Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 33 r AÐSENDAR GREINAR Hugsjón eða gaspur SÚ VAR tíð að fá orð lýstu íslenskum sjávarútvegi betur en fj ármagnsskortur. Fiskveiðistefnan og efnahagsstefnan gerðu það að verkum að sjávarútvegurinn var í besta falli rekinn á núlli. Krafan um hagkvæmni var neðar- lega á forgangslista stjórnenda sjávarút- vegsfyrirtækja í land- inu, enda fátt í um- hverfinu, sem hvatti til þess. Fyrirtæki í sjávar- útvegi gátu ekki með eigin rekstri byggt upp eigið fé. Stjórnendur fyrirtækja eyddu mestum tíma sín- um í að knékijúpa fyrir banka- stjórum til þess að ná í rekstrarfé. Ætti að framkvæma eitthvað þurftu þeir þar að auki að skríða fyrir stjórnmálamönnum til þess að knýja á um fyrirgreiðslu með ríkisábyrgð á lágum vöxtum. Það var viðurkennt hlutverk stjórn- málamanna að bjarga rekstri ein- stakra fyrirtækja með opinberri fyrirgreiðslu þegar þau lentu í rekstrarerfiðleikum. Árangur sem ekki er talað um Á örfáum árum hefur tekist að gjörbreyta þessum aðstæðum. Með nokkrum sanni má segja að algjör umskipti hafí orðið að þessu leyti. Það er afleiðing breyttrar efnahagsstjórnunar og markvissrar fískveiði- stefnu. Áður fyrr var það venja að ríkisstjórnir voru um áramót að gera meiriháttar ráð- stafanir með gengis- breytingum og milli- færslum af ýmsu tagi til þess að rétta við stöðu sjávarútvegsins. Að undanförnu hafa einstaklingar og stórir fjárfestar hinsvegar verið í röðum til þess að koma fjármagni sínu fýrir í arðvænleg- um fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þetta hefur ekki aðeins verið tákn um heilbrigðara efnahagslíf heldur einnig sýnilegur vottur um betra jafnvægi milli atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni og höfuðborgar- svæðinu. Það er athyglivert að þeir sem mest tala og skrifa um málefni sjávarútvegsins um þessar mundir sjá sjaldan eða aldrei ástæðu til að fjalla um þann gríðarlega árangur sem náðst hefur. Þó að þessi umræðublinda sé athygliverð staðreynd er hún af minni hálfu ekki verð sérstakrar umræðu. En skörin er farin að færast upp í bekkinn þegar andstæðingar fískveiðistjómunarkerfisins eru eins og í örvæntingu famir að gera í fjölmiðlum tilraunir til þess að koma í veg fýrir að árangurinn fái að koma í ljós. Þegar forystu- menn í stjórnmálum eru farnir að beita blekkingum í þeim tilgangi er það tilefni umræðu og umfjöll- unnar. Hræðsluáróður gegn fjárfestingum Það var með heyranlegri vel- þóknum að fréttamaður hóf fréttatíma Ríkisútvarpsins fyrir Enginn fótur er fyrir því, segir Þorsteinn Pálsson, að hlutabréf í sj ávarútvegsfy rirtækj - um hafí almennt verið seld á yfirverði. skömmu á því að flytja þjóðinni þau tíðindi að Sighvatur Björg- vinsson formaður Alþýðuflokks- ins varaði lífeyrissjóðina við því að fjárfesta fyrir milljarða króna í sjávarútvegsfyrirtækjum á upp- sprengdu verði. Og í beinni ræðu sagði Sighvatur: „Og ég segi bara einfaldlega það, að ef að lífeyris- sjóðir sem eiga að tryggja afkomu sjóðsþega í framtíðinni og aðrir slíkir aðilar ætla að fara að fjár- festa á nýbyijuðu ári fyrir millj- arða við svona aðstæður á upp- sprengdu gengi fyrirtækja sem Þorsteinn Pálsson ekki kannske skila nema kannske í meðallagi góðum arði, ja þá bið ég bara Guð að hjálpa okkur.“ í þessu viðtali skáru mótsagn- irnar í eyru. í byrjun hneykslaðist formaður Alþýðuflokksins á því að verið væri að flytja milljarða króna til örfárra einstaklinga. En síðar hélt hann því fram að rekst- ur sjávarútvegsfyrirtækjanna á íslandi skilaði ekki þeim arði að það væri líklegt að raungildi hlutabréfa í þeim væri neitt í lík- ingu við það sem verið væri að kaupa þau fyrir. Ég hef ekki í annan tíma heyrt mann tala svo rækilega í kross og þar með kippa stoðunum undan eigin málflutn- ingi í einu og sama fréttaviðtal- inu. Þær staðreyndir liggja fyrir um þau sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru á almennum hlutabréfamark- aði, að arðsemiskröfur sem gerðar hafa verið til þeirra eru mjög svip- aðar og annars staðar í atvinnulíf- inu, eða um 5-7%. En dæmi eru til um 10% arðsemiskröfur. Hluta- bréfavísitala sem sett var á 100 í árslok 1991 var í lok síðastliðins árs komin í 280 stig. Fyrir sjávar- útvegsfyrirtæki á hlutabréfa- markaði var hún í 300 stigum, en í rúmlega 400 stigum fyrir iðnfyr- irtæki. Þegar þessar staðreyndir eru virtar sést glöggt að enginn fótur er fyrir því að hlutabréf í sjávarút- vegsfyrirtækjum hafi almennt verið seld á yfirverði og í ósam- ræmi við það sem annars staðar gerist. Aukinheldur ættu stjórn- málamenn að treysta þeim sem fjárfesta til þess að taka slíkar ákvarðanir. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa vit fyrir markaðnum. Það hefur hvergi gefist vel. Gamalt fyrirgreiðslukerfi - ný hugsjón En hvað vakti þá fyrir for- manni Alþýðuflokksins? Það verð- ur ekki séð að tilgangurinn hafi verið annar en sá að koma í veg fyrir að þau fyrirtæki sem á næst- unni eru að fara út á hlutabréfa- markaðinn til að styrkja eiginfjár- stöðu sína nái tilætluðum ár- . angri. Eitt af þeim fyrirtækjum er nýtt sameinað félag á Vest- fjörðum. Það er tákn um nýja viðspyrnu í sjávarútvegi Vestfírð- inga. Ef menn taka almennt mark á ummælum Sighvats Björgvins- sonar er líklegt að tilraun þessa vestfirska fyrirtækis til þess að endurskipuleggja fjárhaginn og treysta eiginfjárstöðuna fari út um þúfur. Geri menn hins vegar ekkert með það sem þingmaður- < inn sagði á fyrirtækið ugglaust , ' góða möguleika á að ná markmið- um sínum. Það yrði mikilvægur áfangi í að styrkja atvinnustarf- semi á Vestfjörðum. En takist formanni Alþýðu- flokksins með hræðsluáróðri að koma í veg fyrir að einstaklingar og fjárfestar setji peninga í sjávarútvegsfyrirtæki er komin upp svipuð staða og hér áður fyrr þegar stjórnendur þeirra þurftu að knékrjúpa fyrir stjórnmála- mönnum til þess að fá fjármagns- fyrirgreiðslu af ýmsu tagi. Það eru ekki nema átta ár síð- an ríkisstjórn með aðild Alþýðu- flokksins stóð upp fyrir haus í því , að dreifa milljörðum króna af peningum skattborgaranna fyrir þá sök að ekki var vilji til þess af hálfu Alþýðuflokksins að gera almennar efnahagsráðstafanir. Engu er líkara en formaður Alþýðuflokksins líti á eiginfjár- myndun í sjávarútvegi, helstu at- vinnugrein landsbyggðarinnar, sem óþolandi eignatilfærslu. Engu er líkara en gamla fyrirgre- iðslukerfið sé raunverulega hin nýja hugsjón jafnaðarstefnunnar. • Eða var þetta ef til vill bara gasp- ur til að þyrla upp moldviðri? Höfundur er sjávar- útvegsráðherra. Á að verðlauna þá sem héldu uppi háu iðgjöldunum? markaði. Bótasjóðirnir eða vá- tryggingaskuldin eins og þeir eru nú kallaðir, geta gert tryggingafé- lögunum mögulegt að hagræða skattalegum hagnaði frá ári til árs. Allt er þetta að gerast þrátt fýrir að yfir vátryggingagreininni vaki ríkisskipað eftirlit. Uppsögn bílatrygginga FÍB fór fram gegn óeðlilega háum ið- gjöldum bílatrygginga á miðju ári 1995. Gömlu tryggingafé- lögin lýstu þá yfir að allt væri með eðlileg- um hætti og sökuðu FÍB um áróður án innihalds. Þrátt fyrir stór orð er það stað- reynd að þessi sömu félög bjóða viðskipta- vinum sínum núna um 20% lægri iðgjöld af bílatryggingum en þeim stóðu til boða fram á haustið 1996. Flestum er kunnugt hvers vegna félögin lækkuðu iðgjöldin. Innkoma FÍB-tryggingar hjá Lloyd’s í lok september á síðasta ári var hreyfiaflið. Með tilkomu FÍB-tryggingar var boðið upp á bílatryggingar sem voru allt að 35% lægri en aðrar sambærilegar tryggingar á markaðnum. Neyt- endur tóku við sér og gömlu trygg- ingafélögin lækkuðu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. VÍS reið á vaðið og lækkaði iðgjöld ökutækja- trygginga sinna þegar í september og í byijun október lækkuðu hin félögin sín iðgjöld einnig. Allt gerist þetta í kjölfar þess að talsmenn þessara sömu félaga höfðu fullyrt frammi fyrir allsher- jarnefnd Álþingis og í fjölmiðlum að gera mætti ráð fyrir allt að 30% hækkun á iðgjöldum bflatrygginga, vegna breytinga á skaða- bótalögum sem komu til framkvæmda á miðju ári! Getur verið að allsheijarnefnd hafi ekki krafið for- svarsmenn trygginga- félaganna um skýr- ingar á þessum rang- færslum? Eftir stend- ur staðfesting á full- yrðingum FÍB; trygg- ingafélögin hafa um árabil tekið allt of há iðgjöld af bíleigend- um. Sparar tvö þúsund krónur á mánuði Barátta FÍB fyrir lækkun trygginga og sá árangur sem náð- ist með innkomu FÍB-tryggingar á markaðinn hefur haft veruleg áhrif á hag heimilanna. Miðað við eitt ár lækka iðgjöld bílatrygginga um milljarð. Bílatryggingar vega þungt í vísitölu neysluverðs þannig að lækkunin skilar heimilunum öðrum milljarði vegna lækkunar verðbóta. Að meðaltali fær því hver fjölskylda í landinu pm 24 þúsund krónur á ári til ráðstöfun- ar, eða 2.000 krónur á mánuði, vegna samstöðu FÍB-félaga. FÍB- trygging skilaði launþegum meiri kjarabót á nýliðnu ári en nokkuð annað. Miðað við eitt ár, segir Runólfur Olafsson, lækka iðgjöld bílatrygg- inga um milljarð. Hækka iðgjöldin innan þriggja ára? Á blaðamannafundi sem VIS hélt í tilefni af iðgjaldalækkunum sínum sagði Axel Gíslason for- stjóri fyrirtækisins... að það kæmi í ljós innan þriggja ára að iðgjöldin ættu eftir að hækka (Mbl.27.9. 1996)! Var forstjóri markaðsleiðandi fyrirtækis að lýsa því yfír að VÍS væri að bjóða tíma- bundin óraunhæf iðgjöld til þess að drepa niður samkeppni? For- stjórinn gaf samkeppninni á þriðja ár og að þá færi allt í fyrra horf. I ljósi þessarar yfírlýsingar virðast hagstæðar ytri aðstæður og fækk- un tjóna ekki hafa áhrif á iðgjöld íslenskra tryggingafélaga heldur aðeins áreiti ef það kemur utan frá. Hugsanlega telur forstjórinn sig þekkja viðskiptavini sína og treystir því að þeir verði leiðitamir og haldi áfram að verðlauna þá fyrir ofuriðgjöldin með því að eiga viðskipti við þá? íslenskir neytend- ur eru hættir að láta bjóða sér svona viðskipti. Öll góð viðskipti ganga út á það að báðir aðilar, kaupandi og seljandi, séu ánægðir með sinn hlut. Bílatryggingafélög- unum hefur liðist á undanliðnum árum að selja vöru sína allt of háu verði. Það er kaldhæðnislegt að tryggingafélögin hóti viðskipta- vinum sínum að hækka iðgjöld heimilis- og húseigendatrygginga flytji þeir bílatryggingar sínar. Viðskiptavinirnir muna fyrri yfir- lýsingar að vegna áralangs taps af bflatryggingum hafi þær verið niðurgreiddar með öðrum trygg- ingum. Neytendur eru meðvitaðir um rangfærslurnar en allar breyt- ingar krefjast aðgerða. Bótasjóðir Tryggingafyrirtækin hafa ákveðna samkeppnisyfírburði um- fram önnur íslensk fyrirtæki. Þeim hefur liðist að byggja upp óeðlilega bótasjóði sem eru undirstaða veru- legrar eignaukningar á fáum árum og sterkrar stöðu á neytendalána- Uppsögn bílatryggingar þarf að vera skrifleg og berast trygg- ingafélaginu minnst 30 dögum áður en nýtt iðgjaldatímabil hefst. Sem dæmi þarf tryggingataki sem er með tryggingatímabil sem hefst 1. mars að segja tryggingum sín- um upp í síðasta lagi 29.. janúar. Þeir sem segja upp tryggja sér eðlilegt val og geta aldrei annað en tryggt sér betri kjör. Það er lítil fyrirhöfn að færa tryggingar til en ávinningurinn er mikill. Bí- leigendur hafa sýnt það að fá- keppnin verður ekki brotin nema með samstöðu. Virk samkeppni er eina vopnið gegn gömlu samtrygg- ~t ingunni og háu iðgjöldunum. Tryggingafyrirtæki þurfa að vera sterk en það er ekkert sem réttlæt- ir ofuriðgjöld til sjóðasöfnunar. Höfundur er framkvæmdastjóri FÍB. WICANDERS GUMMIKORK í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. WICANDERS • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIKORK róar gólfin niiurl PÞ &co í rúllum - þykktir 2.00 og 3.2 mm. Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640 - 568 6100 Runólfur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.