Morgunblaðið - 18.02.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1997
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Tvö loðnuskip á heimleið
eftir miklar endurbætur
Hátt í 40 íslensk fiskiskip hafa verið endurbyggð að ein-
hverju leyti hjá pólsku skipasmíðastöðinni Nauta
LOÐNUSKIPIN Guðrún Þorkels-
dóttir SU og Bergur VE eru á heim-
leið frá Póllandi eftir viðamiklar end-
urbætur og stækkanir hjá skipa-
smíðastöðinni Vélasalan Nauta í
Gdynia í Póllandi, en Vélasalan hf.
á 40% eignarhlut í þeirri stöð og er
umboðsaðili hennar á íslandi.
Bergur VE lagði af stað frá Pól-
landi sl. fímmtudag og er væntanleg-
ur til Vestmannaeyja seint í kvöld,
þriðjudagskvöld. Guðrún Þorkels-
dóttir lagði svo af stað frá Póllandi
sl. laugardag, hafði skamma viðdvöl
í Danmörku þar sem sett var í hana
sjálfstýring og er hún væntanleg til
Eskiíjarðar á fimmtudag með um
eitt þúsund tonna burðargetu í stað
700 tonna áður. Að sögn Emils Thor-
arensen, útgerðarstjóra hjá Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar hf., má gera
ráð fyrir að það taki tvo til þrjá daga
að græja skipið fyrir loðnuveiðarnar
og ætti skipið samkvæmt því að geta
hafið veiðar um eða upp úr helginni.
„Samkvæmt fyrstu áætlun átti
skipið að vera tilbúið um miðjan des-
ember og síðan um miðjan janúar
en svo hefur verkið verið að drag-
ast. Það er í raun ekkert hægt að
segja til um það hvað þessi seinkun
kemur til með að þýða fyrir okkur.
Þetta hefur að sjálfsögðu eitthvað
með innkomu að gera og fer mikið
til eftir því hvað loðnuvertíðin kemur
til með að standa lengi. Það er ljóst
að skipið væri búið að koma með
einhver þúsund tonn að landi ef
fýrstu áætlanir hefðu staðið.“
Aukið umfang á
verkinu á verktíma
Kristján Jónsson, sölumaður hjá
Vélasölunni hf., sagði í samtali við
Verið að seinkun á verktíma beggja
skipa væri i raun og veru smávægi-
leg og helgaðist aðallega af frost-
kafla, sem komið hefði í Evrópu um
miðjan desember. Það er t.d. ekki
málað í frosti og það er sömuleiðis
takmarkað hvað hægt er að sjóða í
skipsbolinn í miklu frosti. „Fyrst og
fremst er um að ræða viðbætur við
verkið eftir að framkvæmdir hófust
við skipin og á það aðallega við um
Guðrúnu Þorkelsdóttur. I raun og
veru var tíminn mjög knappur til að
undirbúa verkið. Menn voru bundnir
af því að koma þessu heim og saman
fyrir loðnuvertíð, en það gafst ekki
tími til að fara nákvæmlega ofan í
allar verklýsingar áður en skipin
sigldu út þannig að hluti af verklýs-
ingunni var unnin eftir að skipin
komu út. Verkið reyndist því tölu-
vert umfangsmeira heldur en lagt
var af stað með í upphafi.“
Burðargeta Bergs er nú um 1.100
tonn, en þær breytingar, sem gerðar
hafa verið á honum, eru sambærileg-
ar við þá endurbyggingu, sem átti
sér stað á Erni KE. Bergur var skor-
inn í sundur fyrir framan vélarrúms-
þil og gamla frampartinum hent.
Smíðað var nýtt framskip, rúmum
tveimur metrum breiðara og aftur-
hlutinn breikkaður í samræmi við
framhlutann. Það er því ekkert gam-
alt í skipinu nema vélarúmið og
stýrishúsið.
Guðrún Þorkelsdóttir er, að sögn
Kristjáns, óþekkjanleg frá fyrra út-
liti, en auk lengingarinnar, var smíð-
uð á skipið ný yfirbygging, nýtt
stefni, nýr skutur. Og í stað bláa
litarins, er Guðrún nú orðin rauð að
lit.
Allir reyna að
fiska sem mest
Að sögn Kristjáns eru engin ís-
lensk skip í endurbyggingu í Póllandi
eins og er og ekkert fast í hendi í
því efni ennþá þó víða sé verið að
skoða möguleika að aflokinni vertíð.
„Það eru náttúrulega allir að fiska
núna sem vettlingi geta valdið og
verða það líklega áfram eftir nýút-
gefna reglugerð sjávarútvegsráð-
herra í sambandi við veiðar á norsk-
íslenska stofninum. Það gerist því
ekkert í frekari breytingum fyrr en
þeim veiðum lýkur.“
Hátt í 40 íslensk fiskiskip hafa
verið endurbyggð að einhveiju leyti
hjá pólsku skipasmíðastöðinni, þar
af fimm skip á síðasta ári. Auk þeirra
tveggja sem nú eru á heimleið, eru
það Súlan EA, Hólmaborgin SÚ og
Óm KE.
Góð loðnuveiði milli Þorlákshafnar og Eyja
Flest loðuskipin á leið
í land með fullfermi
Loðnan stærri en
áður en áta kem-
ur í veg fyrir
frystingu
MJÖG góð loðnuveiði var á miðunum
í fyrrinótt og voru flest loðnuskipin
á leið í land með fullfermi í gærmorg-
un, er Verið náði tali af Grími Gríms-
syni, skipstjóra á Anteres VE 18,
skipi ísfélags Vestmannaeyja hf.
„Við erum með um eitt þúsund tonn
sem er burðargeta skipsins og lönd-
um hjá framsóknarmönnum á Fá-
skrúðsfírði. ísfélagið er með fímm
loðnuskip í þessum slag og tvö þeirra
anna allri frystigetu þar á bæ. Við
erum því alltaf á rúntinum til og frá
og erum rúman sólarhring að sigla
frá miðunum miðað við staðsetningu
loðnunnar nú og til Fáskrúðsfjarðar.
Það fer mikill tími í stímið," segir
Grímur. Loðnuaflann voru skipin að
fá um 20 sjómílur vestur af Eyjum
sem er mitt á milli Þorlákshafnar og
Vestmannaeyja.
„Þetta er einhver erfíðasta vertíð
sem ég man eftir og ekki bætir afar
erfíður markaður stöðuna. Loðnan
hefur verið smá og flokkast illa. Við
höfum bara ekki fengið eins stóra
loðnu og japönsku kaupendumir
krefjast. Það var aðeins um tíma sem
við vorum að fá loðnu sem var 50
til 55 stykki í kílói, en þá kom upp
áta á svæðinu og því erum við bara
hættir að fryst í bili,“ segir Steindór
Gunnarsson hjá Granda hf. Steindór
segir að þessi ganga fari mjög hratt
yfír en í þeim göngum, sem eru
styttra komnar sé loðnan allt of
smá. Þetta virðist bara að verða
búið,“ segir Steindór.
„Það hefur gengið illa að frysta
þá loðnu, sem við höfum komið með
fram að þessu, en þetta er besta loðn-
an sem við höfum fengið það sem
af er vetrar. Stærri en nú hefur kven-
loðnan ekki verið, en það hefur háð
loðnufrystingunni það sem af er, að
hún hefur ekki verið nógu stór og
því illflokkanleg frá karlinum. Við
erum að vona að það ætti að ganga
betur nú að flokka hana frá karlin-
um,“ segir Grímur.
Asdic-stauturinn
lenti á hval
Antares tafðist frá veiðum í um
tvo sólarhringa seinnihluta síðustu
viku eftir að asdic-stauturinn, sem
er leitartæki fyrir loðnutorfur og
gengur um hálfan annan metra nið-
ur frá kili skipsins, kengbognaði og
varð ónothæfur. Skipið fór i slipp í
Reykjavík þar sem skipt var um
asdic-staut og er helst talið að staut-
urinn hafi lent á hnúfubak með fyrr-
greindum afleiðingum. Að sögn við-
gerðarmanna hjá slippnum fundust
skinntætlur af hval á stautnum.
Erfítt að eiga við
veiðar í Breiðafirði
Loðnuskipstjóranum lýst, að
sögn, bærilega á framhald loðnu-
veiða, en óttast þó að vertíðin geti
orðið snubbótt í annan endann þar
sem loðnan gengur óvenju hratt
vestur með landinu. „Þetta er eitt
almesta spítt á henni sem maður
hefur orðið vitni að. Maður veit því
ekki hvað vertíðin getur varað lengi.
Svo er spurning hvort eftir eiga að
koma fleiri göngur, en þessi ganga
verður komin norður að Jökli eftir
örfáa daga ef hún heldur þessari
ferð. Og ef við missum hana norður
í Breiðafjörð, er svo óskaplega erf-
itt fyrir okkur að eiga við hana
vegna þess hve botninn er þar harð-
ur og grunnur. Það er erfitt að sjá
við loðnunni, en því miður hefur
okkur ekki enn tekist að finna upp
vegtálma fyrir hana,“ segir Grímur
skipstjóri.
Verðkönnun Samkeppnisstofnunar
á ýmsum fisktegundum
85% munur á hæsta
og lægsta verði
reyktra ýsuflaka
MESTUR reyndist munur á hæsta
og lægsta verði á lausfrystum
ýsuflökum með roði eða 114% og
minnstur á ýsuflökum með roði
eða 15%.
Nýlega kannaði starfsfólk Sam-
keppnisstofnunar verð á fiski í 21
fiskbúð og 15 matvöruverslunum
á höfuðborgarsvæðinu. Verðmun-
ur milli verslana var í sumum til-
fellum mjög mikill og sem dæmi
má nefna að 85% munur reyndist
á hæsta og lægsta verði á reyktum
ýsuflökum og 88% mismunur á
hæsta og lægsta verði hausaðrar
smálúðu.
Litlar verðbreytingar
Sambærileg könnun fór fram á
vegum Samkeppnisstofnunar um
sama leyti í fyrra. Að sögn Kristín-
ar Færseth deildarstjóra hjá Sam-
keppnisstofnun hefur verð á ýsu
lækkað um 2,6% á tímabilinu en
verð á nýjum ýsuflökum hefur
hækkað lítillega. Á heildina litið
eru verðbreytingar litlar á þessu
tímabili.
Barnabílstóll
og loftpúði
eiga ekki samleið
BARN á að snúa baki í aksturs-
stefnu eins lengi og hægt er. Að
sögn Margrétar Sæmundsdóttur
fræðslufulltrúa Umferðarráðs sýna
tölur um fjölda slasaðra og einnig
tilraunir að barnabflstólar sem
snúa baki í akstursstefnu veita
bömum besta vörn.
„Loftpúðar eru hinsvegar
hannaðir miðað við meðal
karlmann. Höggið sem
loftpúðinn gefur þegar
belgur skýst fram með
300 kg þrýstingi skað-
ar því ekki fullorðna."
Hinsvegar segir Mar-
grét þetta vera allt of
mikið högg fyrir lítil böm og bein-
línis lífshættulegt. „Mercedes Benz
verksmiðjumar hafa þróað loftpúða
sem skynjar þyngd þess sem situr
í sætinu þannig að belgurinn þenst
aðeins út ef farþegi er yfir 12 kíló
að þyngd. Skynjarinn nemur einnig
boð frá barnabílstól." Margrét telur
að þessi búnaður sé framtíðarlausn.
Öruggast að snúa aftur
Álagið á háls og höfuð barnsins
verður þrisvar sinnum meira í stól
sem snýr fram þegar ekið er fram-
an á bíl. „Höfuð 9 mánaða bams
er fjórðungur líkamsþyngdar
þess. Þegar barn situr öfugt
við akstursstefnu mun sú
orka sem leysist úr læðingi
við árekstur dreifast á
stærra svæði, þ.e. bak
og hnakka bamsins.
Tölur um fjölda slas-
aðra sýna að barnabíl-
stólar sem snúa baki
í akstursstefnu leiða
til þess að 90% færri börn slasast
á meðan hlutfallið er 50% hjá börn-
um sem snúa fram.
Margrét segir hinsvegar að á
meðan bílar em með loftpúða sem
einungis henta fullorðnum eigi börn
ekki að vera í framsætum bíla þar
sem loftpúði er fyrir.
VIÐVÖRUN!
Barn má aldci vcra i frams.*ti
bíls moð loftpúða, hvorki í
harnabilstól eða I sætinu.
Vwe