Morgunblaðið - 30.01.1997, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
_____________ÚRVERINU____________
Sæunii Axels á Olafs-
firði færir út kvíamar
Hraðfrystihús Ólafsfjarðar leigt til fimm ára
HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsfjarðar hf.
hefur leigt frystihús sitt til fimm ára
og er leigutaki Sæunn Axels ehf. á
Ólafsfirði, sem rekur saltfískverkanir
bæði á Ólafsfirði og Reykjavík. Að
sögn Ásgeirs Loga Asgeirssonar hjá
Sæunni Axels hyggst fyrirtækið
færa út kvíamar með rekstri frysti-
hússins, en það hefur verið lokað frá
því nokkru fyrir jól og var öllum
starfsmönnum þá sagt upp störfum,
um 60 manns. Leigutakinn hefur
þegar hafið undirbúning
að því að koma rekstrin-
um í gang aftur í breyttri
mynd. Gert er ráð fyrir
að ráða starfsmenn að
húsinu að nýju á næstu
vikum og að starfsemi^i
komist í gang svo fljótt
sem kostur er. j
„Við höfum áhuga á því
að víkka út þá starfsemi,
sem við erum nú með, og
renna frekatii stoðum und-
ir þann rekstur, sem við
höfum staðið í til þessa á
Ólafsfirði. Þetta ferli hef-
ur gerst tiltölulega hratt
eftir að frystihúsinu var
lokað, en við biðum ekkert
í röð eftir því að fá að
taka við þessum rekstri.
Það urðu bara óformlegar
viðræður í byijun enda
allir sammála um að
ófremdarástand væri ríkjandi í at-
vinnumálum bæjarins og því ljóst að
eitthvað þyrfti að koma til.
Eigum eftir að
fínpússa áætlunina
I kjölfarið fórum við bræðumir að
spá og spekúlera með hvaða hætti
við gætum komið að rekstrinum. Við
erum að þessu fyrst og fremst vegna
þess að við trúum því að við getum
rekið þama arðbæra vinnslu," sagði
Ásgeir Logi, en segist ekki geta
svarað því hvers vegna þeir ættu að
ná betri rekstrarárangri en
núverandi eigendur, sem tóku
ákvörðun um lokun frystihússins.
„Það hefur kannski eitthvað að segja
að við emm allir ungir menn og
förum ef til vill ótroðnari slóðir en
þeir, sem búnir eru að vera í sama
farveginum mjög lengi.“
Ásgeir segist ekki geta nákvæm-
lega sagt til um hvenær starfsemi
heflist í frystihúsinu á ný. Þar verði
að einhveiju leyti rekið frystihús
áfram þó meginlínumar liggi í bland-
aðri vinnslu. „Það er gott fólk þama
sem maður vill í lengstu lög halda í
áður en það fer að hugsa sér til hreyf-
ings og leita til annarra byggðarlaga
eftir vinnu. Það verða breytingar á
rekstri frystihússins frá því sem áður
var, en nákvæmlega með hvaða hætti,
get ég ekki farið út í hér og nú.“
Fiskvinnslufyrirtækið Sæunn Ax-
eis ehf. var stofnað í Ólafsfirði árið
1980 með kaupum á iítilli trillu og
eru eigendur þess Sæunn Axelsdóttir
og synir hennar fjórir, þeir Ásgeir
Logi sem er framkvæmdastjóri, Frí-
mann sem sér um útflutninginn,
Axel sem er búsettur í Barcelona og
sér um að selja saltfiskinn og Krist-
ján Ragpar sem er nemi í Verslunar-
skóla íslands. Framkvæmdastjóri
fyrirtækisins er Ásgeir Ásgeirsson,
faðir drengjanna og eiginmaður Sæ-
unnar. Synirnir fjórir eru minna og
meira aldir upp við sjósókn þar sem
Sæunn hefur sjálf í áraraðir róið með
færi yfir sumartímann ásamt sonum
sínum.
í febrúar á þessu ári færði fyrir-
tækið út kvíarnar og setti upp útibú
í Reykjavík, nánar tiltekið að Hólma-
slóð 6, þar sem um fimmtán manns
hafa atvinnu af saltfískverkun.
„Þrátt fyrir þetta höfum við ekkert
slakað á fyrir norðan þar sem að
staðaldri vinna 15-20
manns við saltfiskverkun
og fiskþurrkun. Aftur á
móti má segja að útibúið
í Reykjavík hafi komið til
vegna þess að mikið af
þeim aðdráttum, sem við
þurfum inn í vinnsluna
fyrir norðan, var fiskur
af suðursvæðinu og því
ákváðum við að færa hluta
af starfseminni suður til
að vera nær því hráefni,
sem við nýtum talsvert.
Svo sendum við hráefni í
gámum til vinnslu norður.
Verðum að spila
á fleiri borðum
í raun erum við alls
staðar að reyna að ná
okkur í hráefni, á mörkuð-
unum jafnt sem í beinum
viðskiptum auk þess sem
við komum til með að verða eftir sem
áður í ágætu sambandi við útgerð-
arfélagið Sæberg hfv sem gerir út
tvo ísfisktogara frá Ólafsfirði og er
meirihlutaeigandi í Hraðfrystihúsi
Ólafsfjarðar. Þau viðskipti fara eftir
því hvað þykir hagkvæmt fyrir báða
aðiia hveiju sinni. Á meðan að magn-
ið er ekki meira á mörkuðunum en
raun ber vitni, er erfitt að láta stjórn-
ast alfarið af þeim. Það verður að
spila á fleiri borðum en einu ef menn
ætla sér að komast af í þessum
bransa. Þetta er beinharður heimur
og það er engin bein gróðaleið til í
þessu sem öðru. Við verðum bara
að standa okkur í samkeppninni,“
segir Ásgeir Logi.
Morgunblaðið/Kristinn
„ÞETTA er meinharður heimur og það er engin
bein gróðaleið til í þessu sem öðru,“ segir Ásgeir
Logi Ásgeirsson.
SADDAM Hussein og fjölskylda. Fyrir miðju er sonurinn Uday.
Fyrir framan silja foreldrarnir í sóffa.
Saddam Hussein Iraksforseti
óttast um líf sitt
Eiginkonan sögð
í stofufangelsi
Washington, Bagdad. Reuter.
SADDAM Hussein, forseti íraks,
hefur sett konu sína í stofufangelsi
og hugsanlegt er, að taka verði ann-
an fótinn af Uday, syni hans, vegna
dreps. Var þetta haft eftir háttsett-
um embættismanni í bandaríska
hermálaráðuneytinu.
Embættismaðurinn, sem ekki vildi
láta nafns síns getið, sagði frétta-
mönnum, að Saddam hefði aðseturs-
skipti oftar en áður af ótta við til-
ræði við sig. Þá kvaðst hann hafa
það eftir góðum heimildum, að kona
hans væri í stofufangelsi. Nefndi
hann ekki hvenær eða hvers vegna
hún væri í haldi en gaf í skyn, að
skotárásin á Uday, son hans, i síð-
asta mánuði hefði valdið því, að
hann óttaðist meira en áður um líf
sitt og sæi óvini í hveiju skoti.
Hálflamaður með drep í fæti
Uday, sem er 32 ára gamall, særð-
ist alvarlega þegar skot.ið var á bíl
hans á götu í Bagdad. Eru ýmsar
getgátur um ástæðuna en einna
helst talið, að árásarmennirnir hafi
verið að hefna hershöfðingja, sem
Saddam lét taka af iífi 1990. Banda-
ríski embættismaðurinn sagði, að
Uday hefði særst alvarlega. Væri
ein eða tvær byssukúlur enn við
mænuna og hann hálflamaður. Þá
hefði komist drep í annan fótinn og
hugsanlegt, að hann missti hann.
Embættismaðurinn sagði einnig,
að íraski herinn hefði aukið æfingar
sínar að undanförnu og hann kvaðst
hafa eftir heimildum, að Saddam
væri viss um að geta náð Kúveit
aftur með leiftursókn. Sagði emb-
ættismaðurinn, að ef til vill væri það
rétt hjá Saddam en minnti á, að í
og við Persaflóa væru til taks 200
orrustuþotur, bandarískar og annars
staðar frá, og öflugur herskipafioti.
Vilja árásarmennina
framselda
Iraksstjórn hefur beðið Sarnein-
uðu þjóðirnar að sjá til, að Irans-
stjórn framseiji mennina, sem réðust
á Uday, eða dragi þá fyrir dóm ella.
Kemur þetta fram í bréfi, sem Mo-
hammed Saeed al-Sahaf, utanríkis-
ráðherra íraks, hefur sent Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóra SÞ. Tilræðis-
mennirnir flýðu til Irans eftir árásina
á Uday en íransstjórn en íranir neita
að framselja þá.
Uthlutun karfaveiðiheimilda á Reykjaneshrygg
Byggt á veiðireynslu
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefíð út reglugerð um úthlutun
veiðiheimilda í úthafskarfa á Reykja-
neshrygg. Helstu ákvæði reglugerð-
arinnar eru eftirfarandi:
Á árinu 1997 er þeim íslensku
skipum, sem hljóta leyfí Fiskistofu
til veiða á úthafskarfa með flot-
vörpu, heimilt að veiða samtals
45.000 lestir.
Hveiju íslensku fískiskipi skal
reiknuð aflahlutdeild í úthafskarfa,
sem miðast við afla skipsins á þrem-
ur bestu aflaárum þess á tímabilinu
1991-1996. Þó skal 5% heildarkvót-
ans úthlutað til þeirra skipa sem
stunduðu úthafskarfaveiðar á árun-
um 1989, 1990 og 1991, miðað við
heildarafla þeirra þessi ár. Úthlut-
un aflahlutdeildar er bundin því skil-
yrði, að útgerð viðkomandi skips af-
sali sér aflahlutdeild í tegundum inn-
an lögsögu íslands, sem nemi 8% af
þeirri aflahlutdeild, sem viðkómandi
skipi er úthlutað í úthafskarfa sam-
kvæmt reglugerðinni. Miðað er við
að verðmætastuðull fyrir úthafskarfa
sé hinn sami og fyrir karfa sem veið-
ist innan lögsögunnar. Verði skerð-
ingu aflahlutdeildar ekki viðkomið
þar sem skip hefur ekki aflahlutdeild
í tegundum innan lögsögunnar,
skerðist aflahlutdeild þess í úthafs-
karfaveiðum um 8%.
Veiðar á úthafskarfa eru háðar
sérstöku leyfí Fiskistofu og aðeins
eiga kost á leyfum þau skip, sem
aflahlutdeild fá samkvæmt ofan-
greindri reglu og ennfremur þau
skip sem hafa flutt til sín aflamark
eða aflahlutdeild i úthafskarfa.
Við útreikning afla skal miðað við
að nýting sé 55% miðað við hausskor-
inn karfa en 30% miðað við flök með
roði og beinum
Fiskistofa mun fyrir 8. febrúar nk.
senda útgerðum þeirra skipa sem
aflahlutdeild fá samkvæmt of-
angreindri reglu um bráðabirgðaút-
hlutun og forsendum hennar. Út-
gerðir skulu síðan fyrir 18. febrúar
tilkynna til Fiskistofu hvort þær nýta
sér rétt til aflahlutdeildar og í fram-
haldi af því mun Fiskistofa úthluta
endanlegri aflahlutdeild, aflamarki
fyrir 1997 og veiðileyfi.
Samskonar reglur hafa þegar ver-
ið gefnar út fyrir úthlutun veiðiheim-
ilda í rækju á Flæmingjagrunni.
Clarke sagður vilja
taka við af Major
London. Reuter.
KENNETH Clarke, fjár-
málaráðherra Bretlands,
hefur samkvæmt dagblað-
inu The Daily Mail gefíð til
kynna að hann mum sækj-
ast eftir forustu í íhalds-
flokknum tapi flokkurinn
næstu kosningum og segi
John Major forsætisráð-
herra af sér. I blaðinu var
því bætt við að Clarke hefði
einnig fýst yfir áhuga á að
verða forsætisráðherra.
„Mér finnst forusta í flokki, sem
hefur unnið kosningarnar, betri
kostur en forusta í flokki, sem hefur
tapað kosningunum," hafði blaðið
eftir Clarke.
Major verður að boða til kosninga
innan fjögurra mánaða og sam-
kvæmt skoðanakönnunum hefur
Verkamannaflokkurinn enn
allt að 20 prósentustiga for-
skot á íhaldsflokkinn.
Clarke fór einnig hörðum
orðum um þá flokksfélaga
sína, sem á laun legðu á
ráðin um að sölsa undir sig
forustu í flokknum, og sagði
að slíkt gæti skaðað flokk-
inn_ í kosningabaráttunni.
Ýmsir þingmenn hafa
látið að því liggja að deila
Michaels Heseltines vara-
forsætisráðherra og Michaels Portil-
los varnarmálaráðherra um ákvörð-
un stjórnarinnar um að smíða nýja
snekkju handa drottningu fyrir 60
milljónir punda (rúmlega sex millj-
arða króna) væri þáttur í baráttu
þeirra um leiðtogahlutverkið.
Kenneth
Clarke.
IITSALA
Útsölu lýkur á laugardag,
enn betri afsláttur af útsöluvörum.
Langur laugardagur, opið kl. 10-17.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 - Sími 562-3614
%
ít
%