Morgunblaðið - 25.01.1997, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 41
HELGIJÓNSSON
+ Helgi Jónsson
fæddist í Rang-
árvallasýsiu 31. ág-
úst 1937. Hann lést
af slysförum 12.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Ábæjar-
kirkju, Austurdal,
21. janúar.
Mig langar að minn-
ast í nokkrum orðum
vinar míns, Helga á
Merkigili, sem lést af
slysförum sunnudag-
inn 12. janúar sl.
Fregnin um að Helgi hefði fallið
í Merkigilið kom sem reiðarslag,
þar sem við vissum að hann var svo
gjörkunnugur öllum staðháttum og
þekkti hvern kima í gilinu ef svo
má segja. Honum var sama hvort
hann fór þar um að nóttu eða degi,
um sumar eða vetur. í þetta sinn
var gilið næstum því autt, ekki
svellglotti í einstiginu og færi gott.
Ef til vill hefur Helgi því síður var-
ast hálkublettinn litla sem varð
honum að falli á norðurbrún gils-
ins. Stundum er sagt að það sé eins
og feigum verði ekki forðað, svo
virtist vera í þetta sinn.
Kynni okkar Helga hófust fljót-
lega eftir að hann flutti að Merki-
gili. Þá var ég að reka stóð ásamt
Stefáni bónda, Keldulandi, fram í
Austurdal. Komið var við á Merki-
gili eins og ávallt er þar var farið
um og þegið kaffi og meðlæti. Þá
var Monika gamla á Merkigili á lífí
og voru þau tvö á bænum fyrst
eftir að Helgi kom norður. Síðan
kynntist ég Helga meir og meir,
einmitt á hestaferðalögum fram í
Austurdal, m.a. í hópi með erlend-
um ferðamönnum og þá gistum við
oft á Merkigili við sérlega gott at-
læti.
Eftir að Monika á Merkigili dó
var Helgi einn á bænum og bjó
með sauðfé og hross. Fyrir um það
bil fimm árum áttum við Helgi tal
saman og ræddum hvort ekki væri
gerlegt fyrir hann að útbúa aðstöðu
í íbúðarhúsunum og þannig gera
kleift að hýsa ferðamannahópa
næturlangt. Það varð úr að Helgi
gekk í að breyta og laga húsið og
hafa margir ferðalangar síðan stílað
inn á næturdvöl hjá Helga.
Helgi var á margan hátt sérstak-
ur maður. Sem betur fer er íslenska
mannlífsflóran ekki öll eins. Hann
var hreinskiptinn og skoðanafastur
og sagði mönnum sitt álit umbúða-
i laust, án yfirlætis og án yfirgangs.
I Og ekki verður um hann sagt að
hann hafi verið maður smámuna-
semi, með víl eða vol - nei, ekki
aldeilis. Menn vissu alltaf hvar þeir
höfðu Helga.
Hann var hraustmenni bæði til
líkama og sálar, enda ekki fyrir
einhvern aukvisa að búa aleinn á
Merkigili. Kemur margt til. Ekki
. síst einangrun bæjarins frá sam-
göngulegu sjónarmiði.
Það var ætíð hressandi andblær
} sem fylgdi Helga og með honum
er genginn góður drengur. Eigin-
lega hálfgerður víkingur. Alla vega
góður og gegn íslendingur sem stóð
í báða fætur og hafði jarðsamband.
Gestrisinn og hjálpsamur. Engum
háður, ekki upp á aðra kominn,
frjáls maður í góðu sambandi við
náttúruna og öfl hennar, rétt í jaðri
I byggðar og öræfa.
Við hjónin minnumst Helga með
hlýju og virðingu. Hver sá sem
I kynntist honum er auðugri í sál
sinni. Hann var þannig persóna sem
maður gleymir ekki strax. Það er
mikið skarð fyrir skildi, skarð sem
trauðla verður fyllt í bráð. Megi
Helgi fara í friði og blessun Guðs
vaka jrfír sál hans.
Páll Dagbjartsson.
„Dauðinn er eitt af því fáa sem
maður trúir ekki, kanski það eina.“
(Halldór Laxness: Heimsljós).
Vinur minn Helgi Jónsson á
Merkigili, Akrahreppi,
Skagafírði, er látinn.
Fregn þessi sló mig
mjög en Helgi og
Skagafjörður hafa ver-
ið mér ofarlega í huga
í vetur. Eg hafði
ákveðið að heimsælqa
Helga og ganga Merk-
igil á 100 ára afmæl-
isdegi ömmu minnar,
ísfoldar Helgadóttur,
30. júní 1998, ég heim-
sæki örugglega Skaga-
fjörð en þar verður
enginn Helgi. Ég á
ættir að rekja til
Skagafjarðar og það hefur tilheyrt
að líta við og hitta ættingja og vini,
þegar maður er þar á ferð.
Við hjónin kynntumst Helga
fyrst þegar við heimsóttum Moniku
Helgadóttur, systur ömmu, sumarið
1979, en þá var Helgi nýkominn
að Merkigili. Við spurðum Helga
hvað sunnanmaður væri að gera
norður í afdal, Helgi brosti og sagði:
„Það er nú það.“ Ég held að ég
hafí spurt Helga í hvert sinn sem
ég kom að Merkigili, „Hvað er
svona myndarlegur maður að gera
upp í afdal?“ En í spurningunni
felst ótti og virðing. Ótti við nátt-
úruöflin og það harðræði sem það
hlýtur að vera að búa einn og af-
skekkt og virðing fyrir þeim hetjum
sem leggja á sig að búa við slík
skilyrði. Helgi hafði nefnilega val
og hann valdi afdalinn. Ekki veit
ég hvað helst dró að en Helgi var
mikill áhugamaður um hesta og
taldi Merkigil góða jörð til hrossa-
ræktar. Það var ummælt að Monika
væri að Merkigili meðan aldur
leyfði. Helgi annaðist Moniku eins
vel og hann kunni, en þeim var vel
til vina. Eftir andlát hennar hélt
hann hennar sið að taka vel á móti
gestum. Hvort sem var að Merkig-
ili eða að kirkjustaðnum Ábæ.
Skagafjörður á sérstaka sögu og
ekki síst inndalir Skagafjarðar.
Hvar í veröldinni annars staðar er
upphitaður kirkjugarður nema við
Reykjakirkju í Lýtingsstaðarhreppi?
Hvar í veröldinni er eitt sóknarbarn
í kirkjusókn sem sér um kirkjuna
og gefur messukaffí? Helgi Jónsson
í Ábæjarsókn. Helgi var stoltur af
þessum sið og lagði mikið á sig til
þess að taka á móti fólki. Helgi
hafði skemmtilegan húmor og hafði
ég gaman af að gantast við hann.
Þegar við hittumst gátum við spjall-
að saman um heima og geima og
ekki óalgengt að heimsókninni lyki
undir morgun. Síðustu samskipti
mín við Helga voru þau að ég
hringdi í hann og spurði hvernig
honum litist á að yngsta dóttir mín
yrði skírð að Ábæ, sumarið 1993.
Helgi var himinlifandi, taldi það
heiður fyrir sig og athöfnina lífga
uppá samkunduna. Það varð úr og
dóttir okkar Björg var skírð að Ábæ
af séra Ólafí Hallgrímssyni. Skírnin
var að mörgu leyti eftirminnileg.
Skírnarfontur hafði gleymst og not-
ast varð við kaffíkrús, minjagrip frá
Kántríbæ frá Hallbimi Hjartarsyni,
sem við hjónin höfðum keypt á leið-
inni norður. Á eftir var farið að
Merkigili í kaffi til Helga. Gestir
voru yfír 150 manns frá öllum heim-
sálfum. Þama vom systkinin í Ábæ
saman komin, þ.e.a.s. börn hjón-
anna sem byggðu Ábæjarkirkju.
Útlendingunum þótti þetta með
ólíkindum en þeir eiga eflaust eftir
að minnast þessa atburðar allt sitt
líf. Helgi stóð þama sem hver ann-
ar heimsmaður, ræddi við fólk um
menn og málefni og var alveg frá-
bær gestgjafi. Ég vil minnast Helga
sem síðustu hetju og gestgjafa að
Merkigili. Blessuð sé minning hans.
Það hrærði streng nær hjarta mér
- ég heyrði andlátsfregn.
Góður drengur genginn er
og Guði vígður þep.
Ég bregst þvi við sem bam í leik
er birta þverr á kveik.
Sem hljómlist sár fer hugann gep
og heimtar tárarep.
(Elín Vigfúsdóttir).
Fjölskyldu og vinum sendum við
samúðarkveðjur.
Elsa ísfold Arnórsdóttir
og fjölskylda.
Helgi lést sunnudaginn 12. jan-
úar síðastliðinn. Helga hitti ég að-
eins einu sinni, það var í árslok
1987 er ég var á ferð í Skagafirði
ásamt konu minni og hjónunum
Sigríði Kristbjörnsdóttur og Zoph-
aníasi Márussyni, en hann og Helgi
vom góðir vinir. Þess vegna var
lögð lykkja á leiðina og ekið upp
að Merkigili. Þessi heimsókn og þær
fáu klukkustundir sem dvalið var á
Merkigili, sýndu mér hvað sam-
hyggð, gagnkvæmt traust og virð-
ing geta fegrað mannlífíð. Ekið var
í hlað, stigið út úr bifreiðinni og
knúið kyra. Lokið er upp og í dyrun-
um stendur hár, þrekinn maður með
karlmannlegt útlit og hlýtt bros
bæði á vörum og í augum. Býður
hann gesti velkomna og leiðir þá í
bæ sinn. Gengið er til eldhúss sem
er rúmgott og mjög snyrtilegt. Þeg-
ar gestir eru sestir, biður Helgi þá
að hafa sig afsakaða litla stund,
bregður sér fram og kallar til Mon-
iku og tjáir henni að gestir séu
komnir. Kemur aftur að vörmu
spori og tekur gesti tali, bregður
sér síðan í búr sitt og kemur með
fullt af bakkelsi og hleður á diska
fleiri sortum af smákökum, lagtert-
um og formkökum. Að lítilli stund
liðinni gengur inn öldruð kona, svip-
mikil og festuleg. Þetta er Monika
á Merkigili, heilsar hún gestum og
víkur sér síðan að eldhúsbekknum,
þá er Helgi einnig búinn að laga
kaffi. Monika er orðin háöldruð og
lasburða með slæm fótasár þannig
að hún er vafin sárabindum frá tám
og upp á læri, einnig er hún orðin
svo skjálfhent að hún getur varla
sjálf kveikt í sígarettu sinni og á
því einnig erfitt með að halda á
diskum. Þegar hún kemur að
bekknum víkur Helgi sér hægt til
hliðar, færir diska og föt nær henni
og segir, ég taldi víst að þú vildir
bera þetta fyrir gestina. Gamla
konan tekur diska og föt, hagræðir
bakkelsinu á þeim svona til mála-
mynda þar sem geta hennar var
takmörkuð. Spyr Helgi hvort hún
vilji að hann setji þetta yfir á borð-
ið, sem hún játar, tekur hann síðan
hvern diskinn af öðrum úr hendi
Moniku og setur á borðið. Þessa
hluti gerir hann með þeirri snilld
að gamla konan er hvergi látin finna
til síns vanmáttar. Þegar allir eru
sestir og allir eru famir að spjalla
saman segir Sigríður við Moniku,
mikið ert þú dugleg að baka svona
mikið. Ég, segir Monika, hann Helgi
gerir þetta allt. Síðan berst talið
að fótunum á Moniku og hvort hún
fái einhveija heimahjúkrun. Það
þarf ekki, segir hún, hann Helgi
minn skiptir á þessu kvölds og
morgna og ber á mig viðeigandi
smyrsl. Þegar dvalið hefur verið
þarna í u.þ.b. þijá tíma og gestir
búast til ferðar, og Monika hefur
verið kvödd, fylgir Helgi gestum
út á hlað, kveður og óskar góðrar
ferðar. Það hlýtur að auka þroska
sérhverrar persónu er verður þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að upplifa at-
burði eins og hér hefur verið lýst,
hvemig Helgi umgekkst þessa
öldnu konu er hjá honum dvaldi,
eftir að hann keypti af henni jörð-
ina. Slíkar hvunndagshetjur sem
Helgi var gleymast aldrei þeim sem
kynnst hafa. í huga minn læðist
sálmurinn fagri:
Ég krýp og faðma fótskör þína,
frelsari minn á bænastund.
Ég legg sem barni bresti mína
bróðir í þina kærleiks mund.
Ég hafna auðs og hefðarvöldum
hyl mig í þínum kærleikshöndum.
Systkinum Helga og fjölskyldum
þeirra votta ég innilega samúð
mína. Guð blessi ykkur öll.
Gissur Þór.
Föstudaginn 10. janúar fór ég
ásamt Kára bróður mínum og fleir-
um fram að eyðibýlinu Skatastöðum
í Austurdal til þess að liggja fyrir
tófu við æti. Fyrrum samstarfs-
menn á Stöð 2 slógust í för með
okkur í þeim tilgangi að mynda
tófuveiðarnar. Eftir að myndatök-
um lauk um daginn fór ég ásamt
fréttamanni og myndatökumanni
austur yfir Jökulsá heim að bænum
Merkigili þar sem vinur minn Helgi
Jónsson bjó einbúi. Helgi bjóst við
okkur en ég hafði hringt á undan
mér og beðið um gistingu um nótt-
ina. Þó að þessi ferð hafi upphaf-
lega ekki verið farin í þeim tilgangi
að taka einbúann á Merkigili tali
fór á endanum þannig að við tókum
langt og merkilegt sjónvarpsviðtal
við Helga.
Þetta var góð kvöldstund. Helga
þótti gaman að fá góða gesti, ekki
síst á þessum tíma árs. Sá er síð-
ast hafði ritað í gestabókina á
Merkigili var Einar bróðir minn en
hann hafði komið gangandi yfír
Merkigilið fímm vikum áður. Gesta-
bókin er góð heimild um erfíðar
samgöngur á þessum slóðum yfír
vetrartímann og það rifjaðist upp
fyrir mér að þegar við Elenora fór-
um gangandi í Merkigil seinnipart
apríl 1995 hafði ekki borið gesti
að garði frá því um áramót. Þannig
gat skammdegið verið langt og erf-
itt fyrir einbúann í dalnum.
Lýsing Njálu á Skarphéðni átti
vel við Helga. Hann var mikill mað-
ur vexti, tæpir tveir metrar á hæð,
beinvaxinn og svipmikill. Hann var
óhemju hraustur, snarpur til átaka
og hafði mikið úthald. Hann var fær
klettamaður og kjarkurinn svo óbil-
andi að mörgum hraus hugur við
að sjá til hans. Helgi var hvatskeytt-
ur í framgöngu, lá hátt rómur og
sagði sínar skoðanir umbúðalaust
við hvem sem var. Hann gat verið
mikill grallari þegar svo bar undir
og í góðra vina hópi var hann hrók-
ur alls fagnaðar.
Helgi var sannarlega ekki hvers
manns viðhlæjandi og mikill mann-
þekkjari. Mislíkaði honum eitthvað
í fari annarra lét hann það í ljósi
og gleymdi seint. En undir oft á
tíðum hijúfu yfírborði bærðist hlýtt
og viðkvæmt hjarta. Þessi stóri
hrausti maður, sem virtist ekki geta
bognað en bauð náttúmöflunum
birginn í -ríki sínu í dalnum, hann
var fyrst og fremst ljúfmenni og
drengur góður.
Samband Helga og Moniku
fannst mér einkennast af gagn-
kvæmri virðingu. Gamla konan var
mikill sjúklingur síðustu ár ævi
sinnar og án stuðnings Helga hefði
hún aldrei fengið þá ósk sína upp-
fyllta að búa í dalnum fram á síð-
ustu stundu. Hann gerði þar í raun
miklu meira en skyldu sína.
Við strákarnir í Flatatungu fór-
um oft í gegnum árin fram að
Merkigili til þess að hjálpa þeim
Helga og Moniku við heyskap,
smalamennsku eða annað. Frá vor-
inu 1984 stunduðum við grenja-
vinnslu í dalnum. Fyrsta vorið gekk
okkur veiðin afskaplega illa enda
einungis 16 og 17 ára gamlir,
reynslulausir og illa búnir vopnum
og verkfærum. Sjálfur var Merki-
gilsbóndinn miklu meiri veiðimaður
en við og vön skytta. Það lýsir
Helga betur en margt annað hvern-
ig hann hvatti okkur áfram, bar í
okkur mat um langan veg og talaði
í okkur kjark á allan hátt á þessum
köldu vordögum. Einhver hefði
brugðist við með skömmum.
Annað atvik frá síðasta sumri
er mér minnisstætt. Þá riðum við
nokkur saman fram í dalinn og gist-
um á Merkigili. Á leiðinni til baka
var aftur komið við hjá Helga en
síðan riðið áfram niður dalinn, að
Merkigilinu og yfír það. Við vorum
komin upp úr gilinu að norðan þeg-
ar Helgi birtist á hesti á barminum
að sunnan og kallar „lykilinn“
styrkum rómi yfir þessa miklu
ófæru. Ég sneri við og teymdi hest
minn aftur niður gilið og sé þá mér
til skelfingar að Helgi ríður sínum
hesti talsverðri ferð niður einstigið
að sunnan, sem liggur í krákustíg-
um utan í klettum, snarbratt og
háskalegt. Þegar við mættumst var
Helgi kominn yfir gilið og hálfnaður
upp að norðanverðu. Ég hafði í
millitíðinni áttað mig á að ég var
með bíllykilinn í vasanum og konan
mín komst þar af leiðandi ekki af
stað á bílnum frá bænum en hún
átti að fara með farangur eftir ak-
veginum niður að vestan.
Helgi sagðist ekki ætla að
skamma mig fyrir hugsunarleysið
að ríða af stað með bíllykilinn, það
væri sennilega nóg að Elenora gerði
það. Þegar hann kom til baka í
Merkigil þar sem Elenora beið
kvaðst hann hafa skammað mig
rækilega og hún þyrfti þess vegna
engu þar við að bæta.
Við nágrannar og vinir höfum
nú kvatt góðan dreng. Helgi Jóns-
son var jarðsettur í Ábæjarkirkju-
garði. Legstað sinn hafði hann sjálf-
ur fyrir löngu valið og ég veit að
hann kvaddi þennan heim sáttur
þó að andlát hans hafi borið að
með sviplegum hætti. Við í Flata-
tungu biðjum Guð að blessa góðan
vin. Helgi var sannur af verkum
sínum og minning hans lifir áfram
í dalnum.
Árni Gunnarsson
frá Flatatungu.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld ( úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim
er sýndu okkur samúð, vináttu og hlý-
hug við andlát og útför,
MAGNÚSAR AÐALSTEINSSONAR
fyrrverandi lögregluþjóns,
Laufásvegi 65,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Hjördís Björnsdóttir
og börn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar,
ÞURÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Brekkum 1
í Mýrdal.
Ættingar og vinir.