Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 23 LISTIR Dagskrá í tilefni af níutíu ára afmæli Samkomuhússins á Akureyri Kossar og kúlissur Fyrir réttum 90 árum reis Samkomuhúsið á Akureyri, sem þjónað hefur leiklistinni frá þeim tíma. Margrét Þóra Þórsdóttir heim- sótti leikfélagsfólk, sem riflar upp söguna í dagskrá sem verður frumsýnd í kvöld. í KOSSUM og kúlissum er brugðið ljósi á helstu verkefni sem sett hafa verið upp í ní- ræðu Samkomuhúsinu. ingin er riú'uð upp og nokkrir vin- sælir söngleikir seinni ára, Fiðlar- inn á þakinu, Edith Piaf og My Fair Lady, verða ljóslifandi á gamla sviðinu og helstu persónum þeirra bregður fyrir. Tónlistin veigamikill þáttur Tónlistin setur mikinn svip á sýn- inguna, en Kór Leikfélags Akur- eyrar tekur virkan þátt í henni. Kórinn er tveggja ára og taka tutt- ugu félagar þátt í sýningunni, þar er bæði um að ræða fólk sem áður hefur tekið þátt í sýningum leikfé- lagsins og þekkir til starfa í leikhús- inu og einnig fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á sviði. „Þetta er góð blanda og kórinn fær með þessu verkefni góða reynslu. Hugmyndin að stofnun kórsins var sú í upphafi að leikfélagið hefði aðgang að vönu söngfólki sem hefði nokkra æfingu í að koma fram á sviði, þannig að þessi uppfærsla verður okkur dýr- mæt reynsla,“ segir Jóhann Möller, einn kórfélaga. „Þetta hefur verið mikil vinna, við höfum verið við æfingar svo til linnulaust allan jan- úarmánuð - en ekki þreytu að sjá á nokkrum manni.“ Guðbjörg Thoroddsen leikur Þórgunni leikstjóra, Marta Nordal Hörpu leikkonu, Þórey Aðalsteins- dóttir fer með hlutverk Málfríðar og Jónsteinn Aðalsteinsson leikur Sigurmar Ólafsson, sendifulltrúa bæjarstjórnar. Sigríður Elliðadóttir og Aðalsteinn Bergdal syngja ein- söng í sýningunni. Nokkrir kórfé- lagar taka einnig nokkur söngnúm- er. Gréta Baldursdóttir leikur á fiðlu og Richard Simm leikur á píanó. Roar Kvam útsetti tónlistina sem flutt er og æfði hana. Sunna Borg leikstýrir, Freygerður Magnúsdóttir sér um búninga í sýningunni, Ing- var Björnsson hannar lýsingu. LEIKFÉLAG Akureyrar í sam- vinnu við Kór Leikfélags Akur- eyrar frumsýnir í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 30. janúar, dagskrá sem hlotið hefur nafnið Kossar og kúlissur. Dagskráin er sett saman í tilefni af 90 ára afmæli Sam- komuhússins en flutt er tónlist úr nokkrum vinsælustu sýningum Leikfélags Akureyrar sem settar hafa verið upp í hinu níræða húsi. Höfundur handrits er Hallgrímur Helgi Helgason. Samkomuhúsið var byggt árið 1906 og fyrsta leiksýning þar var í janúar 1907. í bókinni Saga leik- listar á Akureyri eftir Harald Sig- urðsson segir frá því að stúkurnar ísafold og Trúföst hafi byggt Iítið Templarahús á árunum 1902-3 sem stóð undir brekkunni þar sem Samkomuhúsið stendur nú. Þegar ijölga tók í stúkunum þótti brýn nauðsyn á meira rými þannig að forsvarsmenn stúknanna urðu sammála um að byggja nýtt sam- komuhús. Húsið kostaði 28.500 krónur Smiðirnir og reglubræðurnir Guðbjörn Björnsson og Guðmund- ur Ólafsson keyptu litla Templara- húsið og fluttu það norður á Torfu- nef. Tilboði þeirra félaga í byggingu nýs húss fyrir 21. 500 krónur var tekið, en Björn Björnsson smiður kom að einhveiju leyti einnig inn í samninginn. Bærinn ábyrgðist 7.000 króna lán og tók neðstu hæð hússins á leigu fyrir lestrarsal, bókasafn og bæjarstjórnarfundi. Hafist var handa við bygginguna vorið 1906 og með bjartsýni og stórhug tókst að reisa þetta glæsi- lega hús á rúmlega hálfu ári, en það þótti um langt skeið eitt veg- legasta samkomuhús utan Reykja- víkur. Fullbúið með húsgögnum kostaði húsið 28.500 krónur. Það var vígt á Þorláksmessu, templarar héldu hátíðarfund skrýddir einkennum sínum, Hekla skemmti með söng og Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti flutti vígsluræðu og þá þakkaði séra Matthías Jochumsson reglubræð- rum húsbygginguna sem væri bænum til sæmdar. Fyrsta leik- sýningin í Samkomuhúsinu var á leikritinu Ævintýri á gönguför HELENA Eyjólfsdóttir og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum i Ævintýri á gönguför sem sýnt var leikárið 1959-1960. LJÚFSÁRI söngleikurinn Bláa kápan naut mikilla vinsælda þegar hún var sett upp leikárið 1960-1961. sem var frumsýnt 20. janúar árið 1907. Undarlegir atburðir gerast I Kossum og kúlissum segir frá metnaðargjörnum leikstjóra sem ráðinn er til Leikfélags Akureyrar til að setja upp afmælisdagskrá í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Leikstjórinn mætir á svið Sam- komuhússins ásamt ungri leikkonu og hyggst fara að undirbúa sýn- inguna. Fulltrúi, sem bæjarstjórn ætlaði að senda á fund leikfélags- manna vegna afmælisins, villist inn á sviðið og fyrr en varir fara undarlegir atburðir að gerast. Málfríður, gamli búningameistari hússins á leið um og fer að rifja upp nokkur þau helstu verk sem bæjarbúar og gestir þeirra hafa notið á fjölum Samkomuhússins í níu áratugi. Ævintýri á gönguför, Meyjarskemman, Nitouche, Skugga-Sveinn, Fjalla-Eyvindur, Piltur og stúlka, stríðsárastemmn- .Tölvukjör TOlVUr verslun heimilanna Kynning á CorelDraw 7.0 í kvöld fáum við sérfræðing frá Hugbúnaði hf. til að kynna fyrir gestum okkar nýjustu útgáfuna af hinu frábæra forriti CorelDraw. CorelDraw er heilsteyptur pakki sem hentar vel í alla grafíska hönnun. Þar er að finna öflugt teikniforrit, myndvinnsluforrit og fleira. Corel 7.0 aðeins kr. 52.482 - Rétt verð: kr. 62.752 Litahylki í HP prentara1 ’og Corel 4.0 á geisladisk fyrir aðeins kr. 3.500! Geisladiskurinn inniheldur m.a. forritin CorelDraw 4.0, CorelChart og CorelPhoto myndvinnsluforritiöj 100 leturgerðir og 1.000 myndir. Frábær pakki fyrir |tá sem vilja gera glæsilegt kynningarefni! (*) HPDtskJel310 . 320/340 400 500c 540 550c 560c og OcskWriter C 310 320 340 / 540 S50c 560c 'JmíÍ, öll timmtudagskvöldl Fræðsla & fjör í Tölvukjör r»rá klukkan sjö til tiu Faxafeni 5 108 Reykjavik Sími 533 2323 Fax 533 2329 TÍLHUIUÖR tolvukjor@itn.is Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.