Morgunblaðið - 30.01.1997, Page 52
Q3>
AS/400 er...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
í fyrirrúmi
<Ö> NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - S'MI 569 7700
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMl 569 1100, SlMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 80. JANÚAR 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Krapa- og aurflóð féll á milli íbúðarhúsa á Bíldudal
Flóðið stefndi
á íbúðarhúsin
MESTA mildi var að enginn varð
fyrir stóru krapa- og aurflóði sem
féll úr Gilsbakkagili og á milli
íbúðarhúsa á Bíldudal í fyrra-
kvöld. Fólk í þremur íbúðarhúsum
sem standa við sjóinn neðan við
gilið varð hrætt þegar það sá
hversu stórt flóð stefndi á húsin.
Það stöðvaðist að mestu við brú
á þjóðveginum og dreifðist. Til-
tölulega litlar skemmdir urðu á
eignum.
Um það leyti sem flóðið féll
voru unglingar á leið heim af fundi
í unglingadeild slysavarnadeildar-
innar á Bíldudal. Ekki er vitað til
þess að neinn þeirra hafi verið
nálægt þegar flóðin féllu. „Dætur
mínar höfðu komið við í húsi á
leiðinni. Annars hefðu þær verið á
þeim slóðum sem flóðið féll,“ segir
Jón Þórðarson skipstjóri og kaup-
maður.
Kom eins og veggur
Fólk í húsum við gilið heyrði
miklar drunur i fjallinu í rúma
mínútu áður en flóðið kom í birtuna
frá götuljósunum. „Ég hélt fyrst
að hávaðinn kæmi frá sjónvarpinu
en hann minnkaði þegar ég fór
þangað svo ég hljóp aftur út.
Maður gat átt von á flóði vegna
hlaupsins í hinu gilinu en ég sá
ekkert og var farinn að halda að
þetta væri veðurgnýr þegar
hlaupið kom,“ segir Sigurður
Brynjólfsson skipstjóri sem býr í
Sælundi 3, á bakka gilsins niður
við sjóinn.
„Hlaupið kom eins og veggur
og geysilegur gusugangur ofan á.
Ég sá að gilið fylltist og ljósastaur-
inn hvarf,“ segir Sigurður. Ljósa-
staurinn er átta metra hár og
brotnaði kúpullinn í hamförunum.
„Ég hélt fyrst að grafan væri
komin,“ segir Vilborg Jónsdóttir á
Dalbraut 42, en það hús stendur
á gilbarminum að vestanverðu.
Hún leit út og sá flóðið þegar það
kom í birtuna frá götuljósunum og
það var svo hátt að húsið fyrir
framan þeirra hús hvarf. „Ég kall-
aði til Gunnars: Fjallið er að koma.
Sá svo vatnsgusur fara niður um
allt og hélt að flóðið færi yfir hús
sonar okkar sem býr hér fyrir neð-
an. Það var skelfilegt að finna titr-
inginn og vita ekki hvar flóðið
lenti,“ segir Vilborg.
■ Fjallið er að koma/4
■ Stærsta skriðan féll/6
Morgunblaðið/Golli
UNNIÐ var við að hreinsa aur, grjót og krapa af þjóðveginum fyrir neðan Gilsbakkagil á Bíldudal í gær. Þar stöðvaðist flóðið að mestu
og olli því litlu tjóni á þremur íbúðarhúsum sem standa þar fyrir neðan.
Þjálfari Völu
Undrast
áhugaleysi
forystunnar
ÞJÁLFARI Völu Flosadótt-
ur, heimsmethafa unglinga í
stangarstökki, segist undrast
áhugaleysi frjálsíþróttafor-
ystunnar á Islandi.
Stanislav Szcybra segist
aldrei hafa heyrt frá Frjáls-
íþróttasambandinu. „Mér
finnst ekkert til of mikils
ætlast að frammámenn í
frjálsíþróttum hafi samband
við mig öðru hverju og kanni
stöðu mála,“ segir hann við
Morgunblaðið í dag.
Pólveijinn segist hafa
þjálfað Völu í sjálfboðavinnu,
einskær áhugi og vissa um
að Vala geti náð langt hafi
rekið sig áfram hingað til.
■ Hættu að gleðjast/D4
Nýleg greinargerð Ragnars Aðalsteinssonar hrl.
um samkeppnisstöðu Eimskips
Eimskip orðið markaðs-
ráðandi í landflutningum
EIMSKIP hefur öðlast markaðs-
ráðandi stöðu á landflutninga-
markaðnum þegar tekið er tillit til
heildarstyrkleika félagsins. Fyrir
hafði Eimskip a.m.k. 75% hlutdeild
í heildarflutningum til og frá ís-
landi og er þá ekki tekið tillit til
stórflutninga, þar sem félagið hef-
ur jafnframt verulega markaðs-
hlutdeild.
Þetta kemur fram í greinargerð
Ragnars Aðalsteinssonar, hæsta-
réttarlögmanns, sem hann vann
fyrir umbjóðanda sinn á landflutn-
ingasviði í október sl. Þar eru færð
fyrir því rök að Eimskip hafi um
75% hlutdeild í stykkjavöruflutn-
ingum. Félagið hafi jafnframt öðl-
ast veruleg ítök í rekstri og starfi
Flugleiða hf. sem annist um 95%
allra flutninga milli Islands og
annarra landa með flugi.
Hér innanlands megi ætla að
félagið sé með um 77% hlutdeild
í sjóflutningum í kringum landið
og á landflutningamarkaði er fé-
lagið talið vera með rúmlega 50%
hlutdeild. Almennir landflutningar
séu eini þáttur flutninganna sem
Eimskip hafi ekki haft hingað til,
en félagið virðist hins vegar stefna
markvisst að því að auka hlut sinn
í þessum markaði með kaupum og
yfirtöku fyrirtækja.
Ragnar kemst að þeirri niður-
stöðu að nægar ástæður séu að
lögum til að félaginu verði gert
að losa sig við beina eða óbeina
eignaraðild að Vöruflutningamið-
stöðinni hf. m.a. með því að selja
eignarhluti sína í Dreka hf., Viggó
hf. og Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórð-
arsonar hf. Að auki virðist nægar
ástæður til að Samkeppnisráð leggi
bann við því að Eimskip auki áhrif
sín á sviði landflutninga með því
að fjárfesta í landflutningafyrir-
tækjum beint eða óbeint eða með
því að stofna slík félög.
■ Þorri allrar/12
Básafell og
Kambur
ræða sam-
einingu
KAMBUR HF. á Flateyri og Bása-
fell hf. á ísafirði hafa hafið viðræður
um sameiningu fyrirtækjanna. Sam-
einað kæmi fyrirtækið til með að
ráða yfir um 12.000 þorskígildis-
tonnum og yrði meðal stærstu sjáv-
arútvegsfyrirtækja landsins.
Kambur hf. hafði áður en til sam-
einingarviðræðna kom tilkynnt for-
svarsmönnum Frosta hf. og Bakka
hf., sem hann hefur átt í viðræðum
við um sameiningu, að hann drægi
sig út úr þeim viðræðum.
Einar Oddur Kristjánsson, stjórn-
arformaður Kambs hf., og Gunnar
Birgisson, stjórnarformaður Bása-
fells hf., staðfestu í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi að fyrir-
tækin tvö stæðu af mikilli alvöru í
viðræðum um sameiningu. Báðir
kváðust bjartsýnir á jákvæða niður-
stöðu.
♦ ♦ ♦-----
Bankamenn krefjast
14% hækkunar
Heimild
til verkfalls-
boðunar
samþykkt
BANKAMENN hafa veitt samninga-
nefnd Sambands íslenskra banka-
manna og formönnum starfsmanna-
félaga heimild til boðunar verkfalls
ef ekki verði séð fram á árangur af
samningaviðræðum sem standa yfir.
Ekki þarf að viðhafa almenna
atkvæðagreiðslu vegna boðunar
vinnustöðvunar í bönkunum en um
bankastarfsmenn gilda lög frá 1977
og skv. þeim getur samninganefnd
og formenn félaga tekið ákvörðun
um vinnustöðvun með 15 daga fyr-
irvara eftir að hafa fengið heimild
til verkfallsboðunar. Áður en til
verkfalls kemur ber sáttasemjara að
leggja fram sáttatillögu og um hana
þarf að fara fram allsheijaratkvæða-
greiðsla.
Bankamenn vilja að samið verði
til tveggja ára. Kreíjast þeir 14%
hækkunar allra launataxta og til
viðbótar því hækki laun undir 100
þús. kr. á mánuði um 7%.
■ Krefjast 14%/10
-----♦-♦-♦-—.-
Hæstiréttur
Kæru
Hanes-hjóna
vísað frá
HÆSTIRÉTTUR ákvað í gær að
vísa frá kæru lögmanns Hanes hjón-
anna, sem var til komin vegna
óánægju með töku lögreglu og
barnaverndaryfirvalda á barnabarni
Connie Jean Hanes í seinustu viku
úr þeirra umsjá. Hjónin töldu að
hagsmunum barnsins hefði verið
betur borgið í þeirra höndum.
Hanes-hjónin kynntu í fyrradag
sjónarmið sín varðandi athugun Út-
lendingaeftirlitsins á brottvísun
þeirra úr landi og segir Jóhann Jó-
hannsson yfirmaður Útlendingaeft-
irlitsins ekki ljóst hvenær endanleg
ákvörðun um mál þeirra liggi fyrir.