Morgunblaðið - 25.01.1997, Side 1

Morgunblaðið - 25.01.1997, Side 1
88 SÍÐUR B/C 20. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Forseti Alsírs fordæmir hermdarverk skæruliða Kennir „erlendum öflum“ um drápin Lofar að brjóta skæruliðana á bak aftur París. Reuter. Zaire Stefnir í hernaðar- íhlutun þriggja nágrannaríkja Kisangani. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN kvaðst í gær hafa miklar áhyggjur af fréttum um að átök hefðu hafist að nýju í Mið- Afríkuríkinu Zaire og sagði hættu á að þau leiddu til stríðs milli Zaire og þriggja nágrannaríkja, Búrúndí, Uganda og Rúanda. Fregnir hermdu að bardagar hefðu blossað upp nálægt borginni Kisang- ani í austurhluta Zaire, þar sem stjórnarherinn býr sig undir stórsókn til að endurheimta svæði sem Tútsar náðu á sitt vald í uppreisn sem hófst í október. Hermt er að herinn hafi fengið um 300 evrópska málaliða til liðs við sig, m.a. frá Frakklandi og Belgíu, en flestir þeirra eru sagðir frá ríkjum gömlu Júgóslavíu. Stjómin í París sagði frönsku málaliðana ekki á veg- um hennar. Leggi her Zaire til atlögu við upp- reisnarmennina þykir líklegt að stjórnvöld í Úganda, Rúanda og Búrúndí sendi hersveitir þeim til að- stoðar. Hundruð þúsunda rúandískra flóttamanna eru á svæðinu og tals- menn Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna sögðu að ekki hefði verið hægt að koma nægum hjálpar- gögnum til þeirra vegna bardaganna. Hætta væri á að fólkið hryndi niður af völdum hungurs og sjúkdóma. Blóðsúthellingar í Rúanda Alþjóða Rauði krossinn kvaðst einnig hafa miklar áhyggjur af ástandinu í Rúanda þar sem rúmlega 80 manns hafa verið vegnir síðustu daga. Fregnir herma að Tútsar í stjómarhernum hafi drepið 50 óbreytta borgara í árásum sem hóf- ust eftir að þrír spænskir starfsmenn hjálparstofnana voru myrtir á laug- ardag. Reuter Kveiktu í ráðhúsinu ELDUR var lagður í ráðhúsið í albönsku borginni Lushqje í gær þegar þúsundir manna söfnuðust þar saman til að láta í ljós reiði sína vegna gjaldþrots ávöxtunar- fyrirtækisins Sude. Fólkið gekk einnig berserksgang um kvik- myndahús í grenndinni og kveikti i lögreghibíl. Tólf lögreglumenn særðust í átökunum. Sude er eitt af „píramíta-fyrir- tækjunum" sem hafa skotið upp kollinum á Balkanskaga og geta skilað mikilli ávöxtun á skömmum tíma eða meðan nýjum fjárfestum fjölgar dag frá degi. Hættaá stríði í LIAMINE Zeroual, forseti Alsírs, lofaði alsírsku þjóðinni í gær- kvöldi að gengið yrði milli bols og höfuðs á íslömskum skærulið- um, sem hafa orðið rúmlega 200 manns að bana með hermdarverk- um á hálfum mánuði. Hann lýsti manndrápunum sem samsæri og sagði erlend öfl standa á bak við það. „Ég fullvissa hina ástkæru als- írsku þjóð um að Alsírstjórn er staðráðin í að beijast gegn hermdarverkahreyfingunum þar til þeim hefur verið út- rýmt,“ sagði Zeroual í 20 mínútna sjónvarpsávarpi. „Þetta eru hópar glæpa- manna, þjóðníðinga og mála- liða, handbendi erlendra afla sem notfæra sér villi- mennsku þeirra í þágu er- lendra hagsmuna," bætti hann við. Hann nefndi þó engin ríki eða samtök í þessu sambandi. Lýðræði boðað Zeroual sagði að her- foringjastjómin stefndi að því að koma á lýð- ræði en nefndi ekki hve- nær efnt yrði til þing- kosninga. Áður hafði Liamine hann lofað að kosið yrði Zeroual á fyrri helmingi ársins. Blóðsúthellingarnar hófust árið 1992 eftir að herforingjastjórnin aflýsti kosningum til að koma í veg fyrir að flokkur heittrúaðra múslima kæmist til valda. Síðan hafa um 60.000 manns fallið. 37 drepnir á tveimur dögum Lýðræðis- sinnar mót- mælaí Hong Kong HÓPUR lýðræðissinna í Hong Kong efndi í gær til mótmæla vegna áforma kínversku stjórn- arinnar um að skerða mannrétt- indi íbúanna þegar breska ný- lendan verður aftur hluti af Kína 1. júlí. Lýðræðissinnarnir líktu þessum áformum við hreinsan- irnar í kínversku menningarbylt- ingunni 1966-76. Þeir voru með tossahatta og spjöld um hálsinn eins og fólkið sem ofsótt var í menningarbyltingunni neyddist til að bera þegar það var rekið í hlekkjum um göturnar. Kínverjar hafa ákveðið að láta afnema nokkrar lagagreinar um þegnréttindi og lög sem heimila starfsemi stjórnmálaflokka og friðsamleg mótmæli. Reuter Hreyfing bókstafstrúarmanna, Vopnaði íslamski hópurinn (GIA), hótaði að herða árásir sínar í föstu- mánuði múslima, Ramadan, sem hófst 10. janúar, og síðan hafa rúmlega 200 manns beðið bana í sprengjutilræðum í Algeirsborg og grimmdarlegum árásum á þorp í grenndinni. Heimildarmenn í Alsír sögðu í gær að skæruliðarnir hefðu drepið 15 óbreytta borgara, þeirra á meðal tíu konur, í árás á bóndabæ í fyrrinótt. Fórnarlömbin voru öll úr einni fjölskyldu og skorin á háls. íbúar í grenndinni sögðu að tveir karlmenn hefðu sloppið en særst alvarlega. Óstaðfestar fréttir hermdu einnig að 22 menn hefðu verið drepnir með sama hætti í Blida- héraði nóttina áður. Konur komast að hjá Vínarfílharmómunni Karlrembuvígið fallíð r.nnHnn. Thp Dailv Tplpcrranh. London. The Daily Telegraph. EITT síðasta vígi karlrembunnar í Evrópu er fallið. Stjórn Vínarfílharmóníunnar hefur neyðst til að láta undan þrýstingi stjórnmálamanna og kvenréttinda- hreyfinga og nema úr gildi 155 ára gamla reglu sem bannar að konur leiki með hljómsveitinni. Þessi stefna Vínarfílharmóníunnar hefur gert mörgum gramt í geði, sérstaklega síðustu ár. Var málið raunar orðið svo viðkvæmt að tilkynnt var um breytinguna á austurríska þinginu en fráfarandi menningarmálaráðherra landsins, Rudolf Scholten, hefur átt í löngum samningaviðræðum við fulltrúa hljómsveitarinnar, sem virðist að lokum hafa látið undan vegna alþjóðlegs þrýstings. M.a. höfðu borist hótanir frá kvennasamtökum í Bandaríkjunum um að efna til mótmælaaðgerða er hljómsveitin hæfi tónleikaferð sína þar í landi í mars. Tákngervingur germanskrar karlmennsku Þeir sem staðið hafa gegn breytingum hafa borið því við að hljómsveitin sé tákngervingur germ- anskrar karlmennsku. Hún var stofnuð árið 1844 og er síðust sinfóníuhljómsveita i Evrópu til að ráða konur til starfa. Stjórnendur Berlínarfilharmóníunnar þráuðust við fram á síðasta áratug. Einn tónlistargagnrýnandi sá ástæðu til að lýsa því yfir að tilkoma kvenna í hljómsveitina myndi ekki breyta flutningi hennar hið minnsta, konur lékju ekki öðruvísi á hljóðfæri en karlar. Konur hafa reynd- ar komið fram með Vínarfílharmóníunni í örfá skipti, þegar stjórnendur ríkisóperunnar í Vín, þar sem hljómsveitin heldur oftast tónleika sína, hafa þrýst á. Þegar Vínarfílharmónían, sem er rekin af einkaað- ilum, boðar sjálf til tónleika hefur hún komið í veg fyrir að konur komi fram. Allnokkrir hljóðfæraleikarar Vínarfílharmóníunnar hafa viðurkennt að konur séu ekki síðri hljóðfæraleik- arar en karlar, en að tilkoma þeirra í hljómsveitina muni eyðileggja bræðralag og vináttu hljóðfæraleik- ara og sá fræjum vantrausts. Hljóðfæraleikararnir eiga eftir að greiða atkvæði um málið og þrátt fyrir að búist sé við að konurnar verði samþykktar, segj- ast nokkrir ætla að beijast fram í rauðan dauðann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.