Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 10

Morgunblaðið - 18.02.1997, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR W Morgunblaðið/Þorkell Gleij að á Granda Það hefur ekki alltaf viðrað til hlánaði um tíma gripu þessir Granda. Nú ætti ekki að vera að dytta að húsum í höfuðborg- menn því tækifærið til að glerja hætta á að snjórinn nái að inni undanfarnar vikur. Þegar glugga atvinnuhúsnæðis á þröngva sér óvelkominn inn. Fyrirhuguð sorpurðun á Vesturlandi Ráðist verður í frekara mat á umhverfisáhrifum Hætt við mislæg gatnamót við Miklubraut og Kringlumýrarbraut Skipulagsfor- sendur óbreyttar PÉTUR Ottesen, formaður Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi, segir að farið verði í frekara mat á umhverfisáhrifum vegna fyrir- hugaðrar sorpurðunar í nágrenni Fíflholta í Borgarbyggð og í landi Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, en ekki verði leitað að öðrum hugsanlegum urðunarstöðum. Umhverfisráðherra felldi fyrir síð- ustu helgi úr gildi úrskurð skipuiags- stjóra ríkisins þar sem urðun var leyfð á þessum stöðum og gerði að UMSÓKNARFRESTUR fyrir Nord- jobb 1997, sem renna átti út í gær, hefur verið framlengdur til 25. febr- úar þar sem færri umsóknir hafa borist nú en áður. Óðinn Albertsson, verkefnisstjóri Nordjobb á íslandi, telur að aðalskýringin á fáum um- sóknum sé sú að umsóknarfrestur er skemmri en undanfarin ár. í fyrra, þegar umsóknarfrestur var til 15. mars, bárust umsóknir frá um 450 ungmennum á aldrinum 18-25 ára og fékk 271 sumarvinnu á vegum Nordjobb á einhveiju hinna Norðurlandanna. Að þessu sinni var ákveðið að hafa skemmri umsóknarfrest og í gær sagði Óðinn að sennilega hefðu á annað hundrað umsóknir borist. Allt benti til að hægt yrði að útvega mun fleiri íslenskum ungmennum skilyrði að frekara mat á umhverfis- áhrifum urðunar færi fram. Pétur sagði í samtali við Morgun- blaðið að í samræmi við úrskurð umhverfisráðherra yrði farið í frek- ara umhverfismat á áhrifum malar- tekju vegna sorpurðunarinnar og gerð grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna umhverfisröskunar sem verði vegna eyðingar votlendis. „Úr því að það var ekki mengun- arvarnaþátturinn sem var í ólagi, sem hefði í rauninni tafið okkur vinnu á Norðurlöndunum í sumar og halda sama fjölda eða auka jafn- vel hlut íslands frá því í fyrra. íslendingar fengu 271 starf af 754 í fyrra voru alls í boði 754 störf á vegum Nordjobb og voru umsækj- endur á öllum Norðurlöndunum 4.920. Kom 271 starf í hlut íslend- inga en 105 ungir Skandinavar komu hingað til starfa. _Að jafnaði hafa um tvöfalt fleiri íslendingar farið utan en þeir útlendingar sem komið hafa hingað til starfa. Nordjobb býður ungu fólki á aldr- inum 18-25 ára tækifæri til að kynn- ast nágrannaþjóðunum, útvegar húsnæði og störf í ýmsum atvinnu- greinum. Nánari upplýsingar veitir Norræna félagið. mest, tel ég að þetta sé flötur sem allir geti sætt sig við að finna lausn á,“ sagði Pétur. Hann sagði að ekki væri á döfínni að leita að nýjum urðunarstöðum vegna þess hve undirbúningsvinna vegna urðunar í Fíflholtum væri langt komin, en mörg ár hefði tekið að fínna þann stað. Um aðra staði væri einfaidlega ekki að ræða og því yrði reynt til þrautar að uppfylla þær kröfur sem fram koma í úr- skurði umhverfisráðherra. Borgin tek- in við Mið- skólanum MIÐSKÓLINN hefur verið lagður niður og hafa viðræður milli skóla- stjórnar Miðskólans og fulltrúa Reykjavíkurborgar leitt til þess að Reykjavíkurborg tekur yfir skóla- hald út þetta skólaár. Reykjavíkurborg hefur tekið skólahúsnæði Miðskólans á leigu frá og með 1. febrúar sl. og kennarar skólans hafa verið ráðnir af grunn- skólum Reykjavíkur frá sama tíma til áframhaldandi starfa með nem- endum skólans. Bragi Jósepsson, stofnandi skólans, hefur hætt sem skólastjóri og Árni Magnússon, skólastjóri Hlíðaskóla, sinnir jafn- framt skólastjórn í Miðskólanum. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkur, sagði að reynt yi'ði að hafa skólastarfið sem líkast því sem það var. „Við erum með þessu að koma til móts við nemend- ur sem annars hefðu dreifst í allar áttir. Kennarar eru ungar stúlkur og þær kenna 25 nemendum skólans áfram. Við getum ekki tekið skóla- gjöld en þarna verður boðið upp á lengri viðveru eins og er í öllum grunnskólum og foreldrar greiða fyrir,“ sagði Gerður. Starfsaðferð Miðskólans haldið áfram „Ég er hættur störfum í þeim skóla sem þama er starfræktur núna. Stjórn Miðskólans er ennþá starfandi og umboð til þess að reka slíka starfsemi annars staðar er fyr- ir hendi,“ sagði Bragi. Hann sagði að það væri sam- komulag milli stjórnar skólans og borgarinnar um að þeirri starfsað- ferð sem Miðskólinn hefur fylgt verði haldið áfram. Bragi kveðst sár yfir því hver þróunin hefur orðið frá því skólanum var sagt upp húsnæði sínu í Miðbæjarskólanum fyrir rúmu einu ári. „Ég held að það hafi verið enda- hnúturinn á starfseminni." í TILLÖGU að endurskoðuðu Aðal- skipulagi Reykjavíkur 1996-2016, er ekki lengur gert ráð fyrir mislæg- um gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Gunnar Jó- hann Birgisson, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks í skipulagsnefnd, segir minni- hlutann ósáttan við þessa breytingu og bendir jafnframt á að skipulags- forsendur undanfarinna ára hafi ekki breyst. Þá sé tillaga um að leggja Miklubraut í stokk frá Engi- hlíð að Snorrabraut óviðunandi lausn að hans mati. Hann bendir jafnframt á að ef leggja eigi niður Hlíðarfót verði að leysa aðkomu að flugstöðv- arbyggingunni. í stað mislægra gatnamóta Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar gerir skipulagstillaga Reykjavíkur- listans ráð fyrir að gatnamótunum verði stýrt með ljósum og að tvær akreinar verði fyrir vinstribeygju þegar ekið er eftir Kringlumýrar- braut í suðurátt og tvær akreinar fyrir vinstribeygju þegar ekið er eft- ir Miklubraut í austurátt auk þess sem akreinum verður fjölgað um eina við gatnamótin. „Við teljum að þessi lausn dugi ekki,“ sagði Gunnar Jóhann. „Allar þær skipulagsfor- sendur, sem unnið hefur verið með undanfarin ár eru óbreyttar. Þarna hafa menn viljað fá mislæg gatna- mót og það er hægt að leysa það vandamál á þessum stað.“ Of dýr lausn Benti hann á að 'þótt því sé hald- ið fram að ljósastýrð gatnamót séu nánast jafnörugg og mislæg gatna- mót þá lækki þjónustustig gatna- mótanna með þeim afleiðingum að umferðin leiti í nærliggjandi íbúða- hverfi. „Auk þess sem við teljum augljóst að öruggara sé að ferðast um mislæg gatnamót heldur en um ljósastýrð," sagði hann. VIÐ umræður í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar um kosningu á ný í skóla- nefnd og hafnarstjórn, voru lagðar fram bókanir bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks þeirra Magnúsar Gunn- arssonar og Valgerðar Sigurðardótt- ur, þar sem áréttuð er sú skoðun að kosningin sé ekki í samræmi við lög um grunnskóla né hafnarlög. Farið var fram á að forseti bæjar- stjórnar úrskurðaði um lögmæti kosningarinnar og að úrskurðurinn yrði rökstuddur skriflega. í annarri bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks, er því mótmælt að Ellert Borgar Þorvaldsson, forseti bæjar- stjórnar, og Tryggvi Harðarson, fyrsti varaforseti, úrskurði í málinu, þar sem þeir séu vanhæfir vegna aðildar að málinu. Óskað var eftir skriflegum úrskurði um vanhæfnina. Forseti úrskurðaði að hann væri ekki vanhæfur og var úrskurðurinn samþykktur með sex atkvæðum gegn tveimur. Sambærilegt við Húsavík Forseti lagði þá fram úrskurð fé- iagsmálaráðuneytisins um að kjósa bæri í hafnarstjórn og skólanefnd. Vitnað er í úrskurðinum til nefndar- kjörs á Húsavík í kjölfar meirihluta- skipta í bæjarstjórn. Að áliti ráðu- neytisins ætti það sama við um Lagt er til að Miklabraut verði lögð í stokk frá Engihlíð að Snorra- braut og sagði Gunnar Jóhann að sú lausn væri of dýr miðað við hvað hún leysti mengunarvanda fyrir fáa. Leggja þyrfti götuna í halla nánast við ljósin á mótum Lönguhlíðar með þeim afleiðingum að gjá myndast milli byggðarinnar og Miklatúns að göngunum. „Við teljum að með þessu sé ver- ið að skipta landinu í sundur," sagði hann. „Við teljum að skoða verði hvað hægt sé að gera fyrir alla hina, sem búa við sama vandamál ofar í götunni. Því er eðlilegt að reyna að hugsa þetta heilstætt og finna ein- hveija lausn sem miðar að því að leysa vandamál allra en ekki einung- is ákveðins hóps. Við erum að tala um framkvæmd sem kostar 500 milljónir króna.“ Vandræði við Hlíðarfót Gunnar Jóhann sagðist ekki skilja hvernig leysa ætti umferðar- vandann sem skapast þegar vegur- inn um Hlíðarfót í Öskjuhlíð verður felldur niður eins og standi til í endurskoðuðu aðalskipulagi. Breyt- ingin muni hafa í för með sér veru- lega umferðaraukningu á gatna- mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar. „Ef ætlunin er að flugstöðvar- byggingin verði áfram á þeim stað sem hún er sýnd í þessu aðalskipu- lagi eða nánast úti í Nauthólsvík, þá skil ég ekki hvernig menn ætla að leysa umferðarmálin þegar Hlíð- arfóturinn er farinn," sagði hann. „Ég hefði talið að ef menn ætla að fella niður Hlíðarfótinn þá þyrfti að finna aðra iausn og færa til flugvall- arbygginguna áður en tekin er ákvörðun um að fella niður Hlíðar- fótinn.“ nefndarkjör í Hafnarfirði. Magnús Gunnarsson óskaði eftir atkvæða- greiðslu að viðhöfðu nafnakalli og var úrskurður forseta bæjarstjórnar samþykktur með sjö atkvæðum gegn tveimur. Magnús Jón Árnason og Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins, bókuðu að þeir greiddu ekki atkvæði, þar sem þeir teldu að eðlilegast hefði verið að bregðast við óskum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að leita eft- ir sérstökum úrskurði félagsmála- ráðuneytisins um lögmæti nýrra kosninga í nefndirnar. Magnús Gunnarsson óskaði þá eftir listakosningu um fimm menn í hafnarstjórn og fimm til vara og var orðið við því. Af A-lista meirihlutans voru kjörnir þrír en einn af B-lista Sjálfstæðisflokks og einn af C-lista Alþýðubandalags. Þá var kosið í fimm manna stjórn skólanefndar og fimm til vara. Voru þrír kjörnir af lista meirihluta bæj- arstjórnar og einn.af B-lista Sjálf- stæðisflokks og einn af C-lista Al- þýðubandalags. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun og vísuðu til fyrri bókana um að þátttaka í kosningunum væri með fyrirvara um lögmæti þeirra og að áskilinn væri réttur til að leita úr- skurðar um lögmæti hjá þar til bær- um aðilum. Frábær fyrirtæki 1. Sérvörur með föndurvörur og leikföng fyrir alla aldursflokka. 2. Falleg gjafavöruverslun á frábærum stað. Einstakt tækifæri. Framtíðarfyrirtæki. 3. Lítil heildverslun með smávörur. Mikil viðskiptasambönd út á landi. Gott verð. 4. Trésmíðaverkstæði — fullur salur af vélum. Selst ódýrt. Laust strax. 5. Stór og nýtískuleg prentsmiðja úti á landi. Glæsilegt húsnæði fylgir með. Næg verkefni. 6. Lakkrísverksmiðja sem getur verið hvar sem er á landinu. 7. Mikið úrval af matsölu- og vínveitingastöðum I öllum verðflokkum. 8. Mikið úrval af söluturnum af öllum stærðum og verðflokkum. Komdu í cappucino og flettu fyrirtækjaskránni. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVERI SIMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Færri sækja um Nordjobb en áður Framlengdur umsóknarfrestur Sjálfstæðismenn um kosningu í hafn- arstjórn o g skólanefnd Hafnarfjarðar Kosningin ekki í samræmi við lög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.