Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 25.01.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIVIDAR GREINAR LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 35 V Af ástum samlyndra hjóna MALEFNI Leikfé- lags Reykjavíkur og Borgarleikhúss hafa verið í kastljósi fjölmiðla undanfarið vegna aldar- afmælis félagsins hinn 11. janúar síðastliðinn. Margt hefur verið sagt í þeirri umræðu fallegt um félagið, glæsta sigra þess á góðum stundum, eldmóð og þrautseigju þegar á móti hefur blás- ið. Þá hefur og verið fjallað um langa sambúð LR og Reykvíkinga, bú- skap sem borgarstjóri kallaði ástir samlyndra Örnólfur hjóna í ávarpi sínu á Thorsson hátíðardagskrá félags- ins. Sú afmælisveisla var haldin hinn 12. janúar í Borgarleikhúsinu og þar ámuðu ráðamenn félaginu heilla, fuli- trúar samtaka á sviðum leiklistar og stjórar annarra atvinnuleikhúsa færðu LR gjafir og afmæliskveðjur. Þá stigu í stólinn ýmsir liðsmenn og leiðtogar félagsins og minntust á þætti úr langri göngu þess og þökk- uðu velvild og vinarhug. En gleðin var nokkuð hófstillt og í málflutningi leikfélagsmanna var áberandi umijöll- un um brýna fjárþörf leikfélagsins og þá erfíðleika sem það hefur glímt við f rekstri Borgarleikhússins frá upphafi. Því miður mátti af orðum sumra ráða að Reykjavíkurborg hefði staðið heldur slælega við bakið á fé- laginu undanfarin misseri, framlög hefðu staðið í stað og borgin stefndi jafnvel að því að þoka LR í homsæti en leiða til öndvegis aðra atvinnuleik- hópa, eða breyta þessari glæsilegustu menningarhöll Reykvíkinga í félags- miðstöð launalausra eða illa launaðra leikara. Þetta er nauðsynlegt að leið- rétta; hið rétta er að framlög til fé- lagsins hafa hækkað umtalsvert í tíð núverandi meirihluta eftir íjögurra ára kyrrstöðu og öll starfsemi í Borg- arleikhúsi hefur verið, nú sem fyrr, á vegum LR; þeir leikhópar aðrir sem þar hafa t.d. sýnt á umliðnum árum hafa allir verið gestir félagsins. Samanlagt opinbert framlag til LR í Borgar- leikhúsi frá 1988, segir •• ____________ Ornólfur Thorsson, er ríflega milljarður króna. Undanfama áratugi hefur Reykja- víkurborg verið traustur bakhjarl fé- lagsins. Með íjárframlagi árið 1963 var félaginu gert kleift að fastráða lítinn leikhóp og aðra starfsmenn og síðan hefur stuðningur borgarinnar vaxið jafnt og þétt og má segja að hann hafí náð hámarki þegar byggt var Borgarieikhús fyrir Reykvíkinga þar sem LR var ætlað húsaskjól og aðalhlutverk um ókomna tíð; í aðdrag- anda þeirrar byggingar sýndi félagið mikið baráttuþrek, hélt málinu vel á lofti og lagði sitt af mörkum þó meg- inframlag til hússins hafi vitaskuld komið úr sameiginlegum sjóðum borgarbúa. Húsið er óskipt sameign Reykjavikurborgar og leikfélagsins en samkvæmt tölum úr smiðju Eg- gerts Jónssonar borgarhagfræðings nemur framreiknaður byggingar- kostnaður Borgarleikhúss nú samtals um 2,5 milljörðum króna miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í janúar 1997. Þar af má ætla að hlutur LR sé ríflega 132 milljónir króna, eða 5,25%, en sú prósentutala lækkar í 5,17% miðað við áform um fram- kvæmdir við húsið næstu þrjú ár, sem ætlað er að kosti nærri 36 milljónum króna, og fjármagnaðar verða af borginni. Framlag leikfélagsins er þó að líkindum nokkra hærra: ýmis búnaður í húsinu var greiddur úr sjóðum þess og bygging- arkostnaður hússins er vantalinn sem nemur óuppgerðu vinnufram- lagi starfsmanna LR á byggingartíma, en um það ligga ekki fyrir nein- ar tölur. LR og Reykjavíkur- borg hafa gert með sér tvo samninga um þessa sameign sína: stofnskrá fyrir húsið frá 1975 og samkomulag um rekstur Borgarleikhúss frá 1992 sem féll úr gildi um síð- ustu áramót. í báðum þessum plöggum er ítrekað að starf- semi í Borgarleikhúsinu sé í höndum leikfélagsins, jafnt leiksýningar á þess snærum sem og önnur starfsemi. í stofnskránni virðist gengið út frá því að starfsemi LR í Borgarleikhúsi yrði rekin án styrkja og borgarráð gæti jafnvel gert félaginu að greiða leigu. Fallið var frá þeirri stefnu í samkomu- til starfsemi LR í Borgarleikhúsi frá árinu 1988 er ríflega einn milljarður króna. í töflunni sem hér fylgir hafa tölur einnig verið framreiknaðar mið- að við vísitölu neysluverðs nú í janúar- mánuði. Allar tölur eru í þúsundum króna. Borgarleikhúsið var tekið í notkun í byijun októbermánaðar árið 1989. Frá þeim tíma og til loka ársins 1991 voru orkureikningar og fasteignagjöld talin til byggingarkostnaðar en frá þeim tíma hefur leikfélagið greitt þann kostnað. Þá er viðhald húseign- ar greitt sérstaklega úr borgarsjóði og kemur það framlag ekki við sögu í þessum tölum; var t.d. 8,9 milljónir króna á síðasta ári. Það gera heldur ekki áðumefndar tíu milljónir sem veitt var árið 1996 úr sjóðum borgar- innar til að létta af LR kostnaði vegna annarrar starfsemi en leiksýninga á þess vegum. Skyndileg lækkun á rík- isframlagi árið 1992 og sambærileg krónutöluhækkun á hlut borgarinnar skýrist af samkomulagi menntamála- ráðuneytis og Reykjavíkurborgar um að ríkið hækkaði framlag sitt til fs- lensku óperunnar en lækkaði á móti framlagið til LR; borgin drægi sig úr styrktarhópi óperunnar en bætti LR lækkaðan ríkisstyrk. Einsog lesa má úr töflunni stóðu opinber framlög til LR í stað árin 1991-1994; það er fyrst árið 1995 sem hagur félagsins tekur að vænk- ast. Þá veitti Reykjavíkurborg félag- inu sérstaka aukafjárveitingu, 15 milljónir króna vegna erfiðrar skulda- stöðu. Á sama ári fékk félagið heim- ild borgarinnar til að veðsetja eignar- hluta félagins í Borgarleikhúsinu, allt að 50 milljónum króna, þannig að LR gæti létt af sér erfíðum skamm- Ár Framlag Framreiknað Framlag Framlag Framreiknað Heildar- Framreiknað Heildar- borgarinnar borgar rikis framlag rikis framlag framlag 1988 39.993 68.200 13.500 23.000 53.493 91.200 1989 44.196 62.200 12.000 16.900 56.196 79.100 1990 75.000 92.000 15.000 18.400 90.000 110.400 1991 100.000 114.800 15.000 17.200 115.000 132.000 1992 115.000 127.300 500 600 115.500 127.900 1993 118.900 126.400 500 500 119.400 126.900 1994 120.200 125.900 500 500 120.700 126.400 1995 132.353 136.500 500 500 132.853 137.000 1996 140.000 141.000 15.500 15.600 155.500 156.600 1997 140.000 140.000 10.500 10.500 150.500 150.500 Samt. 1.025.642 1.134.300 83.500 103.700 1.109.142 1.238.000 laginu frá 1992; samkvæmt því skal LR hafa endurgjaldslaus afnot af salarkynnum hússins til æfínga og sýninga. Þar er líka gert ráð fyrir því að öll önnur skipulögð starfsemi í Borgarleikhúsi sé á vegum LR: „Leik- félag Reylgavíkur skal auglýsa a.m.k. tvisvar á ári að salir og anddyri Borg- arleikhúss séu leigðir út undir ráð- stefnur, fundi, sýningar o.þ.h.“ segir í 4. grein, og jafnframt að félagið skuli setja gjaldskrá fyrir þessa út- leigu sem öðlist gildi þegar borgar- stjóri hefur staðfest hana fyrir hönd borgarsjóðs. Það hefur því jafnan verið stefna borgaryfírvalda að margvísleg önnur starfsemi færi fram undir þaki Borg- arleikhúss en leiksýningar LR; og félagið hefur oft skotið skjólshúsi yfir ráðstefnur, hljómleika og sýningar annarra leikhópa á liðnum árum. Það var hins vegar fyrst árið 1995 sem LR auglýsti sali hússins, einsog kveð- ið er á um í samkomulaginu frá 1992. í kjölfar þess valdi Sigurður Hróars- son leikhússtjóri nokkrar leiksýningar annarra atvinnuleikhópa og felldi að starfi LR í húsinu þannig að úr urðu samstarfsverkefni þeirra og LR; sum þessara verkefna áttu sitt blómaskeið á liðnu leikári, önnur er nú á sviðum Borgarleikhússins. Þá var margvísleg önnur nýbreytni í starfsemi LR leikár- ið 1995-96: sérstök tónleikaröð LR á þriðjudagskvöldum, heimsókn allra níu ára grunnskólabama í Reykjavík í Borgarleikhúsið og glæsileg höf- undasmiðja LR. Til þess að standa straum af kostnaði við þessi auknu umsvif fékk LR sérstaka fjárveitingu, tíu milljónir króna frá þremur nefnd- um borgarinnar. Heildarfjöldi gesta 5 Borgarleikhúsi þetta leikár var 92.000 og af þeim voru gestir á sýn- ingar LR ríflega 50.000. Það verður því ekki annað séð en borgarbúar hafi vel kunnað að meta fjölþætta starfsemi á vegum LR í Borgarleik- húsi á liðnu leikári. Hvergi í ofangreindum pappírum eru ákvæði um að Reykjavíkurborg skuli styrkja starfsemi LR; um það hefur hins vegar skapast löng hefð. Samanlagt framlag opinberra aðila tímalánum og dreift uppsöfnuðum rekstrarvanda á lengri tíma. Framlag borgarinnar til LR hækkaði enn 1996 og þá hljóp ríkisvaldið einnig undir bagga með myndarlegu framlagi vegna afmælisárs. Vonandi er það aðeins upphafið að öflugum og varan- legum stuðningi ríkisins við starfsemi í Borgarleikhúsinu. Því miður hefur LR ekki gengið sem skyldi að fóta sig á sviðum Borgarleikhússins, það hefur glímt við margvíslega erfiðleika í rekstri og minnkandi aðsókn. Þetta kemur glöggt fram í skýrslu sem viðræðu- nefnd fulltrúa Reykjavíkurborgar og LR skilaði borgarstjóra, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, í apríl 1995. Þar gerðu fulltrúar LR í nefndinni, þeir Kjartan Ragnarsson, formaður leikfélagsins og Páll Bald- vin Baldvinsson, staðgengill leikhús- stjóra, sérstaka bókun. I henni seg- ir m.a.: „Undirritaðir minna á, að Leikfélag Reykjavíkur hefur ítrekað talið það forsendu fyrir fullu starfi félagsins í Borgarleikhúsi að styrkir til starfseminnar næmu 160-170 mkr. á ári. í bréfi til borgarstjóra hinn 20. nóvember síðastliðinn lýsti Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri, hugmyndum sínum um stighækk- andi framlag úr borgarsjóði næstu árin, þannig að árið 1997, á hundr- að ára afmæli Leikfélagsins, yrði framlagið 160 mkr.“ Opinberir styrkir til LR árið 1997 losa 150 milljónir þannig að ósk liðs- odda leikfélagsins hefur enn ekki ræst. En við þá upphæð mætti kannski bæta glæsilegum afmælis- styrkjum ýmissa fyrirtækja og stofnana, sem samanlagðir eru nærri tíu milljónir króna, þó þeim fjármunum sé að sönnu ætlað að mæta margvíslegum kostnaði vegna afmælisársins. Félagið virðist þá hafa úr að spila þeirri upphæð sem forráðamenn þess töldu fyrir tveim- ur árum forsendu fyrir fullu starfi LR í Borgarleikhúsi árið 1997. Höfundur er fulltrúi borgarstjóra í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur. FREYSTEINN Þorbergsson á þingi FIDE. Er ekki allt í lagi með ykk- ur, strákar? Athugasemdir við sögu Skáksam- bands Islands í 70 ár skráða af Þráni Guðmundssyni ENN berja skáksam- bandsmenn höfðinu við steininn í frásögnum af HM-einvíginu 1972. í bók S.f. I 70 ár kemur margt undarlega fyrir sjónir svo ekki sé meira sagt. Þ.G. segir S.í. hafa fengið fífldjarfa hugmynd 1972 (!) og setið uppi með einvígi aldarinnar (bls. 71). Freysteinn Þor- bergsson fékk hug- myndina að HM-einvígi á íslandi í Moskvu 1957. Ég spurði Frey- stein hvemig sú hug- mynd hefði fæðst, hann svaraði - það var nú reyndar þegar ég var staddur fyrir framan skák- staðinn þar sem HM-einvígi Botw- inniks og Tals var að hefjast og hafði óafvitandi borist inn í hóp er- lendra fréttamanna. Þá heyrði ég talað á sjö tungumálum alveg við mig og óminn af enn fleiri málum í fjarska. Þá allt í einu heyrði ég mig segja við sjálfan mig - þetta verðum við að fá á íslandi. Þar með hófst ævintýri hugsjóna- mannsins. Hann fór m.a. í tvígang sem fréttamaður og ólaunaður að- stoðarmaður Friðriks Ólafssonar til Júgóslavíu. Freysteinn var eini íslendingurinn sem sat Alþjóðaþing FIDE þegar HM-einvígi_Fischers og Spasskys var á dagskrá. í sögu S.í. er ekki minnst á þá sem sátu þing FIDE áður en Einar Einarsson varð fulltrúi þess. Efast ég ekki um að Einar Einars- son sé hinn mætasti maður og vænti þess að honum gangi vel að feta í fótspor Freysteins. Sú skýring S.í. að tilboð um HM-einvígið hafi borist með bréfi í pósti 30. október 1971 er fáránleg. Hefur sú skýring komið út í tveim bókum um einvígið hér á landi og bendir Þ.G. á bók Freysteins Jó- hannssonar og Friðriks Ólafssonar sem traustustu heimildina um ein- vígið. Ég bendi hins vegar á bók Bandaríska skáksambandsins sem út kom eftir einvígið og hefir aðra sögu að segja. Erfiðast er að vera frumkvöðull og aldrei hafði verið haldin HM- keppni á íslandi í tæplega 1.100 ára sögu íslandsbyggðar. Það var 7. ágúst 1971 sem Freysteinn Þor- bergsson hélt til Amsterdam á fyrsta þing FIDE, um væntanlegt einvigi Fischers og Spasskys eftir margra ára undirbúning eins og t.d. að kynna sér innviði FIDE, skáksögu heimsins, kynnast keppendum og þingfulltrúum, viða að sér gögnum svo eitthvað sé nefnt, en fundurinn var haldinn 9. ágúst 1971. Áður höfðu vitanlega farið fram óformleg- ar viðræður milli þingfulltrúa og alls kyns spár og spekúlasjónir. Fór Freysteinn á eigin kostnað eins og áður en S.í. sendi skeyti til að staðfesta umboð hans. Á þessu þingi stakk Freysteinn upp á íslandi sem einvígisstað - hvort sem stjóm S.í. líkar það betur eða verr. Ætti að vera hægt að fá það staðfest hjá FIDE eða þeim fulltrú- um sem sátu þingið ’ ásamt Freysteini. Hafði Freysteinn tilkynnt stjórn S.í. gerðir sínar áður en umrætt bréf barst. En margt er skrýtið í kýrhausnum. Sá fjandskapur (bls. 111) sem Þ.G. ýjar að, að hafi orðið út í Freystein í einvígismálunum virðist ætla að endast. Mér fínnst ástæða til að hafa áhyggjur af sálar- heill sumra stjórnarmanna þegar fjandskapur er svo áberandi út í mann sem legið hefur í gröf sinni í hartnær 23 ár að hann skuli ekki njóta sannmælis í afmælisriti S.í. í ár verða liðin 25 ár frá HM-ein- víginu 1972. Er ekki tímabært að- Freysteinn Þorbergsson fékk hugmyndina að HM-einvigi á íslandi, segir Edda Þráinsdótt- ir, í Moskvu árið 1957. hlutlausir aðilar rannsaki skáksög- una svo íslenska þjóðin þurfí ekki að sitja uppi með endalausar rang- færslur og ósannindi af þessu fræg- asta einvígi sögunnar. Freysteinn var vel lesinn og hafði kynnt sér a&^ slíkum stórviðburðum fylgdu oft aðrir stórviðburðir t.d. leiðtogafund- ir. Spáði hann því að íslendingar myndu fá slíka fundi út á einvígið. Sú spá reyndist rétt og fengu íslend- ingar tvo leiðtogafundi til landsins. Ég treysti dómgreind íslensku þjóðarinnar sem einnig hefur fengið HM í handbolta 1995. Það tók hand- knattleikssambandið 9 ár og kostaði tugi milljóna að koma þeirri keppni til landsins. Hve margir skyldu trúa þeirri bjánalegu skýringu að „upphaf- ið“ að HM-einviginu 1972 hafi komið í pósti í október 1971. Ég held a5 * íslenska þjóðin láti ekki bjóða sér svo fráleitar útskýringar öllu lengur og spyr því í fávisku minni - er ekki allt í lagi með ykkur strákar? Höfundur er aðalgjaldkeri Rafveitu og Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Edda var eiginkona Freysteins Þorbcrgssoaar. Edda Þráinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.