Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landsvirkjun veitir Járnblendifélaginu frest til að taka ákvörðun um stækkun
Beðið með ákvörðun þar
til söluverðið skýrist
Landsvirkjun samþykkti í gær ósk eigenda
Jámblendiverksmiðjunnar um að gefa
fyrirtækinu frest til 8. mars til að taka
ákvörðun um stækkun verksmiðjunnar.
Samkvæmt upplýsingum Egils Ólafssonar
tefur ágreiningur íslenska ríkisins og Elkem
í Noregi, um hvaða verð Elkem eigi að greiða
fyrir aukinn eignarhlut í fyrirtækinu, fyrir
ákvörðun um stækkun.
ÁFORMAÐ er að stækka Járnblendiverksmiðjuna um einn ofn,
en tveir ofnar eru núna í verksmiðjunni.
ELKEM í Noregi, sem á 30% eign-
arhlut í Jámblendifélaginu á Grund-
artanga, hefur sett það sem skil-
yrði fyrir stækkun verksmiðjunnar
að fyrirtækið eignist meirihluta í
verksmiðjunni. Andstaða er við það
af hálfu íslenskra stjórnvalda, en
mestur ágreiningur er hins vegar
um hvað Elkem eigi að borga fyrir
aukinn hlut í félaginu.
Undirbúningur að stækkun Járn-
blendiverksmiðjunnar á Grundar-
tanga hefur staðið í bráðum þrjú
ár. Allar forsendur um hagkvæmni
stækkunar lágu fyrir sl. haust.
Engu að síður hefur ákvörðun um
stækkun tafist. Ástæðumar eru
aðallega tvær. í fyrsta lagi reyndist
nauðsynlegt að gera breytingar á
markaðssamningnum og í öðm lagi
blandaðist inn í málið umræða um
breytingar á eignaraðild. Sam-
komulag hefur tekist um breytingar
á markaðssamningnum, en enn er
mikill ágreiningur um eignaraðild-
ina.
Breytt eignaraðild er skilyrði
fyrir stækkun
íslenska ríkið á 55% í Járnblendi-
félaginu, Elkem 30% og Sumitomo
í Japan 15%. íslensk stjómvöld hafa
haft uppi áform um að losa íslenska
ríkið að hluta eða að öllu leyti út
úr rekstrinum og flestir reikna með
að það gerist á næstu árum. íslensk
stjórnvöld hefðu hins vegar helst
kosið að sjálfstæð ákvörðun yrði
tekin um stækkun verksmiðjunnar
og í framhaldinu yrðu teknar upp
viðræður milli eigenda um breyting-
ar á eignaraðild. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hafa stjórn-
endur Elkem hafnað þessu og sett
það sem skilyrði að niðurstaða fáist
í umræður um eignaraðildina áður
en formleg ákvörðun verði tekin um
stækkun.
Elkem hefur sett fram þá kröfu
að fyrirtækið eignist meirihluta í
Járnblendifélaginu, annaðhvort
strax eða fljótlega. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins hafa
fulltrúar íslands í stjórninni ekki
hafnað því ef samkomulag tekst
um verðið. Ágreiningur hefur hins
vegar verið um kaupverðið og mik-
ill munur er á verðhugmyndum Elk-
em og íslenskra stjómvalda. Full-
trúar beggja aðila hafa rætt verðið
fram og aftur undanfamar vikur
án þess að hafa náð samkomulagi.
í rauninni virðist hálfgert þrátefli
ríkja í viðræðunum og eftir því sem
næst verður komist hafa menn ekki
þokast nær samkomulagi á síðustu
dögum.
I síðasta mánuði settu fulltrúar
íslenska ríkisins í stjórn Jámblendi-
félagsins fram þá hugmynd að Elk-
em yki hlut sinn í verksmiðjunni í
45% og íslenska ríkið minnkaði sinn
hlut niður í 45% og Sumitomo í
10%. Þetta leysti ekki ágreininginn
því Elkem heldur enn fast í kröfu
sína um meirihluta í félaginu.
Tilboð lagt fyrir Elkem
Einn heimildarmanna Morgun-
blaðsins sagði að á næstu dögum
myndu fulltrúar íslands í stjórn
Járnblendifélagsins leggja fyrir
Elkem tilboð um breytta eignar-
aðild. Ef því tilboði yrði hafnað
væri eins líklegt að ekkert yrði af
stækkun verksmiðjunnar. Þó menn
vonist almennt eftir því að sam-
komulag takist telja viðmælendur
Morgunblaðsins að málið geti allt
eins endað með því að áform um
stækkun verði lögð til hliðar.
Sá möguleiki hefur verið ræddur
að íslenska ríkið bjóði hlut sinn í
Járnblendifélaginu til sölu á al-
mennum markaði og selji hann inn-
lendum fjárfestum. Sumir telja að
verði þessi leið farin kæmi í Ijós
að verksmiðjan er mun verðmætari
en Elkem vill vera láta. Elkem á
hins vegar, samkvæmt samþykkt-
um félagsins, forkaupsrétt að hlut
annarra í verksmiðjunni og gæti
gengið inn í tilboðið.
Þessi leið er hins vegar vandfar-
in. Elkem og Sumitomo sjá um að
selja alla framleiðslu Járnblendi-
verksmiðjunnar samkvæmt mark-
aðssamningi milli eigenda. Það er
því ákaflega erfitt fyrir íslenska
ríkið að taka ákvarðanir í þessu
máli án samráðs við aðra hluthafa.
Raunar er hefð fyrir því innan
stjómar Járnblendifélagsins að allar
ákvarðanir séu teknar samhljóða.
í klemmu
„Við erum í klemmu,“ sagði einn
stjórnarmanna í Islenska járn-
blendifélaginu um stöðuna. Það eru
orð að sönnu. Ef stjórnin tekur
ekki ákvörðun fyrir 8. mars um
stækkun Járnblendiverksmiðjunnar
missir hún af samningi við Lands-
virkjun um raforkusölu vegna
reksturs þriðja ofnsins. Samningur-
inn er fyrirtækinu dýrmætur því
óvíst er hvenær það næði nýjum
samningi við Landsvirkjun og
sömuleiðis er óvíst hvort það fengi
orku á sama verði. Ef ekkert verð-
ur af stækkun Járnblendiverksmiðj-
unni verður Landsvirkjun af um-
talsverðum tekjum og áform fyrir-
tækisins um virkjanir myndu þarfn-
ast endurskoðunar við.
Elkem er að sjálfsögðu vel kunn-
ugt um þá klemmu sem Landsvirkj-
un og fulltrúar íslenska ríkisins í
stjórn Járnblendifélagsins eru í.
Stjórnendur Elkem virðast stað-
ráðnir í að notfæra sér þessa stöðu
því þeir tengja stækkun verksmiðj-
unnar við breytta eignaraðild.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu hefur raforkuverð í Nor-
egi farið hækkandi. Ólíklegt er þess
vegna talið að Elkem muni auka
kísiljárnframleiðslu í Noregi, en
fyrirtækið rekur íjórar kísiljárn-
verksmiðjur þar í landi, sem allar
eru orðnar nokkuð gamlar. Elkem
hefur hagnast ágætlega síðustu tvö
árin og er komið yfir þá miklu erfið-
leika sem fyrirtækið átti í þegar
heimsmarkaðsverð á kísiljámi var
sem lægst á ámnum 1989-1994.
Það hefur áhuga á að ráðstafa þess-
um hagnaði með því m.a. að auka
markaðshlutdeild sína í framleiðslu
á kísiljárni. Fulltrúar Elkem hafa
hins vegar sagt í viðræðum við ís-
lensku samningamennina, að þeir
eigi fleiri kosti en að auka fram-
leiðsluna á íslandi.
Andlát
GUÐMUNDUR
SVEINSSON
STENST ALLT SEM Á ÞAÐ ER LAGT
SÉRA Guðmundur
Sveinsson skólameist-
ari lést sl. sunnudag í
Reykjavík á 76. ald-
ursári.
Guðmundur fæddist
í Reykjavik 28. apríl
1921 sonur Sveins
Óskars Guðmundsson-
ar múrarameistara og
Þórfríðar Jónsdóttur
húsmóður.
Guðmundur lauk
stúdentsprófí frá MR
1941, embættisprófi í
guðfræði við Hf 1945,
stundaði framhalds-
nám í gamlatestamentisfræðum við
háskólann í Kaupmannahöfn 1948-
1950, lauk prófi í hebresku 1949,
stundaði framhaldsnám í semítamál-
um og gamlatestamentisfræðum við
háskólann í Lundi og lauk þaðan
fil.cand.-prófi 1951.
Hann var skólastjóri Samvinnu-
skólans í Bifröst 1955-1974, skóla-
stjóri Bréfaskóla SÍS 1960-1974 og
skólameistari Fjöl-
brautaskólans í Breið-
holti 1974-1988.
Guðmundur var for-
maður nefndar sem
samdi heildarfrumvarp
um fullorðinsfræðslu
1971-1974, sat í nefnd
er gerði tillögur um
skipan fjölbrautaskóla í
Reykjavík 1973 og sat
í námskrárnefnd Fjöl-
brautaskólans í Breið-
holti frá 1978. Guð-
mundur var ritstjóri
Samvinnunnar 1959-
1963. Hann skrifaði
fjölda greina og ritgerða um guð-
fræðileg, trúarleg og menningarleg
málefni.
Guðmundur skipulagði og stjórn-
aði fyrsta fjölbrautaskólanum hér á
landi, Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er Guðlaug Einarsdóttir og eiga þau
þijár uppkomnar dætur.
Samtök kvenna sem ver-
ið hafa þjóðarleiðtogar
Vigdís Finn-
bogadóttir
í forsæti
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti íslands, verður í
forsæti alþjóðlegra samtaka
kvenna sem verið hafa þjóðarleið-
togar, en stofnun samtakanna er
nú í undirbúningi.
Hún tilkynnti þetta í ræðu sinni
á laugardag á ráðstefnu Alþjóða-
þingmannasambandsins um jafna
stöðu kvenna og karla í stjórnmál-
um, sem haldin er í Nýju Delhí
dagana 14.-18. febrúar.
Vigdís var einn af aðalræðu-
mönnum ráðstefnunnar, en hana
sitja af hálfu íslandsdeildar Al-
þjóðaþingmannasambandsins
þingmennirnir Jóhanna Sigurðar-
dóttir og Kristín Halldórsdóttir.
Auk þeirra situr Geir H. Haarde
ráðstefnuna af hálfu undirbún-
ingsnefndarinnar, en hann er
varaforseti Alþjóðaþingmanna-
sambandsins.
Lést í um-
ferðarslysi
í Astralíu
JÓN Kirby Guðmundsson búsettur
í Maleny í Ástralíu lést í umferðar-
slysi 7. febrúar sl., 22 ára að aldri.
Jón Kirby var í ástralska hernum
og var á leið heim í helgarfrí er
slysið varð.
Foreldrar hans eru Jón Eyjólfur
Guðmundsson og Robin Guð-
mundsson.
Gripinn
með efni
við fíkni-
efnabæli
LÖGREGLAN í Kópavogi
fann fíkniefni í fórum öku-
manns bifreiðar sem stöðvuð
var um helgina og játaði hann
við yfirheyrslu að vera eig-
andi þess.
Um var að ræða lítilræði
af kannabisefnum og hvítu
dufti, sem talið er vera
amfetamín. Málið telst upp-
lýst og var manninum sleppt
úr haldi í kjölfarið.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglu tengist þetta mál
alræmdu skjólshúsi fíkniefna-
neytenda og óreglufólks í
Kópavogi, og virðist sem fólk
sem hafi eiturlyfjaneyslu í
hyggju leiti þangað, þar sem
þar sé að finna aðstöðu til
notkunar efnanna.
I
)
11
I
[
i
I
t
i
I
I
«
I
t
L
4