Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Persónulegir hagir þroskaheftra Gög’num eyttog könnun endurskoðuð PALL Pétursson félagsmálaráðherra segir að aðeins örfáir sérfræðingar hafí séð svör úr könnun sem gerð var á vegum Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvarinnar um hagi tvö hundruð þroskaheftra einstaklinga. í könnun- inni var safnað viðkvæmum persónu- upplýsingum og hefur Tölvunefnd úrskurðað að þeim skuli eytt. Páll segir að gerð verði ný könnun með endurskoðuðum spumingum. „Ég geri ráð fyrir því að þeim spumingum sem menn hafa fett fíngur út í verði breytt. Ég mun beita mér fyrir því, en það er verkefni fagmannanna. Spurningamar verða síðan lagðar fyrir Tölvunefnd áður en þær verða notaðar," segir Páll. Upprunalegu spumingamar voru ekki lagðar fyrir nefndina fyrirfram, enda hafði Greiningar- og ráðgjafar- stöðin sérstaka heimild Tölvunefndar frá árinu 1989 til skráningar upplýs- inga varðandi verkefni stöðvarinnar. „Það var ekkert sem fór úrskeiðis í eftirlitinu. Þar var það mat manna að stofnuninni væri heimilt að gera þessa könnun í tilraunaskyni." Páll segir að félagsmálaráðuneytinu hafi borist gagnrýni á einstakar spum- ingar í könnuninni og í framhaldi af því hafi hún verið send Tölvunefnd til umsagnar. Aðspurður hvort þetta atvik muni hafa áhrif á starfshætti við slíkar kannanir í framtíðinni, seg- ir hann að Tölvunefnd verði spurð ráða í öllum vafatilfellum. Spurt um svitalykt og sjálfsfróun í könnuninni var meðal annars spurt hvort viðkomandi tyggði mat með opinn munn eða talaði með full- an munn, hvort magi hans væri út- stæður vegna líkamsstellingar eða hvort hann væri útskeifur eða inn- skeifur og hvort svitalykt legði úr handarkrikum. Spurt var hvort við- komandi færi með slúður um aðra, hvort hann kenndi öðrum um eigin mistök eða hagræddi sannleikanum sér í hag. Einnig var spurt hvort hann væri yfirmáta eggjandi í útliti eða fasi og spurt var um sjálfsfróun. Það var starfshópur, skipaður þremur sérfræðingum af Greining- arstöðinni og einum framkvæmda- stjóra svæðisskrifstofu sem valdi þjónustulykilinn, en hann er banda- rískur að uppruna. FRÉTTIR Samskip hf. hætta beinum siglingum til N orður-Ameríku Semja við Eimskip hf. um fiutninga á leiðinni Hvassviðri áfram HIN djúpa sunnanátt sem lét til sín taka í fyrradag gekk að mestu niður í fyrrinótt en útlit er fyrir áframhaldandi hvassviðri og éljagang á vest- anverðu landinu í dag og á morgun suðvestanátt. Búist er við allt að 8 vindstigum og vægu frosti. Flugsamgöngur voru nokk- uð stopular í gær en ekkert var flogið í fyrradag sökum óveðurs. Þó var flogið sam- kvæmt áætlun milli Reykjavík- ur og Akureyrar og tókst að flytja alla þá sem biðu flugs. Á hinn bóginn þurfti enn að fresta flugi til Vestfjarða og Vestmannaeyja í gær og ann- arri af tveimur flugferðum til Egilsstaða. Mjög slæmt ferðaveður var víða á þjóðvegum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinn- ar í gær, snjókoma og skaf- renningur var á öilu vestan- og norðvestanverðu landinu og stórhríð og hvassviðri á Holtavörðuheiði. Allar heiðar á Vestfjörðum voru ófærar. SAMSKIP hf. hafa hætt beinum siglingum eigin skips til og frá Bandaríkjunum og hafa samið við Eimskip um gámaflutninga á þess- ari leið. Eftir sem áður munu Sam- skip þó flytja vörur til Bandaríkj- anna í gegnum Evrópu í sam- starfi við danska skipafélagið Maersk. Með samningi Eimskips við Samskip og nýgerðum flutn- ingssamningi við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fækkar skipum íslensku skipafélaganna í beinum siglingum milli íslands og Amer- íku úr fjórum í tvö. Gengið var í gær frá samkomu- lagi þess efnis að Eimskip tæki að sér gámaflutninga fyrir Sam- skip á milli íslands og Norður- Ameríku, bæði frystar afurðir og almenna vöru. í fréttatilkynningu frá Samskipum hf. segir að með þessum hætti sé rekstrarhag- kvæmni á leiðinni aukin og þjón- usta við farmflytjendur bætt því ferðum félagsins milli íslands og Ameríku sé fjölgað. Auk þess er samstarfssamningur í gildi milli Samskipa og hollenska skipafé- lagsins Van Ommeren um flutn- inga á sömu siglingaleið. Aukin hagræðing Eimskip er með tvö skip, Goða- foss og Áltona, í hálfsmánaðar- legum siglingum til Norður- Ameríku. Þórður Sverrisson, for- stöðumaður flutningasviðs Eim- skips, segir að með samkomulagi félaganna náist það markmið að auka hagkvæmni í flutningum með fækkun skipa og betri nýt- ingu þeirra. Einnig efli þetta sam- komulag áætlunarsiglingar milli íslands og Bandaríkjanna og muni styrkja samkeppnisstöðu íslendinga vestan hafs en rétt sé að hafa í huga að aðeins eitt ann- að skipafélag á Norðurlöndum haldi nú uppi beinum áætlunar- siglingum milli heimalandsins og Ameríku. Við gerð samnings af þeim toga, sem hér um ræðir, vaknar sú spuming hvort ekki sé hætta á minnkandi samkeppni og hækkun farmgjalda á skipaleiðinni. Þórður segir að svo þurfi alls ekki að vera. Ekki stefnt að hækkun farmgjalda „Þegar þessi mál eru rædd er rétt að hafa í huga að dregið hef- ur úr flutningum til Bandaríkjanna að undanfömu og nýting skipanna hefur verið léleg. Það er því rök- rétt að íslensku skipafélögin reyni að hagræða á þessari leið eins og nú er að gerast. í þessu felst ha- græðing og þannig tekst okkur vonandi að komast hjá því að hækka farmgjöldin. Með því að gera slíkan samning um gáma- flutninga við Samskip er verið að tryggja að samkeppni verði áfram fyrir hendi á þessari skipaleið." Ekki náðist í Ólaf Ólafsson, for- I stjóra Samskipa hf., í gærkvöldi. Morgunblaðið/Golli FARÞEGAR á leið frá Akureyri komust leiðar sinnar í gær til Reykjavíkur með flugi. Póstur og sími hf. Vinni ekki hjá keppi- | nautumíár 1 NOKKRIR starfsmenn Pósts og síma hf., hafa skuldbundið sig í ráðningar- samningi, sem gerður var vegna rekstrarbreytingar Pósts og síma, til að hefla ekki störf hjá keppinautum í a.m.k. eitt ár. Guðmundur Bjömsson, forstjóri Pósts og síma hf., segir að ekki sé j um marga einstaklinga að raeða. Slíkir samningar hafi einkum verið , gerðir við stjómendur og háskóla- | menntaða starfsmenn. Guðmundur sagði starfsmennina ekki hljóta sérstaka umbun í launum fyrir ákvæðið enda sé það aðeins hluti af ráðningarsamningum þeirra. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvemig tekið verði á því ef starfs- menn gerast brotlegir við ákvæðið- Guðmundur segir að enginn hafi hætt störfum enn, enda ekki nema rúmar þijár vinnuvikur liðnar síðan 1 samningar tóku gildi. | Hæstiréttur fellir dóm í máli þar sem deilt var um embættísverk yfirlögráðanda Sýkna vegna glataðs eignarhlutar í íbúð HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af kröfu pilts, sem krafðist skaðabóta á þeirri for- sendu að mistök starfsmanna bæj- arfógetaembættanna í Kópavogi og á Seltjamamesi hefðu leitt til þess að hann glataði helmings eignarhlut sínum í íbúð. Héraðs- dómur hafði dæmt manninum bæt- ur, en ríkið áfrýjaði þeirri niður- stöðu. Pilturinn eignaðist árið 1975 helmingshlut í íbúð í Kópavogi á móti móður sjnni við skiínað for- eldra sinna. Árið 1982 seldu þau mæðgin íbúðina og fest vom kaup á húsi á Seltjamamesi. Móðirin og þáverandi eiginmaður hennar óskuðu heimildar bæjarfógeta svo pilturinn, sem var ekki fjárráða, mætti selja sinn hlut og var tekið fram að hlutur hans í nýju fast- eigninni yrði hlutfallslega hinn sami og í þeirri gömlu. Dómsmála- ráðuneytið kvittaði upp á leyfið og setti það skilyrði að eignarhlutur piltsins yrði skýrt afmarkaður við afsalsgerð í hinni nýju eign. Piltsins var getið sem seljanda íbúðarinnar í Kópavogi í maka- skiptasamningi, en hans var hins vegar ekki getið sem kaupanda nýju eignarinnar í afsali. Síðar skildu móðir hans og stjúpi og móðirin keypti minni íbúð. Þar var piltsins heldur ekki getið sem eig- anda. Móðirin varð að selja þá íbúð og dugði andvirði hennar ekki fyr- ir skuldum. Pilturinn hafði með þessum hætti misst eignarhlut sinn. Sýnt af sér vanrækslu Pilturinn byggði bótakröfu sína á því, að starfsmenn viðkomandi bæjarfógetaembætta hafi sýnt af sér vanrækslu með því að þinglýsa athugasemdalaust makaskiptaaf- sali, án þess að gæta þess að báð- ir eigendur eldri eignarinnar yrðu skráðir fyrir hinni nýju. Þinglýs- ingardómari hefði átt að sjá mis- ræmið milli afsalsins og leyfis ráðuneytisins. Þá hefði einnig átt að ganga eftir því, að skilyrði dómsmálaráðuneytisins væri upp- fyllt. Héraðsdómur taldi að röð mis- taka hefði orðið til þess að piltur- inn glataði að fullu andvirði eignar- hluta síns í íbúðinni í Kópavogi. Frumorsök þess lægi hjá móður hans, fyrrverandi eiginmanni hennar og lögmanni sem liðsinnti þeim. Hins vegar hefði mátt koma í veg fyrir tjónið ef þeir starfs- menn, sem fjölluðu um málið og störfuðu á ábyrgð ríkisins, hefðu sýnt eðlilega aðgæslu. Vildi hér- aðsdómur bæta piltinum tjónið. Hæstiréttur féllst ekki á þetta sjónarmið. í niðurstöðum hans er bent á, að fram til 1. júlí 1992 hafí þinglýsingarstörf verið dómsathafnir og samkvæmt þá- gildandi lögum ekki hægt að höfða skaðabótamál fyrir héraðsdómi gegn þinglýsingardómurum. Því bæri að vísa málinu frá og kæmu málsástæður piltsins, um meinta saknæma háttsemi þinglýsingar- dómaranna, ekki til álita. Þinglýsingu haldið leyndri Hæstiréttur tók hins vegar af- stöðu til meintra saknæmra mis- taka yfirlögráðandans á Seltjamar- nesi. Bent er á að leitað hafi verið samþykkis yfirlögráðandans á Sel- tjamamesi með bréfí 15. júní 1984. Beiðninni hafi fylgt makaskipta- samningur frá 5. janúar 1982, þar sem réttur piltsins hafi verið tryggður og kveðið á um samþykki dómsmálaráðuneytisins. „Því var aftur á móti haldið leyndu, að 2- maí 1983 hafði verið þinglýst á Seltjamamesi afsali, sem hafði aðra skilmála en samningurinn," sagði ' Hæstiréttur og taldi samþykki yfir- lögráðanda hafa verið gefið í trausti 1 þess, að réttur piltsins væri tryggð- ur og að staðið yrði við þau skil- yrði, sem hann og dómsmálaráðu- neytið settu. „Yfirlögráðanda bar ekki við svo búið að hafa frum- kvæði að því, að skilyrðunum yrði framfylgt, og verður ekki talið, að hann hafi sýnt af sér háttsemi, sem baki áfrýjanda bótaskyldu,“ sagði Hæstiréttur og sýknaði ríkið. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- i dómaramir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pét- ur Kr. Hafstein. Hjörtur skilaði sératkvæði og vildi gera ríkinu að bæta piltinum skaðann, á þeirri forsendu að mistök hafi orðið við þinglýsingu afsala, sem vörðuðu hagsmuni piltsins og brestur hafi orðið á þvi trausti, sem yfirlögráð- andi á Seltjarnarnesi virtist hafa ; lagt á rétta framkvæmd þinglýs- 1 ingar vegna þeirra hagsmuna. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.