Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 24

Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 VIKll LM □SNÆVARR er sívalur hólkur, líkur flugvélar- skrokki og á að geta tekið allt að 15 manns. Sindri - sterkur í verki - leggur til allt efni í burðar virkið frá Hogoveens Aluminium, segir Stjáni og kveðst þeim þakklátur fyrir lið- veislu og skilning. Sem björgunar sveitarbíll á Snævarr að geta tekið þriggja til sex manna áhöfn með búnaði. Öku- maður situr fremst fyrir miðju, en honum til sitt hvorrar handar fjar- skiptamaður og siglinga fræðingur. □ HÉR er Stjáni með hjólabúnaðinn í höndun- um sem steypt ur verður úr áli. er nefnilega langt á milli tanka á há- lendinu og verður hún og gír- og millikassi rétt framan við miðjan bíl. Snævarr verður með sítengdu aldri- fi. Ökumaður situr fremst fyrir miðjum bíl og er gólfið þar örlítið hærra en gólfið aftar í bílnum til að ná betra sjónarhomi fram fyrir bíl- inn. Bæði hliðarhurð og hurð að aft- an verða tvískiptar. Rennur efri hluti þeirra eftir braut upp og inn í bílinn, svipað bílskúrshurðum en neðri hlutinn fellur niður. Gert er ráð fyrir að hægt verði að aka vél- sleða inn og út um afturhurðina. Á bflnum verður þriggja til fimm manna áhöfn. Eitt hugvitið varðandi Snævarr Tarfæru- trölliá Saæt/arr Morgunblaðið/Einar Falur er smurkerfið, sem Stjáni lýsir svo: „Til að forðast að óbærilegur hiti myndist í tækinu að innan eru hjólin smurð með olíuveitu frá sjálfskipt- ingu, drifum og vél þannig að sjálf- skipting og stýrisvélar hafa sameig- inlegan oh'uforða. Olía sjálfskipting- ar smyr framhjól og nýtur í staðinn kælingar og kemur í veg fyrir þyngdaraukningu og veldur því ein- nig að hjólin bila síður af völdum kulda. Annað afturhjólið kælir olí- una á drifunum og hitt afturhjólið kælir smurolíu á vél.“ Létrtari en h eppinautarnir Gert er ráð fyrir að undir Snævarri verði ekið á 38 til 44 þuml- unga hjólbörðum. Burðargeta bflsins verðui’ um 2.500 kg en brotþol hans 4.900 kg. Stjáni meik segir að bfllinn sé mun léttari en keppinautamir, vegi aðeins 133 til 200 kg á hvem far- þega en þeir allt uppí um 333 kg á farþega. Sérstaða Snævarrs felst ekki síst í einfaldleikanum. Þannig er íhlutalisti drifrásar og undirvagns aðeins 13 núm- er á móti 39 númerum í hefðbundnum bfl. Þetta er gerlegt með því að nota sömu hlutina á fleiri en einum stað, að framan, aft- an, til hægri, vinstri o.s.frv. Þetta á að geta þýtt 75% lægri bilanatíðni og tuttugufaldan líftíma slitflata. Enda ætlar Stjáni að bjóða shtábyrgð á ýms- um hlutum bílsins frá 200 þúsund kflómetram til allt að milljón km. „Þá verður Snævarr þeirrar náttúra að hann safnai- ekki á sig ís- ingu eða krapa á ferð sinni um fönn- ina,“ segir Stjáni. „Ég veit dæmi þess að Hilux-pallbfll jók þyngd sína um 600 kg í ferð á Vatnajökul, sem er nálægt þriðjungi af þyngd bflsins sem bætist við. Það munar um minna!“ IMærri þrjátíu miHjúnirP En hvað kemur dæmið til með að kosta? „Nokkuð áreiðanleg fjárhagsáætl- un um smíði á fyrsta bflnum hljóðar uppá 25 til 30 milljónir króna. Það kostar hins vegar lítið meira að hafa þá tvo í fyrsta umgangi. Verði síðan hægt að framleiða nokkuð fram í tímann uppí öragga sölu má gera ráð fyrir að Snævarr verði 25% dýrari en keppninautarnir, t.d. Econoline með framdrifi og breytingum, og er ég þá að tala um kringum 8 milljónir sem markaðsverð og fær þá kaup- 5TJANI meik, sem í skýrsl- um Hagstof- unnar og kirkjubók- um eflaust líka heitir Kristján Jónsson, hef- ur undanfarin þrjú ár undirbúið smíði á sér- stöku jöklafari, bfl sem er ólíkur þeim torfæratröhum sem við þekkjum. Hefur farartækið fengið nafnið Snævarr og hefur Stjáni þegar sýnt ýmsum aðilum teikningar svo sem björgunarsveitum og orkufyrirtækjum og fengið jákvæðar umsagnir. Má nú heita að Stjána sé ekkert að vanbún- aði að hefjast handa við smíðina - nema ef vera skyldi fjármagn. „Ég á þriggja ára laun inni hjá þessu verkefni, vægt reiknað, en Rarik, Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða hafa veitt mér samtals einnar milljónar króna styrk. Ef mér tekst að afla frekari styrkja til að greiða skuldir get ég haldið verkinu áfram og ef til vill byrjað að safna skuldum aftur!“ segir Stjáni, en hann er nú að Ijúka smíði á mótum svo steypa megi felgur og annan hjólabúnað úr áli. Stjána meik þarf ekki að kynna fyrir bflaáhugamönnum, en hann hefur í þrjá áratugi unnið við hvers kyns breytingar og bflasmíði, fer eigin leiðir, safnar og heldur til haga því sem margir álíta einskis virði en hann telur menningarverðmæti og hefur komið upp eigin safni far- tækja sem er reyndar allt annar kapítuli. Stjána meik má hiklaust telja til uppfinningamanna, segist sjálfur ekki vita hvort hann er hug- vitsmaður, hönnuður eða bjartsýnis- brjálæðingur. Hann er sjálfsagt allt þetta og starfar í Landssambandi hugvitsmanna þar sem saman koma Hugvitsmaðurínn Krístján Jónsson hefur hannað neyð- arþjónustubfl sem talinn er henta betur en erlendir keppinautar. Jóhannes Tómas- son heimsótti hug- vitsmanninn í smiðju hans í Súða- voginum. þeir sem hafa kom- ið auga á eitt og annað sem við hin höfum enga rænu haft til að hugsa um. MihiH marhaður En hvemig fékk Stjáni meik þessa hugmynd, að smíða bíl th þessara sér- hæfðu verka? „Það er mikfll markaður fyrir svona bíla og hér eru á ferðinni yfir fimm þúsund breyttir bílar og um 250 björgunar- og torfærabflar. Ég sá að í ríkjandi ástandi er viða pott- ur brotinn og að þetta hlyti að geta gengið betur. Þetta era jeppar og aðrir bflar sem smíðaðir era í allt öðram tilgangi en breytt til að geta sinnt sérstökum verkefnum og þar verður þungt þyngra. Þeir henta því í raun ekki nægilega vel. Snævarr er hins vegar hugsaður sem alhliða tor- færabfll, sérstaklega kannski til að ferðast á snjó, hann er einfaldur aldrifsbfll, sterkur og rúmar 15 manns. Snævarr hentar einfaldlega miklu betur í þessi verkefni en er- lendu keppinautarnir. Við höfum forskot á þessum sviðum, við kunn- um ýmislegt fyrir okkur, höfum mikla reynslu og eigum að nota okk- ur það,“ segir hann. Snævarr er sjálfberandi hólkur, svipaður flugvélarskrokki og borinn uppi af stífum og langböndum úr áli og er þyngd burðarvirkisins aðeins um 150 kg. Hliðarrúður verða boga- dregnar, úr plasti, svo og framrúð- an, sem er hálf kúla, miðhluti henn- ar verður úr hertu gleri. Stjáni hyg- gst nota í bílinn þriggja lítra, fjög- urra strokka og 120 hestafla Fíat dísflvél sem hann á (Iveco), því það Hvað er Parkinsonveiki? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Af hverju fær fólk Parkinsonsveiki? Er það samfara öðram sjúkdómum eða vantar lík- amann einhver efni, eða er það háð hormónastarfsemi líkamans? Er Parkinsonsveiki læknanleg eða eru til einhver lyf sem geta haldið henni í skefjum? Svar: Parkinsonsveiki (einnig nefnd Parkinsons-sjúkdómur eða lamariða) er kennd við enska lækninn James Parkinson sem lýsti veikinni fyrstur manna árið 1817. Parkinsonsveiki er hrörnun- arsjúkdómur í miðtaugakerfi sem leggst aðallega á þær taugafram- ur í heilanum sem stjórna hreyf- ingum. Þessar taugaframur mynda taugaboðefnið dópamín sem flytur boð frá einni tauga- framu til annarrar. í Parkinsons- veiki minnkar hæfileiki þessara frumna til að mynda dópamín og það bitnar á ýmsum hreyfingum eins og gangi, handahreyfingum og svipbrigðum. Orsakir Parkin- sonsveiki era óþekktar en svipuð einkenni geta komið sem auka- verkanir sumra geðlyfja, eftir heilabólgu, höfuðáverka, hefla- blæðingu, við koloxíðeitrun eða heflaæxh. Einkenni sjúkdómsins koma hægt og sígandi á mörgum áram og fyrstu einkennin era oft þau að viðkomandi dregur aðeins annan fótinn við gang, er stirður í útlimum eða hefur vægan hand- skjálfta. Þegar sjúkdómurinn versnar era einkennin oft mjög dæmigerð fyrir Parkinsonsveiki en þar er um að ræða svipbrigða- laust andlit, augnlokum er sjaldan deplað, munnur er oft svolítið op- inn og munnvatnsmyndun aukin, útlimir era stífir og sjúklingurinn stendur álútur, margir eiga erfitt með gang og ganga með stuttum óöraggum skrefum og sumir hafa handskjálfta. Skjálfti versnar við spennu og þreytu en hverfur í svefni. Sérstakt form af hand- skjálfta við Parkinsonsveiki er að þumli og vísifingri er stöðugt nuddað saman. Það sem umfram allt einkennir sjúklinga með Park- insonsveiki er frosið, svipbrigða- laust andlit og fátæklegar hreyf- ingar. Hrörnunar- sjúkdómur Parkinsonsveiki getur komið á öllum aldri en byrjar sjaldan fyrir fertugt og meðalaldur þegar fólk veikist er talinn vera um 60 ár. Talið er að um 1% fólks 65 ára og eldri sé með Parkinsonsveiki þan- nig að þetta er ekki sjaldgæfur sjúkdómur. Venjulega koma sjúk- dómseinkennin hægt og sígandi á mörgum árum, eins og áður sagði, og það er mjög misjafnt hve alvarlegur sjúkdómurinn verður. Sumir fá einungis tiltölu- lega væg einkenni sem ekki há þeim mikið, en aðrir (mikill minnihluti) verða að lokum alvar- lega veikir og deyja af afleiðing- um sjúkdómsins. Parkinsonsveiki hefur þó alltaf tilhneigingu til að versna jafnt og þétt og engin meðferð er þekkt sem getur stöðvað þróun sjúkdómsins. Þeir sem veikjast geta þó átt framund- an fjöldamörg góð ár áður en sjúkdómurinn fer að há þeim að nokkru marki. Margir sjúklingar með Parkinsonsveiki verða þung- lyndir og þurfa meðferð við því. Þar að auki þjáist um þriðjungur sjúklinganna að lokum af mismik- illi andlegri hrörnun. Á meðan einkenni sjúkdómsins era það væg að þau trafla ekki dagleg störf fólks, er ekki ástæða til að gefa neina meðferð. Mjög mikilvægt er að lifa heilsusamlegu lífi og stunda hæfilega líkams- þjálfun. Sumir þurfa að hvfla sig einhvern tíma dagsins og nauð- synlegt er að forðast þreytu og streitu vegna þess að slíkt gerir einkenni veikinnar verri. Sjúk- lingarnir þurfa oft andlegan stuðning og uppörvun þannig að fjölskylda, vinir og vinnufélagar geta hjálpað mikið. Flestir þurfa að lokum á meðferð að halda og miðar lyfjameðferð að því að auð- velda gang og aðrar hreyfingar og losa sjúklinginn við skjálfta. Til eru nokkur lyf sem geta hjálpað mikið með því að auka framboð taugaboðefnisins dópamíns í heil- anum (einkum levódópa) og nokk- ur önnur lyf geta gert gagn á ann- an hátt. Engin lyf era án auka- verkana og þessi lyf geta valdið ósjálfráðum hreyfingum, ógleði, svima og fleira. Fylgjast þarf vel með sjúklingunum og oft þarf að prófa mismunandi lyf og breyta skömmtum eftir gangi sjúkdóms- ins. Gerðar hafa verið tilraunir með ýmiss konar skurðaðgerðir gegn einkennum sjúkdómsins og stundum tekst t.d. að minnka skjálfta með heflaaðgerð. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með að flytja bita úr nýrnahettumerg á ákveðna staði í heflanum. Vegna mikilla rannsókna á þessu sviði má gera ráð fyrir talsverðum framföram á næstu áram, bæði varðandi lyfjameðferð og skurð- aðgerðir. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukknn 10 og 17 f sfma 569 1100 og bréfum cða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.