Morgunblaðið - 30.01.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.01.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1997 25 AÐSENDAR GREINAR ALMENNINGUR þarf að átta sig á því hve mikið er í húfi, þegar rætt er um end- anlegt markaðsverð kvóta úthlutað á skip, sem sjávarútvegsráð- herra getur ráðskast með að eigin geðþótta samkvæmt hinum misheppnuðu úthafs- veiðilögum. Endan- legt markaðsverð á úthafsveiðikvóta er nokkurn veginn sem hér segir: Flæmski hatturinn, (rækja), 6.800 tonn, verðmæti kr. 1,4 milljarðar. Reykjaneshryggur, (karfi), 50.000 tonn, kr. verðmæti 12 milljarðar. „Smugan“ (þorskur), 20.000 tonn, kvótaverðmæti kr. 12,0 milljarðar; reyndar er nokkur óvissa um Smuguveiðarnar. Markaðsverð- mæti í dag er því samtals rúmir 25 milljarðar króna. Verði settur skipak- vóti á íslensk-norska síldarstofninn fengi sj ávarútvegsráðherra margra milljarða verð- mæti í viðbót til út- hlutunar. Enginn árangur af kvótakerfinu! Það er kátbroslegt að hafa heyrt formæ- lendur kvótans halda því fram, að verið sé að ná einhveijum ár- angri í uppbyggingu þorskstofnsins með kvótanum. Ef þorskveiðin er skert um 100.0001 á ári, er það gert í þeirri von, að þau náist aftur á næstu árum eða einhvern tíma seinna. Það er af og frá, að slíkt borgi sig. Þorskafii okkar hefur aukist lítillega á síðustu tímum, en þó Það hefur ekki fyrr í mannaminnum, segir Gunnlaugnr Þórðar- son, veiðst þorskur í Miklavatni í Fljótum. er langt frá því að aflinn nái því, sem hann var í gamla daga. Afla- magnið er helmingur á við það, sem það var, þegar Bretar og aðr- ar þjóðir veiddu í skjóli 3ja sjó- mílna langhelginnar uppi í land- steinum. Fiskurinn hefur synt í sjónum í miklum mæli, engum til gagns og orðið sjálfdauður. Út- gerðin rekst á matadorspil kvóta- kerfisins. Merkilegar rannsóknir Allt er þetta að koma betur í ljós. Merkilegar eru rannsóknir og kenningar hinna þriggja ungu vís- indamanna á Veiðimálastofnun, en þeir hafa leitt rök að því, að það sé viss samsvörun á miili fisk- gengdar í Barentshafí og í Island- sálum, sem lýsi sér í því, að fisk- gengd í Barentshafi komi fram á miðum okkar tveimur árum seinna. Það hefur einmitt reynst svo um þessar mundir. Mesta þorskfískgengd í Barentshafí á síðustu 30 árum kemur nú fram á miðum okkar sem sú mesta í 30 ár. Veiði hefur lítil áhrif á fiskstofnana Skal til fróðleiks aðeins nefnt eitt dæmi til sönnunar um hina mikla fiskgengd. í manna minnum hefur aðeins silungur veiðst í Miklavatni í Fjótum, en úr vatninu er ós út í sjó. Að undanfömu hafa bændur í Fljótum veitt mörgum hundruðum saman rígaþorska með dorg, og rækju að beitu, úr Mikla- vatni. Það hefur ekki komið fyrir síðustu hálfa öldina, að þorskur yrði dorgaður eða veiddur úr Miklavatni. Þessi óvenjulega þors- kveiði sannar aftur á móti hina miklu þorskgengd, að fískurinn leitar meira að segja inn í ár lands- ins vegna fæðuskorts, svo og vegna þess að hann er of lítið veiddur. Allt, sem nefnt hefur verið í skrifum mínum hér í blaði undan- farið, sannar það, sem sá merki skipstjóri og útgerðarmaður, Þórð- ur Hermannson, hélt fram meðan hans naut við og fjöldi annarra sjómanna, að sjálf veiðin hafi hverfandi áhrif á stærð fiskstofn- anna. Kvótinn hafi frá upphafi verið rugl, eins og sá mæti maður orðaði það. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Qjóstuijiidaslofa CJuntiars úngituarssottar Suðurveri, simi 553 4852 ________________________________mmmm Milljarða kvótaúthlutun Þorsteins Pálssonar Gunnlaugur Þórðarson. í. , e Árangursríkt samstarf Við erum stolt yfir tilnefningu HÉR & NÚ auglýsingastofu til EPICA verðlaunanna þriðja árið í röð. í þetta sinn fyrir markpóst til kynningar á Moltu, lífrænum jarðvegsbæti frá SORPU. Árangurinn byggir á góðri samvinnu við listafólk og viðskiptavini. Að verkinu komu eftirfarandi auk HÉR & NÚ auglýsingastofu: Valdís Harrysdóttir - ung listakona sem blæs nýju lífi í íslenska hefð meðfrumlegri ogglæsilegri hönnun sinni, Völuskríni, sem unnin er úr náttúrulegum efnum; grísaþvagblöðru, grænmeti og endurunnum pappír. Kristján Logason - ungur Ijósmyndari sem hefur metnað í vinnubrögðum og listræn, spennandi efnistök. SORPA - gott fyrirtæki sem er tilbúið til að fara ótroðnar slóðir til að ná árangri og bæta umgengni okkar við umhverfið. Heiður okkar er einnig þeirra. Hafi þau þökk fyrir samstarfið. \mi\ AUGIYSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.