Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.01.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 45 FRÉTTIR Leikja- búðin Míþríl flytur VERSLUNIN Míþríl flutti um áramótin frá Laugavegi yfir á Skólavörðustíg 5. Míþríl er verslun spilamannsins þar sem fæst allt það nýjasta í spuna, borð- og skiptikortaspilum sem völ er á í dag. Fjölbreytt úrval er af leikj- um í ýmsum styrkleikaflokk- um. Sem dæmi má nefna spil sem hlotið hafa titilinn bestu spil ársins svo sem Roborally 1994, Dragon Dice 1995 og einnig Magic The Gathering sem kemur út á átta tungumál- um. Eining eru seld í verslun- inni blöð, bækur og tímarit svo FRÁ versluninni Míþríl á Skólavörðustíg. og teningar í öllum litum, stærðum og gerðum. Eigendur Míþríl eru Edward Örn Jóhannesson og Sonja Ir- ena Waltersdóttir. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-15. Kvenréttindafélag Islands 90 ára KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands verður 90 ára mánudaginn 27. jan- úar. Af því tilefni stendur félagið fyrir morgunverðarfundi á afmælis- daginn og í eftirmiðdaginn verður hátðíðardagskrá í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur. „Morgunverðarfundurinn sem haldinn verður í Skála, Hótel Sögu, kl. 8.15-9.30 ber yfirskriftina: Kosningar og lýðræði. Dr. Ólafur H. Harðarson flytuir erindi þar sem hann veltir því m.a. fyrir sér hvort kjördæmaskipan okkar íslendinga sé til þess fallin að styrkja lýðræð- ið, hvort jafna eigi atkvæðisréttinn á milli dreifbýlis og þéttbýlis, hvort kjósandinn eigi að raða upp sínum lista í kjörklefanum eða hvort eðli- legra sé að stjórnmálaflokkarnir hafi veg og vanda af uppröðun á lista. Þá leitast Ólafur við að svara því hvort það geti verið að kosn- ingakerfið sé konum þrándur í götu. Að loknu erindi Ólafs verða umræður. Fundarstjóri verður Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar. Að- gangseyrir er 900 kr., morgun- verður innifalinn. Fundurinn er öll- um opinn. Síðar um daginn eða kl. 17-18 verður haldin afmælishátíð félags- ins í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Inga Jóna Þórðardóttir flytja ávörp. Sýnd verða atriði úr dagskrá Listaklúbbs Þjóðleikhússins „Konur með penna“. Sophie Schoonjans leikur á hörpu og Arnbjörg Sigurðardóttir og Berglind María Tómasdóttir, nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík. flytja flautu-dúetta. Þijár konur verða að þessu sinni tilnefndar heiðursfélagar, þær Vig- dís Finnbogadóttir, Sigríður Th. Erlendsdóttir og Björg Einarsdóttir. Félagar í Kvenréttindafélagi Is- lands eru velkomnir á afmælishátíð- ina,“ segir í fréttatilkynningu fé- lagsins. Gengið á reka frá Bæjar- skerjum að Stafnesi ÚTIVIST heldur áfram að ganga á reka á vesturströnd Reykjanes- skagans sunnudaginn 26. janúar. í þessum áfanga verður gengið með ströndinni frá Bæjarskeijum að Stafnesi. Á leiðinni verður minnt á hið mikla landbrot af völdum sjávar í gegnum aldirnar og hina hörðu baráttu við náttúruöflin, þeirra sem sóttu lífsbjörg sína til hans á þessum slóðum. Farið verður frá Umferðarmið- stöðinni með rútu kl. 10.30, kom- ið við á Kópavogshálsi, Bitabæ í Garðabæ, Sjóminjasafninu í Hafn- arfirði og kl. 11.15 Fitjanesti í Reykjanesbæ. Gangan hefst kl. 11.45 á Bæj- arskeijum við Kirkjuklett og gengið með strönd Bæjarskers- hverfis, Fuglavíkurhverfis, eftir Lindarsandi og strönd Hvalsnes- hverfis að Stafnesi. Gefinn verður kostur á að fara út í Eyktarhólma og Másbúðahólma og komið verð- ur við í Hvalneskirkju. Staðfróðir heimamenn verða fylgdarmenn. Suðurnesjamönnum verður ekið til baka að Bæjarskeijum og Fitja- nesti að göngu lokinni. Minnsta tröll í heimi SÖGUSVUNTAN verður með brúðuleiksýninguna Minnsta tröll í heimi í dag, laugardag, kl. 14.30, í Ævintýra-Kringlunni. Það er Hallveig Thorlacius sem samdi þáttinn og stjórnar brúðunum. Leikstjóri er Helga Arnalds. Þetta er saga um afar smáa tröllastelpu. Hún er reyndar svo smávaxin að hún sést vart með berum augum. Hún lendir í alls- konar vandræðum og jafnvel al- varlegum lífsháska svo áhorfend- ur verða oft að koma henni til aðstoðar. Hallveig hefur ferðast víða með þessa sýningu jafnt inn- an lands sem utan. Sýningartími er rúmar 30 mínútur og er miða- verð 500 kr. Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er stað- sett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Ævintýra-Kringlan er opin 14-18.30 virkadagaogkl. 10-16 laugardaga. Lokapredikun í guðfræðideild BJARNI Randver Sigurvinsson guðfræðinemi flytur í dag, laugar- daginn 25. janúar, lokapredikun í Háskólakapellunni. Athöfnin hefst kl. 14 og eru allir velkomnir. Sónata yfir vatninu í bíósal MÍR KVIKMYNDIN Sónata yfir vatninu verður sýnd sunnudaginn 26. jan- úar kl. 16 í bíósal MIR, Vatnsstíg 10. Mynd þessi var gerð í Lettlandi á áttunda áratugnum og voru leik- stjórar Varis Brasla og Gunars Tsilinskí en sá síðamefndi fer einn- ig rneð eitt af aðalhlutverkunum. í myndinni segir frá skurðlækn- inum Rúdólf sem hyggst eyða leyfi sínu í þorpi einu í Lettlandi þar sem náttúrufegurð er mikil. Hann er einn á ferð því að kona hans hafði skömmu áður hafið sambúð með öðrum manni og tekið son þeirra með sér. Eina nóttina er læknirinn vakinn af svefni og beðinn að vitja sjúkrar dóttur kennarans í þorpinu, Láru. Rúdólf skoðar telpuna og telur nauðsynlegt að skera hana upp þegar í stað. En í þorpsspítalan- um er enginn skurðlæknir starfandi svo að Rúdólf ákveður að fram- kvæma aðgerðina sjálfur. Og þann- ig bjargar hann lífi telpunnar. Á heimleið frá sjúkrahúsinu segir Lára lækninum að eiginmaður sinn hafí orðið manni að bana í veiðiferð og afpláni nú refsingu í fangelsi. Tilfínningar þeirra hvort til annars breytist. Áðgangur að kvikmyndasýning- unni er ókeypis og öllum heimill. Lögin og hag- fræðin í tengsl- um við alnetið ELSA á íslandi (European Law Student’s Association), félag evr- ópskra laganema, tekur á móti Charles Evans frá Bandaríkjunum þriðjudaginn 28. janúar, sem mun halda fyrirlestur um lagasetningu og hagfræðina í víðu samhengi við alnetið. Fyrirlesari verður Charles Evans, yfírmaður upplýsingaþjónustu Atl- as, hagrannsóknarstofnunar í Bandaríkjunum (http://www.atlas- fdn.org/), og forstöðumaður Chyd- en.Net (http://www.chyden.net/). Fyrirlestur Charles mun fjalla um lögfræði og hagfræði í tengslum við vilja almennings í alþjóðlegum samskiptum. Hann mun fjalla um hvernig hugverkaréttur á alnetinu sé eingöngu mögulegur að hluta, hvers vegna ekki sé hægt að stjóma dreifingu á klámi og að hvaða marki einkalíf sé fyrir borð borið á verald- arvefnum. Fundurinn verður frá kl. 12.10—13 í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands, og er öllum opinn. Fyrirlesturinn verður á ensku. Brúðuleikhús í Norræna húsinu DAGSKRA fyrir böm verður að venju sunnudaginn 26. janúar kl. 14 í fundarsal Norræna hússins. Að þessu sinni verður sýning á brúðuleikhúsi undir stjóm Evu Ljungar frá Helsingborg í Svíþjóð. Sýningin er ætluð börnum á aldr- inum 3-6 ára og er hún byggð upp á einfaldan og leikrænan hátt. Leik- ritið sem flutt verður heitir Hampus og eggið og hefur Eva Ljungar sam- ið það og gerir hún einnig allar leik- brúðurnar. Eva Ljungar blandar saman íslensku og sænsku í sýning- unni og ætti að vera auðvelt fyrir áhorfendur að fýlgjast með fram- vindu sögunnar. Tvær sýningar fyrir leikskóla verða í Norræna húsinu föstudaginn 24. janúar og er þegar fullbókað á þær sýningar. Aðgangur að sýning- unni á sunnudag er ókeypis. Tónlistarmessa í Vídalínskirkju EFNT verður til tónlistarmessu með léttu ívafí í Vídalínskirkju í Garðabæ sunnudagskvöldið 26. janúar kl. 20.30. Hljómsveit skipuð fjórum valin- kunnum hljóðfæraleikurum sér um allan undirleik: Gunnar Gunnars- son, píanó, Sigurður Flosason, saxafónn, Tómas R. Einarsson, kontrabassi og Matthías M.D. Hemstock, trommari. Þorvaldur Halldórsson syngur einsöng. Sr. Bjarni Þór Bjamason, héraðsprestur, þjónar fyrir altari og hugleiðingu flytur Lilja Hall- grímsdóttir. Kór Laugarneskirkju syngur. Hljómsveitin leikur létt lög frá kl. 20. Athöfn fyrir alla fjöl- skylduna og að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Poppmessa í Hjallakirkju POPPMESSA verður haldin í Hjallakirkju sunnudaginn 26. jan- úar kl. 17. Þessi nýbreytni í helgi- haldi í Hjallakirkju var tekin upp nú síðasta haust og hafa þrjár poppmessur verið síðan. Tónlistin skipar þar stóran sess en í popp- messum gefst fólki kostur á að lofa Drottin í söng á óhefðbundin hátt með hljómsveitarundirleik. Markmiðið er að ná til sem flestra með nýjungum í tónlistarflutningi og söngvavali. Allir velkomnir. Bænavikan Samkoma í Fíladelfíu SAMKIRKJULEGU bænavikunni lýkur í kvöld að þessu sinni með samkomu í Fíladelfíukirkjunni og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er sr. Hjalti Guðmundsson. Mikil og fjöl- breytt lofgjörðartónlist verður flutt eins og venja er í Fíladelfíu. Full- trúar hinna ýmsu safnaða lesa ritn- ingarorð. Allir eru hjartanlega velkomnir. Lýst eftir bíl og vitni LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni VF-126 sem er af gerðinni Volkswagen-golf árgerð Skautasvell innanhúss í FRÉTT Morgunblaðsins í gær þar sem sagt var frá nýju inniskauta- svelli í Kolaportinu er sagt að þarna sé í fyrsta skipti hægt að skauta innanhúss. Þetta er ekki rétt heldur var t.a.m. inniskautasvell starfrækt í Skeifunni í kringum 1970. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Súlurit vantaði í GREIN Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, sem birtist í blað- inu í gær, er vísað til súlurits sem 1994, ljósgræn að lit. Bifreiðinni var stolið frá bifreiðastæði við Borgarkringluna að kvöldi þriðju- dagsins 21. janúars síðastliðins. Einnig er lýst eftir sjónarvottum að skemmdarverkum sem unnin voru á bifreiðinni KR-495 á Sölv- hólsgötu miðvikudaginn 8. janúar sl. Vegfarandi sparkaði í bifreiðina og hélt síðan leiðar sinnar. Atburð- ur þessi gerðist um klukkan 13. Rannsóknadeild lögreglunnar hefur málin til rannsóknar. Hallgrímskirkj a Guðsþjónusta á ensku GUÐSÞJÓNUSTA á ensku verður haldin í Hallgrímskirkju sunnudag- inn 26. janúar kl. 14. Er hún ætl- uð enskumælandi íbúum höf- uðborgarsvæðisins sem og ferða- fólki. Sr. Karl Sigurbjörnsson annast guðsþjónustuna, sr. Toshiki Toma predikar og Hörður Áskelsson org- anisti leikur á orgelið og stýrir safnaðarsöng. Að guðsþjónustu lokinni eru veitingar á boðstólum í safnaðarheimili kirkjunnar. fylgja átti. Vegna mistaka við vinnslu greinarinnar féll það brott og er því birt hér. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökun- um. Reykingar 12-16 ára barna í FRÉTT Morgunblaðsins í gær kom fram að samkvæmt síðustu könnun sem gerð hafi verið reyki 23,5% barna á aldrinum 12-16 ára. Hið rétta er að 8,1% bama á þessum aldrei reykja, en reykingar meðal þeirra sem eru að ljúka grunnskóla- prófi hefur mælst um 20%. Greidd dagvinnulaun á mánuði Þús. 1. ársfjórðung 1996 160|-----------:---------------------— 20 Kjaraf. viðsk. og hagfr., Skrifstofu- Félag ísl. félagsvis.m., Skrifstofukarla Skrifstofukonur hópur Stéttarf. lögfr. i rikisþj., alm. markaði alm. markaði Félag háskólamanna LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.