Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formlegrar beiðni um framsal er að vænta í næstu viku Vel undir- ! Hagsmumr barnsms eru hafðir að leiðarljósi DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ bíður þess nú að formleg beiðni um framsal Hanes-hjónanna berist frá Bandarikjunum og segir Stefán Eiríksson að nokkum tíma taki að ganga frá þeim málum ytra, en búast megi við að hún berist í lok næstu viku. Aðspurður um gagnrýni þess efnis að ráðu- neytið hafi brotið á rétti Hanes-hjónanna með því að afhenda móðurinni bamið áður en Hæsti- réttur fjallaði um kæm þeirra, segir Stefán ljóst að hver svo sem úrskurður Hæstaréttar verði, breyti hann ekki þeirri staðreynd að móðirin hafi forræði yfir baminu. Dómstólaleiðin of tímafrek „Sjónarmið lögmanns Hanes-hjónanna eiga fullan rétt á sér, en þessi sjónarmið ráða ekki ákvörðun ráðuneytisins, heldur hagsmunir barns- ins fyrst og fremst," segir hann. Stefán segir ráðuneytið hafa skoðað málið frá öllum hliðum á fímmtudag og hvað væri rétt að gera með hliðsjón af hagsmunum barnsins. Með- al annars hafi sá flötur verið skoðaður að móðir- in myndi leggja fram kröfu fyrir héraðsdómi um að fá bamið afhent, á grundvelli ákvæða í aðfara- lögunum. „Við ítarlega skoðun kom í ljós að sú leið væri líklega mjög tímafrek og þá þótti sýnt að bamið yrði í umsjá íslenskra stjórnvalda jafnvel vikum saman, meðan málið væri að velkjast í dómskerfínu. Við höfum gagnrýnt yfirvöld í öðr- um löndum fyrir hæga málsmeðferð í málum sem varða böm og því töldum við það hagsmunum bamsins fyrir bestu að móðirin fengi það í hend- ur, ekki síst þar sem ótvírætt er að barnið hefði að endingu farið til Bandaríkjanna. Niðurstaða okkar var einnig sú að öll gögn bentu skýlaust til þess að móðirin færi með for- sjá barnsins. Við afhentum bandarískum yfírvöld- um því barnið, í samræmi við kröfur þeirra," segir Stefán. Fundur sendiherra og ráðherra Í alþjóðlegri handtökuskipun á hendur Hanes- hjónunum sem barst íslenskum yfirvöldum sein- asta föstudag, var gerð krafa um að barnið væri tekið í vörslu yfirvalda og það sent til Bahdaríkj- anna. Sama dag barst dómsmálaráðuneytinu bréf frá sendiherra Bandaríkjanna hérlendis, um að hjónunum yrði ekki leyft að fara úr landi og barnið yrði tekið af þeim. í fyrradag gekk sendiherrann síðan á fund dómsmálaráðherra og setti fram skýra ósk um að barnið yrði afhent móðurinni, að undangengn- um viðræðum við stjómvöld ytra. Morgunblaðið/Ásdís KELLY Helton og dóttir hennar, Zenith, héldu af landi brott í gær, þremur dögum eftir að bamið var tekið frá ömmu sinni og stjúpafa. búin fyrir endurfundi B ARN A VERND ARYFIRV ÖLD í Kópavogi settu fram ákveðnar kröf- ur um hvernig staðið væri að afhend- ingu Zenith Elaine í fyrrakvöld, og segir Gunnar K. Gunnarsson, for- stöðumaður fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar Kópavogs, að fulltrúar móðurinnar hafi samþykkt kröfurnar að meginstofni. Gunnar segir að fá ef nokkur dæmi séu hérlendis um samsvarandi mál og því sé erfitt að segja hvort viðbrögð barnsins hafi verið eðlileg, þegar fundi þess og móðurinnar var komið á. Verið vel sinnt „Ég get hins vegar fullyrt að barnið var eins vel undirbúið og mögulegt var undir þessa endur- fundi og það er einnig ljóst að barn- inu hefur greinilega verið vel sinnt hér á landi,“ segir Gunnar. Hann segir að stofnunin hafí metið gögn frá Bandaríkjunum um aðstæður barnsins í Bandaríkjunum og á þeim forsendum hafi verið fall- ist á að barninu yrði skilað tii banda- rískra yfirvalda. í úrskurði Héraðsdóms Reykja- ness á mánudag var Félagsmála- stofnun Kópavogs falin umsjá barns- ins, sem þýðir að sögn Gunnars að barnavemdaryfirvöld verða að tryggja öryggi barnsins, aðbúnað og umsjá. Þá ber stofnuninni að tryggja að barnið sé undirbúið fyrir endur- fundina með móður. Settu fram kröfur „Við verðum að hafa í huga að barnið hafði ekki verið samvistum við móður sína í tæpt eitt og hálft ár og það var undirbúið sálfræði- lega, auk þess sem við ræddum áður við móðurina. Við settum fram ákveðnar kröfum um hvernig staðið yrði að málum og tókum meðal ann- ars með í reikninginn að þarna yrðu staddir sjónvarpsmenn erlendis frá. Sendiráðið kom með málamiðlun- artillögu, þar sem fallist var að hluta til á okkar kröfur, og að hluta til voru þeir bundnir af samningi móð- urinnar við sjónvarpsþáttinn banda- ríska. Við gátum vel sætt okkur við framkvæmdina sem viðhöfð var á fímmtudagskvöld," segir Gunnar. Formlegum afskiptum barna- verndaryfírvalda hérlendis af málinu er lokið en ítrekað var fyrir banda- ríska sendiráðinu og móður barnsins að fulltrúar Félagsmálastofnunar Kópavogs væru tilbúnir til að rétta fram hjálparhönd, verði þess óskað. ! I I Ragnar Tómas Árnason lögmaður telur allt að 20 ára fangelsi bíða Hanes-hjónanna Telur rétt brotinn á Hanes-hjónunum RAGNAR Tómas Ámason, lög- maður Hanes-hjónanna, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigð- um með meðhöndlun stjórnvalda á máli Zenith Elaine Helton og kveðst þeirrar skoðunar að kæru- rétturinn sé marklaus, sé bamið afhent og flutt utan áður en Hæsti- réttur kveður upp úrskurð sinn. Þá njóti umbjóðendur hans ekki þess réttar sem felst í endurskoðun Hæstaréttar á úrskurði héraðs- dóms. Hérlendis er staddur bandarísk- ur lögmaður sem hefur verið Ha- nes-hjónunum innan handar og til ráðgjafar, og segir Ragnar Tómas hann fullyrða að verði þau fram- seld og dregin fyrir rétt í Arizona- fylki, geti þau átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi. Hugðust ekki afhenda barnið „Mér er ætlað með skipun sem vetjandi af íslenska ríkinu að gæta hagsmuna skjólstæðinga minna í hvívetna og horfí nú á þá staðreynd að ekki er hægt að bjarga hags- munum þeim sem þeir hafa haft í fyrirrúmi, vegna þess að búið er að afhenda bamið og flytja það á erlenda grundu. Þegar ég vann að þessari kæm, var það í trausti þess að barnið yrði ekki afhent. Ég sendi skeyti í dómsmálaráðuneytið og lýsti því yfír fyrir hönd skjólstæðinga minna að þau myndu leggja fram kæru og þau teldu að ekki væri hægt að afhenda barnið fyrr en búið væri að fjalla um hana fyrir Hæsta- rétti. Mér var tjáð að kæran þyrfti að liggja fyrir snemma fímmtudags- morguns, ef hægt ætti að verða við því að barnið yrði ekki afhent. Þegar ég hafði hins vegar samband við ráðuneytið á fimmtudagsmorg- un var mér sagt að staðan væri í raun og veru breytt frá sjónarhóli þess, þar sem konan væri komin með lögmann og að ráðuneytið myndi ekki afhenda bamið nema að undangengnum dómsúrskurði," segir Ragnar Tómas. Einkennileg málsmeðferð í trausti þessa kveðst hann hafa talið sig hafa meira ráðrúm til að útbúa ítarlegri kæru, og henni hafi hann skilað til héraðsdómara um klukkan 19 á fyrrakvöld, eða um hálftíma áður en móðirin fékk barnið í hendur. „Hefði ég hins vegar haft upplýs- ingar um að barnið yrði afhent, hefði ég getað hugsað upp aðrar leiðir til að tryggja hagsmuni skjól- stæðinga minna, svo sem að leita til sýslumanns og fá lögbann á afhendinguna, fá barnið afhent, eða annað slíkt. Þegar barnið er hins vegar komið í lögsögu annars ríkis fellur allt þetta um sjálft sig. Okkur finnst þessi málsmeðferð því mjög einkennileg. Einnig hefur verið rætt um að hafa hagsmuni barnsins í fyrirrúmi og þótt endanleg niðurstaða hefði orðið sú að barnið væri afhent bandarískum stjórnvöldum og kyn- móður, hefði slík ákvörðun þurft að vera á málefnalegum forsendum og byggjast á mati á hvort, hvern- ig og hvenær það væri gert, barns- f ins vegna. Ragnar Tómas gagnrýnir einnig v hvemig staðið var að töku barnsins | seinasta þriðjudag og kveðst ekki telja að hagsmunir þess hafí verið hafðir að leiðarljósi. „Við verðum að átta okkur á að barnið hefur dvalist hjá skjólstæð- ingum mínum frá fæðingu, reyndar með hléum. í dómsmáli því sem rekið var um forræðið í Bandaríkj- unum á sínum tíma, voru allir til- kvaddir sálfræðingar sammála um | að í augum bamsins gegndu um- ?■ bjóðendur mínir foreldrahlutverki, | hvort sem það var talið æskilegt til frambúðar eða ekki.“ Sjást ekki næstu ár „Barnið upplifir það hins vegar að það er sótt af ókunnugu fólki á bamaheimili og fólkið sem það hefur litið á sem foreldra sína frá upphafi, fær ekki að sjá það næstu árin. Öll tengsl voru skorin skyndi- | lega án þess að nokkur nauðsyn m væri fyrir slíku.“ *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.