Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson segist svartsýnn á lausn Smugudeilunnar Hefur miðað aftur á bak að undanfömu HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra og Guðbrandur Stein- þórsson, rektor Tækniskólans, undirrita samstarfssamninginn. Samstarfssamningur utanríkisráðuneytis og Tækniskólans Nemendur til starfa í sendi- ráðum Islands HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist svartsýnni en áður á að lausn náist í deilunni um veiði- rétt íslenzkra skipa í Smugunni í Barentshafí. Ekki sé líklegt að samningar náist á þessu ári. Hall- dór segir að afstaða Norðmanna hafi orðið neikvæðari, sem komi meðal annars fram í nýlegu svari norskra stjómvalda til Eftirlits- stofnunar EFTA (ESA) í Más-mál- inu svokallaða. Hörð afstaða í svari til ESA Halldór sagði í samtölum við norska blaðamenn, sem hér voru staddir fýrr í vikunni vegna vænt- anlegrar Noregsheimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta ís- lands, að litlar líkur séu á að samn- ingar náist og íslenzk skip muni því halda áfram veiðum í Smugunni. „Þegar ég tók við embætti utan- ríkisráðherra fýrir hálfu öðru ári taldi ég að það væri einfalt að leysa þetta mál. En við höfum ekki náð árangri. Upp á síðkastið hefur okk- ur reyndar miðað aftur á bak,“ Ekki tókst aðná bílflakinu EKKI tókst í gærdag að ná upp bifreiðinni sem vindhviða feykti í fyrradag fram af Óshlíð og endaði á hvolfi í fjöruborðinu 40-50 m neðar. Eins og sjá má er Toyota HiAce bifreiðin gjör- ónýt og ekki er að furða að bíl- stjórinn, Valdimar Lúðvík Gisla- son sérleyfishafi sem slapp með mar og skrámur úr þessari lífs- reynslu, hafi þakkað Guði fyrir að líf sitt. hefur Aftenposten eftir utanríkis- ráðherra. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið að fýrsta árið í sinni ráð- herratíð hefði náðst nokkur árangur í Smugudeilunni. „Síðan hefur þetta heldur gengið til baka. Það má til dæmis nefna í því sambandi við- brögð norskra yfirvalda við fýrir- spurnum Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem kom fram mjög hörð af- staða. Það hefur ekkert gerzt að undanfömu, sem gefur mér tilefni til bjartsýni," segir Halldór. í svari sínu til ESA telja Norðmenn ísland eiga lítinn sem engan rétt til veiði- heimilda í Barentshafí út frá þjóða- rétti. Halldór segist munu hitta Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra Nor- egs, á utanríkisráðherrafundi Norð- urlanda í byrjun febrúar og jafn- framt ræða við norsk stjórnvöld er hann fylgir forseta íslands til Nor- egs síðar í mánuðinum. „Það hefur verið gott samband á milli okkar Godals og ég er fullviss um vilja hans til að ljúka þessu máli. Hann lítur á það með sama hætti og ég, að þetta sé óheppilegt mál, sem skaði samskipti þjóðanna til lengri tíma litið og komi í veg fyrir mikil- vægt samstarf á öðrum sviðum, sem sé miklu stærra mál fyrir báðar þjóðir,“ segir utanríkisráðherra. Aðspurður hvað standi í vegin- um, fýrst ráðherrarnir séu báðir þessarar skoðunar, segist Halldór ekki ætla að leggja mat á það. „Eg er bara að lýsa því að engin niður- staða hefur fengizt. Ég reyni að leggja mat á málið með sem rétt- ustum hætti, án tillits til þess sem ég hef sagt áður,“ segir hann. Forsetinn segist vonast eftir lausn Norskir blaðamenn_ heimsóttu einnig forseta íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrr í vikunni. í viðtali við Aftenposten segist forsetinn telja að Norðmenn hafí „lítinn skiln- ing á hvað fiskurinn þýði fyrir ís- land.“ „Fiskurinn er grundvöllur efna- hagslegs _og pólitísks sjálfstæðis íslands. Ég hafði vonað að við gætum fundið lausn áður en ég kem til Noregs í opinbera heimsókn í febrúar,“ segir Ólafur Ragnar. í GÆR var undirritaður samstarfs- samningur milli utanríkisráðuneytis- ins og Tækniskólans. Framvegis munu tveir nemendur sem eru að ljúka B.Sc-prófi í útflutningsmark- aðsfræði í skólanum fá að starfa í einn mánuð í einhveiju af sendiráði íslands erlendis. Störfin eru launa- laus, en ráðuneytið veitir tvo styrki að upphæð 50 þúsund krónur hvor. Jafnframt munu tveir hópar nem- enda á sama sviði vinna að markaðs- athugun fyrir viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segist búast við góðum ár- angri af samningnum. „Ég held að þessi samningur hagnist báðum, enda er það merki góðra samninga. Ég býst við raunverulegum afrakstri af vinnu nemendanna. Ég vil ekkert fullyrða um hvort þetta gefi forgang til starfa hjá ráðuneytinu síðar, en nemendurnir munu óneitanlega hljóta ákveðna innsýn í störf þess.“ Námsbraut í útflutningsmarkaðs- fræði var stofnuð árið 1992. Hún er eins árs framhaldsnám fyrir þá sem lokið hafa tveggja ára námi á markaðssviði á iðnrekstrarbraut. Tengsl námsins við atvinnulífið eru mikil og brautin er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Nemendur menntast meðal annars í markaðs- málum, alþjóðlegum rétti og sam- skiptum og geta unnið að því að koma íslenskum vörum og þjónustu á framfæri erlendis. Býst við miklum áhuga Nemendurnir tveir sem eiga að starfa fyrir ráðuneytið verða valdir á þessu misseri og fara utan í sum- ar. Utanríkisráðuneytið mun meta hvar þeirra verður helst þörf. Guð- brandur Steinþórsson, rektor Tækni- skólans, segist búast við miklum áhuga. „Ég býst við að mun fleiri muni sækja um en komast að. Sam- starf við utanríkisráðuneytið hefur verið að þróast, meðal annars hafa starfsmenn þess sumir komið að kennslu í útflutningsmarkaðsfræði og í einstökum tilfellum tekið þátt í mati á verkefnum nemenda. Með þessum samningi getum við nýtt enn betur þá þekkingu sem til er í ráðu- neytinu á þessu sviði.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Vinnuveitendur og verkalýðsfélög sammála um að viðræður um kjarasamninga þokist ekki Formaður Dagsbrúnar spáir átökum að óbreyttu VINNUVEITENDUR og viðsemj- endur eru sammála um að ekkert þokist í viðræðum þeirra um kaup og kjör. Hvorir saka hina um að ganga ekki af heilindum til viðræðna. „Þetta var ömurlegur fundur og ég tel að við séum á upphafsreit í þessum viðræðum,“ sagði Halldór Bjömsson, formaður Dagsbrúnar, að loknum fundi hjá Ríkissáttasemj- ara í gær. „Ef menn fást ekki til að setjast niður og ræða okkar kröfur fer þetta ekki nema á einn veg. Ég heid að febrúar líði ekki öðruvísi en það komi til einhverra átaka ef maður fer ekki að eygja einhvern lífsneista í þessum viðræðum," sagði Halldór þegar hann var beðinn um mat á stöðu og horfur í viðræðunum. Sveitarfélögin annað mál Hann sagði ólíku saman að jafna að sitja fund með samninganefnd sveitarfélaganna í Ráðhúsi Reykja- víkur í gær en þar var samþykkt að fresta því um viku að vísa málum til sáttasemjara og halda áfram þeirri vinnu sem hafín er og snertir að sögn Halldórs önnur atriði en launaliði. „Þar taka menn það alvar- lega að vera í samningaviðræðum," segir hann. „Vinnuveitendur eru fastir í því að bjóða okkur tíkall á tímann og fyrirtækjasamninga. Annað sé ekki á dagskrá. Málið er á upphafsreit." „Okkur fínnst í raun og veru grát- legt að við skulum ekki hafa fengið efnislegar viðræður við verkalýðs- hreyfinguna um okkar tillögur um fyrirtækjaþátt kjarasamninganna frá því í desember," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, eftir samningafundi gærdags- ins. Þórarinn segir að sjónarmið varð- andi persónubundna ráðningar- samninga og almennan þátt og fyr- irtækjaþátt samninganna hafí verið uppi á borðinu. Dagsbrúnarmenn hafi í gær tekið undir sjónarmið verkalýðsféiaganna sem hafí leitað til dómstóla til að fá staðfest að ekki sé unnt að breyta persónu- bundnum ráðningarsamningum í kjarasamningum stéttarfélaga. „Þeir telja t.d. óheimilt að lækka samningsbundna yfírvinnu á móti taxtahækkun nema á undan fari uppsögn á ráðningarsamningi. Tvískinnungur í kröfugerð „Okkur fínnst það auðvitað frá- leit staða ef verkalýðsfélögin eru í reynd að kalla eftir því að fyrirtæk- in segi upp sínum starfsmönnum til að færa þessar persónubundnu greiðslur inn í kauptaxtann. Þetta sýnir mjög glöggt þennan vanda og tvískinnunginn í þessari kröfugerð," sagði Þórarinn og vísaði þar til krafna stéttarfélaganna um að taxt- ar verði færðir að greiddu kaupi. Þórarinn sagði að stéttarfélög og vinnuveitendasamtök væru ekki að- ilar að persónubundnum ráðning- arsamningum. Aðilar þeirra samn: inga séu inni í fyrirtækjunum. VSÍ vilji lenda almennum kjarasamning- um með því að byggja á framhalds- vinnu inni í fyrirtækjunum þar sem hægt verði, ef aðilar málsins vilji, að breyta launakerfunum þannig að fastakaup hækki á kostnað auka- greiðslna. Ekki vaktaálag Aðspurður hvað felist í kröfum Dagsbrúnar um aðlögun taxta að greiddum launum, sagði Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, að þar væru menn að tala um að skoða þá leið að taka ýmsar sporsl- ur inn í kaupið. „Það getur allt kom- ið til greina í því sambandi nema vaktaálag eða vaktaskiptagjöld. Það er vonlaust að það gæti gengið,“ sagði hann. „Við höfum sagt sem svo að við erum tilbúnir til að skoða þetta en en það þýðir að við þurfum að eiga samstarf við okkar félags- menn til þess að fá þá til að sætta sig við að hluti af þeirra launahækk- un komi fram á þennan hátt.“ Hall- dór sagði að þessi mál hefðu verið rædd á fundum i félaginu. Aðspurður hvað hann telji að kröfur Dagsbrúnar hafi í för með sér mikla aukningu á launakostnaði fyrir fyrirtæki sagði Halldór Björns- son ljóst að ef verið væri að ræða um beinar kauphækkanir væri talan um 40%. „Ef allt annað er þá óbreytt og engu má breyta í þjóðfélaginu. Þá erum við í erfíðum málum, ég viðurkenni það.“ 44% taxti, 4-6% hækkun íjarðgöngum Halldór sagði að við samninga sem gerðir voru við jarðgangagerð nýlega hafi verið farin sú leið að bæta við taxta ýmsum sporslum. Bilið á almennum töxtum og töxtum við vinnu í jarðgöngum væri nú u.þ.b. 44% en kauphækkun sú sem verkamenn hefðu fengið vegna samningsins hefði verið 4-6%. Persónubundnir samningar Aðspurður um afstöðu til máls- höfðunar verkalýðsfélagsins Sleipn- is til þess að fá viðurkenningu á að óheimilt sé að skerða persónubundin ráðningarkjör með kjarasamningi og hvort hann teldi að persónu- bundnir ráðningarsamningar mundu falla að aðlögun kauptaxta að greiddum launum sagðist Halldór telja það mál Sleipnis „svolítið furðulegt. Ef við gerðum samninga um þessi mál væri mjög erfitt fyrir stéttarfélög að sækja slíkar greiðsl- ur til baka til dómstóla án þess að missa trúverðugleika. Hins vegar gæti ég e.t.v. sem einstaklingur reynt að sækja til dómstóla það sem ég tel minn rétt.“ Halldór sagðist t.d. telja að vafí léki á að stéttarfélag gæti ógilt samning sem einstaklingur hefði gert við vinnuveitanda sinn um ákveðna greiðslu fyrir óunna yfír- vinnu. Öðru máli gilti ef um starfs- hóp væri að ræða og samið væri með samþykki hans. Einstaklings- bundnir samningar væru hins fátíð- ir innan Dagsbrúnar þótt þeir þekkt- ust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.