Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 31 áætlana um virkjanir og stóriðju ðium tigu tndi frá sér ályktun í kngum áætlana um nið eftir hérlendis og 3tu við staðsetningu ræddi við ferðamála- iþjónustu til málsins. sem væri eins konar aðkoma að Mývatni, „Við getum séð hvernig Bjarnar- flag er allt útjaskað í dag og borið það saman við það hvernig Lands- virkjun hefur gengið snyrtilega frá í kringum Kröfluvirkjun. Við hefð- um margir frekar viljað sjá virkjun í Bjarnarflagi og þá gengið snyrti- hvort það verði gerður góður vegur yfir Sprengisand, þá segja þeir að það megi alls ekki. Svona var þetta líka fyrir 20 árum þegar menn voru spurðir hvort þeir vildu hafa mal- bikaðan hringveg í kringum ís- land,“ sagði Halldór. Hann segist ekki hafa orðið var við að þær virkjana- og stóriðju- framkvæmdir, sem þegar hefur verið ráðist í hér á landi, hafi vald- ið nokkrum skaða hvað varðar komu erlendra ferðamanna til landsins, heldur þvert á móti hafi það leitt til þess að vegakerfið hafi orðið betra og þannig stuðlað að aukinni ferðamennsku. Hvað varð- ar fyrirhugaðar virkjana- og stór- iðjuframkvæmdir segist Halldór ekki geta ímyndað sér að þær geti haft nokkur áhrif á straum erlendra ferðamanna til landsins. „Frekar held ég að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif heldur en stór- iðja ef rétt er að henni staðið. Það geta auðvitað allir viðurkennt að álver í Hvalfirðinum kemur til með að raska dálítið hugarró íslendinga að minnsta kosti, en járnblendið hefur ekki hlotið nein ámæli frá útlendingum svo ég hafi heyrt að minnsta kosti. Ef rétt er að þessum málum staðið þá tel ég að það sé pláss fyrir alla, og ég held að það sé aðalatriðið að fara varlega áfram og hver reyni að troða sem minnst i staðsetningu virkjana og stóriðjuvera. lega frá því frekar en að hafa það svona eins og einskismanns land eins og það lítur út núna. Ferða- menn hafa vissulega áhuga á því að komast þangað þar sem allt er algjörlega ósnortið, en það hefur enginn gaman af því að sjá eitthvað sem er búið að hrófla við og ganga illa frá. Þetta er því spurningin um að nýta alla hluti skynsamlega, og þeir erlendu ferðamenn sem ég hef samband við eru mjög sáttir við það hvernig gengið er um þessa hluti hér og þeim finnst það eðlilegt,“ sagði Pétur. Hefur stuðlað að aukinni ferðamennsku Halldór Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Safaríferða, segist ekki hafa heyrt nokkurn erlendan ferðamann ræða um það sem gert hefur verið á sviði stóriðju eða virkj- anaframkvæmda hér á landi. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur ef þeir eru spurðir, en ef þeir eru ekki spurðir þá hafa þeir ekki áhyggjur vegna þess að þá vita þeir ekki hvað stend- ur til. Það er alveg eins og þegar verið er að tala um það hvort út- lendingar hafa áhyggjur af því á hagsmunum annars og hugsa um hagsmuni þjóðarinnar í heild.“ Fara verður með gát í allri uppbyggingu Gunnar Guðmundsson hjá Ferða- skrifstofu Guðmundar Jönassonar sagði að ekki mætti gleyma því að hvort tveggja þyrfti að vera til hér á landi, ferðaþjónustan og stóriðjan, en fara yrði með gát í allri uppbygg- ingu. Ekki mætti gleyma því að virkjanarannsóknir hafi á sínum tíma orðið til þess að opna hálendið fyrir umferð ferðamanna og þannig verði að skoða heildarmyndina þeg ar fjallað sé um þessi mál en ekki slíta hlutina úr samhengi. „Það. er til dæmis spurning hve- nær brú hefði komið á Tungnaá ef engar virkjanaframkvæmdir hefðu átt sér stað, og í þessu sambandi mætti hafa í huga ljóðlínur Tómasar Guðmundssonar um að landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt og á sama hátt mætti segja að það væri lítils virði ef enginn kæmist þangað. Það þarf að reyna að ná sátt um þessi mál, en þegar menn koma fram og einblína algjör- lega á annan þáttinn, þá mun það ekki leiða til sátta,“ sagði Gunnar. Náttúruspjöll verði ekki meiri en nauð- synlegt er Reuter JAVIER Solana, framkvæmdastjóri NATO (t.v.) á fundi með Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Moskvu. Rússar hafa fordæmt áform um stækkun bandalagsins til austurs en fullvíst er talið að hún verði stað- fest á leiðtogafundi NATO í júlímánuði. Auknar efasemdir um stækkun NATO I Bandaríkjunum hefur andstaða við áform um stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs farið vaxandi og ýmsir þekktir sér- fræðingar hafa lýst yfir efasemdum sínum um ágæti þessa. Auk gífurlegs kostnaðar nefna margir að stækkun bandalagsins geti orðið vatn á myllu „haukanna“ í Moskvu. BÚIST er við, að ákvörðun um stækkun Atlantshafs- bandalagsins, NATO, verði tekin um mitt þetta ár en innan bandalagsins eru þó ekki allir á eitt sáttir um þessi áform. í Bandaríkjunum hefur andstaðan við stækkunina farið vaxandi og þótt þar sé aðeins á ferðinni hávær minnihluti, þá er um að ræða mál, sem ný ríkisstjórn Bills Clintons verður að taka á strax. Vilja sumir gagnrýnenda áætlunarinnar, að Clinton, sem þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af endurkjöri í næstu kosningum, leggi hana á hilluna eða breyti henni í víðtæka langtímaáætl- un um stöðugleika í Evrópu. Umræður um stækkun NATO hafa staðið í meira en tvö ár en það er kannski fyrst nú, sem málið kemst verulega á dagskrá í Washington. Er ástæðan helst sú, að Bandaríkja- stjóm ætlar að leggja að Rússum að fallast á víðtækt bráðabirgðasam- komulag um evrópsk öryggismál, þar á meðal um stækkun NATO, á næstu mánuðum. Samið fyrir heimsókn Jeltsíns? Fyrirhugað er, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, komi í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í mars eða apríl en haft er eftir heimildum í bandaríska utanríkisráðuneytinu, að heimsóknin verði tilgangslítil verði ekki búið að semja um þessi mál áður. Strobe Talbot, aðstoðarut- anríkisráðherra og einn ákafasti tals- maður stækkunar NATO, spáir því hins vegar, að mikið verði unnið í þeim á næstu vikum. Robert Zoellick, sem starfaði fyrir Bush-stjórnina, segir, að fram að þessu hafi Bandaríkjastjórn og þeir, sem styðja stækkun NATO, haldið málinu utan við umræðuna innan- lands vegna þess meðal annars, að báðir frambjóðendurnir í forseta- kosningunum í nóvember hafi verið því hlynntir. Segir hann og Talbot einnig, að nú hyggist ríkisstjórn Clintons og repúblikanar líka reyna að skapa góða stemmningu fyrir stækkuninni fýrir leiðtogafund NATO-ríkjanna í júlí. Andstaðan við hugmyndina hefur þó verið vaxandi allt frá því Clinton kvað upp úr með hana í Póllandi í janúar 1995. Hún fékk svo byr und- ir báða vængi í síðasta mánuði þeg- ar Utanríkismálaráðið, óháð en áhrifamikil samtök um utanríkismál, lýstu efasemdum um hana. Engin haldbær rök í umræðum um stækkunina var Michael Mandelbaum, kunnum, frjálslyndum fræðimanni, vel fagnað þegar hann sagði, að Bandaríkja- stjóm hefði engin haldbær rök fyrir stækkuninni og markmiðið með henni — til dæmis að finna NATO, nýtt hlutverk að kalda stríðinu loknu — tæki ekki nægilega á evr- ópskum öryggismálum. Hvernig getur NATO, spurði hann, leyst deilur milli þjóða og þjóð- arbrota í Austur-Evrópu þegar það er ófært um að leysa Kýpurdeiluna þótt hvorirtveggju, Grikkir og Tyrk- ir, eigi aðild að bandalaginu? Gagnrýnendur stækkunarinnar segja einnig, að kostnaðurinn við að færa heri Mið-Evrópuríkjanna upp á NATO-planið muni bitna á efnahags- uppbyggingunni en menn geta sér " til, að hann verði einhvers staðar á bilinu 40 til 100 milljarðar dollara, 2.700 til 6.800 milljarðar ísl. kr. Veik staða Rússa Brent Scowcroft, fyrrverandi ör- yggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði, að dregið hefði úr mikilvægi stækkunarinnar á síðustu tveimur árum þar sem stöðugleiki ríkti í Mið- Evrópu og frammistaða rússneska hersins í Tsjetsjníju sýndi, að af hon- um stafaði lítil ógn. Hvað sem þessu líður er þó ljóst, að Mið-Evrópuríkin binda vonir sínar um stöðugleika við aðild að NATO og þótt Scowcroft hafí sínar efa- semdir, þá telur hann það beinlínis' hættulegt að hætta nú við stækkun- ina. Upphaflega lagði hann þó til, að NATO ábyrgðist öryggi þessara ríkja einhliða og án þess að taka þau inn í bandalagið. Andstæðingar stækkunarinnar segja, að veik staða Rússa sé ein helsta röksemdin fyrir því að fjölga aðildarríkjunum ekki. í þeim hópi er til dæmis Sam Nunn, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður frá Georg- íu, en hann segir stækkun nú geta hrætt Rússa til að sýna Eystrasalts- ríkjunum og Úkraínu yfírgang með það fyrir augum að nota þau sem múr á milli sín og NATO. Aðrir segja, að stækkunin muni verða vatn á myllu haukanna í Moskvu en ef við'' hana yrði hætt, myndi það styrkja lýðræðisþróunina í Rússlandi. Hvað gerir öldungadeildin? Hugsanlegt er, að stækkunin fái ekki tilskilinn atkvæðafjölda í banda- rísku öldungadeildinni, 67 af 100 atkvæðum, en Charles Kupchan, sem átti sæti í öryggisráðinu í fyrri ríkis- stjóm Clintons, segir, að það myndi sýna Evrópu, að Bandaríkjaforseti gæti ekki reitt sig á samþykki þingsins við hernaðarafskiptum í Norðurálfu. Talbot og Zoellick telja þó, að Clinton muni fá stuðning öldunga- deildarinnar þegar þar að kemur, lík- lega árið 2000. Almenningur styðji stækkun bandalagsins og leiðtogar beggja flokkanna einnig. Heimild: The International Her- ald Tribune. „Engin hald- bær rök fyrir stækkun"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.