Morgunblaðið - 25.01.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 25.01.1997, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Mótmæli í Serbíu Samið um svæðissj ónvarp Belgfrad. Reuter. Reuter „Matsu“ heimsækir Taiwan YFIRMAÐUR ríkissjónvarps Serbíu, sem sósíalistar stýra, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar í bænum Kragujevac náðu í gær samkomulagi um stjórn svæðis- sjónvarpsstöðvarinnar þar. „Við náðum málamiðlun á fundi okkar í dag, en hún miðar að því að draga úr spennu og bæta ástandið í Kragujevac," sagði talsmaður stjórnarandstöðunnar, Aca Ra- dosavljevic. Geysileg spenna hefur verið í borginni og náði hún hámarki á fimmtudag þegar flokkur sósíal- ista neitaði að láta af hendi stjórn svæðissjónvarps og -útvarps í kjöl- far sigurs stjórnarandstöðunnar í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- um í nóvember. JESSE Helms, þingmaður á Bandaríkjaþingi og formaður ut- anríkismálanefndar öidungadeild- arinnar, líkti heimsókn utanríkis- ráðherra Kanada, Lloyds Axwort- hys, tii Kúbu í þessari viku við friðþægingarför Nevilles Cham- berlains, forsætisráðherra Bret- lands, á fund Adolfs Hitlers, kansl- ara Þýskalands, árið 1938. Helms gagnrýndi Kanadamenn harkalega eftir að hann hafði ver- Varað við bjartsýni vegna lyfja- blöndu við alnæmi BANDARÍSKI vísindamaður- inn David Ho, sem hafa verið eignaðar helstu framfarir í meðferð alnæmisveirunnar, sagði á fimmtudag að of snemmt væri að segja til um hvenær eða hvort lækning fyndist við alnæmi. Þessi ummæli Hos, sem hann lét falla á ráðstefnu um alnæmi í Washington, ganga þvert á þá bjartsýni, sem vaknaði á liðnu ári þegar hann gerði tilraunir með lyfjablöndu til meðferðar við alnæmisveir- unni. Með því að nota lyfin AZT og 3TC og lyf, sem nefnist próteasa-hindri, sýndi Ho að hægt væri að hægt var að ganga það nærri alnæmisveir- unni að hún mældist ekki í blóði. Áður en þessar niðurstöður voru birtar var talið að það hefði enga kosti að hefja lyíja- meðferð rétt eftir að maður hefði smitast af alnæmisveir- unni. Ho sagði að rannsóknir sýndu nú hins vegar að þótt hægt væri að fækka mjög al- næmisveirum í líkama virtist ekki hægt að útrýma þeim alveg með lyfjablöndunni. Þess í stað færðu sósíalistar svæðissjónvarp og -útvarp undir ríkissjónvarpið en serbneskur dómstóll hefur dæmt þann gjörn- ing ólöglegan. Áfrýjaði ríkissjón- varpið til hæstaréttar og lét kalla til um 200 lögreglumenn til að koma í veg fyrir að stjórnarand- staðan næði sjónvarpsstöðinni á sitt vald. Búist er við því að hæstiréttur úrskurði í málinu 3. febrúar. Sam- komulagið felur í sér að þangað til muni útvarpið einungis útvarpa auglýsingum og skemmtiefni. Sjón- varpið svo og ríkisdagblaðið í bæn- um munu leggja niður starfsemi, nýr framkvæmdastjóri stjórnar- andstöðunnar tekur til starfa og lögreglan verður kölluð á brott. ið viðstaddur þegar Madeleine Al- bright sór embættiseið utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Ummæli hans stönguðust alveg á við orð Bills Clintons forseta, sem lýsti yfir ánægju með að Kanadamenn skyldu gera tilraun til að fá stjórn Fidels Castro á Kúbu til að breyta stefnu sinni í mannréttindamálum en kvaðst ef- ins um að það mundi hafa áhrif. Sjálf var hún sýknuð af allri sök Mannheim. Reuter. PETER Graf, faðir tennisstjörn- unnar Steffi Graf, var fundinn sekur í gær um stórkostleg skatt- svik og dæmur í fangelsi í þijú ár og níu mánuði. Dóttir hans var hins vegar sýknuð af öllum ákær- um en hún er í Tókýó í Japan þar sem hún tekur þátt í móti á þriðju- dag. Það var dómstóll í Mannheim, sem kvað upp dóminn yfir Peter, sem er 58 ára að aldri, og einnig var Joachim Eckardt, fyrrverandi skattaráðgjafi fjölskyldunnar, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa hjálpað til við skattsvikin. Voru þeir fundnir sekir um að hafa haft af ríkinu 506 milljónir ísl. kr. í skatta. Rann- sóknin beindist einnig að Steffi sjálfri en dómarinn sagði, að eng- ar sannanir hefðu fundist fyrir aðild hennar að svikunum. Óvíst um áfrýjun Báðir sakborningamir yfirgáfu réttarsalinn án þess að tala við fréttamenn en þeir munu ekki taka til við afplánunina strax og ekki fyrr en áfrýjunarfrestur er runninn út. Hafa lögfræðingar þeirra ekki ákveðið hvort dómnum verður TAIWAN-búar fögnuðu ákaft komu líkneskis hinnar kín- versku gyðju „Matsu“, er hún var borin út úr flugvél á Taoyan- flugvelli á norðurhluta eyjarinn- ar i gær. Sjónvarpsstöðvar rufu útsendingu til að sýna beint frá komunni, sem er álitin vera stærsta skrefið til batnaðar fram að þessu á menningarsam- skiptum Kina og Taiwan. Matsu áfrýjað. Peter hefur þegar setið í gæsluvarðhaldi í eitt ár og þremur mánuðum betur en í Þýskalandi geta fangar gert sér vonir um lausn þegar þeir hafa lokið tveim- ur þriðju refsivistarinnar. Standi þessi dómur er því hugsanlegt að hann verði að sitja inni í 15 mán- uði. Lögfræðingar Peters höfðu farið fram á, að hann fengi skil- orðsbundinn dóm en saksóknarar kröfðust sex ára fangelsis. Sá einn um bókhaldið Lögfræðingur Steffi Grafs, hefur verið tilbeðin um aldarað- ir í Kína, og margir álíta hið skartgripum hlaðna líkneski, sem að jafnaði er geymt í hofi á eynni Meizhou undan strönd Kína, vera gyðjuna sjálfa, „í eig- in persónu". Samkvæmt fornri þjóðsögn var Matsu ung stúlka, sem breyttist í gyðju eftir að henni hafði mistekizt að bjarga föður sínum frá drukknun. Franz Salditt, fagnaði því, að hún var sýknuð, og sagði, að fyrir misskilinn metnað hefði faðir hennar viljað fara einn með öll hennar fjármál. „Hann hleypti engum í bókhaldið og taldi sér trú um, að hann stæði klókustu skattasérfræðingum fyllilega á sporði," sagði Salditt og rakti þessa bresti til ýmislegs, sem gerst hefði í lífi Peters: Móðir hans svipti sig lífi þegar hann var unglingur; reynt hefur verið að kúga út úr honum fé; hann hefur fengið taugaáfall og drukkið ótæpilega. Annan og Clinton Clinton heitir SÞ borgun BILL Clinton Bandaríkjaforseti lofaði Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag að borga upp vangoldin aðildar- gjöld sem nema um milljarði dollar, jafnvirði 70 milljörðum króna. Boðaði forsetinn að gjöldin yrðu greidd fyrir árið 2000. Repúblikanar, sem eru í meirihluta á þingi, sögðust hins vegar myndu setja það skilyrði fyrir greiðslum, að þær yrðu ekki inntar af hendi fyrr en vissar umbætur á stofnuninni hefðu átt sér stað. Hét Annan því að gera róttækar umbætur á starfsemi SÞ. Friður í Mið-Afríku FYRIR tilstilli afrískra milli- göngumanna tókst friður í gær í Mið-Afríkulýðveldinu, þar sem hluti hersins reis upp gegn Ange-Felix Patasse forseta. Uppreisnin hófst 15. nóvember sl. og drógust franskar her- sveitir í landinu inn í bardaga. Sérstök eftirlitsnefnd skipuð fulltrúum stjórnvalda í Malí, Gabo, Chad og Burkína Fasó mun fylgjast með framkvæmd vopnahléssamkomulagsins. Slys vegna svartaþoku ÞRÍR létu lífið og fimmtán manns slösuðust alvarlega í umferðarslysum sem urðu á hraðbrautum víða í Hollandi í gær vegna svartaþoku. Um 100 bílar lentu í stærsta árekstrin- um sem varð á milli Haarlem og Badhoevedorp. Hungnr í N-Kóreu ALÞJÓÐA Rauði krossinn sendi í gær út ákall til þjóða heims um að leggja samtökun- um til matvæli vegna neyðar- hjálpar hennar í Norður-Kóreu. Þar væri ástandið gegivænlegt að milljónir landsmanna liðu hungur vegna uppskerubrests. Meint spilling rannsökuð BENJAMIN Netanyahu for- sætisráðherra ísraels fór þess á leit við lögreglu landsins í gær, að hún rannsakaði ásak- anir um spillingu á hendur Roni Bar-On saksóknara. Sjón- varpsstöð hélt því fram á mið- vikudag, að hann hefði verið skipaður í embætti fyrir orð Arye Deri fyrrverandi ráð- herra, sem sætir nú málssókn vegna spillingar. Bar-On er sagður hafa lofað Deri því að sleppa honum við refsingu svo hann gæti haldið áfram stjórn- málaafskiptum í skiptum fyrir stuðning við Hebron-sam- komulagið. Ferð Axworthys til Kúbu Helms gagnrýnir Kanadamenn Washington. Reuter. Faðir Steffi Graf í fang elsi fyrir skattsvik PETER Graf yfirgefur réttarsalinn ásamt tveimur lífvörðum. Hann var fundinn sekur um að hafa svikið rúmlega hálfan milljarð ísl. kr. undan skatti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.