Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 37

Morgunblaðið - 25.01.1997, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 37^ SIGRÍÐUR SVEINBJÖKNSDÓTim + Sigríður Svein- björnsdóttir fæddist 30. maí 1914 á Þórshöfn á Langanesi. Hún lést 18. janúar síð- astliðinn á dvalar- heimiiinu Nausti á Þórshöfn. Foreldr- ar Sigríðar voru: Sveinbjörn Krist- ján Jónsson, f. 10.11. 1866, d. 4.5. 1930, og Kristín Stefánsdóttir, f. 17.4. 1871, d. 15.2. 1917. Systkini: Stefán, Anna, Járnbrá Kristín, Friðrik, Steinþór og Jón. Fyrri maki Sigríðar var Sigurður Hans Johannssen frá Færeyj- um. Börn Sigríðar og Sigurðar eru: 1) Gunnar Jóhannsson, f. 31.3. 1931, maki Elín K. Sig- mundsdóttir, þau eiga 3 börn. 2) Sveinbjörn Kristján Joensen, f. 31.5. 1932, hann á 8 börn, maki Guðný Jósefsdóttir. 3) Dagbjartur Hansson, f. 11.9. 1933, maki Anna Lilja Stefáns- dóttir, þau eiga 3 börn. Síðari maki Sigríðar var Sigfús Krist- jánsson, f. 31.7. 1896 á Rifi á Melrakkasléttu, d. 10.6. 1968 á Akureyri. Börn Sigríðar og Sig- fúsar eru: 1) Þórdís Vilborg, f. 10.9. 1936, maki Richard Þor- geirsson, þau eiga tvo syni. 2) Gerður, f. 6.6. 1939, hún á tvær dætur, maki Karl Sesar Sig- mundsson. 3) Bára, f. 8.7. 1940, átti dóttur áður, maki Sigurður Skúli Frið- riksson, látinn, þau eiga sjö börn. 4) Kristján, f. 13.9. 1944, maki Ingunn Tryggvadóttir, lát- in, þau áttu þijú börn, maki Natalía Kravtchouk. 5) Anna Aðalbjörg, f. 27.10. 1945, maki Pétur Valdimarsson, þau eiga þijú börn. 6) Hreinn, f. 19.10. 1947, hann á tvö börn. 7) Þórkatla, f. 14.9. 1948, maki Jón Guðmundsson, þau eiga þijú börn. 8) Sigfús, f. 27.1. 1952, maki Árnína Krístín Jóns- dóttir, þau eiga eina dóttur. 9) Ævar, f. 26.8.1953, hann á tvær dætur. 10) Bergþór Heiðar, f. 9.8. 1954, maki Hulda María Þorbjörnsdóttir, þau eiga þijá syni. Ömmubörn eru 43, langömmubörn 60 og langa- langömmubörn 2, alls 118 af- komendur. Útför Sigríðar fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Amma Sigga er dáin. Þessa frétt fékk ég á laugardagskvöldið. Þessi frétt kom mér á óvart, þó að amma væri búin að vera veik um tíma. Maður er aldrei undirbúinn til að kveðja ástvini sína. Minningarnar fóru að streyma þegar ég fór að hugsa um þessa góðu konu sem hafði verið stoð mín og stytta í uppeldi mínu. Ég ólst upp hjá henni ásamt móður minni frá unga aldri. Amma Sigga var alltaf til staðar er ég kom heim úr skólanum og voru það ófá kvöldin sem við sátum og spiluðum eða spjölluðum saman, alltaf var amma Sigga tilbúin að gefa mér tíma og spjalla við mig. Amma átti 13 böm og voru tveir yngstu drengirnir eft- ir heima þegar ég kem til hennar ásamt móður minni svo það má segja að ég væri 14. barnið henn- ar. Ég var tveggja ára er ég kom fyrst í Bergholt til ömmu, og var afi Sigfús þá enn á lífi, en hann átti við veikindi að stríða og dó hann þegar ég var um fjögurra ára. Ég var hjá ömmu Siggu upp frá því að frátöldum tveimur árum sem ég var í skóla í Reykjavík. Oft var gestkvæmt í Bergholti og mikið líf og fjör. Þó lítið væri um pláss, var alltaf hægt að breiða dýnur á gólfíð svo fólk gæti sofíð. Ég man að ekki var það sjaldgæft að stofan og eldhúsið væri þakið af fólki sem svaf á gólfinu í svefn- pokum. Oft var spilað á gítar og sungið fram eftir kvöldi þegar börn- in og barnabörnin voru í heimsókn og mikið var skeggrætt, þegar allir komu saman. Amma var mikið fyr- ir að ferðast og hafði mikið gaman af að keyra í bíl, því fljúga vildi hún ekki. Það stöðvaði hana ekkert þótt hún væri tvisvar búin að lenda í bílslysi og slasast talsvert í bæði skiptin. Hún var ekki kölluð Flökku- Sigga fyrir ekki neitt. Það er ótrú- legt hvað lagt er á suma, amma var búin að lenda í ýmsu um dag- ana. Bergholt var búið að brenna til kaldra kola meðan amma bjó í því með 13 böm, en sem betur fer slasaðist enginn. Afi byggði Berg- holt aftur á einni hæð og var það t Elskuleg eiginkona mín, móðir og dóttir, RAGNHILDUR TEITSDÓTTIR, andaðist 23. janúar. Benedikt Gröndal, Ágúst Már og Anna Guðný Guðný Ó. Halldórsdóttir. t Elskulegur faðir okkar, tegdafaðir, afi og langafi, GUIDO BERNHÖFT Garðastræti 44, lést á Landakotsspítalanum fimmtu- daginn 23. janúar. Örn Bernhöft, Svava P. Bernhöft, Ragnar V. Bernhöft, Kristin Bernhöft, Pétur Orri Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn. mun minna en áður. Afi byggði það á gamla grunninum. Það var ekki mikið um þægindi í Bergholti, ekkert rennandi heitt vatn, heldur var stór pottur með heitu vatni á eldavélinni sem var olíueldavél. Ekkert bað var né sturta og man ég það vel að ég fór oft til frænku minnar í bað. Það voru ekki fáar nætumar sem amma og mamma vom andvaka, því þegar vont var veður, höfðu þær stundum kveikt á vélinni til að hafa sæmileg- an hita um morguninn, en það var hætta á að kviknaði í vélinni, því var oft slökkt á kvöldin og þá var oft napurt að vakna á morgnana og klæða sig til að fara í skólann. Það var mikill munur þegar tengda- sonur ömmu lagði rafmagn í húsið og maðurinn minn setti heitt vatn í húsið, en þótt ótrúlegt sé er það ekki svo langt síðan og naut amma þess ekki nógu lengi því hún datt og braut sig og upp frá því fór henni að hraka. Ýmsir sjúkdómar fóru að gera vart við sig sem höml- uðu hreyfigetu hennar, fór það mjög illa í ömmu, því hún elskaði að hreyfa sig og var kvik og snögg í hreyfingum og mátti síðan allt í einu lítið hreyfa sig því þá gekk hún upp og niður af mæði. Ég flutti suður þegar ég byijaði í framhalds- skóla, en ég kom alltaf á sumrin og hafði alltaf reglulegt samband við ömmu Siggu. Það var ömmu erfitt þegar mamma flutti tii mín suður. Amma var mjög hrifin af langömmubömum sínum og var alltaf að spyija okkur hvenær við kæmum norður. Svo þegar veikind- in fóru að heija á fór amma til Vestmannaeyja til dóttur sinnar, en heimahagarnir toguðu alltaf í hana. Hún fór aftur norður og samþykkti loks þegar hún sá að hún gat ekki lengur verið ein, að fara á dvalar- heimilið Naust á Þórshöfn. Þar var hugsað vel um hana. Hún átti þijú börn á Þórshöfn sem heimsóttu hana reglulega. Ég hitti ömmu Siggu síðast í ágúst í sumar, við komum til hennar eftir ættarmót sem haldið var á Raufarhöfn. Þá var hún orðin það veikbyggð að hún treysti sér ekki til að vera með. Þegar ég heimsótti hana leit hún ljómandi vel út. Þá sá hún í fyrsta sinn yngsta bamið mitt og var hún n\jög hrifin að fá að sjá hann. Ég þakka guði fyrir að fá að hafa hitt hana í sumar og eiga stund með henni. Ég hefði viljað fá að hafa hana lengur, en þó vildi ég heldur ekki að hún þyrfti að þjást. Ég er þakklát fyrir að hún fékk að sofna. Minning þín mun alltaf lifa með mér, elsku amma mín, og ég bið guð að passa þig fyrir mig. Við sjáumst hinumegin, ástkæra amma mín. Sveinbjörg, Magnús, Helgi, Gerður Lind og Guðbjartur. KaUið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elsku amma. Okkur langar að minnast þín með þessum fátæklegu orðum. Þær eru margar minningarnar sem renna í gegn um huga okkar á þessari sorg- arstundu. Alltaf mætti okkur hlýja og gleði, sem geislaði af þér þegar við komum heim í Bergholt til þín. Það var eins og við værum komin aftur í tímann, því að þú hafðir hvorki rafmagnshita né rennandi heitt vatn. Hlýjast var í eldhúsinu hjá þér, þar sem þú hafðir olíuelda- vél sem hitaði upp húsjð, og yljaði gestum og gangandi. í þessu íitla húsnæði og við þennan þrönga kost ólst þú upp þín 13 börn og eitt barnabam. Flestar hittum við þig í síðasta sinn á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn í sumar sem leið. Þar vorum við saman komin í til- efni 100 ára fæðingarafmælis afa heitins, sem haldið var á Raufar- höfn. Þá var heilsu þinni farið að hraka, og þess vegna gast þú ekki verið með okkur þar. * Elsku amma, nú er þrauta- göngunni lokið, og þú hefur fengið hvíldina. Við þökkum þér allt sem þú varst okkur og gafst okkur. Við vitum að hann afi tekur vel á móti þér. Minningin mun alltaf lifa með okkur. Guð blessi minningu þína. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnrún, Sveinbjörg, Margrét, Svandís, Hildur, Helena, Guðlaug, Sigríður, Ellý og fjölsk. Elsku amma Sigga. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, jp friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, okkur systkinin langar til að þakka þér allar þær yndislegu stundir sem þú gafst okk- ur, þegar þú spilaðir við okkur, læddir góðgæti í munn, sokkana og vettlingana sem þú gafst okkur og hafa hlýjað litlum höndum o^ fótum. Megi góður Guð geyma þig. Minning þín mun lifa. Þín langömmubörn, Davíð Smári, Björgvin, Auður Ósk og Bjarki Hlynsbörn. ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON + Þorsteinn Frið- riksson var fæddur á Hálsi í Svarfaðardals- hreppi í Eyjafirði 9. september 1945. Hann lést á Akur- eyri 18. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Þorsteins voru Friðrik Magnússon og Guðrún Jónína Þorsteinsdóttir. Þorsteinn kvænt- ist 16. júní 1967 Valgerði Bene- diktsdóttur, f. 26.5. 1947. Þau slitu samvistir. Börn Þorsteins og Valgerðar eru Arnar, f. 10.10. 1967, og Guð- rún Björk, f. 17.8. 1972. Þorsteinn nam _ viðskipta- fræði við Háskóla íslands árin 1965-67. Hann vann sem skrif- stofumaður hjá ýmsum fyrir- tækjum á Akureyri frá 1967, var starfsmaður hjá Árveri hf. á Árskógsströnd 1988-91 og aðstoðarlagerstjóri hjá Efna- verksmiðjunni Sjöfn á Akureyri frá september 1991. Útför Þorsteins verður gerð frá Möðruvallakirkju í Hörgár- dal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Vel á þessi fullyrðing skáldsins við um skólafélaga. Að hausti drífur þá að skóla. Úr ýmsum áttum. Frá ýmsum stöðum. Með ólíkan bak- grunn, en með eitt og sama markið. Að heilsa nýjum skóla, nýjum skóla- félögum. Ganga á hólm við ný verk- efni, menntast og þroskast. Verða hæfari til að stunda það lífsstarf sem framtíðin ber í duldu skauti sér. Þannig er lífið. Hvert haust er heilsast við skóladyr. Að vori er kvatt. Nær sjáumst við aftur. Að hausti? Á tíu ára stúdentsafmælinu? Á tuttugu og fimm ára afmælinu, ef til vill líka þá fímmtíu ár eru liðin frá því hvítur kollur smeygði sér í gegnum myndavélalinsuna hans Eðvarðs Sigurgeirsson- ar þegar hann myndaði hópinn í Lystigarðinum, með Vaðla- heiðina í baksýn. Frá því sá dagur rann hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sagt hefur verið að enginn ráði sínum næturstað. Ærið er satt í þeirri fullyrðingu. Stúdentahópurinn sem brosti með hvíta kolla við veröld- inni vorið 1965 hefur dreift sér um víðan heim. Sumir hérlendis, aðrir erlendis. Ekki réðu þeir allir sínum næturstað. Eigi heldur gekk það allt eftir sem áformað var, né held- ur gáfust allir þeir dagar sem ósk- að var til að gæfa og gjörvileiki mætti njóta sín. í þennan hart nær hundrað stúdenta hóp eru komin skörð. Vinir sem heilsuðust og kvöddust við fornar dyr Mennta- skólans á Akureyri hafa horfið yfir móðuna miklu. I dag er einn þess- ara vina okkar kvaddur frá kirkju þess staðar, Möðruvöllum, sem ól af sér Norðanskólann. Þorsteinn Friðriksson. Hann kom utan úr Möðruvalla- sókn, frá bænum Bragholti þar sem bú foreldra hans stóð. Glaður og reifur gekk hann menntaveginn með okkur. Hann var félagslyndur, ekki síst með þeim félögum sínum, Sverri Kristinssyni, Daða Þorgrímssyni og Gylfa Jónssyni. Þessir fijórir sáust einatt saman. Ákváðu hlutina sam- an, lásu saman, skemmtu sér sam- an. Sá tími kom að Þorsteinn varð ástfanginn af skólasystur sinni Val- gerði Benediktsdóttur, sem síðar varð eiginkona hans. Þau bjuggu sinn búskap á Akureyri. Þar fæðast þeim börnin Amar og Guðrún. ár liðu fóru veikindi að gera Þor- steini lífsgönguna torsótta. En hann vildi áfram. Beitti upp í veðrið þeg- ar hann gat. En réð ekki alltaf sín- um næturstað. Hann vann hluta- starf síðustu árin. Á stundum hvarf hann í skjól sjúkrahússins og þeirrar alúðar er hann vissi að beið hans þar þegar andblástur tilverunnar varð honum um megn. Þar veittist honum styrkur og vilji á ný til að takast á við dagleg verkefni. En mitt í allri þessari baráttu sem hann háði af öllu því þreki sem hann átti til er lífsljósið hans slokknað. Skyndilega og óvænt. Við, gömlu skólafélagamir hans, finnum fyrfy sorg í hjartanu, finnum að skaiU hefur verið höggvið í fomar raðir okkar. Fomar en þó ekki fymdar. Við höfum ætið haldið saman Norð- anmenn. Það er eitt af okkar menntamerkjum. Því finnum við til þegar við höldum ekki lengur í Þor- stein Friðriksson. Við aldraða foreldra Þorsteins, böm hans, ættingja og aðra vini viljum við segja þetta. í minningu okkar vakir mynd af góðum og einlægum dreng, skólafé- laga og vini. Þá mynd munum við geyma, þá mynd er ljúft að skof^ er við komum saman til að rifja upp gömul kynni. Guð blessi kveðjustund ykkar í hinum aldna helgidómi Möðmvalla og orðið Hans sterka huggi ykkur og styrki. Megi góður Guð leggja ykkur likn sína og blessun. Fyrir hönd samstúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri 196ý?T~ Sr. Gylfi Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.