Morgunblaðið - 30.01.1997, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MYNPLIST
Kjarvalsstadir/
Gallcrí Fold
MÁLYERK
Hringur Jóhannesson. Kjarvals-
staðir: Opið kl. 10-18 alla daga til
16. febrúar; aðgangur kr. 300;
sýningarskrá kr. 1200.
Smákapítuli í
íslenskri myndlist
HRINGUR Jóhannesson: Sólmóða við mýrina.
Gallerí Fold: Opið kl. 10-18 virka
daga, kl. 10-17 laugard. og ld. 14-17
sunnud. til 2. febrúar; aðgangnr
ókeypis.
SKYNDILEGT fráfall Hrings
Jóhannessonar á miðju sumri síð-
asta árs, langt um aldur fram, var
óvænt áfall fyrir íslenskan mynd-
listarheim. Ekki aðeins fyrir að með
honum hvarf af vettvangi góður
myndlistarmaður, sem hafði með
þolinmæði og árvekni náð að skapa
afar sérstæðan myndheim sem
þjóðin hafði hrifíst af, heldur einnig
vegna þess að Hringur hafði verið
nátengdur því jákvæði og umburð-
arlyndi í garð nýjunga, sem eru
forsenda þess að auka áhuga ann-
arra á listinni.
Hringur hafði stundaði sitt list-
nám um miðja öldina, en gekk aldr-
ei á hönd þeirri afstraklist, sem þá
bar hæst í myndlist þjóðarinnar; í
stað þess valdi hann sér einfaldlega
annan starfsvettvang um sinn, og
beið síns tíma. Hringur komst varla
á skrið í eigin listsköpun fyrr en á
sjöunda áratugnum, en fetaði sig
síðan öruggum skrefum fram á
veginn í þeirri persónulegu list, sem
hann lagði rækt sína við alla tíð.
Vegna kringumstæðna væri eðli-
legt að álykta að sýningin á Kjar-
valsstöðum hefði verið ákveðin að
Hringi látnum, og henni ætlað að
veita nokkurt heildaryfírlit yfír fer-
il hans. Það er hins vegar ekki rétt;
sýningin hafði verið í undirbúningi
nokkuð lengi, og það var listamað-
urinn sjálfur sem ákvað að miða
tímaramma hennar við árin eftir
1970, enda nefndi Hringur gjarnan
tímabilið fyrir 1970 sem „tilrauna-
skeiðið í list sinni.“ Þeirri ákvörðun
hefur verið fylgt eftir og er það
vel, því afraksturinn verður afar
sterk heild, sem þó verður að hafa
í huga að birtir ekki alla þá þætti
sem listsköpun
Hrings náði til.
í vestursal Kjarv-
alsstaða hefur verið
komið fyrir rúmlega
sextíu málverkum
Hrings sem spanna
síðasta aldarijórð-
unginn. Hér er sam-
ankomið gott úrval
mynda sem stað-
festir með glöggum
hætti helstu atriðin
sem þekkt eru af
ferli listamannsins.
Þar er hvergi að
finna neinar stórar
breytingar, heldur
jafna þróun, sem
m.a. má tengja við
stöðuga leit lista-
mannsins að for-
vitnilegum sjónar-
hornum, tilvísanir
hans í mannlega
nánd í náttúrunni
(t.d. með mannlaus-
um vélum, heybögg-
um, girðingum
o.s.frv.), speglanir í
vatni, gleri og öðru
yfírborði, hlutverk þokunnar í land-
inu og loks vaxandi hlut birtunnar
hvort sem er að nóttu sem degi í
verkum síðustu ára.
Aðaldalurinn og almenn upplifun
listamannsins af náttúrunni þar var
kveilqan að mestum hluta listar
Hrings, og nær öllu því sem hér
ber fyrir augu. Staðhættir skipta
hér minnstu máli, því það er í fæst-
um tilvikum mikilfengleiki fjallanna
eða sjóndeildarhringsins sem verður
honum að myndefni; mýrarpollar,
kargaþýfi, rigningin, birta og
skuggar - uppsprettur myndanna
eru í hinu nálæga og hversdagslega
sem má fínna í hverri sveit á íslandi.
Þannig eru náttúrumyndir
Hrings í raun andstæða þeirrar
landslagshefðar, sem íslendingar
kenna við Kjarval, Ásgrím eða Jón
Stefánsson. Þar er það oftar en
ekki glæsileiki fjarlægðarinnar eða
hrikaleiki hrauns og brattra hlíða
sem eru í aðalhlutverki, en hér er
það öðru fremur mýktin, nálægðin
og síðast en ekki síst kyrrðin, sem
er áhrifamest.
Þessi sérstaða er sterkasti þáttur
þess aðdráttarafls sem verk Hrings
hafa ætíð haft, og hefur staðið utan
við allar formbyltingar myndlistar-
innar í meira en aldarfjórðung. Það
var því hárrétt hjá listamanninum
að velja þetta tímabil og slíkar
myndir á eigin yfirlitssýningu -
sem við verðum þó að njóta hér án
hans.
í sýningarskrá er að finna yfirlit
yfír sýningarferil Hrings, sem og
nokkrar ljósmyndir af verkum á
sýningunni. Mestur fengur er að
ágætri ritgerð Auðar Olafsdóttur
listfræðings, sem tekst einkar vel
að þræða saman alla helstu þætti
í listsköpum Hrings og setja í sam-
hengi við það umhverfí, sem lista-
maðurinn starfaði í. Auður vitnar
oft til orða hans og eigin viðhorfa,
eins og þau komu fram í fjölmörg-
um viðtölum í gegnum árin. Þar
kemur hógværð listamannsins vel
fram í síðasta blaðaviðtalinu sem
var tekið við hann, þegar hann er
spurður um framlag sitt til íslenskr-
ar myndlistar: „Ég held ég sé að
vinna að smá kapítula í íslenskri
myndlist og er alveg sáttur við það.“
Hér er að finna yfirlit þessa kap-
ítula, sem er rétt að hvetja allt
áhugafólk um íslenska menningu
til að njóta í eigin persónu.
Síðustu verkin
í Gallerí Fold stendur yfir
sýning á nokkrum af síðustu
verkum Hrings, sem einnig er
rétt að vekja athygli á. Kjarni
sýningarinnar eru pastelmyndir
sem hann vann á síðustu vikum
ævi sinnar, sem og nokkur
olíumálverk, þar sem aukið vægi
birtunnar er í aðalhlutverki.
Pastelmyndirnar leiða hugann
að vinnulagi listamannsins, enda
eru þær oft afar ferskar og unnar
hraðar en málverkin. Hringur
vann þannig myndir oft á
vettvangi, og þó þær séu fullgild
og sjálfstæð listaverk, urðu þær
ásamt teikningum kveikjan að
olíumálverkunum, sem hann
vann í vinnustofunni að Haga.
Þar endurskapaði hann
sjónarhomið á hið hversdagslega
við fætur sér, breytti litaspjaldi
og færði viðfangsefnið í þann
búning, sem honum þótt hæfa því
og miðlinum, sem hann vann með.
Teikningar Hrings em síðan
kapítuli út af fyrir sig, sem mætti
veita meiri athygli, en hér er einnig
að fínna nokkur sýnishom þeirra,
t.d. af hestum. Helst má sakna
þess að ekki séu fleiri teikningar
úr Reykjavík; borgarmyndir hans
eru um margt sérstakar, en þær
sáust síðast á sýningu hans á
Mokka fyrir tveimur ámm.
Það er því af ýmsu að taka í
listsköpum þessa listamanns, eins
og m.a. kom fram í bók
Aðalsteins Ingólfssonar um
listamanninn 1989, og er
glögglega staðfest með þessum
tveimur sýningum. Þó hógvær
skilgreining Hrings sjálfs kalli
ekki eftir slíku, er vonandi að
ferill hans og list hljóti þá athygli
sem vert er í framtíðinni.
Eiríkur Þorláksson
Mannlífsflóran
á horninu II.
Nigel Kennedy snýr aftur
London. The Daily Telegraph.
VILLINGURINN með fíðluna,
Nigel Kennedy, hyggst snúa sér
aftur að tónleikahaldi, þrátt fyrir
yfírlýsingar um annað fyrir tæpum
fimm árum, er hann dró sig út úr
sviðsljósinu. Tilkynnt hefur verið
að hann muni halda tónleika í Roy-
al Festival Hall þann 10. apríl en
þar mun hann leika verk eftir J.S.
Bach, Béla Bartok og Jimi Hendrix.
Kennedy skaust upp á stjömu-
himininn með ógnarhraða á síðasta
áratug. Hann var virtur og fyrirlit-
inn fyrir klæðaburð sinn, hegðun
og óveiyulega túlkun á helstu meist-
araverkum sígþldrar tónlistar en
álagið var einnig gífurlegt. Árið
1992 fékk hann nóg og dró sig í
hlé. Lítið hefur heyrst til hans síðan
nema hvað í lok síðasta árs kom
út geisladiskur með verkum eftir
Kennedy sjálfan.
Hann er nú orðinn fertugur, ný-
orðinn faðir, og útgefandi hans seg-
ir hann hafa öðlast þá
sálarró sem hann sakn-
aði svo mjög. Vinir
hans segja hann þó
ekki hafa glatað áhug-
anum á því að koma
fram, hann klæi í fíng-
umar að komast á tón-
leikapall að nýju. Hann
leggi hins vegar
áherslu á að endur-
koman verði eins lát-
laus og kostur sé.
Að undanförau hef-
ur hann æft fimm
klukkustundir á dag. í
júní hyggst hann leika
fiðlukonsert Elgars
með hljómsveit St.
Martin-in-the-Fields í
Nigel
Kennedy
Hong Kong, skömmu áður en Kín-
veijar taka við völdum í nýlend-
unni. í júlí mun hann leika konsert-
inn undir stjórn Sir Simons Rattle
með sinfóníuh(jóm-
sveitinni í Birmingham
en Kennedy er þekktur
fyrir túlkun sína á
þessu verki Elgars.
Nigel Kennedy var
þekktur fyrir villtan
klæðaburð og enn villt-
ari hegðun á köflum,
t.d. varð hann að
greiða um 300.000 ísl.
kr. vegna skemmda á
hóteli í Berlín árið
1992. Útgefandi hans
segist ekki alveg vita á
hveiju sé von þegar
Kennedy birtist á pall-
inum að nýju. „Hárið
stendur ekki alveg
jafnstrítt út í loftið og
það gerði. En ég held ekki að hann
komi fram í Iqól og hvítu. Hann
birtist í þvi sem honum dettur í
hug.“
KVIKMYNPIR
Regnboginn
BLÁR f FRAMAN (BLUE IN
THE FACE) ★ ★★
Leikstjórar og handritshöfundar
Paul Auster og Wayne Wang.
Kvikmyndatökusljóri Adam Holend-
er. Tónlist John Lurie ofl.. Aðal-
leikendur Harvey Keitel, Roseanne,
Michael J. Fox, Giancarlo Esposito,
Lou Reed, Jim Jarmusch, Mel Gor-
ham, Jose Zuniga, Steve Gevedon,
Lily Tomlin, Jared Harris, Madonna,
Mira Sorvino, Malik Yoba. 95 mín.
Bandarísk. Miramax 1995.
KVIKMYNDAGERÐARMENN-
IRNIR sem stóðu að hinum eftir-
minnilegu mannlífsrannsóknum í
Reyk, höfðu greinilega ekki síður
gaman af en áhorfendur. Auggie
tóbakssali (Harvey Keitel) og versl-
unin hans á hominu í Brooklyn, er
enn á ný þungamiðja atburðanna.
Mannlífsflóran fjölbreytt og öll hin
líflegasta og tengist kaupmanninum
á einhvem hátt. Yfírbragðið og að-
ferðir Austers og Wangs við að
draga fram sérkenni og oftast sér-
viskulegt háttalag persónanna eru
þau sömu og fyrr. Leikarar koma
og fara, spinna samræðurnar meira
og minna frá eigin bijósti. Hér eru
flestir burðarásamir til staðar, Keit-
el, Esposito, Gorham og Gevedon,
síðan setja frægir gestaleikarar mis-
munandi mikinn svip á umhverfíð.
Það væri til of mikils ætlast að
fara framá að hópurinn næði jafn
eftirminnilegum árangri og í Reyk,
sem var á sinn hátt nánast lýta-
laus. Smávægilegur áherslumunur
er þó á framvindunni til hins verra.
Það snjalla púsluspil persónanna
og umhverfisins - sem var einn
besti þátturinn í Reyk- er ekki
eins áberandi hér heldur er myndin
frekar röð uppákoma og virkar
sundurlausari fyrir bragðið. Þá
saknar maður rithöfundarins hans
Williams Hurt.
En maður kemur í manns stað.
Mest á óvart kemur sá goðsagnar-
kenndi neðanjarðarrokkari, Lou
Reed, með sínum heimspekilegu
vangaveltum um heimaborgina
sína (sem hann telur mun hættu-
minni en Svíþjóð - þar sem ailt sé
svo fjári gerhugult!) Jim Jarmusch,
sá snjalli leikstjóri og sögumaður,
er líka velheppnað krydd í Brooklyn
bixímatinn, í meinfyndnu hlutverki
manns sem er að reykja síðustu
sígarettuna. Lily Tomlin og Micha-
el J. Fox eru einnig óborganleg í
litlum hlutverkum, nánast óþekkj-
anleg.
Svo mætti lengi telja. Keitel
og félagar hans úr fyrri mynd-
inni, Esposito, og ekki síst Gorham
í hlutverki spánskættaðrar, ást-
sjúkrar hasargellu, fara öll mik-
inn. Skemmtileg viðbót, sem unn-
endur Reyks ættu alls ekki að
missa af.
Sæbjörn Valdimarsson
UMDEILD bók Daniels Goldsteins
um hlut þýsks almennings í helför-
inni gegn gyðingum í heimsstyijöld-
inni síðari er á meðal þeirra verka
sem tilnefnd hafa verið til bók-
menntaverðlauna bandarískra gagn-
rýnenda, The National Critics Circle
Awards. Tilkynnt verður um verð-
launin, sem eru ein þau eftirsóttustu
vestanhafs, þann 18. mars nk. í New
York.
Veitt eru verðlaun fyrir skáldverk,
ljóð, ævisögur og heimildaverk, auk
bókmenntagagnrýni sem út hefur
komið á bók.
Skáldverkin sem eru tilnefnd, eru:
„About Schmidt" eftir Louis Begley,
„Women in their Beds“ eftir Ginu
Berriault, „Dancing after Hours“
Goldstein
tilnefndur til
gagnrýnenda-
verðlauna
eftir Andre Dubus, „The Auto-
biography of My Mother" eftir Jama-
ica Kincaid og „From Bondage" eftir
Henry Roth.
Heimildaskáldsögumar eru, auk
verks Goldhagens, „Hitler’s Willing
Executioners": „The Great Books“
eftir David Denby, „Ashes to Ashes“
eftir Richard Kluger, „The Middle
East“ eftir Bernard Lewis og „Bad
Land“ eftir Jonathan Raban.
Tilnefndar ævisögur eru: „Angel-
a’s Ashes“ eftir Frank McCourt,
„Pearl S. Buck: A Cultural Biograp-
hy“ eftir Peter Conn, „Lush Life: A
Biography of Billy Strayhorn” eftir
David Hajdu, „The Last Happy Occ-
asion“ eftir ALan Shapiro og „Char-
les Ives: A Life in Music“ eftir Jan
Swafford.
Ljóðskáldin fímm sem tilnefnd eru,
heita Stephen Dunn, fyrir „Loosest-
rife“ Martin Espada, höfundur
„Imagine the Angels of Bread“, Rob-
ert Hass fyrir „Sun Under Wood“
Jane Shore fyrir „Music Minus One“
og C.K. Williams fyrir bók sína „The
Vigil“.