Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
JMtoguiifrlafrife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HLUTVERK
LÍFEYRISSJÓÐA
RAFIÐNAÐARSAMBAND íslands hefur krafizt þess, að
rekstrarstjóra SR-mjöls verði sagt upp störfum á þeirri
forsendu, að hann hafi borið ábyrgð á meintum brotum fyrir-
tækisins á kjarasamningi rafiðnaðarmanna við byggingu
loðnuverksmiðjunnar í Helguvík. Krafan byggist á því, að
Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna er 5-7% hluthafi í SR-mjöli
og á sjóðurinn fulltrúa í stjórn SR-mjöls.
Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands
íslands lýsir viðhorfum sínum til þessa máls svo í samtali
við Morgunblaðið: „SR-mjöl er fyrirtæki, sem við höfum
aðgang að vegna þess að við eigum hlut í því og það er
fullkomlega óþolandi fyrir okkur að vera einn af hluthöfum
í fyrirtæki sem gengur fram í því markvisst að brjóta kjara-
samninga á okkar félagsmönnum." Guðmundur Gunnarsson
bætti því við, að Rafiðnaðarsambandið mundi einnig beita
þeim áhrifum sem hlutafjáreignin veitti til þess að fá stjórn-
endur fyrirtækisins til að koma til móts við skilning sam-
bandsins á kjarasamningum.
Þessi málatilbúnaður formanns Rafiðnaðarsambandsins
vekur vissulega spurningar. Hvernig er það vald upp byggt,
sem felst í lífeyrissjóðum landsins? Stjórnir lífeyrissjóða eru
yfirleitt tilnefndar af stjórnum stéttarfélaga og atvinnurek-
enda, sem skulu síðan koma sér saman um oddamann. Til-
gangur sjóðanna er að ávaxta það fé, sem sjóðfélagar greiða
og ætlað er til ævikvöldsins. Oft er bezta ávöxtunarleiðin
kaup á hlutabréfum. Sum félög hafa kjörið fulltrúa í stjórn
lífeyrissjóðs á aðalfundum sínum, en það er ekki einhlítt,
því að kjörin stjórn hefur yfirleitt tilnefningarrétt.
Ætli stjórnir stéttarfélaga hins vegar, eins og felst í orð-
um formanns Rafiðnaðarsambandsins, að beita valdi sínu
til þess að knýja fram kröfur, sem snerta ekki það markmið
eitt að ávaxta fé viðkomandi lífeyrissjóðs vaknar sú spurn-
ing hvort ekki beri að endurskoða stjórnskipulag sjóðanna.
Er ekki eðlilegast, að haldinn sé aðalfundur hvers sjóðs og
þar séu sjóðfélagar einir atkvæðisbærir um skipan stjórnar?
Skilyrði fyrir kjörgengi til stjórnar einskorðist við aðild að
sjóðnum? M.ö.o. hinir raunverulegu eigendur sjóðsins taki
ákvörðun um, hveijir fari með málefni hans.
Hér skal ekki útilokað, að lífeyrissjóðir eins og aðrir fjár-
festar verði virkir í stjórn atvinnufyrirtækja, sem sjóðirnir
eiga vaxandi hlut í. En þá er líka tímabært, að hinir raun-
verulegu eigendur sjóðanna taki með lýðræðislegum hætti
ákvörðun um stjórn þeirra. Krafa formanns Rafiðnaðarsam-
bandsins um brottrekstur starfsmanns í fyrirtæki á þeirri
forsendu, að rafiðnaðarmenn eigi hlutabréf í fyrirtækinu er
fráleit og raunar fyrir neðan allt velsæmi að setja slíka kröfu
fram. Hún vekur hins vegar áleitnar spurningar um breyting-
ar á yfirstjórn lífeyrissjóðanna.
Framkvæmdastjórn Ferðamalaráðs lýsir áhyggjum vegna
Samráð ver
uppbyggii
*
Framkvæmdastjóm Ferðamálaráðs Islands se
vikunni þar sem lýst er yfír áhyggjum af afleic
virkjanir og uppbyggingu stóriðju sem nú er un
vill ráðið að fullt tillit verði tekið til ferðaþjónuí
virkjana og stóriðjuvera. Hallur Þorsteinsson
stjóra og kannaði viðhorf nokkurra aðila í ferðs
MAGNÚS Oddsson ferða-
málastjóri segir að til
að koma í veg fyrir allan
misskilning þá sé álykt-
un framkvæmdastjórnar Ferða-
málaráðs ekki ályktun gegn upp-
byggingu virkjana og stóriðju hér
á landi heldur sé fyrst og fremst
verið að benda á og hvetja til þess
að hugað verði betur að staðsetn-
ingu slíkra mannvirkja í framtíðinni
vegna sjónmengunar og þeirrar
ásýndar sem það gefi landinu.
„Tilefnið er að við erum að fá
núna niðurstöður úr hverri könnun-
inni meðal erlendra gesta á fætur
annarri, sem sýna okkur að það er
þessi ásýnd og náttúran eins og hún
kemur fólki fyrir sjónir, sem hefur
mest áhrif á að hingað skuli koma
erlendir gestir," sagði Magnús, en
hann tekur fram að í könnununum
hafi ekkert verið spurt um viðhorf
útlendinga til stóriðju eða virkjana-
framkvæmda sérstaklega.
Hann segist ekki geta svarað því
hvort þær virkjanir og stóriðjuver
sem þegar hafa verið byggð séu
þyrnir í augum erlendra ferða-
manna sem hingað koma, en því
sé þó ekki að leyna að sumum komi
á óvart að sjá álverið í Straumsvík
og umhverfi þess við upphaf ís-
landsferðar sinnar.
„Málið snýst um það að menn
hugi meira að staðsetningu slíkra
á íslandi að í kringum iðnað, svo
ekki sé talað um stóriðju, eigi ljót-
leikinn að ráða. Það er þessi reynsla
sem gerir það að verkum að við
teljum að skipulagsyfírvöld og ríkið
eigi að haga staðarvali þannig að
stóriðja valdi ekki sjónmengun. Við
höfum ekkert vit á annarri mengun
og erum ekkert að skipta okkur af
erum ekki að gagnrýna eitthvað
sem þegar er orðið í sambandi við
virkjanir heldur kannski það sem
hugsanlega gæti gerst. Við viljum
að menn hugsi út í það að þessir
atvinnuvegir þurfa að lifa saman í
sátt og að fullt tillit sé tekið til allra
sjónarmiða og þannig verði staðið
að málum að náttúruspjöll verði
FERÐAMÁLARÁÐ íslands vill að fullt tillit verði tekið til ferðaþjónustu við
A
SPILAFIKN
SPILAFÍKN er sjúkdómur líkt og afengissýki,“ segir Sig-
' mar Björnsson ráðgjafi hjá SAÁ, í viðtali við Morgun-
blaðið í gær. Flestir, sem freista gæfunnar í spilakössum,
bingóum, happdrættum eða getraunaleikjum sleppa heilir frá
þátttöku; fyrir aðra er hún upphafið að endinum, eins og
þegar áfengissjúklingur drekkur fyrsta glasið. „Miðað við
fjöldann sem komið hefur í meðferð er trúlegt,“ segir Sig-
mar, „að þeir sem eru í persónulegum þrengingum vegna
spilafíknar séu ekki undir þúsund manns og þá eru ótaldir
aðstandendur þeirra, sem einnig líða fyrir sjúkdóminn." Á
rúmu ári hafa 100 manns leitað ráða hjá SÁÁ vegna spila-
fíknar og 75 farið í meðferð.
Fjöldi einstaklinga hefur fórnað afkomu og hamingju -
sem og velferð eigin fjölskyldu - á altari spilafíknar. Rann-
sóknir á spilasjúkum eru of skammt á veg komnar til að
hægt sé að alhæfa um orsakir sjúdómsins, en sitthvað bend-
ir til að fíknin gangi að erfðum. Staðreynd er hins vegar
að þessi fíkn er til staðar í samfélagi okkar og veldur fjöl-
mörgum fjárhagslegum og persónulegum þrengingum, að
ekki sé fastar að orði kveðið. Það er því eðlilegt að fólk
velti því fyrir sér, hvort réttlætanlegt sé að leyfa starf-
rækslu á spilakössum eða hliðstæða fjáröflun.
Hér á landi njóta ýmsar mikilvægar hjálpar-, heilbrigðis-,
íþrótta- og menntastofnanir ágóðans á getrauna-, happdrætt-
is- og spilakassamarkaðinum. Lokist þessi tekjuleið þarf trú-
lega að tryggja aðra samsvarandi í staðinn. Eftir sem áður
hlýtur sú spurning að leita á samvizku þeirra, sem leikregl-
ur setja í íslenzku samfélagi, hvort verjandi sé að byggja
fjáröflun, jafnvel til hinna þörfustu mála, á spilafíkn, sem
ýmsir skilgreina sem sjúkdóm.
mannvirkja í framtíðinni, hönnun
þeirra og útliti með tilliti til sjón-
mengunar. Það þarf einfaldlega að
skipuleggja þessi mál lengra fram
í tímann til að koma í veg fyrir
árekstra á milli atvinnugreina, og
það þarf að reyna að vinna þessa
hluti þannig að búið sé að sætta
aðila áður en að framkvæmdum
kemur,“ sagði Magnús.
Lögmál að
ljótleikinn ráði
Pétur J. Eiríksson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Flugleiða, á
sæti í framkvæmdastjórn Ferða-
málaráðs og sagði hann flesta í
framkvæmdastjórninni vera
hlynnta stóriðju og virkjanafram-
kvæmdum sem slíkum. Hins vegar
þyki þeim að ekki hafí verið tekið
tillit til annarra sjónar-
miða, t.d. ferðaþjónustu
eða landbúnaðar, við
skipulag og staðsetningu.
„Þegar við tölum um
umhverfísslys þá erum við
Hugsa verður
um hagsmuni
þjóðarinnar
í heild
henni. En þegar við erum að selja
vöru sem byggist á hreinleika lands
sem er ekki þéttbýlt þá viljum við
auðvitað ekki láta eyðileggja þá
ímynd ef hægt er að komast hjá
því. Þetta er það sem vakti fyrir
okkur,“ sagði Pétur
Aðspurður hvort hann hefði sem
starfsmaður Flugleiða orðið var við
það í samskiptum sínum við erlenda
ferðamenn að stóriðjuver og
virkjanir fæli ferðamenn frá landinu
sagði Pétur að það hefði kannski
gert það hvað varðar stóriðjuverin
en ekki virkjanirnar.
„Erlendir ferðamenn hafa haft
orð á þessum verksmiðjum og ég
verð að viðurkenna að maður er
að verða æ meir meðvitaður um
þetta sjálfur. Maður hefur alltaf lit-
ið á þetta sem eitthvert sérvisku-
mál, en ég er farinn að
sjá þetta svolítið öðrum
augum og ég held að það
sé að gerast hjá ferða-
þjónustunni að menn eru
að verða meira meðvitaðir
meðal annars að vísa til
innreiðarinnar til Reykjavíkur sem
er sennilega sú ljótasta sem vestur-
evrópsk borg getur státað af. Hún
verður það reyndar ekki fyrr en
komið er að Straumsvík, en það
virðist vera eins og það sé lögmál
um gildi umhverfisins fyr-
ir ferðaþjónustuna. Ég hefði
kannski ekki séð hlutina með þess-
um augum fyrir tveimur árum.
Við erum fyrst og fremst að tala
um að menn taki tillit til þessa at-
vinnuvegar í framtíðinni, en við
ekki meiri en nauðsynlegt er,“ sagði
Pétur.
Virkjanir og stóriðjuver
eftirsóttir ferðamannastaðir
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri
Hótels Reynihlíðar við Mývatn, seg-
ist taka undir það sjónarmið sem
fram hafi komið að einhveijir eftir-
sóttustu ferðamannastaðir séu
virkjanir og stóriðjuver.
„Að minnsta kosti fínnst fólki til
dæmis eftirsóknarvert að koma að
Kröfluvirkjun og við fáum oft fyrir-
spurnir um það hvort hægt sé að
koma og skoða Kísiliðjuna. Það er
ekki þar fyrir að Kísiliðjan mætti
hafa miklu snyrtilegra í kringum
sig, en mannvirkið sjálft vekur já-
kvæða athygli frekar en hitt. Fólk
hefur yfirleitt skilning á því að
menn þurfa að lifa á einhveiju og
nýta auðlindir og það þykir eðli-
legt. Að mínu viti mega menn auð-
vitað ekki hlaupa útundan sér og
þora ekki að nýta neitt og ætla
bara að vera í einhverju stöðnunar-
ástandi. Það vill enginn vera á slík-
um stað,“ sagði Pétur.
Hann sagði að í þessu sambandi
væri fróðlegt að líta til ályktunar
Náttúruverndarráðs þar sem því
var hafnað að kanna frekar um-
hverfismat á virkjun í Bjarnarflagi