Morgunblaðið - 18.02.1997, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Reuter
SYSTURNAR Dagbjört Vesile og Rúna Aysegiil mættu fyrir rétt í Istanbúl I gærmorgun ásamt föður sínum, ísak Halim Al, vegna
umgengnisréttarbrota hans gagnvart Sophiu Hansen, og báru að þær óskuðu ekki eftir að hitta móður sína.
37% skattþrep er talið
kosta ríkissjóð 5 milljarða
SERFRÆÐINGAR fjármálaráðu-
neytisins telja að tillögur lands-
sambanda innan ASÍ, um að lækka
skatthlutfall tekna undir 150 þús-
und krónum á mánuði í 37%, myndi
kosta ríkissjóð um fimm milljarða
króna, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. ASÍ hefur haldið
því fram að skattatillögur lands-
sambandanna kosti ríkið um fjóra
milljarða.
Ráðherrar hitta forystu ASÍ
á fundií dag
Ekki er meðtalið í mati sérfræð-
inganna hugsanlegt tekjutap vegna
hugmynda um breytingar á tekju-
tengingu bóta eða hærri launa sam-
kvæmt launakröfum.
í yfirlýsingu landssambandanna
sl. föstudag segir að þau vænti
þess að eiga á næstu dögum sem
best samstarf við aðra aðila um
endanlega útfærslu á tillögum sem
uppfylla þessi markmið í skattamál-
um. Ákveðið hefur verið að forystu-
menn landssambanda ASÍ eigi fund
með ráðherrum í stjórnarráðinu í
hádeginu í dag um kröfur ASI á
hendur stjómvöldum.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, kvaðst ekki vilja staðfesta
mat sérfræðinga ráðuneytisins á
áhrifum tillagna landssambanda
ASI um lægra skattþrep. Ráðherra
telur viðræður eðlilegar en fulltrú-
um ASI gefist í dag tækifæri til
að kynna tillögur sínar.
„Það er á hinn bóginn forsenda
af okkar hálfu að niðurstaða við-
ræðna um skattkerfisbreytingar,
jafnt í starfi ráðherraskipaðrar
nefndar um það efni og í viðræðum
ASÍ og stjómvalda, leiði ekki til
halla á ríkissjóði," sagði ráðherra.
Óráðlegt að hnýta skatta-
breytingar við samninga
Forystumenn BSRB ætla að
kynna sjónarmið samtakanna um
launa- og skattamál í dag. Ögmund-
ur Jónasson, formaður BSRB, vill
lítið tjá sig um kjarastefnu ASÍ að
svo stöddu en segir að menn vilji
sjá heildarpakkann og hvernig fjár-
magna eigi skattkerfisbreytingar.
„Við höfum verið þess mjög fýs-
andi að hafa sem nánast samstarf
við Alþýðusambandið og önnur
samtök launafólks um skattabreyt-
ingar. Ég hef hins vegar mjög mikl-
ar efasemdir um að Vinnuveitenda-
sambandið eigi að koma að þeim
málum og tel að þeir hafi haft of
mikil áhrif á liðnum árum á skatt-
kerfísbreytingar. Ég tel því óráðlegt
að hnýta þetta fast við frágang
kiarasamninga." seffir hann.
Systumar
bám vitni í
undirrétti
RÉTTARHALDI í sakamáli ísaks
Halims Al, sem ákæruvaldið höfð-
aði gegn honum vegna umgengn-
isréttarbrota hans gagnvart Sop-
hiu Hansen, var frestað í undir-
rétti í Istanbúl í gærmorgun til
7. mars.
Að sögn Ólafs Egilssonar sendi-
herra stóð réttarhaldið aðeins í
um 40 mínútur. Dætur þeirra
Halims A1 og Sophiu, Dagbjört
Vesile og Rúna Aysegiil, komu
fyrir réttinn og báru að þær ósk-
uðu ekki eftir að hitta móður sína.
Lögmaður Sophiu benti á að
hún væri búin að koma 142 ferðir
til Tyrklands í von um að hitta
þær. Því hefði óhjákvæmilega
fylgt ærinn tilkostnaður. Þess
vegna væri óheyrilegt ef málinu
lyki með óverulegri sekt. Refsing-
in þyrfti að vera þess eðlis að hún
skapaði raunverulegan þrýsting á
sakborninginn til þess að hann
breytti háttum sinum. Lögmaður
ísaks Halims A1 bað um frest til
þess að bera fram vamir í málinu
og var faliist á að fresta réttar-
haldinu þar til 7. mars nk.
Columbia tekur ákvörðun um álver á Grundartanga fyrir lok mars
Hráefni er tryggt og búið
að semja um sölu afurða
COLUMBIA Ventures Corporation
hefur tryggt sér hráefni til vinnslu
áls á Grundartanga og einnig sam-
ið um sölu á því áli sem fyrirhugað
er að framleiða í væntanlegu álveri
á Grundartanga. James Hensel að-
stoðarforstjóri Columbia segir að
þessir samningar séu stórt skref í
þá átt að álver rísi og einn af loka-
áföngum verkefnisins. Hensel
kvaðst í gær vænta þess að endan-
leg ákvörðun um byggingu álvers-
ins verði tekin fýrir lok mars en
áður þurfí að semja um fjármögn-
un, fá starfsleyfí gefið út og ljúka
lagasetningu frá Alþingi.
Viljayfírlýsingamar tvær fela í
sér að Columbia og fyrirtækið Bill-
iton Marketing and Trading BV
hafa komist að samkomulagi til 10
ára um að Billiton sjái álveri Col-
umbia fyrir súráli og kaupi af því
framleitt ál. Verðmæti súrálsins á
samkomulagstímanum er 200-300
milljónir dollara, 14,2-21,3 milljarð-
ar króna og veltur á heimsmarkaðs-
verði á áli.
Samið um kaup
á kolaskautum
Þá hefur Columbia undirritað
viljayfírlýsingu vegna samkomu-
lags við fyrirtækið VAW Alumin-
ium AG í Þýskalandi um að fyrir-
tækið láti álverinu á Grundartanga
í té kolaskaut og taki notuð kola-
skaut til endurvinnslu. Það sam-
komulag er metið á 150-200 millj.
bandaríkjadala, 10,7-24,2 milljarða
íslenskra króna.
James Hensel sagði í gær að þátt-
taka þeirra tveggja fjölþjóðlegu fyr-
irtælq'a sem samkomulag hefur
náðst við um hráefnisþáttinn styrki
þetta verkefni. „Við erum glaðir og
spenntir yfir því að þessi tvö fyrir-
tæki gangi til liðs við okkur,“ sagði
Hensel.
Hensel sagði að þrír stórir áfang-
ar væru eftir áður en ákvörðun um
byggingu álvers verður tekin. I
fyrsta lagi að ljúka fjármögnun, í
öðru lagi fá starfsleyfi útgefið og
í þriðja lagi að sjá fyrir endann á
lagasetningu frá Alþingi. „Við erum
að vinna að öllum þessum málum
á sama tíma og ég tel að við mun-
um vilja taka ákvörðun um að
byggja álverið fyrir lok marsmánað-
ar. En það er eftir að stíga mörg
skref og þar á meðal mörg skref
sem eru ekki á okkar valdi.“
Engar óvæntar hindranir
Um það hvað hann teldi stærstu
hindrunina í veginum núna sagðist
James Hensel telja að það væri ekk-
ert óvænt framundan. „Það verða
hindranir á veginum en ég held að
þar sé ekkert sem við vitum ekki um
nú þegar. Við höfum góða hugmynd
um hvað er framundan og fyrst og
fremst er mikil vinna óunnin."
Fyrirtækið Billiton er hollenskt
að uppruna, stofnað 1860 og á hlut
í álverum í S-Ameríku og boxítnám-
ur og súrálsvinnslur í Ástralíu, Sur-
inam og Brasilíu í samstarfi við
nokkur önnur stórfyrirtæki, t.d.
Alcoa, Alcan og Reynolds. Billiton
er dótturfyrirtæki Gencor, sem er
fjölþjóðlegt málm- og námuvinnslu-
fyrirtæki í S-Afríku, og hefur ný-
lega lokið við að reisa þar álver sem
er sjö sinnum stærra en fyrirhugað
álver á Grundartanga.
VAW Aluminium AG er helsta
álfyrirtæki Þýskalands og eitt af
stærstu álfyrirtækjum Evrópu. Það
starfrækir nokkur álver í Evrópu
og er í samstarfi við önnur álfyrir-
tæki víða um heim.
Klámefní
til sýnis á
heimasíðu
RÍKISSAKSÓKNARI hefur
gefið út ákæru á hendur ung-
um manni fyrir að hafa til
sýnis á heimasíðu sinni klám-
efni án verulegra takmarkana.
Á síðunni fundust margar
klámmyndir en á hinn bóginn
fannst ekkert sem kalla mátti
bamaklám. Málið verður þing-
fest á næstunni í Héraðsdómi
Reykjaness.
Rannsóknarlögregla ríkis-
ins komst á snoðir um söfnun-
aráráttu mannsins fyrr í vetur
og lagði hald á tölvu hans.
Maðurinn féllst á að eyða efn-
inu sem hann fann á alnetinu,
afritaði og sýndi á sinni síðu.
Hörður Jóhannesson, yfir-
lögregluþjónn hjá RLR, segir
að í þessu máli reyni einkum
á hvort sýning klámefnis á
alnetinu teljist dreifing eða
birting klámefnis í skilningi
almennra hegningarlaga og
varði við 210. gr. laganna.
í lagagreininni segir að
óheimilt sé að „búa til eða
flytja inn í útbreiðsluskyni,
selja, útbýta eða dreifa á ann-
an hátt út klámritum, klám-
myndum eða öðrum slíkum
hlutum, eða hafa þá opinber-
lega til sýnis ..."
RLR kannar
barnaklám
RLR kannar nú ábendingu um
að hægt sé að fá aðgang að
barnaklámi með því að tengj-
ast fréttahópum í upplýsinga-
kerfinu Usenet sem íslenska
tölvufyrirtækið Internet á ís-
landi (INTÍS) annast.
í grein í nýútkomnu eintaki
tölvublaðsins ET-blaðið er var-
að við fjölmörgum fréttahóp-
um sem tengjast má í gegnum
Usenet-kerfi INTÍS og snúast
um harðasta klám.
Fyrirtækið, sem er í eigu
Háskóla íslands, ríkis og nokk-
urra smærri aðila, er harðlega
gagnrýnt í greininni, en það
sér um að velja þá fréttahópa
sem íslenskir alnetsnotendur
geta tengst.
Ekki náðist í forráðamenn
Intemets á íslandi í gærkvöldi.