauða eða lifandi. „Fyrir foreldra
er þetta versta martröð sem þeir
komast í,“ segir Gibson um millj-
ónamæringinn sem hann leikur.
„Hann er skelfingu lostinn og fær
að engjast af áhyggjum en hann
bregst ekki við eins og ætlast er
til.“ Leikstjórinn Howard segir:
„Lífsspeki Gibsons smellpassar í
þetta hlutverk. Hann er mjög heil-
steyptur maður en fer ekki endi-
lega eftir ríkjandi viðhorfum
hveiju sinni. Alls ekki. Ef eitthvað
er almennt talið vera rétt viðhorf
finnst honum að maður ætti alvar-
lega að hugsa um að gera nákvæmlega hið
gagnstæða."
Þannig hefur Gibson orðið einn efnilegasti
leikstjóri kvikmyndaborgarinnar.
Helstu
myndir
Mel
Gibsons
„MAD MAX“
Óvæntur og skemmtilegur óstrolskur smellur sem
geröi eiginlego þaö sama fyrir Gibson og
„Saturday Night Fever" gerði fyrir John Tra-
volta.
★ ★ ★
„MADMAX 2: ROAD WARRIOR"
Framhaldiö var lítið síðra. Heimsendaútlitið
hefur verið stælt í fiöldanum öllum af eftírlíking-
um.
★ ★l/2
„GALLIPOLr
Fyrsta samstarfsverkefni Gibsons og nýbylgju-
leikstjórans Peter Weir. Átakanleg mynd um
ungan hermann sem upplifir gereyðinguno vió
Gallipoli í fyrri heimsstyrjöldinni.
★ ★ ★ V2
„THE YEAR OF LIVING
DANGEROUSLY"
Önnur mynd eftir Weir. Gibson er óstralskur
blaðamaður í Indókína sem fellur fyrir Sigourn-
ey Weaver. Bróðgóð.
★ ★ ★
„THE BODNTY"
Gibson leikur Fletcher Christian í endurgerð
Uppreisnarinnar ó Bounty. Bætir engu nýju við
hlutverk sem bæði Clark Gable og Marlon
Brando léku.
★ ★
„THE RIVER“
Mel hreiðrar um sig í Hollywood og leikur
afleitlega bandarískan bónda ó móti Sissy
Spacek en þau eiga í ótrúlegu basli.
★
„MADMAX 3: BEYOND
THUNDERDOME"
Leyfir Tinu Turner aó stela senunni í þriðju og
síðustu Mad Max-myndinni, sem ó ekkert skylt
við upprunalegu myndina.
★ ★
„LETHAL WEAPON"
Hörkugóður spennutryllir sem krefst ekki mikilla
leikrænna hæfileika reyndar.
★ ★ ★
ÖÐRUVÍSI hlutverk; Gibson í hlutverk
Hamlets.
LAUSNARFÉ; á tali við Ron Howard,
leikstjóra „Ransom“.
„TEQUiLA SUNRISE"
Einkar slöpp sakamólamynd og leiðinlega góð
með sig. Gibson gat engu bjargað.
★ .
„LETHAL WEAPON 2“
Meira af því sama en Gibson skiptir æ minna
móli í myndunum sínum.
★ ★.
„AIR AMERICA"
Vont gamandrama um flugmann í Laos.
★ .
„BIRD ON A WIRE“
Sennilega hefur Gibson ekki lotið lægra en í
þessari gamanspennumynd með Goldie
Hawn. Eftir hana fer Eyjólfur þó að hressast.
★
„HAMLET"
Furðulega góður leikur Gibsons kemur ó óvart
í uppfærslu Franco Zefferellis.
★ ★ ★
„FOREVER YOUNG"
Óskaplega lint melódrama en ekki leiðinlegt
mestmegnis vegna Gibsons.
★ ★
„THEMAN WITHOUT A FACE“
Gibson sýnir ótvíræða leikstjórnarhæfileika í
fyrstu myndinni sem hann leikstýrir.
★ ★'/:2
„MAVERICK"
Mikið léttmeti þar sem gamanleikur Gibsons
fær notið sín ó móti James Garner.
★ ★'ó
„DRAVEHEART"
Meistarastykki. Gibson segir bardagaglaða
sögu skosku frelsishetjunnar William Wallace
með glæsilegum „bravúr".
★ ★ ★ ★ ai.