Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 13
FRÉTTIR
Endurskoðun á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur
Byggt á ábendingum farþega
AÐ SÖGN Lilju Ólafsdóttur forstjóra
Strætisvagna Reykjavíkur, byggja
tillögur vinnuhóps SVR að breyting-
um á leiðakerfi vagnanna á ábend-
ingum sem borist hafa frá því nýja
kerfið var tekið upp.
Meðal nýjunga í tillögunum er ný
leið, leið 9, sem aka mun frá Ártúns-
holti um Skútuvog, Vatnagarða að
Laugarnesi og til baka um Sund-
laugaveg, Sæbraut og að Ártúns-
holti. Þá er gert ráð fyrir að leið 1
flytji endastöðina frá Lækjartorgi að
Hlemmi og aki þaðan um Bergþóru-
götu að Skóiavörðustíg, Bergstaða-
stræti, Barónsstíg og að Egilsgötu.
Ekki miklar breytingar
„Breytingatillögurnar eru byggð-
ar á grundvelli ábendinga, sem safn-
að hefur verið saman,“ sagði Lilja.
„Mér líst vel á þessar tillögur en það
kann að vera að við gerum einhverj-
ar tilfærslur á þeim.“ Tiliögurnar
hafa verið lagðar fyrir stjórn SVR
og er gert ráð fyrir að þær verði
þar til umfjöllunar fram eftir febr-
úar. Sagði Lilja að gert væri ráð
fyrir að breytingarnar tækju gildi í
apríl eða maí næstkomandi. „Þetta
eru ekki miklar breytingar," sagði
hún. „Þær eru svipaðar og gerðar
hafa verið öðru hverju á leiðakerfinu
á undanförnum árum og verða þær
rækilega kynntar áður en þær koma
til framkvæmda án þess þó að boðað
verði til borgarafunda."
Að sögn Baldurs Guðmundssonar
varðstjóra SVR, en hann er einn
þeirra sem starfað hafa í leiðakerfis-
hópnum, tóku strætisvagnabílstjórar
tillögunum almennt vel á kynningar-
fundunum. „Vagnstjórar á einstaka
leiðum mölduðu aðeins í móinn og
voru óánægðir með breytingar á sín-
um leiðum, en yfirleitt var vel tekið
í tillögurnar," sagði hann. Baldur
sagði að ekki væri gert ráð fyrir
miklum breytingum á leiðum en lagt
væri til að ný leið, leið 9, færi úr
Ártúni niður í Vogahverfi og Sunda-
höfn á morgnana og aftur síðdegis,
neðan að og uppeftir. Á leið 6 og á
leið 14 væri samkvæmt tillögunum
gert ráð fyrir að bæta við einum
vagni.
„Það datt engum í hug að ekki
yrðu hnökrar á kerfinu sem nú er
ekið eftir,“ sagði Baldur, þegar hann
var spurður hvort tillögurnar sýndu
ekki að núverandi kerfi væri gallað.
„Það er ýmislegt, sem þarf að laga
og þá aðallega tímasetningar. Við
eigum við þetta vandamál að stríða
að láta vagnana hittast á skiptistöðv-
unum. Því er hægt að ná á annarri
leiðinni en verra að ná því á báðum
leiðum þegar annar vagninn ekur
lengri leið. Það hefur gengið erfið-
lega hjá okkur að stilla þetta saman
en ef það tekst þá verða ferðir á
10 mínútna fresti úr austustu hverf-
unum,“ sagði hann.
Leið 3 hættir að aka um
N eðra-Breiðholt
Meðal breytinga, sem leiðakerfis-
hópurinn leggur til að komi til fram-
kvæmda má nefna að leið 3 hættir
akstri um Neðra-Breiðholt. Ekið
verður um Sléttuveg í báðum ferðum
en íbúar þar hafa óskað eftir að leið
3 aki þar um og er gert ráð fyrir
að ekið verði að Sjúkrahúsi Reykja-
víkur þegar farið er frá Sléttuvegi.
Leið 3 mun ekki aka um Hvassaleiti
samkvæmt ósk íbúanna, sem lagt
hafa fram undirskriftalista með ósk
um að vagninn hætti að aka þar um.
Til að koma til móts við íbúa í Ból-
staðarhlíð mun leið 3 aka um Ból-
staðarhlíð-Stakkahlíð í báðum ferð-
um. Tillagan gerir einnig ráð fyrir
að leið 3 aki um Túngötu-Hofsvalla-
götu í stað Suðurgötu-Hringbraut
en lítill fjöldi farþega hefur verið á
þeirri leið sem nú er ekin eða um
Hringbraut-Suðurgötu.
Bein ferð á Kringlusvæðið
Lagt er til að leið 5 hætti að aka
um Hjarðarhaga-Dunhaga-Birkimel
og Hringbraut en aki þess í stað
eftir Suðurgötu í Skeijafjörð. Auk
þess er lagt til að leið 5 hætti að
aka Sléttuveg en þess í stað verði
komið til móts við íbúa í Norðurbæn-
um og ekið um Bústaðaveg-Kringlu-
mýrarbraut-Listabraut-Háa-
leitisbraut-Bústaðaveg. Þar með
verður komin bein ferð á Kringlu-
svæðið um Grensás.
Lagt er til að leið 6 aki Flókagötu
í stað Háteigsvegar og komi þannig
á betri þjónustu við Kjarvalsstaði en
íbúar við Háteigsveg hafa lýst
óánægju vegna aukinnar umferðar
um götuna. Tekið er fram að tillag-
an sé háð því að hægt verði að koma
fyrir viðkomustað á leiðinni að
Hlemmtorgi. Auk þess er lagt til að
leið 6 þjóni Bakkahverfi í Neðra-
Breiðholti á leið sinni að Mjódd.
Leið 7 að Fossvogskapellu
Lagt er til að leið 7 aki að Foss-
vogskapellu á austurleið en nokkuð
hefur verið um að óskað hafi verið
eftir þessari breytingu vegna þeirra
sem eiga leið í kirkjugarðinn, segir
í tillögu nefndarinnar. Fyrirvari er
gerður um að ekki verði sett hraða-
hindrun á Suðurhlíð eins og ráðgert
er. Ef haldið verður fast við þá
ákvörðun er lagt til að vagnarnir
aki Bústaðaveg í báðum ferðum án
þess að fara í Suðurhlíðar. Tillögurn-
ar gera einnig ráð fyrir að leið 7
aki um Streng-Straum og Breið-
höfða í Árbæjarhverfi í stað Höfða-
bakka-Bíldshöfða. Jafnframt er gert
ráð fyrir að akstur á leið 14 breytist
þannig að ekið verði um Strandveg-
Vættarborg-Mosaveg að Gullengi í
stað Borgarvegs. Auk þess er lagt
til að leið 14 aki um Hallsveg og
Fjallkonuveg í stað Hallsvegs og
Strandvegs.
Islenskir
söfnunar-
kassar ekki
skilað árs-
reikningum
ÍSLENSKIR söfnunarkassar sf.,
sem er í eigu Rauða kross Ís-
lands, Slysavarnafélags íslands,
SÁÁ og Landsbjargar, hafa ekki
skilað ársreikningum til dóms-
málaráðuneytisins, en sex mánuðir
eru liðnir frá lokum reikningsárs-
ins. Dómsmálaráðuneytið hyggst
skrifa félaginu bréf og ganga eft-
ir reikningunum á næstunni.
Ekki upplýsingar
um veltu
Forráðamenn íslenskra söfnun-
arkassa eru í útlöndum og fengust
því ekki upplýsingar um veltu
þeirra á síðasta ári. íslenskir söfn-
unarkassar starfa samkvæmt leyfl
frá dómsmálaráðuneytinu. Ráðu-
neytið hefur ekki skipað endur-
skoðanda með fyrirtækinu.
Tekjur af Gullnámu Happdrætt-
is Háskóla íslands eru ekki sér-
staklega sundurliðaðar í ríkis-
reikningi. Forsvarsmenn Happ-
drættisins eru einnig í útlöndum,
á ráðstefnu um happdrættismál í
Svíþjóð. Hagnaður Happdrættis
Háskóla íslands á árinu 1995 var
342 milljónir króna.
Bann ekki
á dagskrá
Spilakassar hafa verið bannaðir
í Svíþjóð á þeirri forsendu að þeir
séu undirrót margvíslegra félags-
legra vandamála. Þegar Þorsteinn
Pálsson dómsmálaráðherra var
spurður hvort slíkt gæti komið til
greina hér á landi, sagði hann að
tiltölulega skammt væri síðan Al-
þingi samþykkti sérstök lög um
slíka starfsemi eftir mikið fiaðra-
fok.
„Það hefur því ekki verið á dag-
skrá að endurskoða þau lög. En
við erum alltaf til viðræðna um
þessi álitaefni sem ég held að
menn geri sér alveg grein fyrir
hver eru,“ sagði Þorsteinn.
/
Sigurgeir Jónasson
SÖNGBRÆÐURNIR Hallgrímur Þórðarson, til vinstri, og Ing-
var Sigurjónsson, sem hafa sungið saman í kórum í yfir 50 ár.
Miðstjórnarmaður í ASÍ í sexmannanefnd
ASI sver af sér
störf fulltrúans
Hafa sung-
ið saman
í 50 ár
Vestmannacyjum. Morgunblaðið.
SÖNGBRÆÐURNIR Hallgrím-
ur Þórðarson og Ingvar Sigur-
jónsson, 71 árs jafnaldrar og
fermingarbræður, sem syngja
bassaraddir í Kór Landakirkju
í Vestmannaeyjum hafa sungið
saman í kórum í yfir 50 ár.
„Við Ingvar erum búnir að
syngja í kórum samtals í rúm
100 ár,“ sagði Hallgrímur hlæj-
andi er Morgunblaðið hafði
samband við hann. Hann sagð-
ist hafa byrjað að syngja með
Karlakór Vestmannaeyja árið
1945 og ári seinna hefði Ingvar
gengið til liðs við Karlakórinn.
Upp frá þeim tíma hefðu þeir
verið saman í kórsöng og væru
enn að.
Úr karlakórnum lá leið
þeirra söngfélaganna í Samkór
Vestmannaeyja og sungu þeir
þar um árabil en eftir eldgosið
á Heimaey fóru þeir að syngja
með Kór Landakirkju og hafa
gert síðan. Hallgrímur sagði
að söngurinn væri áhugamál
sem þeir hefðu átt sammeigin-
legt og kórstarfið væri ákaf-
lega skemmtilegt þó svo að það
væri mjög krefjandi og mikil
vinna að syngja í kirkjukór.
„Það hlýtur nú að fara að
síga á seinnihlutann í þessu hjá
okkur úr þessu en meðan við
höfum röddina í lagi og gaman
af því sem við erum að gera
þá höldum við trúlega eitthvað
áfram,“ sagði Hallgrímur.
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra hefur skipað Björn Snæbjörns-
son, formann verkalýðsfélagsins
Einingar og miðstjórnarmann og
sambandsstjórnarmann í ASÍ í sex-
mannanefnd landbúnaðarins. Mið-
stjórn ASÍ sendi á fimmtudag frá
sér yfirlýsingu þar sem segir að
Björn sé ekki talsmaður sambands-
ins í landbúnaðarmálum og störf
hans í nefndinni séu á ábyrgð hans
sjálfs og þess ráðherra sem skipaði
hann. Björn Snæbjörnsson segist
sjálfur hafa setið á fundinum og
greitt þessari tillögu atkvæði sitt.
Sambandsstjórn ASÍ samþykkti í
nóvember sl. að draga fulltrúa sína
úr öllum nefndum landbúnaðarins
vegna óánægju með störf nefnd-
anna. Þar á meðal var sexmanna-
nefnd og nú hefur viðskiptaráðherra
skipað Björn Snæbjörnsson sem full-
trúa neytenda í nefndina í það sæti
sem ASÍ dró sinn fulltrúa úr.
„Eg var á þessum fundi, greiddi
tillögunni atkvæði og fagnaði því
að hún skyldi koma fram því að ég
hef alltaf sagt að ég væri óháður
öllum sem neytandi þarna inni þann-
ig að það fer ekki á milli mála,“
sagði Björn Snæbjörnsson í samtali
við Morgunblaðið. Björn sagði að
yfirlýsingin mundi ekki hafa áhrif á
störf sín í sexmannanefnd. „Þar er
ég inni sem neytandi og óháður Al-
þýðusambandinu eða nokkru því sem
ég er að starfa við. Það var leitað
til mín sem einstaklings og ég mun
vinna eftir minni samvisku þarna
inni.“
Björn var spurður hvort seta mið-
stjórnar- og sambandsstjórnarmanns
í sexmannanefndinni drægi ekki úr
áhrifamætti þeirrar aðgerðar ASI að
draga fulltrúa sinn úr nefndinni.
Hann sagði að í ASÍ væru mörg
þúsund manns. „Eg hef ekki trú á
að allir séu sammála þar inni en það
hefur ekki borið mikið á milli manna
innan miðstjórnarinnar.“
Um það hvort hann hefði verið
ósammála þeirri ákvörðun sem sam-
bandsstjórn ASI tók í nóvember
sagði Björn að hann hefði setið þann
fund og hann hefði lagt til að málinu
yrði frestað í eitt ár. „Hin tillagan
gekk lengra og var tekin fyrir áður.
Eg vildi sjá hvernig málin þróuðust
og fresta þessu í eitt ár en aðrir
félagar mínir voru ekki sammála
mér um það. Þetta var lýðræðisleg
ákvörðun."