Morgunblaðið - 25.01.1997, Side 48

Morgunblaðið - 25.01.1997, Side 48
48 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fiskfars á ýmsa vegu Hér áður var ýsa næstum daglega á borðum íslendinga, segir Kristín Gestsdóttir, og þá var góð tilbreyting að búa til fiskibollur. TILBREYTINGIN er sú sama í dag en nú ætti að vera auðvelt að búa til fiskibollur og fiskbúð- ing, þegar flestir eiga góðar hrærivélar sem tæta fiskinn í sundur svo að óþarfi er að hakka hann. Það er ekki einu sinni sein- legt. í fiskbúðum er líka hægt að kaupa hakkaðan fisk. Fátt þykir mér betra en vel hrærðar fískiboll- ur. Það er eini matur sem ég narta í, meðan ég er að elda. Meðan ég er að hræra fiskfarsið, bý ég til litlar „prufubollur" og borða með mikilli ánægju. Bömin mín hlæja mikið að þessu. Líklega er þetta bernskuminning, en við krakkam- ir stóðum oft við eldavélina hjá mömmu þegar bún bjó til bollur og fengum að smakka. Gott er að búa til eins mikið fars i einu og hrærivélin tekur og búa til bæði bollur og fiskbúðing úr því. Hrært fiskfars 1 kgýsuflök 1 dl kartöflumjöl ___________'/? dl hveiti________ ___________1 ’Atsk salt_________ 'Atsk. pipar '/e tsk. múskat fersk steinselja, má sleppa 4 ’/2 dl mjólk Roðdragið flökin og skerið úr þeim bein, skerið síðan í bita. Setjið í kraftmikla hrærivél og látið hana tæta fiskinn í sundur. Setjið kartöflumjöl, hveiti, salt, pipar, múskat og klippta steinselju út í. Hrærið síðan mjólkina út í í smá- skömmtum minnst fyrst, ekki meira en 2 msk. í einu. Heppilegra er að nota frosið grænmeti í fiskbúðinginn en ferskt, þar sem sjóða þarf ferska grænmet- ið áður en ekki hið frosna. í þetta hentar næstum allt grænmeti, svo sem blómkál, sprotakál, blaðlaukur, maís, papríka, gulrætur, sveppir og fleira. Erfítt er að meta hversu mik- ið grænmeti á að nota, en ummál þess og gerð er mjög mismunandi, t.d. þarf mun meira af blaðlauk en gulrótum. Nota má fleiri en eina tegund í réttinn. Notið skál með beinum, háum börmum. ' Ofnsteikt fars með frosnu grænmeti ’A kg fiskfars 300-400 frosið grænmeti 15 g smjör - 1 msk matarolía Smyijið skálina að innan, setjið helming frosna grænmetisins á botn- inn, þá fiskfars, síðan aftur græn- meti og loks það sem eftir er af fisk- farsinu. Bræðið smjör, setjið olíu saman við og hellið yfir skálina. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C, setjið skálina í ofninn og bakið í um 1 klst. Hafíð hvorki lok né álpappír yfir skálinni. Meðlæti: Brauð og smjör. Steiktar fiskibollur ’/2 kg fiskfars 'h dl matarolía Setjið matarolíu á stóra pönnu, hitið síðan skeið í olíunni og mótið bollur úr farsinu. Steikið á öllum hliðum. Minnkið hitann og setjið lok á pönnuna og látið standa þannig þar til bollurnar eru soðnar í gegn, 5-7 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og smjör eða pakkasósa og hrásalat. Soðnar fiskibollur með karrí- eða tómatsósu ’/g lítri vatn + ’A tsk. salt __________’/z kg fiskfars________ _______’A tsk. soðkraftsduft_____ hveitihristingur (hveiti + vatn) ’/z—1 tsk. karrí eða 1 -2 msk. ___________tómatsósa_____________ smásmjörklípa Setjið vatn og salt í pott og látið sjóða, hitið skeið í vatninu og mótið bollur, látið sjóða við hægan hita í um 10 mínútur. Setjið soðkraftsduftið í vatnið, búið til hveitihristing með eða án karrís og jafnið sósu. Ef þið notið karrí er best að hrista það með hveiti/vatni. Setjið tómatsósuna í síðast. Setjið síðan smjör út í. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða pasta. - kjarni málsins! IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Svar vegna fyrirspumar Heiðu 56 ára frá 15. janúar 1997 FÉLAGSMÁLASTOFN- UN Reykjavíkurborgar hefur til margra ára rekið opið félagsstarf fyrir aldr- aða, þ.e. fólk 67 ára og eldri, nú á 13 stöðum í borginni. Það félagsstarf hefur almennt ekki verið opið öðrum aldurshópum, en þó hafa yngri einstakl- ingar getað sótt um og oft fengið undanþágu til að taka þátt í starfseminni. Frá áramótum hefur verið ákveðið að gerð verði sú breyting á félagsstarfi aldraðra, sem starfrækt hefur verið í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi, að aldursmörk verða felld nið- ur og starfið þróað í þá átt að það þjóni fleiri aldurs- hópum. Héðan í frá getur því fólk á öllum aldri sótt félagsstarfið í Gerðubergi, sem er mjög íjölbreytt og gott auk þess sem Menn- ingarmiðstöðin hefur upp á margvíslega aðra starf- semi að bjóða. Hvað varðar hár- og fótsnyrtingu sem staðsett hefur verið í fé- lagsstarfi aldraðra var fyr- irkomulagi þeirrar starf- semi breytt fyrir nokkru í þá veru að hún er rekin af sjálfstætt starfandi verktökum sem selja öldr- uðum og öðrum sem þang- að leita þjónustu sína á sanngjörnu verði. Með bestu kveðjum, Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri. Ættingja leitað ÉG heiti Elísabet Ingi- marsdóttir og er búsett í Bergen, Noregi. Ég skrifa fyrir hönd Ann Sissel Sulen sem leitar að föðjursystur sinni sem býr á íslandi. Vandamálið er að nafn þessarar konu er ókunnugt en hún er fædd rétt fyrir eða eftir stríð. Faðir hennar hét Sigvard Halsör frá Randberg í Nordfjord og var sjómaður. Hvort hún er skrifuð Sig- vardsdóttir er einnig ókunnugt. Ef einhver getur gefið upplýsingar um þessa konu vinsamlegast hringið til Ann Sissel Sulen í síma 00 47 55295956 eða í El- Tapað/fundið ísabetu Ingimarsdóttur í Skilvís finnandi vinsam- síma 00 47 55180874. lega hafi samband í síma ____________________ 564-3553. Taska tapaðist UM síðustu verslunar- mannahelgi tapaðist taska á tjaldstæðinu á Akureyri. Taskan var svört og í henni var fatnaður. Task- an er merkt Ingu Vigdísi. Gleraugu töpuðust KVENM ANN SGLER- AUGU, brúnyijótt og nett, töpuðust í janúar, hugsan- lega á Njálsgötu. Skilvís finnandi vinsamlega hring- ið í síma 587-6356 eða 898-3867. Erfitt starf STARF blaðber- ans er ekki alltaf bara hressandi morgunganga, heldur verður hann að rífa sig upp fyrir allar ald- ir, hvernig sem viðrar. Þegar veð- ur gerast válynd getur verið erfitt að fóta sig á hálum tröppum eða finna ómerkt hús. Fólk er því vin- samlega beðið að hugsa hlýlega til blaðberans, og láta útiljósið loga, sé það fyrir hendi. skák Umsjón Margeir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í Exc- elcior Cup-mótinu í Gauta- borg, sem lauk í síðustu viku. Pólski alþjóðlegi meistarinn Jacep Gdanski (2.485) hafði hvítt og átti leik, en Svíinn Karl Johan Moberg (2.335) var með svart og lék síðast 27. — Ha8—a7. 28. Rxg6! - Rxg6 29. Hxg6+ fxg6 30. Dxg6+ — Hg7 31. Dxe6+ — Hg7 32. Dxh6+ - Kg8 33. Bb3! - Hxg3 (Svartur gerir örvænt- ingarfulla til- raun til að ná þráskák) 36. Kxg3 — Dc3+ 37. Kh4 - Dd4+ 38. g4 - Df2+ 39. Kh5 - Hf5+ 40. gptf5 — Df3+ og svart- ur gafst upp. Landsbanka-VISA mótið, atskákmót ís- lands: fjórðungsúrslit í dag kl. 13, undanúrslit kl. 16. Teflt í Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12. HÖGNIHREKKVÍSI Víkveiji skrifar... VÍKVERJA finnst afar at- hyglisvert að íslenzk stjórn- völd skuli ekki leyfa innflutning á svínakjöti frá Danmörku af heil- brigðisástæðum. Ekki rekur Vík- verja minni til að nein vandamál hafi komið upp vegna neyzlu á dönsku svínakjöti, enda ráða Danir um þriðjungi heimsmarkaðarins fyrir svínakjöt og hafa getið sér orð fyrir einstaklega vandaða framleiðslu. Víkverji bjó einu sinni í öðru Evrópusambandslandi og keypti aldrei annað en danskt bei- kon og danska skinku - það var einfaldlega bezta varan og þar að auki á góðu verði. Beikon af ís- lenzkum svínum, sem verið er að selja neytendum hér í búðum, stenzt engan veginn samjöfnuð við það danska, nema kannski helzt það sem selt er sem „lúxusbeikon” og kostar margfalt meira en það danska kostar út úr búð í ESB-ríkj- unum. Það skyldi þó aldrei vera að hinar íslenzku heilbrigðisreglur væru fremur settar til varnar svínabændum en neytendum? XXX TVÆR síðastliðnar helgar hef- ur Víkveiji fjallað um spurn- inguna hvenær aldamótin séu og skal þeim skrifum nú lokið með birtingu bréfs Ara Eggertssonar, sem skrifar: „Mér finnst alltaf at- hyglisvert að sjá hve margir eru þeirrar áráttu að vilja byija að telja á 0. Ut af ábendingu Jóns Arason- ar [sem skrifaði Víkveija í síðustu viku] um Oxford Dictionary fletti ég upp i tveimur orðabókum sem ég á. Britannica World Language Dictionary tekur sem dæmi um öld „20. öldin 1901-2000“. The Uni- versal Dictionary of the English Language, sem er útgefin af Henry Cecii Wyld í Chicago, tekur sem dæmi um öld „19. öldin 1801- 1900“. Þannig eru dæmin báðum megin Atlantshafsins. Það er einn- ig athyglisvert að 20. öldinni var fagnað um áramótin 1900-1901, þannig að ef 21. öldin byijar árið 2000 þá er 20. öldin aðeins 99 ár!“ xxx FRÉTTASTOFU Ríkissjón- varpsins varð lítillega á í messunni á fimmtudagskvöld, þeg- ar sögð var frétt af skartgriparáni í miðborg Stokkhólms, sem endaði með því að ræningjarnir skutu á vegfarendur. Birt var viðtal við lögreglumann, sem kom á vett- vang, og á skjánum birtist „nafnið" hans, „Birger Jarlsgatan, lögreglu- maður”. Þeir, sem þekkja sig í Stokkhólmi, vita hins vegar að Birger Jarlsgatan er ein af helztu verzlunargötunum í miðborginni (kennd við Birgi jarl, stofnanda borgarinnar) - og þar er einmitt skartgripaverzlunin, sem rænd var. Líklega fáum við aldrei að vita hvað lögregluþjónninn heitir réttu nafni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.