Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 34

Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 34
•v 34 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Steinum bætt í múrinn ÞÆR raddir gerast æ háværari meðal fijáislyndra manna í Evrópu að Evrópu- sambandið hafi brugðist væntingum þeirra sem töldu að með stofnun þess yrði til öflugt samband fijálsra ríkja. í stað þess hafí orðið til mið- stýrt risaríki sem stjómað sé frá skrif- stofum ESB í Brussei. Santer framkvæmda- stjóri sé þannig orðinn einn valdamesti ver- aldar; völd og áhrif Clintons Bandaríkja- forseta blikni í samanburði. Þessi gagnrýni þarf ekki að koma á óvart. Hugmyndafræðin að baki Evrópusambandinu snýst um þrönga hagsmunagæslu. ESB snýst fyrst og fremst um gæslu hagsmuna þeirra iðnfyrirtækja sem starfrækt eru í Evrópu. Þeir hagsmunir lúta öðru fremur að því að skerma sig af, loka aðgangi að eigin markaði. Þetta er gert með því að byggja upp múra tolla og hafta til að takmarka sam- keppni utanfrá. Sú hugmynd er ekki ný af nálinni í Evrópu. Einstök aðild- arríki hafa komist upp með það í gegnum tíð- ina að hindra aðgang erlendra framleiðenda að heimamarkaði. Þekkt eru dæmi frá Frakklandi, þar sem erlendir bílaframleið- endur áttu enga möguleika á innkomu um árabil. Nýlegt dæmi eru reglur um umbúðamerkingar. Þannig er búið að setja upp sérstakar reglur um hvernig merkja skuli umbúðir neysluvöru fyrir evrópska neyt- endur. Með þessum aðgerðum er reynt að koma í veg fyrir að bandarískir framleiðendur geti komið vörum sínum á evrópskan neytendamarkað. Þessar reglur eiga einnig að ná til íslands í gegnum aðild ís- lands að Evrópska efnahagssvæð- inu. Margar bandarískar neyt- endavörur hafa um áratugaskeið notið vinsælda á íslandi. Fyrir utan viðurkennd gæði, hefur veg- ið hvað þyngst að þessar vörur Nái hindranir af þessu tagi fram að ganga, segir Birgir Rafn Jónsson, stórhækkar vöruverð. fást við mun hagstæðara verði en sambærilegar vörur frá Evr- ópu. Verði reglunum fylgt til fullnustu hér, eins og krafa er gerð um, er ljóst að fjölmargar vörutegundir sem teljast dagleg neysluvara íslendinga, munu hverfa af markaðinum. Hér skulu hagsmunir neytenda víkja fyrir hagsmunum evrópskra iðnfyrir- tækja. Evrópski múrinn skal einn- ig umlykja Island. Nú ber svo við að Samtök iðnaðarins hafa gengið í lið með kollegum sínum í Evrópu og vilja leggja sitt af mörkum til að styrkja múrinn enn frekar. í desember síðastliðnum sendu þau til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, kvörtun vegna þess að reglunum hefur enn ekki verið hrint í fram- kvæmd hér á landi. Með þessu hafa Samtök iðnaðarins lýst yfir beinum stuðningi við þá hafta- Birgir Rafn Jónsson J ISLENSKT MAL ANNA Guðlaugsdóttir frá Svínárnesi á Látraströnd átti heima á Urðum í Svarfaðardal síðari hluta ævinnar. Hún var greind kona og um sumt sérstæð. Mætti skrifa um hana meira ann- arstaðar. Traustar heimildir geta þess, að hún hafí búið til nafnið Sigur- hjörtur á son sinn. Þótti henni það glæsilegt. Nafnliðurinn sigur var henni hugstæður, sbr. dætra- nöfnin Sigurlaug og Sigurlína, hjörturinn prýðilegt dýr og tákn Krists að fornu, én Anna vel trú- uð. Sigurhjörtur Jóhannesson fæddist á Grýtu í Grýtubakka- hreppi 1855, og yar Anna þar húsfreyja þá, gift Jóhannesi Hall- dórssyni. í manntalinu 1855 heitir eng- inn Sigurhjörtur nema sonur Önnu, er seinna bjó á Urðum. í manntalinu 1910 heita aðeins fímm menn Sigurhjörtur, og þar er Sigurhjörtur á Urðum miklu elstur. Skal litillega geta hinna, því að svo merkilega stendur á, að þeir eru allir fæddir á sama bænum, Þorleifsstöðum, næsta bæ innan við Urðir (nú í auðn) og þarf víst ekki mikla getspeki til að sjá hvers vegna: 1) Sigurhjörtur Sigurðsson, fæddur 1873, síðar lengi á Skeiði í Svarfaðardal og við þann bæ kenndur. 2) Sigurhjörtur Bergsson, f. 1889, síðar rafveitustjóri á Siglu- fírði. 3) Sigurhjörtur Jóhannesson, f. 1893, síðar lengi á Syðrahvarfi í Skíðadal. 4) Sigurhjörtur Friðrik Þor- steinsson, síðar húsgagnasmiður í Reykjavík, löngum nefndur Frið- rik. Hann var heitinn eftir Sigur- hirti á Urðum og síðari konu hans, Friðriku, enda bróðursonur Sigurhjartar. Hinir Sigurhirtirnir voru honum óskyldir, og ég held lítið skyldir innbyrðis. Sumir afkomendur Sigurhjart- ar á Urðum hafa stytt nafn hans í Hjörtur. Auðvitað gætu fleiri sveinar hafa fengið nafnið Sigurhjörtur 1855-1910, því að barnadauði var mikill, og komust sum nöfn lítt á skýrslur. Þá voru og hálfdánar- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 855. þáttur heimtur á sumum nöfnum fleir- nefnds fólks. Árin 1921-50 fengu sjö sveinar nafnið Sigurhjörtur, og í þjóð- skrá nú eru a.m.k. fimm. ★ Til viðbótar því, sem sagði í 882. þætti um nafnið Ásta Sól- Iilja, er hér með þökkum birtur kafli úr spjalli Elínar Pálmadóttur við Jennu Jensdóttur, því sem birtist hér í blaðinu 15. des. síð- astliðinn: „Einhvers staðar í samtalinu ... hafði Jenna nefnt að móðir hennar hafí fyrst kvenna á ís- landi borið nafnið Ásta Sóllilja og þaðan hafí Halldór Laxness nafnið. Þau sannindi verðum við þó að fá að flytja áfram. Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir fæddist 1892. Móðir hennar hét Sólbjört og foreldrarnir vildu láta stelpuna sína heita nafni sem byrjaði á sól. Kristján faðir hennar skrifaði þá þijú nöfn á miða: Sólfjóla, Sóllilja og Sólrós. Síðan dró kona hans einn miða og á honum stóð Sóllilja. Þegar Ásta Sóllilja var 19 ára gömul var hún fanggæsla hjá fískimönnum. Einn dag kom bátur ekki að landi og hún stóð í fjörunni og grét. Mörg börn misstu feður sína og kennari einn skrifaði þennan atburð í dagbók- ina sína, sem seinna var geymd á Landsbókasafninu. Þar las Hall- dór Laxness dagbókina og fann þar nafnið Ásta Sóllilja, sem hann notaði á sína frægu sögupersónu. Og nafnið tók flugið.“ ★ Liljan friða leyndum með, löguð dáða sanni, ókennd víða ráfa réð reisuþjáður svanni. Enn er hér ferskeytluætt I, ferskeytla. Höfundur er krafta- karlinn sr. Snorri Björnsson á Húsafelli, 1710-1803, og er vísan úr Jóhönnuraunum. Hún er nokkuð dýr. Feitletruðu innríms- orðin eru víxlhend, og þarfnast sú einkunn ekki skýringa. Auk þess er innrímið sniðhent við endarímsorð frumlínanna: með- réð. Um Snorra prest hefur, af snilld sinni, Halldór Laxness ritað í Brekkukotsannál, og er óstæðileg freisting að birta hér nokkum kafla: „Hefur Snorri það að fyrir- slætti að hann vill sýngja svörtu- messu fyrir þessu hyski, en í þeirri messu er signíngu, faðir- vori og amen snúið öfugt. En hér misreiknaðist kauðum illa, því ekki hafði Snorri prestur fyr uppbyijað introitum en hann fer heldur en ekki útí aðra sálma og tekur að hella yfir fansinn andheitum og íburðarmiklum særíngum þar sem jesúnafn og Maríu meyar svo og Maríu Magdalenu var marglæst, bundið og samansnúið svo hatramlega að fyrir slíkum lærdómi skreppur allur þessi fénaður saman og fer í pöddulíki; lurfast síðan allur söfnuðurinn undir Stórastein þar í réttarhorni að Húsafelli og hef- ur eigi komið upp síðan, né in heldur orðið vart við neitt svo teljandi sé um ofanverðan Borgarfjörð frá þeima degi. Steinn sá hinn mikli er gleypti draugafansinn er enn til sýnis þar í Húsafellsrétt og er stundum kallaður Draugasteinn; og mun steinn rofinn þá er lúður gellur á dómsdegi, en ekki fyr. Snorri prestur á Húsafelli hef- ur orðið kynsæll maður í Borgar- fírði. Rekja menn til hans Húsa- fellsætt hina ýngri. Lúka þar flestir skilríkir menn upp einum munni að skjaldan hafí í Borgar- fírði klerkur lifað er sjómaður væri betri, heitari trúmaður, meiri tóbaksmaður, saungmaður, skáld og járnsmiður en hann. Dætur hans tvær Eingilfríður og Mikil- fríður voru góðir járnsmiðir." ★ Vilfríður vestan kvað: Þvoði Hrognkelsa-Hans af sér slorið og með Halldóru gekk út í vorið, og þegar á hana kíktist, kom í ljós að hún líktist því landi sem var ögrum skorið. Auk þess fær Örn Úlfar Sæv- arsson þulur stig fyrir að segja hæst settur, en ekki „háttsettast- ur“ eins og stundum heyrist og sést. stefnu sem ríkir í herbúðum ESB. Þannig á að fórna hagsmunum neytenda á altari þeirra sem vilja hindra fijálsa samkeppni og eðli- legt flæði vöru og viðskipta milli landa. Skellt er skollaeyrum við staðreyndum á borð þær að hvergi eru gerðar strangari kröfur um innihaldslýsingu og merkingu matvæla en einmitt í Bandaríkj- unum. Og hvergi er eftirlit betra. Þetta nýjasta dæmi er skýr staðfesting á því hvílík gjá er á milli hagsmuna iðnaðar og versl- unar. Hagsmunir verslunar byggjast fyrst og fremst á því að geta verslað á þeim markaði þar sem kaup og kjör eru hagstæðust hveiju sinni. Verkefni verslunar er að leita stöðugt eftir betra verði og auknu úrvali. Þannig þjónar hún best viðskiptavinum sínum. Á þeim forsendum hlýtur verslunin jafnan að styðja opin og fijáls viðskipti og hvetja til alþjóðlegra samninga sem auka þetta frelsi. Einungis þannig er hægt að tryggja hagkvæmasta vöruverðið hveiju sinni og bæta afkomu heimilanna. í anda þessa hefur Félag ís- lenskra stórkaupmanna mótað sína stefnu. í krafti hennar hafnar félagið tæknilegum hindrunum á borð við fyrrnefndar reglur um umbúðamerkingar. Nái þær fram að ganga mun það leiða til stór- hækkaðs vöruverðs á fjölmörgum nauðsynjavörum sem íslensk heimili hafa keypt og notað um árabil. Það hlýtur að vera umhugs- unarefni fyrir talsmenn neytenda og forsvarsmenn launþega þegar Samtök iðnaðarins bæta nú stein- um í múrinn til að útiloka eðlilega samkeppni og hagræði af alþjóð- legri verslun. Höfundur er varaformaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Þáttur af „óbilgirni o g fjárkúgun“ NÝVERIÐ, þ.e. 1995, var sett fram krafa hafnarverkamanna innan ITF (Alþjóða- samband flutninga- verkamanna), um að farmenn gengju ekki í störf hafnarverka- manna. Þessi krafa er til komin vegna þess að mikil brögð hafa verið að því að fara- skipaútgerðir láti far- menn vinna við upp- og útskipun. Þessi þróun á sér stað jafnt á Islandi sem annars staðar. Fulltrúar atvinnurekenda hafa samráð sín á milli um leiðir á vinnumarkaðnum - eins og tíðk- ast milli samtaka launafólks á alþjóðlegum vettvangi. Útgerðar- menn hafa með sér alþjóðlegt samband og eru íslensk skipafé- lög aðilar að þeim. Ætla má að útgerðarmenn reyni hversu langt þeir komast með ýmsar breyting- ar á vinnutilhögun hér og þar um heiminn og ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér. Að kröfu hafnarverkamanna í ITF gekk í gildi nýr samningur ITF um borð í hentifánaskipum. Samkvæmt honum er útgerðar- mönnum óheimilt að láta farmenn ganga í störf hafnarverkamanna þar sem hafnarverkamenn hafa hefðbundinn og sögulegan rétt á þessari vinnu. Samkvæmt sátt- mála ILO (Alþjóða vinnumála- stofnun Sameinuðu þjóðanna) skulu þar til menntaðir hafnar- verkamenn vinna hafnarvinnu. Þessi sáttmáli er nr. 137 og er virtur víða um heim þrátt fyrir að öll ríki hafi ekki enn fullgilt hann. Eina breytingin sem gerð var á samningi hentifánaskipa er ákvæðið um hafnarvinnuna. Þetta er nú sú krafa sem íslensk skipafé- Iög sem sigla undir hentfánum standa frammi fyrir. Öll skipafélög hafa fram til þessa skrifað undir þennan samning sem á annað borð skrifa undir kjarasamninga við aðildarfélög ITF. 17. janúar 1997 gerðist það í fyrsta sinn að skip skipafélags var stöðvað til að knýja fram viður- kenningu á rétti hafnarverka- manna til vinnu sinnar. Þetta skipafélag er Samskip hf. Vert er að taka fram að búið var að gera félaginu grein fyrir málinu í júní 1996 og að síðast var gerð krafa um að undirrita samninginn í nóvember í fyrra. Þegar svo deilan kemst á þetta stig og eftir að hafnarverkamenn hafa gripið til aðgerða til að veija rétt sinn til vinnu sinnar, er skipa- félaginu að sjálfsögðu gert að greiða viður- kennd gjöld í Velferð- arsjóð farmanna hjá ITF og hluta áfalins kostnaðar vegna að- gerðanna. Velferðarsjóður ITF er sjóður sem styrkir ýmis mannúð- armál, svo sem fjár- framlög til ekkna sem misst hafa menn sína í sjóslysum um borð í hentifánaskipum, sjó- mannakirkjuna, heilsu- og elliheimili farmanna, og bygg- ingu sundlaugar við Hrafnistu í Hafnarfirði, svo íslenskt styrktar- verkefni sé nefnt. Vert er að geta þess að fulltrúar útgerðarmanna og farmanna dreifa styrkjum úr þessum sjóði í sameiningu. Mér finnst með öllu óeðlilegt Ég skora á alla, segir Borgþór Kjærnested, að koma kaupaskipa- flotanum aftur undir íslenzkan fána. að þau skipafélög hér á landi sem finnst það hentugt að setja farskip sín undir olíublettuð og sundurrifin þjóðartákn fátækra þróunarlanda til að losa sig við gjöld og skyldur við íslenskt samfélag og að lokum í vaxandi mæli við íslenskar áhafn- ir, skuli einnig koma sér hjá því að greiða gjöld sín í sameiginlegan velferðarsjóð hentifánaáhafna. Rökrétt leið til að forðast þessar greiðslur er að sigla undir þjóðar- merki okkar íslendinga, sem á sín- um tíma var háð hörð barátta fyr- ir að mætti gilda sem fullgilt tákn þjóðarinnar utan landhelgi. Eg skora á alla jákvæða krafta þessa samfélags að vinna að því að koma flota vorum aftur undir íslenskan fána og skapa íslenskum farmönnum menntunar- og starfsöryggi. Þar til að svo megi verða getur ef til vill nokkuð borið á „fjárkúg- un og óbilgirni" þeirra manna sem vilja veija rétt sinn til vinnu sinnar og efla velferðarsjóði sína. Velji skipafélögin íslenska fánann aftur mun það efla atvinnuöryggi far- manna og siglingaöryggi þjóðar- innar - og væntanlega gera eftir- litsfulltrúa ITF atvinnulausan á íslandi. Borgþór S. Kjærnested Höfundur er fulltrúi ITF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.