Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 39
ADOLFÞÓR
GUÐMANNSSON
Adolf Þór Guð-
mannsson var
fæddur í Vest-
mannaeyjum 23.
júní 1951. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 15.
janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðmann Adolf
Guðmundsson vél-
stjóri frá Kirkju-
bóli í Vestmanna-
eyjum, f. 4. apríl
1914, sem lifir son
sinn, og Ásta Þór-
hildur Sæmundsdóttir frá
Draumbæ í Vestmannaeyjum,
f. 26. janúar 1918, d. 4. janúar
1986. Systkini Adolfs Þórs eru:
Jæja, Addi minn, þ_á ert þú farinn
yfír móðuna miklu. Ég hrökk virki-
lega í kút, þegar ég frétti að þú
værir dáinn. Þegar svona er fer
maður ósjálfrátt að hugsa um liðna
tíð. Ég man svo vel þegar ég flutt-
ist til Eyja, átta ára patti og byijaði
í skóla, hvað það tókst strax góð
vinátta okkar í milli, sem hélst alla
tíð. Ég man að við fylgdumst að í
uppvextinum og vorum eins og
síamstvíburar. Það voru mörg
strákapörin, sem við frömdum sam-
Fjóla, f. 24. septem-
ber 1940, eigin-
maður hennar var
Einar Indriðason,
f. 17. nóvember
1933, d. 14. júní
1985, börn þeirra
eru Jón, Stefán,
Einar Fjölnir, Dav-
íð Þór, Indriði
Helgi og Rósberg
Ragnar; og Guð-
finnur, f. 6. júlí
1958, eiginkona
hans er Eyrún Sæ-
mundsdóttir, börn
Guðfinns eru Jón,
Guðmann og Ástþór.
Útför Adolfs fer fram frá
Landakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
an, þú, ég, Þorvaldur heitinn Waag-
fjörð, og Fúsi læknissonur Einars-
son. Við brölluðum margt saman,
gerðum upp gamla bíla, stofnuðum
leynifélag, þar sem margt var brall-
að sem við vitum einir um.
Já, það var fundið upp á ýmsu í
þá daga. Síðan uxum við úr grasi,
eins og lög gera ráð fyrir. Ég flutti
til Færeyja og var þar í mörg ár,
en aldrei slitnaði vinskapurinn.
Manstu þegar þú komst á Ólafsvök-
una, þá var nú margt skrafað. Ég
JÓNA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Jóna Jóhannesdóttir fædd-
ist að Ytra-Laugalandi í
Eyjafjarðarsveit 5. október
1905. Hún lést á Kristnesspítala
18. janúar síðastliðinn. Foreldr-
ar Jónu voru hjónin Jóhannes
Helgason, bóndi á Ytra-Lauga-
landi, f. 18. desember 1865, d.
23. nóvember 1944, og Aðal-
björg Tryggvadóttir húsfreyja,
Ytra-Laugalandi, f. 17. ágúst
1873, d. 17. maí 1921. Systkini
Jónu eru Finnur, f. 11. ágúst
1907, d. 18. nóvember 1984,
Tryggvi, f. 20. júní 1911, og
Ólafur, f. 12. ágúst 1914, d. 9.
október sama ár.
Jóna var ógift og barnlaus
en ól upp Guðnýju Magnúsdótt-
ur frá fimm ára aldri, f. 12.
febrúar 1923, húsfreyju á Öng-
ulstöðum í Eyjafjarðarsveit,
maki Sigurgeir Halldórsson
bóndi Öngulsstöðum. Eiga þau
fjögur börn.
Utför Jónu fer fram frá
Munkaþverárkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Okkur systumar langar að minn-
ast Jónu frænku eins og hún var
alltaf kölluð af okkur systkinunum
á Laugalandi. Frá því við munum
fyrst eftir bjó hún uppi á loftinu
heima ásamt afa og ömmu og var
einn af þessum föstu punktum í
tilverunni. Það var sárt að horfa á
eftir henni af heimilinu fyrir sex
árum þegar heilsan var orðin léleg,
en um annað var ekki að ræða.
Það var þá sem söknuður og eftir-
sjá réðu ríkjum, en nú er það þakk-
læti fyrir gamlar stundir og viss
léttir yfir því að þessu jarðneska
lífi þreyttrar og gamallar konu er
lokið.
Það, að alast upp í sveit í faðmi
stórfjölskyldunnar, er forréttindi
sem við munum búa að alla tíð,
og þar á Jóna frænka stóran hlut
að máli, þar sem í mörg horn var
að líta hjá mömmu með stórt sveita-
heimili á sinni könnu. Jóna bjó
uppi á lofti í stóru herbergi með
ptjónakompu inn af og maður
skyldi gjöra svo vel að banka á
dyrnar þó að erindið væri brýnt.
Hjá Jónu var allt í röð og reglu
og hún var skapstór kona, hrein-
skiptin, með stórt hjarta og hreinl-
át með afbrigðum. Oft gat kastast
í kekki milli hennar og krakkaskar-
ans er lætin og hávaðinn gengu
úr hófi fram og hún kannski að
reyna að leggja sig, en allt var
gert upp og málin jöfnuð áður en
langt um leið.
Fyrstu minningarnar tengdar
Jónu frænku eru allar sögumar,
kvæðin og bænirnar sem hún kunni
og fór með fyrir okkur og oft var
beðið um „bara eina sögu í við-
bót“. Hún kunni sögur sem engir
aðrir sögðu, s.s. söguna um Krók-
nefju, þegar eldurinn slokknaði og
margar fleiri. Einnig sagði hún
okkur frá gömlum búskaparhátt-
um, t.d. hvernig það var að heyja
á engjunum í gamla daga, gamla
torfbænum, hvernig hún hafði leik-
ið sér sem barn og frá fólki sem
bjó eða dvaldi á hennar bernsku-
heimili þannig að allt stóð þetta
manni ljóslifandi fyrir sjónum. Þá
eru Stekkjarferðirnar ógleyman-
legar þegar hún skundaði af stað
með krakkaskarann úr Torfunni
með gos og súkkulaði í farteskinu.
Þegar fór að togna úr ungviðinu
á neðri hæðinni tók lestrarkennslan
við uppi á loftinu. Þar var setið við
og leyndardómur stafanna numinn
með bandpijónsaðferðinni upp úr
Gagn og gaman og þegar þreytu-
merki fóru að sjást á nemendunum
var skúffan á gula borðinu opnuð
og einhveiju góðgæti laumað í lít-
inn lófa. Jóna frænka pijónaði lista-
falleg dúkkuföt sem og fatnað á
okkur systkinin og seldi pijónavör-
ur í búðir á Akureyri á sínum yngri
árum, enda handbragðið vandað
Hún kenndi okkur margar kvenleg-
ar dyggðir, s.s. að pijóna, sauma
út myndir og púða og hafði mikla
þolinmæði við þessa iðju. Oðru
máli gegndi þegar við fórum að
sýna einhveija tilburði í eldhúsinu,
sérstaklega við bakstur. Það var
yfirleitt allt of mikið kakó í brauð-
inu og við bökuðum eftir uppskrift,
en það hafði hún aldrei gert og svo
voru bekkjartuskurnar ónothæfar
á eftir, allar smurðar út í kakói og
smjöri. Þó kom nú fyrir að útkom-
an var æt og þá fékk maður hrós
fyrir.
Skólaganga Jónu var ekki löng,
aðeins 24 vikur í farskóla en fáir
MINNINGAR
veit það vel, Addi minn, að þú gekkst
ekki heill til skógar, en ég leit alltaf
fram hjá því. Fyrir mér varst þú
bara hann Addi sem ég sleit barns-
skónum með, og var einn af mínum
fáu sönnu vinum, því ef einhver var
vinur vina sinna þá varst það þú,
Addi minn. í hvert sinn sem við hitt-
umst, hvar og hvenær sem var, riij-
uðum við upp gamla daga. Þú hafð-
ir svo gaman af því að tala um hið
liðna.
Það er eitt sem mig langar sér-
staklega að þakka fyrir, Addi minn.
Það er hvað þér var annt um að
mér liði vel og að allt gengi upp hjá
mér og minni fjölskyldu.
Jæja, gamli vinur, það er svo
margt sem ég gæti talið upp, það
kæmist ekki fyrir í stuttri grein, svo
að ég hef það bara út af fyrir mig.
En það er eitt sem mig langar til
að minnast á, og það er hún móðir
þín, þessi yndislega kona. Þegar við
vorum strákar, þá fórum við sumar
eftir sumar með henni í heyskap
vestur á eyju, og ég man hvað það
var mikil tilhlökkun í okkur. Þangað
fórum við með nesti, þetta fannst
mér toppurinn á tilverunni. Ég veit
að það var þér mikið áfall, þegar
hún móðir þín lést allsnögglega, og
öllum að óvörum fyrir rúmlega einu
ári, og ég veit að þú sættir þig aldr-
ei við það að fullu. En dauðinn er
víst óumflýjanlegur. Þetta eru örlög
sem bíða okkar allra. Þess vegna
segi ég: Við sjáumst alveg örugglega
aftur, Addi minn, og þá setjumst við
niður og rifjum upp æskuárin.
Að endingu langar mig að láta
þessi erindi fylgja með, ég held það
eigi vel við:
stafsettu réttar eða voru eins vel
að sér um marga hluti og hún, því
hún var mjög bókhneigð. Hún átti
margar góðar bækur sem við mátt-
um ganga í og oft kom hún okkur
á bragðið með því að lesa einhvern
kafla úr góðri bók eða eina smá-
sögu eftir Einar Kvaran sem varð
svo til þess að maður las allt rit-
safnið hans í framhaldi af því. Hún
hafði mikinn áhuga á dulrænum
efnum og átti margar bækur er
fjölluðu um þau mál og ræddi oft
við mann um eilífðarmálin. Hún
hafði mikið dálæti á gömlu höfuð-
skáldunum og fór oft með heilu
ljóðabálkana eftir þá og Davíð Stef-
ánsson var í sérstöku uppáhaldi.
Svaf hún með ljóðabókina Svartar
fjaðrir undir koddanum fyrst eftir
að hún kom út eins og svo margar
aðrar af hennar kynslóð. Hún
fylgdist vel með þjóðmálunum og
hafði yndi af því að rökræða við
gesti og gangandi og enginn kom
að tómum kofunum hjá henni. Hún
var ein af þeim sem vildi heldur
veita en þiggja og það voru ófáir
seðlarnir og flíkurnar sem komu
frá Jónu og seint gleymir önnur
okkar því er hún gaf henni rauða
strigaskó til að fara í að heim-
sækja mömmu á fæðingardeildina
þar sem skórnir jöfnuðust nú alveg
á við þann nýfædda bróður sem
þar var. Og þegar veikindi heijuðu
á smáfólkið stjanaði hún við okkur
á alla lund og seint gleymist það
þegar hún sat og veifaði dagblaði
yfir annarri okkar tímunum saman
þegar hlaupabólukláðinn var í há-
marki.
Margs er að minnast en nú er
langri vegferð lokið. Jóna talaði
ósjaldan um það að hún óskaði
þess að verða ekki háöldruð og
ekki upp á aðra komin en hvoru
tveggja varð hlutskipti hennar síð-
asta spölinn á lífsleiðinni. Þá dvaldi
hún á Kristnesspítala þar sem vel
var að henni hlúð og þar hafði hún
gott útsýni heim í Laugaland þar
sem hugurinn var jafnan. En þó
að minnið væri farið að svíkja þá
var sumt sem ekki gleymdist og
alltaf gátum við sungið saman
Capri Catarínu og fleiri góð lög sem
hún hélt upp á. Við kveðjum þig
Jóna frænka í hinsta sinn. Það var
þín trú að þín væri beðið þarna
fyrir handan eins og þú sagðir og
það erum við líka vissar um. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þínar,
Þóra og Hugrún.
Loks er dagsins önn á enda,
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín.
Eg skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman, vinur,
syrgt og glaðzt í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin falla heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna, vinur, svefnljóð meðan
syng ég yfir þér.
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein,
felur brátt í faðmi sinum,
fagureygðan svein,
eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sof þú væran, vinur, ég skal
vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Kæru þið, Manni, Fjóla, Finnur og
allir ættingjar Adda, ykkur sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði, Addi minn.
Sjáumst.
Þinn vinur,
Ósvald Tórshamar.
Bróðir minn, Adolf Þór, er látinn
langt um aldur fram.
Addi Þór, eins og hann var kall-
aður, var glaðlynt og hraust barn
og unglingur. Hann ólst upp í Vest-
mannaeyjum og leið vel þar. Um
tvítugsaldurinn veiktist Addi Þór
og gekk ekki heill til skógar eftir
það. Hann bjó í foreldrahúsum þar
til fyrir nokkru að hann vildi standa
á eigin fótum og fluttist að Ás-
hamri 26.
Addi Þór var duglegur og hjálp-
samur og mikið náttúrubarn. Hann
hafði yndi af búskap foreldra okk-
ar, sem voru með kindur, og tók
ætíð fullan þátt í honum. Við fórum
margar ferðirnar saman út í
Bjarnarey meÚ kindurnar þar sem
þær voru yfir sumartímann. Seinna
fóru synir minir, Einar Fjölnir og
Jón, margar ferðir með þeim.
Addi Þór var mikill tónlistarunn-
andi og safnaði plötum og geisla-
diskum. Hann var alltaf glaðlyndur
þrátt fyrir veikindi sín og vildi að
öllum liði vel í kringum sig. Hann
hafði gaman af að gleðja fólk með
gjöfum og gaf þá af persónulegum
munum sínum, t.d. geisladiskana
og voru það stórar gjafir. Hann var
einnig mjög barngóður og barna-
bömin mín minnast hans fýrir hlýju
og allar kindasögurnar sem hann
sagði þeim.
Nú ert þú, elsku bróðir, hættur
að hugsa um þína kindahjörð hér á
jörðinni því nú hefur góði hirðirinn
tekið við þér og mun annast þig.
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna’ og sjá,
hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(Hallgr. Pét.)
Fjóla systir.
HORÐUR
VILHJÁLMSSON
+ Hörður Vil-
hjálmsson fædd-
ist í Reykjavík 5.
september 1929.
Hann lést á Land-
spítalanum 16. jan-
úar síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Breiðholtskirkju
24. janúar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm
stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Okkur frændsystkinin langar að
kveðja hann afa okkar með nokkrum
orðum. Nú er hann elsku afí okkar
horfinn burt frá þessu jarðneska lífi,
frá fjölskyldu sinni og ástvinum sem
elska hann og virða. Afi var góður
og blíður og reyndist okkur vel.
Hann vildi allt fyrir okkur gera eins
og hann gat. Hann var bamgóður
og hjartahlýr.
Elsku afi, við viljum minnast allra
hestaferðanna okkar, þegar þú
keyrðir á þínum trausta fák. Það tók
stundum allt að tveimur tímum að
keyra það sem vanalega tók aðeins
20 mínútur. Þá reyndi mjög á þolin-
mæði þína sem þú hafðir nóg af. í
þessum ferðum okkar var margt
óútreiknanlegt sem gerðist, t.d. var
það í einni ferð að þú þurftir að bíða
hátt í 12 tíma sem aðeins átti að
vera í 4-6 tíma. Það er ljóst að við
munum ávallt sakna þín mikið og
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
minnast góðra sam-
verustunda okkar.
Kristín, Sigríður
og Hjalti Þór.
Elsku afi. Okkar
samskipti voru alltaf
mjög góð, samt snerust
okkar samtöl og sam-
skipti aðallega um bíla-
mál og þessháttar hluti.
Ég átti margar
ánægjulegar stundir
með þér og þegar við
vorum í sveitinni þá
gerðir þú mig að að-
stoðarbílstjóra þínum
og leyfðir mér að keyra svolítið í
sveitinni. Þú vildir okkur öllum vel
og vildir fylgjast með því hvernig
okkur gekk í skólanum og okkar
daglega lífi. Ég mun ávallt sakna
þín og minnast þín eins og þú varst.
Jóhann Daði.
Elsku afi, ég vil þakka þér allar
þær stundir sem við áttum saman.
Óll jólin, það voru skemmtilegar
stundir þegar öll fjölskyldan kom
saman hjá þér og ömmu. Ég mun
sakna þín, elsku afi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skait.
(V. Briem.)
Svandís Heiða.
Viö erum
á vaktinnl
til 22.00
öll kvöld vikunnar
*
LYFJA
Lágmúla 5
Sími 533 2300